Bandalag Merkel stærst en stuðningurinn minni

Angela Merkel leiðir enn stærsta stjórnmálaaflið í Þýskalandi eftir þingkosningar. Stuðningurinn hefur hins vegar minnkað og öfgahægriflokkur hefur náð góðri fótfestu.

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, verður eflaust áfram kanslari en stuðningurinn hefur minnkað.
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, verður eflaust áfram kanslari en stuðningurinn hefur minnkað.
Auglýsing

Flokka­banda­lag Kristi­legra demókrata og syst­ur­flokks­ins í Bæj­ara­landi fékk 33 pró­sent atkvæða í kosn­ingum til þýska sam­bands­þings­ins í gær. Ang­ela Merkel, kansl­ari Þýska­lands og leið­togi banda­lags­ins, seg­ist ætla að mynda nýja rík­is­stjórn fyrir jól.

Banda­lagið hlaut verri kosn­ingu en í kosn­ing­unum árið 2013 þegar það hlaut 41,5 pró­sent atkvæða eða 9,5 pró­sentu­stigum minna. Sós­íal demókrat­ar, sam­starfs­flokkur Banda­lags­ins í rík­is­stjórn síð­ustu fjögur árin, hlaut einnig verri kosn­ingu en síð­ast, og fékk nú 20,4 pró­sent atkvæða.

Bæði Banda­lagið og Sós­íal demókratar fengu verstu kosn­ingu í þing­kosn­ingum í gær síðan um miðja síð­ustu öld. Miðað við skoð­ana­kann­anir þá hefur fylgis­tapið verið tölu­vert á und­an­förnum vik­um, á kostnað öfga­hægri­flokks­ins Val­kostur fyrir Þýska­land (þ. Alt­ernative für Deutschland) sem er nú þriðji stærsti flokk­ur­inn á Sam­bands­þing­inu.

Auglýsing

Martin Schulz, for­maður Sós­íal demókrata, seg­ist ekki ætla að starfa með Merkel í rík­is­stjórn að nýju og stillir flokki sínum upp í stjórn­ar­and­stöðu á því kjör­tíma­bili sem nú fer í hönd.

Það er því ljóst að Merkel þarf að mynda nýja sam­steypu­stjórn í Þýska­landi. Tak­ist Merkel að mynda stjórn verður það fjórða kjör­tíma­bilið í röð sem hún gegnir stöðu kansl­ara í Þýska­landi.

Kosninganiðurstöður í Þýskalandi 2017.

Öfga­flokkur fékk góða kosn­ingu

Á vef þýska dag­blaðs­ins Südd­eutsche Zeit­ung eru taldir til fjögur meg­in­at­riði sem lesa má úr kosn­inga­nið­ur­stöð­un­um.

  1. Banda­lagið hefur tapað miklu, en það er enn nógu sterkt gagn­vart öðrum stjórn­mála­öflum að Ang­ela Merkel getur myndað nýja rík­is­stjórn og verið kansl­ari fjórða kjör­tíma­bilið í röð.
  2. Það er ekki hægt að mynda meiri­hluta á vinstri væng þýskra stjórn­mála. Það helg­ast ekki aðeins af slæmri nið­ur­stöðu Sós­íal demókrata, því bæði Vinstri­flokk­ur­inn og Græn­ingjar fengu alls ekki nóg.
  3. Það er heldur ekki hægt að mynda meiri­hluta í íhalds­sama- og frjáls­lynda armi þýskra stjórn­mála.
  4. Rót­tæka and­spyrnan gegn Merkel er svo sterk að „skelfi­leg­ur“ fjöldi fólks kaus öfga­hægriöfl á þýska sam­bands­þing­ið.

Þetta eru því nokkur tíma­mót í þýskri stjórn­mála­sögu. Þó allar líkur séu á að Merkel verði áfram kansl­ari, þá er staða hennar veik­ari en áður.

Sú stað­reynd að öfga­hægri­flokk­ur­inn Val­kostur fyrir Þýska­land sé nú þriðji stærsti flokk­ur­inn á þýska þing­inu er einnig sögu­leg, enda hafa rót­tækar stjórn­mála­hreyf­ingar á hægri­vængnum ekki náð fót­festu í Þýska­landi eftir lok seinni heim­styrj­ald­ar­inn­ar.

Öfga­öflin eru hins vegar enn ein­angruð í þýskum stjórn­mál­um. Enn er stór meiri­hluti Þjóð­verja sem telur Val­kost fyrir Þýska­land vera skammar­legan fyrir þing­ið. Það má geta þess að þó kosn­ing öfga­afl­ana hafi verið góð þá eru enn fjórir fimmtu hlutar kjós­enda sem völdu ekki Val­kost fyrir Þýska­land. Ólík­legt þykir að aðrir stjórn­mála­flokkar vilji starfa með Val­kosti fyrir Þýska­land.

Margir Þjóð­verjar líta á að ris öfga­afl­anna í kosn­ing­unum sé af sama popúl­íska meiði og í Bret­landi og Banda­ríkj­unum þar sem kjós­endur ákváðu að hafna við­var­andi ástandi með því að kjósa gegn því hefð­bundna. Þýska stjórn­mála­kerfið stóð storm­inn betur af sér en breska eða banda­ríska kerf­ið. Hinn almenni kjós­andi í Þýska­landi hefur haft hag af auk­inni hnatt­væð­ingu og mörgum þykja öfgar í stjórn­málum ekki heill­andi, í sögu­legu til­liti.

Frauke Petry hefur verið andlit Valkosts fyrir Þýskaland. Hún ætlar ekki að taka sæti með flokknum á þýska þinginu.

Það virð­ist þó vera grunnt á sam­stöð­unni innan flokks­ins Val­kostur fyrir Þýska­land. Eftir að nið­ur­stöður kosn­ing­anna lágu fyrir var fögn­uð­ur­inn fljótur að breyt­ast í inn­an­flokksá­tök. Frauke Petry, einn leið­toga flokks­ins og and­lit flokks­ins útá­við, sagð­ist ekki ætla að taka sæti á þing­inu undir merkjum flokks­ins. Ekki er enn á hreinu hvers vegna hún ákvað að gera þetta.

Merkel reynir við smærri flokka

Sú rík­is­stjórn sem Merkel mun að öllum lík­indum reyna að mynda verður sam­steypu­stjórn þriggja flokka, Banda­lags­ins, Frjálsra demókrata og Græn­ingja. Slíkt stjórn­ar­sam­starf hefur þegar fengið nafnið „Jamaíka“ enda eru litir flokk­ana þeir sömu og í jama­íska fán­an­um; Svart­ur, gulur og grænn.

Við­bragðið við nið­ur­stöðum kosn­ing­anna á mörk­uðum var að mestu nei­kvætt, enda er búist við því að stjórn­ar­myndun muni taka tölu­verðan tíma. Þá ótt­ast mark­að­ur­inn að langt stjórn­ar­mynd­un­ar­ferli muni flytja ein­beit­ing­una frá samn­inga­við­ræðum Evr­ópu­sam­bands­ins um útgöngu Breta úr sam­band­inu til samn­inga­við­ræðna í Berlín.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBirgir Þór Harðarson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar