Munu bankarnir verða fyrir „Costco-áhrifum“?

Mögulegt er að íslenskir bankar muni fá samkeppni erlendis frá á næstunni. Því gætu þeir þurft að hagræða rekstri sínum, líkt og smásöluverslanir gerðu í kjölfar komu Costco.

Bankarnir þrír gætu allir þurft að hagræða rekstri sínum.
Bankarnir þrír gætu allir þurft að hagræða rekstri sínum.
Auglýsing

Ýmis fyr­ir­tæki hafa þurft að þola hag­ræð­ingu og erf­ið­ara rekstr­ar­um­hverfi vegna komu erlendra stór­fyr­ir­tækja á íslenskan mark­að.  Mögu­legt er að losun gjald­eyr­is­hafta og góðar efna­hags­horfur muni leiða til svip­aðra hrær­inga í fjár­mála­þjón­ustu á næst­unni. Ef svo verður gætu bank­arnir þurft að hag­ræða vegna svo­kall­aðra „Costco-á­hrifa“. 

Opnun Costco og H&M 

Dag­vöru­mark­að­ur­inn á Íslandi hefur tekið miklum breyt­ingum vegna komu banda­ríska smá­sölurisans Costco í maí síð­ast­liðnum og fyr­ir­hug­aðri komu H&M. 

Í kjöl­farið hafa þrjú íslensk smá­sölu­fyr­ir­tæki brugð­ist við með sam­runa við olíu­fyr­ir­tæki, en Costco selur bæði dag­vöru og olíu. 

Einnig hafa hafa fyr­ir­tækin þurft að hag­ræða rekstri sín­um, en Hagar hafa lok­að Deb­en­hams og Útí­lífs­versl­un­inni sinni í Glæsibæ auk þess sem þeir hafa minnkað margar af Hag­kaups­versl­unum sín­um. Í maí var svo til­kynnt að smá­sölu­fyr­ir­tækið Festi myndi loka Inter­sport-versl­un­inni sinni í sum­ar.

Þrátt fyrir við­brögð fyr­ir­tækj­anna virð­ast þau standa í tölu­verðum erf­ið­leikum vegna auk­innar sam­keppni. Gengi hluta­bréfa í Högum hefur lækkað hratt og örugg­lega frá opn­un Costco og nýlega greindi fyr­ir­tækið frá því að sala þeirra hafi dreg­ist saman um 9,4% milli júní­mán­aða 2016 og 2017.

Auglýsing

Inn­reið Net­flix

Koma Costco er ekki í fyrsta skiptið sem alþjóð­leg stór­fyr­ir­tæki hafa valdið trufl­unum á íslenskum mark­aði. Frægt var þegar Jón Gnarr, þáver­andi dag­skrár­stjóri 365 sagði það vera umhugs­un­ar­vert að íslensk fjöl­miðla­fyr­ir­tæki væru í sam­keppni við erlend fyr­ir­tæki sem þurfa ekki að lúta sömu fjöl­miðla­lög­um.

Koma Netflix hefur torvelt rekstrarumhverfi 365.Kjarn­inn greindi frá því að staða 365 miðla hafi veikst á und­an­förnum árum, meðal ann­ars vegna sam­keppni við efn­isveitur á borð við Net­flix og Amazon. Hlut­deild fyr­ir­tæk­is­ins á mark­aði fyrir sjón­varps­á­skrift­ar­sölu dróst saman frá 38,5% niður í 30-35% á þremur árum, þrátt fyrir að hafa keypt sýn­ing­ar­rétt­indi á efni frá HBO árið 2014. Á sama tíma hefur fjöldi áskrif­enda að Net­flix auk­ist svo um mun­ar, en tæp­lega 59% Íslend­inga voru áskrif­endur að efn­isveit­unni í júní síð­ast­liðn­um, þar af 80% ung­menna á aldr­inum 18-29 ára.

Í mars 2017 til­kynnti svo Fjar­skipti, móð­ur­fé­lag Voda­fo­ne, um kaup á 365 og fyr­ir­hug­aða fækkun 41 stöðu­gildis í kjöl­far hag­ræð­ing­ar. 

Hvað um bankana?

Lík­legt er að íslensk fyr­ir­tæki muni finna fyrir auk­inni sam­keppni erlendra fyr­ir­tækja í fram­tíð­inni, en íslenskur fjár­mála­mark­aður hefur opn­ast tölu­vert með afnámi gjald­eyr­is­hafta og minnk­andi vaxta­munar við útlönd.

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka.Í nýjasta tölu­blaði Vís­bend­ingar bendir Birna Ein­ars­dótt­ir, banka­stjóri Íslands­banka, á að umhverfi banka­starf­semi sé að breyt­ast. Tæknirisarn­ir AmazonGoogle og Face­book hafa allir fengið starfs­leyfi til að veita banka­þjón­ustu í Evr­ópu og segir Birna að íslenskir bankar þurfi að taka til­lit til breytts veru­leika sem nú blasi við. Einnig segir hún að hag­ræð­ing hafi þegar átt sér stað í banka­þjón­ustu, en úti­búum þeirra hafi fækkað úr 26 niður í 14 á síð­ustu þremur árum. 

Kjarn­inn birti leið­ara um fjár­mála­þjón­ustu á tíma­mótum á sunnu­dag, en þar er bent á ýmsa banka sem náð hafa sér fót­festu á mark­aði und­an­farið sem reknir eru með mun minni kostn­aði en hinir íslensku. Má þar nefna Bank Norweg­ian, en hann heldur úti banka­þjón­ustu í öllum Norð­ur­löndum að frá­töldu Íslandi. Sá banki er úti­bús­laus og ein­göngu til á net­inu, en hann hefur bætt við sig tæp­lega milljón við­skipta­vinum frá stofnun sinni í nóv­em­ber 2007. 

Ekki er ólík­legt að fjár­mála­þjón­usta á Íslandi muni fá aukna sam­keppni að utan. Rétt eins og Costco og Net­flix myndu alþjóð­leg stór­fyr­ir­tæki í þeim geira kalla á aukna hag­ræð­ingu íslenskra fyr­ir­tækja og erf­ið­ara rekstr­ar­um­hverfi. Hins vegar er ljóst að umræddar breyt­ingar hafa hingað til verið til hags­bóta fyrir neyt­end­ur. Aðhaldið sem erlend fyr­ir­tæki hafa veitt hinum íslensku á dag­vöru- og afþrey­ing­ar­mark­aði hafa skilað sér í lægra verði og meira úrvali á vörum á þjón­ustu. Ef erlendir bankar munu bjóða upp á þjón­ustu sína hér­lendis er því mögu­legt að Íslend­ingar muni einnig standa frammi fyrir betri lána­kjörum en áður.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Endurvinnsluhlutfall umbúðaúrgangs innan við 50 prósent hérlendis
Heildarmagn umbúðaúrgangs hérlendis var um 151 kíló á hvern einstakling árið 2019. Endurvinnsluhlutfallið lækkar á milli ára en um fjórðungur plastumbúða ratar í endurvinnslu samanborið við rúmlega 80 prósent pappírs- og pappaumbúða.
Kjarninn 27. september 2021
Talning atkvæða í Borgarnesi og meðferð kjörgagna hefur verið mál málanna í dag.
Talningarskekkjan í Borgarnesi kom í ljós um leið og einn bunki var skoðaður
Engin tilmæli voru sett fram af hálfu landskjörstjórnar um endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjarninn ræddi við Inga Tryggvason formann yfirkjörstjórnar í kjördæminu um ástæður þess að talið var aftur og meðferð kjörgagna.
Kjarninn 27. september 2021
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Lífskjarasamningurinn heldur – „Ánægjuleg niðurstaða“
Formaður VR segist vera létt að lífskjarasamningurinn haldi. Engin stemning hafi verið hjá atvinnulífinu né almenningi að fara í átök við þessar aðstæður.
Kjarninn 27. september 2021
Sigurjón Njarðarson
Hrunið 2008-2021
Kjarninn 27. september 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Siðspillandi ómenning: Um viðtökur jazztónlistar á Íslandi
Kjarninn 27. september 2021
Olaf Scholz, fjármálaráðherra í fráfarandi ríkisstjórn og leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins, mætir á kosningavöku flokksins í gær.
„Umferðarljósið“ líklegasta niðurstaðan í Þýskalandi
Leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins hefur heitið því að Þjóðverjar fái nýja ríkisstjórn fyrir jól. Það gæti orðið langsótt í ljósi sögunnar. Hann vill byrja á að kanna jarðveginn fyrir stjórn með Græningjum og Frjálslyndum demókrötum.
Kjarninn 27. september 2021
Ákveðið hefur verið að telja atkvæðin í Suðurkjördæmi að nýju.
Talið aftur í Suðurkjördæmi
Yfirkjörstjórn í Suðurkjördæmi hefur ákveðið að verða við beiðnum sem bárust frá nokkrum stjórnmálaflokkum um að telja öll atkvæðin í Suðurkjördæmi aftur.
Kjarninn 27. september 2021
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í leiðtogaumræðum fyrir kosningar.
Með óbragð í munni – Mikilvægt að framkvæmd kosninga sé með réttum hætti
Þorgerður Katrín segir að endurtalningin í Norðvesturkjördæmi dragi fram umræðu um jafnt atkvæðavægi. „Það er nauðsynlegt að fá hið rétta fram í þessu máli.“
Kjarninn 27. september 2021
Meira eftir höfundinnJónas Atli Gunnarsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar