Fordæmalaus sigur Macron í frönskum stjórnmálum

Kosningabandalag nýkjörins forseta Frakklands hafði stórsigur í frönsku þingkosningunum í gær. Dræm kjörsókn flækir málin fyrir 60% þingmeirihluta.

Macron, nýkjörinn forseti Frakklands, hlaut stóran sigur í þingkosningunum um helgina. Kosningabandalag hans hlaut 60 prósent þingsæta.
Macron, nýkjörinn forseti Frakklands, hlaut stóran sigur í þingkosningunum um helgina. Kosningabandalag hans hlaut 60 prósent þingsæta.
Auglýsing

Emmanuel Macron hefur tek­ist að umbreyta frönskum stjórn­málum á ótrú­lega skömmum tíma. Eftir að hafa náð kjöri sem for­seti Frakk­lands – unnið þar popúlista­öfl og steypt hefð­bundnu flokk­unum í kaos – bauð flokkur hans fram í þing­kosn­ing­unum sem lauk í gær.

­Kosn­inga­banda­lag flokks hans, En Marche!, og Lýð­ræð­is­hreyf­ing­ar­innar (f. Mou­vem­ent Democra­te) tryggði sér 350 þing­sæti af 577 á franska þing­inu í kosn­ing­un­um. Það þýðir að nýkjör­inn for­seti hefur 60 pró­sent þing­meiri­hluta yfir að ráða. Hann og sam­flokks­fólk hans hefur þess vegna frjálst umboð til þess að koma lof­orðum sínum í fram­kvæmd.

Macron hefur til dæmis lofað að bylta verka­manna­lögum í Frakk­landi, taka atvinnu­leys­is­bóta­kerfið í gegn auk þess að breyta líf­eyr­is­kerf­inu.

Það sem skyggði hins vegar á glæsi­legan sigur Macrons var ofboðs­lega dræm kosn­inga­þátt­taka. Aðeins 43 pró­sent kjör­gengra tóku þátt í kosn­ing­un­um. Í fátæk­ustu kjör­dæmum Frakk­lands skil­uðu mun fleiri auðum seðlum en ann­ars stað­ar, sem hefur vakið spurn­ingar um félags­legan ójöfnuð á nýjan leik.

Kosn­ing­arnar marka hins vegar nokkur tíma­mót í frönskum stjórn­málum fyrir margar sak­ir.

Auglýsing

Nýr flokkur á þingi með meiri­hluta

Flokkur Macrons, La Répu­blique en Marche (í laus­legri íslenskri þýð­ingu: „Lýð­veldi á hreyf­ing­u“, oft­ast kall­aður En Marche), kom nýr inn á franska þingið í kosn­ing­unum og hlaut 308 þing­sæti og hefur einn og sér 53,38 pró­sent allra þing­sæta.

Fyrir kosn­ing­arnar mynd­aði flokk­ur­inn kosn­inga­banda­lag með Lýð­ræð­is­hreyf­ing­unni sem fékk 42 full­trúa kjörna. Sam­an­lagður þing­styrkur kosn­inga­banda­lags Emmanuel Macron er þess vegna 350 sæti, rétt rúm­lega 60 pró­sent.

Skipting þingsæta á franska þinginu eftir kosningar 2017.

Næst stærsti flokk­ur­inn er rót­gróni hægri­flokk­ur­inn Les Répu­blicains sem hlaut 113 þing­menn. Sá flokk­ur, sem hét þá Union pour un mou­vem­ent popularaire, hafði meiri­hluta á þingi fyrir kosn­ing­arn­ar. Hægri­flokk­ur­inn er rót­gró­inn í frönskum stjórn­málum og úr hans röðum hafa margir for­setar og for­sæt­is­ráð­herrar kom­ið.

Það sama gildir um Sós­í­alista­flokk­inn, rót­gróna flokk­inn á vinstri væng franskra stjórn­mála. Sós­í­alistar biðu afhroð í þing­kosn­ing­unum um helg­ina og fengu aðeins 30 þing­sæti. Sá flokkur hafði hins vegar 186 sæti fyrir kosn­ing­arnar og stjórn­aði for­seta­emb­ætt­inu með Francois Hollande.

Þjóð­fylk­ingin (f. Front National), þjóð­ern­is­flokkur Mar­ine Le Pen, hlaut átta þing­sæti í kosn­ing­unum og bætti við sig sex sætum síðan fyrir fimm árum. Þjóð­fylk­ingin er jafn­framt minnsti flokk­ur­inn á þing­inu. Le Pen tekur sæti á þingi í fyrsta sinn eftir að hafa reynt fjórum sinnum að vinna sætið í Pas-de-Cala­is, kola­námu­hér­aði nyrst í Frakk­landi.

Hvaðan fékk Macron stuðn­ing?

Flokkur Macrons hlaut þing­sæti í kjör­dæmum vítt og breitt um Frakk­land. Kosn­inga­spár gerðu hins vegar ráð fyrir að flokk­ur­inn fengi enn fleiri þing­sæti en komu upp úr kjör­köss­un­um.

Þingkosningar í Frakklandi, kjördæmi.

Vest­ur­-Frakk­land gaf Macron sér­stak­lega mörg þing­sæti eins og stærstu borgir Frakk­lands. Flokkur Macrons fékk góða kosn­ingu í Par­ís, Nantes og Tou­lou­se. Kjós­endur erlendis höfðu einnig mestar mætur á En Marche.

Hægri­flokk­ur­inn Les Répu­blicains hlaut góða kosn­ingu í norð­aust­an­verðu og aust­an­verðu Frakk­landi.

Marine Le Pen, leiðtogi Þjóðfylkingarinnar, náði kjöri í kosningunum.

Hvað ætlar Macron að gera?

Edouard Philippe.For­sæt­is­ráð­herr­ann í rík­is­stjórn Emmanuel Macron, Edou­ard Phil­ippe, lét hafa eftir sér þegar úrslitin væru ljós að franska þjóðin hefði sýnt að hún kýs „von fram yfir reiði“ og „bjart­sýni yfir böl­sýn­i“. Phil­ippe mun biðj­ast lausnar fyrir ráðu­neyti sitt í dag og Macron mun svo skipa nýtt ráðu­neyti á næstu dög­um. Lík­legt þykir að Phil­ippe verði áfram for­sæt­is­ráð­herra.

Christophe Castaner, tals­maður rík­is­stjórn­ar­innar og nýkjör­inn þing­mað­ur, sagði fjöl­miðlum að „franska þjóðin hefur gefið okkur skýran meiri­hluta, en hún hefur ekki viljað gefa okkur lausan taum­inn. Því fylgir ábyrgð. Hinn raun­veru­legi sigur verður eftir fimm ár þegar hlut­irnir hafa raun­veru­lega breyst“.

Í kosn­inga­bar­áttu sinni fyrir for­seta­kosn­ing­arnar í vor hét Macron því að ráð­ist yrði í breyt­ingar á grunn­kerfi franskra stjórn­mála. Hann hygg­ist breyta atvinnu­lög­gjöf­inni áður en hann ræðst á fyr­ir­ferða­mikið líf­eyr­is­kerfið á næsta ári.

Hann ætlar að lækka fyr­ir­tækja­skatta úr 33% í 25% og fjár­festa 50 millj­örðum evra úr almanna­sjóðum í orku­inn­viði, starfs- og iðn­þjálfun Frakka og sam­göngu­inn­viði.

Macron þarf hins vegar einnig að huga að rekstr­ar­halla franska rík­is­sjóðs­ins. Seðla­banki Frakk­lands spáir því að tekju­hall­inn fari enn og aftur fram úr þriggja pró­senta hámark­inu sem Evr­ópu­sam­bandið setur á aðild­ar­ríki sín.

Dræm kjör­sókn gerir það flókn­ara fyrir Macron að fylgja stefnu­málum sín­um. Hann mun þurfa að stíga var­lega til jarðar í end­ur­bótum á rót­grónum kerf­um. Í Frakk­landi eru mörg dæmi um að fjölda­mót­mæli hafi leitt til þess að stjórn­völd þynni út nýja og rót­tæka lög­gjöf.

Þingstyrkurinn mun gera verkefnið auðveldara fyrir Emmanuel Macron. Hann verður samt sem áður að stíga varlega til jarðar til þess að geta fullnýtt styrk sinn.

75 pró­sent nýir þing­menn

Í þessum kosn­ingum til lög­gjaf­ar­valds­ins í Frakk­landi varð gríð­ar­lega mikil end­ur­nýjun á þing­inu. 75 pró­sent kjör­inna full­trúa taka þar sæti í fyrsta sinn eftir kosn­ing­arn­ar.

Þetta er nýtt met í frönskum stjórn­mál­um, sam­kvæmt franska dag­blað­inu Le Monde. Af þeim 577 full­trúum sem kjörnir voru í kosn­ing­unum um helg­ina, voru 432 ekki í kjöri árið 2012. Það þýðir að aðeins 145 þing­menn voru end­ur­kjörn­ir. Í kosn­ing­unum 2012 var end­ur­nýj­unin aðeins 40 pró­sent og árið 2007 var hún enn minni, eða 25 pró­sent.

Til sam­an­burðar má rifja upp Alþing­is­kosn­ing­arnar hér á landi síð­ast­liðið haust þegar met­fjöldi nýrra þing­manna tók sæti á þingi. Af 63 þing­mönnum náðu 32 full­trúar kjöri sem aldrei höfðu tekið sæti áður. Það er rétt rúm­lega helm­ingur þing­manna, um 51 pró­sent.

Aldrei fleiri konur

Aldrei hafa fleiri konur tekið sæti á franska þing­inu. Nú eru þær 223 eða 38,65 pró­sent þing­manna. Flestir kven­kyns full­trúar koma úr röðum miðju­flokka og vinstri­flokka.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBirgir Þór Harðarson
Meira úr sama flokkiErlent