Helstu stefnumál flokkanna á einum stað - Hvernig sjá flokkarnir fyrir sér atvinnumál og nýtingu auðlinda?

Flestir flokkarnir sem bjóða sig fram í komandi kosningum um næstu helgi hafa sent inn stefnumál sín á vefsíðuna Betra Ísland. Kjarninn tók saman helstu áherslur flokkanna í atvinnu- og auðlindamálum.

Arnarstapi, höfn, hafnir, sjór, sjávarútvegur, bátar, skip, fiskur, fiskar, útvegur,  7DM_3177_raw_170617.jpg
Auglýsing

Flokk­arnir ell­efu hafa mis­mun­andi sýn á hvernig bæta megi atvinnu­mál á Íslandi og hvernig nýt­ingu auð­linda eigi að vera hátt­að. Á vef­síð­unni Betra Ísland er hægt að lesa helstu stefnu­mál flokk­anna og taka þátt í rök­ræð­um.

Til­gang­ur­inn með síð­unni er að tengja saman almenn­ing og þing­menn, hvetja til góðrar rök­ræðu og að fá fólk til að tala saman og byggja upp traust. Þetta segir Róbert Bjarna­son, fram­kvæmda­stjóri Íbúa ses. en lesa má frekar um verk­efnið í frétt Kjarn­ans um vef­síð­una

Kjarn­inn tók saman helstu áherslu­mál í mála­flokknum en allir flokk­arnir nema einn hafa skilað inn stefnu­málum á Betra Ísland. Hægt er að lesa um fleiri stefnu­mál og taka þátt í umræð­unni á síð­unni sjálfri. 

Auglýsing

Sam­fylk­ingin

Flokk­ur­inn vill búa Íslend­inga undir nýju tækni­bylt­ing­una. Þau segja að fjölga þurfi vel­laun­uðum störfum hér á landi og auka fjöl­breytni þeirra um allt land. Til þess þurfi að byggja atvinnu­lífið í enn frekara mæli á hug­viti, listum og nýsköp­un. 

Sú þróun sé líka nauð­syn­leg til þess að bregð­ast við þeirri öru þróun í tækni sem nú á sér stað um heim allan og er að gjör­breyta þeim störfum sem manns­höndin og hugur kemur að. Lyk­il­at­riði í þeim und­ir­bún­ingi sé stór­sókn í skóla­kerf­inu sem gerir Íslend­ingum kleift að vera virkir þátt­tak­endur í þess­ari fram­þró­un.

Alþýðu­fylk­ingin

Þau telja að fiski­stofnar eigi að vera félags­leg eign. Veiði­heim­ildum eigi að úthluta til byggð­ar­lag­anna. Byggð­ar­lög sem eru með sterka útgerð og fisk­vinnslu eða eru nærri fiski­miðum eigi að njóta þess. Fisk­veiðar á verk­smiðju-ska­la, eins og tog­ar­ar, eigi að borga fyrir veiði­leyf­in. Veiðar á hand­verks-ska­la, eins og trill­ur, eigi ekki að þurfa að borga neitt heldur veiða frjálst.

Alþýðu­fylk­ingin vill félags­lega fjár­mála­þjón­ustu fyrir bænd­ur. Þau segja að bóndi sem hefur búskap þurfi fyrst að kaupa jörð­ina sína, jafn­vel þótt hann erfi hana þurfi hann að kaupa systk­ini sín út. Til þess ætti hann að fá vaxta­laus lán frá félags­lega reknu fjár­mála­kerfi. Sama þegar hann þurfi að end­ur­nýja vélar hjá sér, húsa­kost eða annað sem krefst lán­töku.

Einnig vilja þau rýmkum reglu­gerðir um slát­ur­hús. Reglu­gerðir um slát­ur­hús eru fengnar frá ESB í gegn um EES. Fylk­ingin álítur sem svo að þær eigi kannski við úti í hinni stóru Evr­ópu en á Íslandi þýði þær að slát­ur­hús reki sig ekki nema þau séu stór, og landið beri ekki sér­lega mörg stór slát­ur­hús. 

„Einu sinni var slát­ur­hús í svotil hverri sveit. voru kannski frysti­hús mestan part árs­ins en nýtt sem slát­ur­hús í nokkrar vikur á haustin. Í dag þarf að keyra með kindur o.fl. dýr í vögnum jafn­vel 400 kíló­metra eða meira. Nær þetta ein­hverri átt?“ spyr Alþýðu­fylk­ing­in.

Mið­flokk­ur­inn

Þau ætla að lækka trygg­inga­gjald til sam­ræmis við atvinnustig því aukið svig­rúm fyr­ir­tækja komi öllu sam­fé­lag­inu til góða. 

„Við ætlum að lækka trygg­inga­gjaldið enn meira fyrir fyrstu 10 starfs­menn fyr­ir­tækis til að koma til móts við minni fyr­ir­tæki og auð­velda nýsköp­un­ar- og sprota­fyr­ir­tækjum rekst­ur­inn.“

Við­reisn

Við­reisn seg­ist ætla að tryggja þjóð­ar­eign í fram­kvæmd. „Nytja­stofnar á Íslands­miðum eru sam­eign íslensku þjóð­ar­inn­ar,“ segir í 1. gr. laga um stjórn fisk­veiða. Þau telja að þessa hug­mynd þurfi að tryggja í fram­kvæmd ef hún á ekki að vera orðin tóm. Það sé best gert með því að úthluta afla­heim­ildum til tak­mark­aðs tíma í senn. Tíma­bundna samn­inga megi end­ur­nýja og taka gjald fyr­ir, til dæmis með upp­boð­um.

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn

Fram­sókn telur að neyt­endur eigi rétt á skýrum upp­lýs­ingum um upp­runa, fram­leiðslu­hætti, lyfja­notkun og umhverf­is­á­hrif. Þau segj­ast vilja fylgja fast eftir reglum um upp­runa­merk­ingar og tryggja að þær nái til allra mat­væla þar sem þau eru seld.

Tryggja þurfi nýsköpun og vöru­þróun í land­bún­aði til að fjöl­skyldu­rekstur í grein­inni verði hag­stæð­ur. Fram­sókn vill skapa aðstæður fyrir frek­ari fram­þróun við end­ur­skoðun búvöru­samn­ing­anna 2019.

Þau benda á að grafal­var­leg staða sé í sauð­fjár­rækt vegna 30 pró­sent verð­lækk­unar á afurðum og lok­unar mark­aða erlend­is. Þau segj­ast vilja auka stuðn­ing tíma­bundið til að hjálpa bændum að kom­ast yfir þennan hjalla og lög­leiða verk­færi til sveiflu­jöfn­unar svo að þessi staða komi ekki upp aft­ur. Sauð­fjár­rækt sé und­ir­staða dreifðra byggða víða um land.

Jafn­framt segja þau að ótrygg afhend­ing raf­orku hring­inn í kringum landið standi atvinnu­lífi fyrir þrif­um, skapi mik­inn kostn­að, valdi óþæg­indum í heim­il­is­rekstri og dag­legu lífi fólks. Fram­sókn vill tryggja raf­orku­ör­yggi í land­inu en þau segja að afhend­ing raf­orku sé ein af lyk­il­stoðum inn­viða í land­inu og þjóni bæði almenn­ingi og fyr­ir­tækj­um. Fram­sókn vill flýta þrí­fösun raf­magns um land allt.

Fram­sókn seg­ist ekki vilja einka­væða Lands­virkj­un. Almenn­ingur eigi að njóta hins mikla arðs sem Lands­virkjun muni skila um ókomin ár. Lands­virkjun gegni lyk­il­hlut­verki í nýt­ingu hreinna og end­ur­nýj­an­legra orku­gjafa til fram­tíðar til hag­sældar fyrir íslenska þjóð.

Þau telja að vöxtur og við­gangur lax­eld­is­ins megi ekki ger­ast á kostnað nátt­úr­unnar eða villta íslenska laxa­stofns­ins. Fram­sókn vill ná sátt um upp­bygg­ingu og starf­semi fisk­eldis á Íslandi. Slík sátt náist aðeins með virku eft­ir­liti og rann­sóknum ásamt tryggu reglu­verki og vís­inda­legu áhættu­mati. Beita þurfi mót­væg­is­að­gerðum sem lág­marka umhverf­is­á­hrif af eld­inu og taka mið af bestu fáan­legu tækni.

Tekjur af komu­gjaldi skuli nýta til vernd­unar nátt­úr­unn­ar, nauð­syn­legrar upp­bygg­ingar inn­viða og til að bæta aðstöðu við ferða­manna­staði.

Fram­sókn telur ótíma­bært að hækka virð­is­auka­skatt á ferða­þjón­ustu. Við núver­andi aðstæður sé ótíma­bært að hækka virð­is­auka­skatt á ferða­þjón­ustu. Ferða­þjón­ustan sé gjald­eyr­is­skap­andi atvinnu­grein og víð­ast hvar í neðra þrepi. Fram­sókn vill verja sam­keppn­is­hæfni grein­ar­innar með því að hverfa frá áformum um hækkun virð­is­auka­skatts.

Þau segja að vegna þess að sveit­ar­fé­lög hafi ekki beinar tekjur af ferða­mönnum þá vilji þau að gistin­átta­gjald sé ákveðið hlut­fall af verði gist­ing­ar. Eðli­legt sé að hvert sveit­ar­fé­lag ráð­stafi því gistin­átta­gjaldi sem þar fellur til upp­bygg­ingar á innviðum sam­fé­lags­ins.

Vinstri græn

VG telur að aukin fjár­fest­ing í rann­sóknum og nýsköpun sé grund­vall­ar­at­riði til að tryggja vel­sæld sam­fé­lags­ins til fram­tíð­ar. Meðal þess sem þarf að gera sé að búa betur að verk­mennta­skólum og tryggja að fjár­mögnun íslenskra háskóla verði sam­bæri­leg við háskóla á Norð­ur­lönd­um.

Stór­bæta þurfi aðstöðu ferða­manna og tryggja að ferða­þjón­usta og nátt­úru­vernd fari sam­an. Setja þurfi skýr mark­mið um vist­væna ferða­þjón­ustu og nýta enn betur mögu­leika á að tengja menn­ingu og ferða­þjón­ustu. Tryggja þurfi eðli­legt hlut­fall sveit­ar­fé­laga í tekjum af ferða­þjón­ustu.

Þau benda á að öfl­ugur inn­lendur land­bún­að­ur, með áherslu á nýsköpun og líf­ræna rækt­un, sé und­ir­staða heil­næmrar og öruggrar mat­væla­fram­leiðslu í land­inu þar sem hagur bænda og neyt­enda fari sam­an.

Meg­in­mark­miðið með sterkri sjáv­ar­út­vegs­stefnu sé sjálf­bær nýt­ing fiski­stofn­anna, ábyrg umgengni um líf­ríki hafs­ins, sam­hengi í byggða­þróun og síð­ast en ekki síst að arð­ur­inn af auð­lind­inni renni til þjóð­ar­inn­ar.

Píratar

Píratar vilja að gerð verði lang­tíma­á­ætlun um skipu­lag og upp­bygg­ingu ferða­þjón­ustu á Íslandi með umhverf­is­vernd í far­ar­broddi allra ákvarð­anna.

Skyn­sam­legur stuðn­ingur gagn­ist bæði bændum og neyt­endum End­ur­skoðum núver­andi stuðn­ings­kerfi til bænda, þar sem virkir bændur sem við­hafa við­ur­kenndar starfs­að­ferðir eigi rétt á grunn­stuðn­ingi sem tryggir afkomu­ör­yggi bænda. 

Til að atvinnu­líf um allt land blóm­stri og allir njóti tæki­færa þurfi að upp­færa teng­ing­ar. „Tengjum Ísland með þriggja fasa raf­magni, betri sam­göngum milli lands­horna og virkri netteng­ingu um allt land. Píratar skilja að góð netteng­ing er grunn­stoð fyrir atvinnu­líf um allt land,“ segir í áherslum þeirra. 

Þau segja að upp­bygg­ing ferða­þjón­ust­unnar krefj­ist skýrrar stefnu­mót­un­ar, þar sem sjálf­bærni og fag­mennska eru höfð að leið­ar­ljósi við upp­bygg­ingu á þjón­ustu, sam­göngum og aðbún­aði á við­komu­stöðum ferða­manna. Tryggja þurfi við­hald og upp­bygg­ingu á innviðum lands­ins sam­hliða auknum ferða­manna­straumi og dreifa álagi af við­kvæmum svæð­um. Auk­inn hluti hagn­aðar vegna ferða­þjón­ustu á hverjum stað verði eftir í nær­sam­fé­lag­inu.

Píratar vilja að hand­færa­veiðar verði gerðar frjálsar og aðgengi­legar þeim sem kjósa að stunda þær til atvinnu. Til­gang­ur­inn sé að stuðla að nýliðun og sjálf­bærri nýt­ingu sjávar ásamt kær­kominni búbót fyrir gjör­vallt land­ið. Kerfið verði ein­faldað og sveigj­an­leiki auk­inn til að auð­velda nýjum aðilum að stofna og reka útgerð. Hand­færa­veiðar skuli háðar skyn­sam­legum tak­mörk­unum og fjölda leyfa á ein­stak­linga, lög­að­ila og eftir teg­undum báta.

Íslenska rík­ið, fyrir hönd þjóð­ar­inn­ar, eigi að bjóða afla­heim­ildir upp til leigu á opnum mark­aði og skuli leigu­gjaldið renna í rík­is­sjóð. Skuli öll úrslit upp­boða vera opin­berar upp­lýs­ing­ar. Með þessum hætti væri jafn­ræði, nýliðun og sann­gjarn arður þjóð­ar­innar af fisk­veiði­auð­lind hennar tryggð­ur.

Þau vilja lækka tolla á mat­væli og inn­flutn­ings­höml­ur, aðrar en af heil­brigð­is­á­stæð­um, í áföngum og fella að lokum nið­ur.

Upp­hæðin sem fer í að nið­ur­greiða og styrkja land­bún­að­inn verði skipt niður jafnt á bændur lands­ins og greidd til þeirra beint sem laun. Þessi greiðsla verði að upp­fylltum ákveðnum skil­yrðum um lág­marks fram­leiðslu per býli á ári. Meg­in­at­riðið sé að bændur geti haldið áfram mat­væla­fram­leiðslu, fengið laun og auk þess selt afurðir sínar án þess að hafa áhyggjur af afkom­unni. Hluti af hug­mynd­inni er einnig að skoða mögu­leik­ann á að afnema toll­vernd sem myndi þá hækka bænda­laun­in.

Björt fram­tíð

Björt fram­tíð seg­ist vilja nýta betur þá orku sem Íslend­ingar vinni í stað þess að virkja.

Ísland gæti þannig orðið braut­ryðj­andi í sjálf­bærri og vist­vænni fisk­eld­is­tækni.Flokkur fólks­ins hefur ekki skilað inn stefnu­málum sínum á síð­una og áherslur Dög­unar og Sjálf­stæð­is­flokks­ins vantar varð­andi atvinnu­vegi og auð­lind­ir. 

Tekið skal fram að þessi listi er ekki tæm­andi. Á næstu dögum mun Kjarn­inn einnig vera með umfjöllun um önnur mál sem varða umhverf­is­mál, dóm­stóla, stjórn­ar­skrá og lýð­ræði.Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ásgeir Haraldsson
Landspítali háskólasjúkrahús?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Noregur er einn stærsti raforkuframleiðandi í heimi.
Noregur gæti neyðst til að takmarka útflutning á rafmagni
Stjórnvöld í Noregi segja til greina koma að draga úr áformuðum útflutningi á rafmagni til meginlands Evrópu. Orkuskortur blasir við vegna þess að uppistöðulón hafa ekki fyllst. Óvenjulegum þurrkum er um að kenna.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti.
Fordæmalaus húsleit í Mar-a-Lago
Bandarískir alríkislögreglumenn framkvæmdu í gær húsleit á heimili Donalds Trump í Flórída og höfðu þaðan með sér einhver gögn. Aldrei fyrr hefur verið farið í löggæsluaðgerð af þessu tagi gegn fyrrverandi forseta Bandaríkjanna.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Hygge
Hvað þýðir danska hugtakið hygge? Er það stig sem nær hærra en bara að hafa það kósí? Nær eitthvað íslenskt orð yfir það? Eða er um að ræða sérstaka danska heimspeki?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægsta tekjuhópnum ná ekki að leggja neitt fyrir, ganga á sparnað eða safna skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira eftir höfundinnBára Huld Beck
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar