Munu bankarnir verða fyrir „Costco-áhrifum“?

Mögulegt er að íslenskir bankar muni fá samkeppni erlendis frá á næstunni. Því gætu þeir þurft að hagræða rekstri sínum, líkt og smásöluverslanir gerðu í kjölfar komu Costco.

Bankarnir þrír gætu allir þurft að hagræða rekstri sínum.
Bankarnir þrír gætu allir þurft að hagræða rekstri sínum.
Auglýsing

Ýmis fyr­ir­tæki hafa þurft að þola hag­ræð­ingu og erf­ið­ara rekstr­ar­um­hverfi vegna komu erlendra stór­fyr­ir­tækja á íslenskan mark­að.  Mögu­legt er að losun gjald­eyr­is­hafta og góðar efna­hags­horfur muni leiða til svip­aðra hrær­inga í fjár­mála­þjón­ustu á næst­unni. Ef svo verður gætu bank­arnir þurft að hag­ræða vegna svo­kall­aðra „Costco-á­hrifa“. 

Opnun Costco og H&M 

Dag­vöru­mark­að­ur­inn á Íslandi hefur tekið miklum breyt­ingum vegna komu banda­ríska smá­sölurisans Costco í maí síð­ast­liðnum og fyr­ir­hug­aðri komu H&M. 

Í kjöl­farið hafa þrjú íslensk smá­sölu­fyr­ir­tæki brugð­ist við með sam­runa við olíu­fyr­ir­tæki, en Costco selur bæði dag­vöru og olíu. 

Einnig hafa hafa fyr­ir­tækin þurft að hag­ræða rekstri sín­um, en Hagar hafa lok­að Deb­en­hams og Útí­lífs­versl­un­inni sinni í Glæsibæ auk þess sem þeir hafa minnkað margar af Hag­kaups­versl­unum sín­um. Í maí var svo til­kynnt að smá­sölu­fyr­ir­tækið Festi myndi loka Inter­sport-versl­un­inni sinni í sum­ar.

Þrátt fyrir við­brögð fyr­ir­tækj­anna virð­ast þau standa í tölu­verðum erf­ið­leikum vegna auk­innar sam­keppni. Gengi hluta­bréfa í Högum hefur lækkað hratt og örugg­lega frá opn­un Costco og nýlega greindi fyr­ir­tækið frá því að sala þeirra hafi dreg­ist saman um 9,4% milli júní­mán­aða 2016 og 2017.

Auglýsing

Inn­reið Net­flix

Koma Costco er ekki í fyrsta skiptið sem alþjóð­leg stór­fyr­ir­tæki hafa valdið trufl­unum á íslenskum mark­aði. Frægt var þegar Jón Gnarr, þáver­andi dag­skrár­stjóri 365 sagði það vera umhugs­un­ar­vert að íslensk fjöl­miðla­fyr­ir­tæki væru í sam­keppni við erlend fyr­ir­tæki sem þurfa ekki að lúta sömu fjöl­miðla­lög­um.

Koma Netflix hefur torvelt rekstrarumhverfi 365.Kjarn­inn greindi frá því að staða 365 miðla hafi veikst á und­an­förnum árum, meðal ann­ars vegna sam­keppni við efn­isveitur á borð við Net­flix og Amazon. Hlut­deild fyr­ir­tæk­is­ins á mark­aði fyrir sjón­varps­á­skrift­ar­sölu dróst saman frá 38,5% niður í 30-35% á þremur árum, þrátt fyrir að hafa keypt sýn­ing­ar­rétt­indi á efni frá HBO árið 2014. Á sama tíma hefur fjöldi áskrif­enda að Net­flix auk­ist svo um mun­ar, en tæp­lega 59% Íslend­inga voru áskrif­endur að efn­isveit­unni í júní síð­ast­liðn­um, þar af 80% ung­menna á aldr­inum 18-29 ára.

Í mars 2017 til­kynnti svo Fjar­skipti, móð­ur­fé­lag Voda­fo­ne, um kaup á 365 og fyr­ir­hug­aða fækkun 41 stöðu­gildis í kjöl­far hag­ræð­ing­ar. 

Hvað um bankana?

Lík­legt er að íslensk fyr­ir­tæki muni finna fyrir auk­inni sam­keppni erlendra fyr­ir­tækja í fram­tíð­inni, en íslenskur fjár­mála­mark­aður hefur opn­ast tölu­vert með afnámi gjald­eyr­is­hafta og minnk­andi vaxta­munar við útlönd.

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka.Í nýjasta tölu­blaði Vís­bend­ingar bendir Birna Ein­ars­dótt­ir, banka­stjóri Íslands­banka, á að umhverfi banka­starf­semi sé að breyt­ast. Tæknirisarn­ir AmazonGoogle og Face­book hafa allir fengið starfs­leyfi til að veita banka­þjón­ustu í Evr­ópu og segir Birna að íslenskir bankar þurfi að taka til­lit til breytts veru­leika sem nú blasi við. Einnig segir hún að hag­ræð­ing hafi þegar átt sér stað í banka­þjón­ustu, en úti­búum þeirra hafi fækkað úr 26 niður í 14 á síð­ustu þremur árum. 

Kjarn­inn birti leið­ara um fjár­mála­þjón­ustu á tíma­mótum á sunnu­dag, en þar er bent á ýmsa banka sem náð hafa sér fót­festu á mark­aði und­an­farið sem reknir eru með mun minni kostn­aði en hinir íslensku. Má þar nefna Bank Norweg­ian, en hann heldur úti banka­þjón­ustu í öllum Norð­ur­löndum að frá­töldu Íslandi. Sá banki er úti­bús­laus og ein­göngu til á net­inu, en hann hefur bætt við sig tæp­lega milljón við­skipta­vinum frá stofnun sinni í nóv­em­ber 2007. 

Ekki er ólík­legt að fjár­mála­þjón­usta á Íslandi muni fá aukna sam­keppni að utan. Rétt eins og Costco og Net­flix myndu alþjóð­leg stór­fyr­ir­tæki í þeim geira kalla á aukna hag­ræð­ingu íslenskra fyr­ir­tækja og erf­ið­ara rekstr­ar­um­hverfi. Hins vegar er ljóst að umræddar breyt­ingar hafa hingað til verið til hags­bóta fyrir neyt­end­ur. Aðhaldið sem erlend fyr­ir­tæki hafa veitt hinum íslensku á dag­vöru- og afþrey­ing­ar­mark­aði hafa skilað sér í lægra verði og meira úrvali á vörum á þjón­ustu. Ef erlendir bankar munu bjóða upp á þjón­ustu sína hér­lendis er því mögu­legt að Íslend­ingar muni einnig standa frammi fyrir betri lána­kjörum en áður.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gunnar Tryggvi Halldórsson
Bændur og afurðastöðvar
Kjarninn 5. mars 2021
Jón Þór Ólafsson þingmaður og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis.
Jón Þór vill að skrifstofa Alþingis kanni hvenær trúnaður geti talist brotinn
Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar telur sig ekki hafa brotið trúnað með ummælum um það sem fram fór á fundi nefndarinnar með lögreglustjóra í vikunni. Hann vill fá skrifstofu Alþingis til að kanna hvar formleg mörk um trúnaðarrof liggi.
Kjarninn 5. mars 2021
Íslandspóstur hagnast um 104 milljónir
Viðsnúningur var í rekstri Íslandspósts á síðasta ári, sem skilaði hagnaði í fyrsta skiptið í þrjú ár. Samkvæmt forstjóra fyrirtækisins létti endurskipulagning og niðurgreiðsla langtímalána umtalsvert á félaginu.
Kjarninn 5. mars 2021
Í þingsályktunartillögu um rafræna birtingu álagningar- og skattskrár er lagt til að hætt verði að birta þessar upplýsingar á pappír.
Telja rafræna birtingu skattskrár auka launajafnrétti
ASÍ hvetur til þess að þingsályktunartillaga um rafræna birtingu álagningarskrár nái fram að ganga. Í umsögn Persónuverndar segir að mikilvægt sé að huga að rétti einstaklinga til persónuverndar. Slík tillaga nú lögð fram í fimmta sinn.
Kjarninn 5. mars 2021
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir
Þögla stjórnarskráin
Kjarninn 5. mars 2021
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra laut í lægra haldi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.
Menntamálaráðherra tapaði í Héraðsdómi Reykjavíkur
Héraðsdómur Reykjavíkur féllst ekki á kröfu Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra um að úrskurði kærunefndar jafnréttismála yrði hnekkt. Úrskurðurinn í kærumáli Hafdísar Helgu Ólafsdóttur, skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu, stendur.
Kjarninn 5. mars 2021
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Íbúar í gömlu hverfunum í Reykjavík ánægðir með Dag sem borgarstjóra en efri byggðir ekki
Fleiri Reykvíkingar eru ánægðir með störf Dags B. Eggertssonar borgarstjóra en óánægðir. Mikill munur er á afstöðu eftir hverfum og menntun. Borgarstjórinn er sérstaklega óvinsæll hjá fólki á sextugsaldri.
Kjarninn 5. mars 2021
Frá þurrvörum til þrautaleikja: COVID-áhrifin á heimilislífið
Bakað, eldað, málað og spilað. Allt heimagert. Ýmsar breytingar urðu á hegðun okkar í hinu daglega í lífi á meðan faraldurinn stóð hvað hæst. Sum neysluhegðun er þegar að hverfa aftur til fyrra horfs en önnur gæti verið komin til að vera.
Kjarninn 5. mars 2021
Meira eftir höfundinnJónas Atli Gunnarsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar