Munu bankarnir verða fyrir „Costco-áhrifum“?

Mögulegt er að íslenskir bankar muni fá samkeppni erlendis frá á næstunni. Því gætu þeir þurft að hagræða rekstri sínum, líkt og smásöluverslanir gerðu í kjölfar komu Costco.

Bankarnir þrír gætu allir þurft að hagræða rekstri sínum.
Bankarnir þrír gætu allir þurft að hagræða rekstri sínum.
Auglýsing

Ýmis fyrirtæki hafa þurft að þola hagræðingu og erfiðara rekstrarumhverfi vegna komu erlendra stórfyrirtækja á íslenskan markað.  Mögulegt er að losun gjaldeyrishafta og góðar efnahagshorfur muni leiða til svipaðra hræringa í fjármálaþjónustu á næstunni. Ef svo verður gætu bankarnir þurft að hagræða vegna svokallaðra „Costco-áhrifa“. 

Opnun Costco og H&M 

Dagvörumarkaðurinn á Íslandi hefur tekið miklum breytingum vegna komu bandaríska smásölurisans Costco í maí síðastliðnum og fyrirhugaðri komu H&M. 

Í kjölfarið hafa þrjú íslensk smásölufyrirtæki brugðist við með samruna við olíufyrirtæki, en Costco selur bæði dagvöru og olíu. 

Einnig hafa hafa fyrirtækin þurft að hagræða rekstri sínum, en Hagar hafa lokað Debenhams og Útílífsversluninni sinni í Glæsibæ auk þess sem þeir hafa minnkað margar af Hagkaupsverslunum sínum. Í maí var svo tilkynnt að smásölufyrirtækið Festi myndi loka Intersport-versluninni sinni í sumar.

Þrátt fyrir viðbrögð fyrirtækjanna virðast þau standa í töluverðum erfiðleikum vegna aukinnar samkeppni. Gengi hlutabréfa í Högum hefur lækkað hratt og örugglega frá opnun Costco og nýlega greindi fyrirtækið frá því að sala þeirra hafi dregist saman um 9,4% milli júnímánaða 2016 og 2017.

Auglýsing

Innreið Netflix

Koma Costco er ekki í fyrsta skiptið sem alþjóðleg stórfyrirtæki hafa valdið truflunum á íslenskum markaði. Frægt var þegar Jón Gnarr, þáverandi dagskrárstjóri 365 sagði það vera umhugsunarvert að íslensk fjölmiðlafyrirtæki væru í samkeppni við erlend fyrirtæki sem þurfa ekki að lúta sömu fjölmiðlalögum.

Koma Netflix hefur torvelt rekstrarumhverfi 365.Kjarninn greindi frá því að staða 365 miðla hafi veikst á undanförnum árum, meðal annars vegna samkeppni við efnisveitur á borð við Netflix og Amazon. Hlutdeild fyrirtækisins á markaði fyrir sjónvarpsáskriftarsölu dróst saman frá 38,5% niður í 30-35% á þremur árum, þrátt fyrir að hafa keypt sýningarréttindi á efni frá HBO árið 2014. Á sama tíma hefur fjöldi áskrifenda að Netflix aukist svo um munar, en tæplega 59% Íslendinga voru áskrifendur að efnisveitunni í júní síðastliðnum, þar af 80% ungmenna á aldrinum 18-29 ára.

Í mars 2017 tilkynnti svo Fjarskipti, móðurfélag Vodafone, um kaup á 365 og fyrirhugaða fækkun 41 stöðugildis í kjölfar hagræðingar. 

Hvað um bankana?

Líklegt er að íslensk fyrirtæki muni finna fyrir aukinni samkeppni erlendra fyrirtækja í framtíðinni, en íslenskur fjármálamarkaður hefur opnast töluvert með afnámi gjaldeyrishafta og minnkandi vaxtamunar við útlönd.

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka.Í nýjasta tölublaði Vísbendingar bendir Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, á að umhverfi bankastarfsemi sé að breytast. Tæknirisarnir AmazonGoogle og Facebook hafa allir fengið starfsleyfi til að veita bankaþjónustu í Evrópu og segir Birna að íslenskir bankar þurfi að taka tillit til breytts veruleika sem nú blasi við. Einnig segir hún að hagræðing hafi þegar átt sér stað í bankaþjónustu, en útibúum þeirra hafi fækkað úr 26 niður í 14 á síðustu þremur árum. 

Kjarninn birti leiðara um fjármálaþjónustu á tímamótum á sunnudag, en þar er bent á ýmsa banka sem náð hafa sér fótfestu á markaði undanfarið sem reknir eru með mun minni kostnaði en hinir íslensku. Má þar nefna Bank Norwegian, en hann heldur úti bankaþjónustu í öllum Norðurlöndum að frátöldu Íslandi. Sá banki er útibúslaus og eingöngu til á netinu, en hann hefur bætt við sig tæplega milljón viðskiptavinum frá stofnun sinni í nóvember 2007. 

Ekki er ólíklegt að fjármálaþjónusta á Íslandi muni fá aukna samkeppni að utan. Rétt eins og Costco og Netflix myndu alþjóðleg stórfyrirtæki í þeim geira kalla á aukna hagræðingu íslenskra fyrirtækja og erfiðara rekstrarumhverfi. Hins vegar er ljóst að umræddar breytingar hafa hingað til verið til hagsbóta fyrir neytendur. Aðhaldið sem erlend fyrirtæki hafa veitt hinum íslensku á dagvöru- og afþreyingarmarkaði hafa skilað sér í lægra verði og meira úrvali á vörum á þjónustu. Ef erlendir bankar munu bjóða upp á þjónustu sína hérlendis er því mögulegt að Íslendingar muni einnig standa frammi fyrir betri lánakjörum en áður.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Ísland - Finnland: 16 - 30
Kjarninn 23. júní 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Engin smit út frá bólusettum með virkt smit – „Hver er þá áhættan? Mikil eða lítil?“
Ellefu bólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á landamærunum. Engin smit hafa hins vegar greinst út frá þeim. Sóttvarnalæknir segir enn óvíst hvort smithætta fylgi bólusettum með smit en að hún sé „alveg örugglega“ minni en frá óbólusettum.
Kjarninn 23. júní 2021
Benedikt Jóhannesson hefur veifað bless við framkvæmdastjórn flokksins sem hann var aðalhvatamaðurinn að því að stofna.
Hefur sagt sig úr framkvæmdastjórn og segir framgöngu formanns mestu vonbrigðin
Fyrrverandi formaður Viðreisnar telur að atburðarás hafi verið hönnuð til að koma ákveðnum einstaklingum í efstu sætin á lista flokksins á höfuðborgarsvæðinu og halda öðrum, meðal annars honum, frá þeim sætum.
Kjarninn 23. júní 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
ASÍ hvetur forsætisráðherra til að beita sér fyrir alþjóðlegum fyrirtækjaskatti
Verkalýðshreyfingin kallar eftir því að lagður verði á 25 prósent skattur á hagnað alþjóðlegra stórfyrirtækja þar sem hann verður til.
Kjarninn 23. júní 2021
Viðskipti hófust með bréf Íslandsbanka í gær.
20 fjárfestar keyptu rúmlega helminginn af því sem selt var í Íslandsbanka
Búið er að birta lista yfir stærstu eigendur Íslandsbanka. Auk ríkisins eiga lífeyrissjóðir og erlendir fjárfestingarsjóðir stærstu eignarhlutina. Margir einstaklingar leystu út hagnað af viðskiptunum í gær.
Kjarninn 23. júní 2021
Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um hvort og þá hvenær farið verður að bólusetja börn við COVID-19 á Íslandi.
Ráðleggja óbólusettum – einnig börnum – frá ónauðsynlegum ferðalögum
Sóttvarnarlæknir segir þær ráðleggingar embættisins að óbólusettir ferðist ekki til útlanda gildi einnig fyrir börn. Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um almenna bólusetningu barna.
Kjarninn 23. júní 2021
Miklar sveiiflur hafa verið á virði rafmyntarinnar Bitcoin síðasta sólarhringinn.
Kínverjar snúa baki við Bitcoin og verðið fellur
Verð rafmyntarinnar Bitcoin hefur lækkað umtalsvert á undanförnum dögum en náði sér aðeins á strik síðdegis í dag. Kínverjar hafa reynt að stemma stigu við viðskiptum með myntina þar í landi og nýlega var fjölda gagnavera sem grafa eftir myntinni lokað.
Kjarninn 22. júní 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka hringir hér inn fyrstu viðskipti í Íslandsbanka
73 prósent af viðskiptunum voru í Íslandsbanka
Alls námu viðskipti með hlutabréf Íslandsbanka 5,4 milljörðum króna eftir fyrsta viðskiptadag þeirra í Kauphöllinni í dag. Verð bréfanna er nú fimmtungi hærra en útboðsgengi þeirra.
Kjarninn 22. júní 2021
Meira eftir höfundinnJónas Atli Gunnarsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar