Hvað ræða Pútín og Trump?

„Símtöl eru aldrei nægileg,“ sagði Vladimír Pútín. Leiðtogar Bandaríkjanna og Rússlands hittust á G20-ráðstefnunni.

Vladimir Pútín, forseti Rússlands, og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, takast í hendur á G20-ráðstefnunni.
Auglýsing

Vla­dimír Pútín, for­seti Rúss­lands, og Don­ald Trump, for­seti Banda­ríkj­anna, hitt­ust í fyrsta sinn, báðir sem for­set­ar, á sér­stökum hlið­ar­fundi á ráð­stefnu G20-­ríkj­anna í Ham­borg í dag.

­Leið­tog­arnir ávörp­uðu fjöl­miðla stutt­lega eftir að hafa rætt saman í stutta stund og áður en fundur þeirra hófst. „Við höfum átt gott spjall, og það mun halda áfram. Það eru fullt af spenn­andi hlutum fram undan fyrir bæði Banda­ríkin og Rúss­land. Það er heiður að vera með þér hérna, herra Pútín,“ sagði Trump.

Pútín átti líka fal­leg orð handa Trump: „Við höfum átt nokkur sím­töl um mörg mik­il­væg alþjóða­mál og um sam­band Rúss­lands og Banda­ríkj­anna. Sím­töl eru hins vegar aldrei nægi­leg. Ég er ánægður með að fá að hitta þig loks­ins, herra Trump.“

Auglýsing

Sem for­seti hefur Don­ald Trump sagst vilja bæta sam­skiptin milli Banda­ríkj­anna og Rúss­lands. Hann langar að finna leiðir til þess að vinna með Pútín en það hefur reynst erfitt vegna ágrein­ings um afskipti Rússa af stríð­inu í Sýr­landi og átök­unum í Úkra­ínu. Þá hafa banda­rísk lög­gæslu­yf­ir­völd kom­ist að nið­ur­stöðu um að Rússar hafi blandað sér í kosn­inga­bar­átt­una fyrir for­seta­kosn­ingar í Banda­ríkj­unum í fyrra, þegar Trump var kjör­inn for­seti. Þá hefur Rúss­land stillt sér upp með Kína í aðgerðum gegn Norð­ur­-Kóreu, þvert á vilja Banda­ríkj­anna.

Trump svar­aði ekki spurn­ingu blaða­manns um afskipti Rússa af kosn­ing­unum í Banda­ríkj­un­um.

Stærstu fjöl­miðlar heims hafa fjallað mikið um fyrsta handa­band leið­tog­ana fyrir fyrsta sam­eig­in­lega fund G20-­ríkj­anna í morg­un. Það var óform­legur hitt­ing­ur. Á mynd­bands­upp­töku af handa­bandi leið­tog­ana sést hvernig Trump treystir handa­bandið með því að klappa létt á hand­legg Pútíns.

Síðar í sama mynd­skeiði sést Trump klappa Pútín á bakið á meðan báðir brosa.



For­setar og utan­rík­is­ráð­herrar

Í fylgd með Trump og Pútín eru utan­rík­is­ráð­herrar land­anna. Það eru þeir Rex Tiller­son og Sergei Lavrov. Saman eru Pútín og Lavrov mun reynd­ari í diplómat­ískum sam­skiptum en þeir Trump og Tiller­son.

Pútín hefur gengt emb­ætti for­seta Rúss­lands síðan árið 2000 og Trump er þriðji for­seti Banda­ríkj­anna sem hann fundar með. Þá er Lavrov tal­inn vera einn brögð­ótt­asti utan­rík­is­ráð­herra heims­ins.

Tiller­son fund­aði síð­ast með Pútín í apr­íl. Eftir þann fund sagði Tiller­son að það væri lítið traust milli rík­is­stjórna land­anna tveggja. Þetta verður í annað sinn sem Tiller­son sest niður með Pútín, frá því að hafa tekið við emb­ætti í jan­ú­ar.

Umræðu­efni leið­tog­ana á fund­inum í dag munu að öllum lík­indum fjalla um helstu ágrein­ings­efni þess­ara þjóða:

  • Stríðið í Sýr­landi og aðgerðir beggja ríkja þar.
  • Ógn­ina frá Norð­ur­-Kóreu og við­brögð við henni.
  • Átökin í Úkra­ínu og óþægi­lega nær­veru Rúss­lands við landa­mæri nágranna sinna.

Þá er ekki ólík­legt að Pútín og Trump ræði aðgerðir í lofts­lags­málum og norð­ur­slóða­mál. Jafn­vel þó að Rúss­land sé einn stærsti sölu­að­ili jarð­gass í heim­inum þá hafa stjórn­völd í Kreml ákveðið að standa við Par­ís­ar­sam­komu­lag­ið.

Það er hægt að lesa margt um fund Don­alds Trump og Vla­dimírs Pútín á sam­fé­lags­miðl­um. Þetta er þó ekki fyrsti eig­in­legi fundur þeirra, heldur aðeins fyrsti form­legi fund­ur­inn sem þeir eiga augliti til auglitis sem for­setar Banda­ríkj­anna og Rúss­lands.



Lofts­lags­mál til umræðu í dag

Áður en fundur Pútín og Trump var áætl­aður hófst vinnu­smiðja leið­tog­anna í ráð­stefnusaln­um. Þar er rætt um sjálf­bæra þró­un, lofts­lags- og orku­mál.

Trump hefur sagst ætla að draga Banda­ríkin úr Par­ís­ar­sam­komu­lag­inu um lofts­lags­mál og hlotið gagn­rýni fyrir frá nær öllum þeim ríkjum sem eiga sæti á G20-ráð­stefn­unni. Gest­gjaf­inn Ang­ela Merkel, kansl­ari Þýska­lands, hefur verið sér­lega gagn­rýnin á þessa ákvörðun Trumps. Það hefur Emmanuel Macron, nýr for­seti Frakk­lands, einnig ver­ið.

Saman eru leið­togar G20-­ríkj­anna full­trúar landa heims þar sem 2/3 jarð­ar­búa lifa. Í þessum löndum verður 4/5 af allri lands­fram­leiðslu heims­ins til og verslun á milli þess­ara landa nemur 3/4 af allri milli­ríkja­verslun í heim­in­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBirgir Þór Harðarson
Meira úr sama flokkiErlent