Þorlákur hinn helgi eini dýrlingur Íslendinga

Dagurinn fyrir aðfangadag getur einkennst af spennu og eftirvæntingu, sérstaklega hjá litla mannfólkinu. Kjarninn kannaði sögu dagsins og hvaða hefðir eru hafðar í heiðri.

Margir skreyta jólatréð á Þorláksmessu.
Margir skreyta jólatréð á Þorláksmessu.
Auglýsing

Ekki er síður hátíð­legt á Þor­láks­messu, degi fyrir jól, eins og á jól­unum sjálfum þegar fólk er í óða önn við und­ir­bún­ing og að hnýta síð­ustu slauf­urnar á jóla­pakk­ana. Þeim sem enn eiga eftir að skreyta jóla­tréð gefst tæki­færi til að ljúka við her­leg­heitin en margir njóta einnig jóla­ljósanna, ganga um bæinn og láta fjöl­skyldu og vini fá pakka. Og ekki má gleyma skötu­lykt­inni sem angar á sumum heim­ilum og veit­inga­stöðum þennan dag. 

Þor­láks­messa er dán­ar­dagur Þor­láks Skál­holts­bisk­ups Þór­halls­son­ar, sem var útnefndur heil­agur maður árið 1198, fimm árum eftir dauða sinn og er hann eini dýr­lingur Íslend­inga. 

Presta­skortur á Íslandi

En hver var þessi Þor­lákur sem messan er kennd við? Þor­lákur helgi Þór­halls­son fædd­ist árið 1133 og lést 1193, sex­tugur að aldri. Hann var frá Hlíð­ar­enda í Fljóts­hlíð en hann hafði stundað nám í Odda. Hann varð prest­ur, aðeins 18 ára, en á þessum tíma var mik­ill presta­skortur í land­inu. Seinna fór Þor­lákur til náms í París og Englandi og var utan sex ár.

Hann kom þá heim og gerð­ist prestur á Kirkjubæ á Síðu. Þegar hann var búinn að vera þar í sex ár gerð­ist hann kanoki í fyrsta íslenska Ágústínaklaustr­inu sem var stofnað 1168 og var hann orð­inn ábóti þegar hann nokkrum árum síðar varð biskup í Skál­holti.

Auglýsing

Á alþingi 1174 var Þor­lákur kos­inn biskup í Skál­holti í stað Klængs Þor­steins­son­ar. Þor­lákur fór ekki utan til vígslu fyrr en 1177 og var vígður til bisk­ups í Niðar­ósi 2. júlí 1178. Hann var biskup í Skál­holti til dauða­dags, 23. des­em­ber 1193.

Til er saga Þor­láks bisk­ups og þar kemur fram að honum lík­aði afar vel að búa og starfa á Kirkjubæ og það var með trega að hann yfir­gaf þann stað til að vinna að upp­bygg­ingu klaust­ur­starfs­ins í Þykkvabæ í Veri en þann stað þekkjum við í dag sem Þykkva­bæj­ar­klaustur í Álfta­veri.

Fólk þótti gott að heita á Þor­lák

Þor­lákur Þór­halls­son er eini helgi mað­ur­inn sem Íslend­ingar eiga og var það Jóhannes Páll páfi II sem gaf út til­skipun 1985 þess efnis að hann hefði valið Þor­lák helga vernd­ar­dýr­ling Íslands. Í sögu Þor­láks kemur fram að fólki þótti gott að heita á hann og hjálp­aði hann mörg­um.

Saga er af konu sem fékk augna­verk mik­inn og hét á Þor­lák og varð hún þegar heil. Í vatna­vöxtum misstu menn kistur tvær fullar af verð­mætum en þær heimt­ust þegar heitið var á Þor­lák. Menn komust yfir ár eftir að hafa heitið á Þor­lák og á alþingi fékk blindur maður sýn og daufur maður heyrn þegar lesnar voru upp Jar­teinir Þor­láks bisk­ups. Þor­lákur helgi var greini­lega áhrifa­mik­ill og er kannski enn, ef menn heita á hann.

Efldi kirkju­vald á Íslandi

Þorlákur helgi Þórhallsson Mynd: Wiki CommonsÞor­lákur var mjög stjórn­samur í emb­ætti og átti mik­inn þátt í því að efla kirkju­vald á Íslandi. Kröfur hans um for­ræði kirkna­eigna og tíunda og um almenna sið­bót í hjóna­bands­málum mættu mik­illi mót­spyrnu íslenskra höfð­ingja.

Bar­átta Þor­láks bisk­ups fyrir hrein­lífi lands­manna og mál­stað kirkj­unnar stuðl­aði að því að hann komst í tölu dýrð­ar­manna. Fljót­lega eftir lát hans fór orð af helgi hans og voru bein hans tekin úr jörðu 20. júlí 1198. Á alþingi 1199 voru fyrst lesnar upp krafta­verka­sögur af Þor­láki og dán­ar­dagur hans síðan lög­tek­inn messu­dag­ur. Þor­láks­messa á sum­ar, upp­töku­dagur beina hans, var lög­tek­inn 1237. Á kaþ­ólskum tíma voru yfir 50 kirkjur helg­aðar heilögum Þor­láki og aðeins Pétri post­u­la, Maríu og Ólafi helga voru helg­aðar fleiri kirkjur en hon­um.

Jóhannes Páll páfi II útnefndi Þor­lák vernd­ar­dýr­ling Íslands með til­skipun 14. jan­úar 1985. Engin lýs­ing er til af Þor­láki en þó hafa fleiri myndir verið gerðar af honum en öllum öðrum bisk­up­um.

Þótti góður stjórn­andi en mál­stirður

Þor­lákur þótti góður stjórn­andi. Hann var mál­stirður en lag­inn fésýslu­maður og kunni vel að fara með vald. Rækti helgi­hald, var bæði reglu­samur og hóf­sam­ur. Vín drakk hann í mann­fagn­aði öðrum til sam­lætis en aldrei sá á honum drykkju.

Snemma var því á borð borið að gott væri að heita á Þor­lák til ölgerðar og víns. Hann kvænt­ist aldrei, bætti kirkju Klængs með steindu gleri, sem hann flutti heim eftir bisk­ups­vígsl­una. Hann átti í miklum deilum við ver­ald­lega höfð­ingja, einkum upp­eld­is­bróður sinn, Jón Lofts­son.

Vísi­tasíu­ferðir Skál­holts­bisk­upa voru tíma­frekar og erf­ið­ar. Í hverri kirkju sem Þor­lákur heim­sótti söng hann fyrst lof heil­agri þrenn­ingu, eftir það lof­aði hann þá helga menn eða konur sem kirkjan var helguð. Þá las hann Mar­íu­tíðir og lagð­ist loks á gólfið fyrir alt­ari og bað lengi fyrir Guðs kristni.

Hann vígði kirkj­ur, bless­aði ferm­ing­ar­börn, sat veisl­ur, leið­beindi prest­um, þótti spakur og ráð­snjall og litið var á hann sem helgan mann löngu fyrir and­lát­ið.

Log­aði á 130 vax­kertum

Þor­lákur veikt­ist í vísi­tasíu­ferð og lést árið 1193 einni nóttu fyrir jóla­aft­an. Helgir menn á tólftu öld þóttu með sér­stökum hætti far­vegur Guðs náð­ar. Á dögum Þor­láks væntu menn krafta­verka og sáu þau ger­ast.

Á fyrstu Þor­láks­tíðum log­aði á 130 vax­kertum í kirkj­unni sem við­staddir höfðu borið með sér til virð­ingar við hinn látna. Árið 1198 var lík­ami Þor­láks tek­inn upp og kist­unni komið fyrir í dóm­kirkj­unni. Var þar á meðal gesta Guð­mundur Ara­son, síðar nefndur góði, og stjórn­aði hann söng. 

Sagt var að af krafta­verkum Þor­láks bisk­ups „gafst mikið fé til stað­ar­ins í Skál­holti af öllum lönd­um, er nafn hans var kunn­ugt, mest úr Nor­egi, mikið af Englandi, Sví­þjóð, Dan­mörku, Gaut­landi, Gotlandi, Skotlandi, Orkn­eyj­um, Fær­eyj­um, Kata­nesi, Hjaltlandi, Græn­landi en mest innan lands.“

Árið 1198 var sam­þykkt á alþingi að leyfa áheit á Þor­lák bisk­up, sem helgan mann, og sama sumar voru bein hans tekin upp og skrín­lögð 20. júlí. Er það síðan Þor­láks­messa á sumri.

Sum­ar­messan hvarf úr tölu opin­berra helgi­daga

Kemur fram í bók Árna Björns­son­ar, Sögu jól­anna, að sum­ar­messan hafi verið mun meiri kirkju­há­tíð í kat­ólskum sið en vetr­ar­messan því fólk hafi safn­ast skilj­an­lega fremur til Skál­holts á miðju sumri en um hávet­ur. Eftir siða­skipti og afnám dýr­linga­trúar hafi sum­ar­messan horfið úr tölu opin­berra helgi­daga en vetr­ar­messan haldið nokkru af sínum ver­ald­lega sessi.

Enda þótt sjálf jóla­há­tíðin hafi ekki haf­ist fyrr en á miðjum aftni á aðfanga­dag, var und­ir­bún­ingur hennar á fullu skriði dag­ana áður. Þá hafi þurft að ljúka við að þrífa bæinn hátt og lágt, þvo rúm­föt og nær­föt. Þá voru og sein­ustu for­vöð að steypa jóla­kert­in.

Siður að sjóða jóla­hangi­ketið á Þor­láks­messu

Alsiða var að sjóða jóla­hangi­ketið á Þor­láks­messu og sum­staðar var fólki leyft að bragða á því eða hangi­flot­inu. Allt þetta til­stand olli því að fólk hlakk­aði til Þor­láks­messunnar líkt og sjálfra jól­anna. Af þeim sökum var dag­ur­inn fyrir Þor­láks­messu sum­staðar kall­aður hlakk­andi, greinir Árni frá. 

Jafn­framt segir í bók­inni að smá­flís af hangi­keti hafi þó ekki verið sá matur sem almennt ein­kenndi Þor­láks­messu. „Auk sjálfs messu­dags­ins var hún síð­asti heili dagur jóla­föstu og því tvö­föld ástæða í kat­ólskum sið til að neyta einna síst kjöt­metis á þeim degi. Leifar af þeirri venju virð­ast hafa hald­ist eftir siða­skipti með þeim hætti að þá skyldi öðru fremur borða lélegan fisk.

Það hjálp­aði ugg­laust til að við­eig­andi þótti að hafa við­brigðin sem mest frá rýrum föstu­mat að kræs­ingum jóla­kvölds­ins dag­inn eft­ir. Þar sem fiskur var ekki til­tækur sést getið um bjúgu úr mör og lungum eða stór­gripa­bein. Af fisk­meti eru meðal ann­ars nefndir megr­ingar sem var magur harð­fiskur soð­inn, stein­bíts­roð, hákarl eða vel úldin ýsa. Til bragð­bætis var þetta þó stundum hitað upp í hangi­kets­soð­in­u,“

Skata kæst og fín

Fyrir marga Íslend­inga er engin Þor­láks­messa án skötunn­ar. Lyktin af henni er stæk og virð­ist fólk annað hvort elska hana eða hata. Skata er kæst þannig að börðin eru tekin af, þau sett í ílát og látin standa í ein­hverjar vikur þar til fisk­ur­inn er til­bú­inn.

Kæs­ing er gömul aðferð við verkun mat­væla þar sem mat­ur­inn er lát­inn gerj­ast og byrja að rotna. Á meðal þeirra mat­væla sem algeng­ast er að kæsa hér á landi er hákarl og skata en einnig þekk­ist að kæsa egg og eitt­hvað af fugla­kjöti er líka kæst.

Árni segir í Sögu jól­anna að á haustin veiðist skatan aðal­lega við Breiða­fjörð og á Vest­fjörðum en haust­ver­tíð­inni hafi einmitt lokið á Þor­láks­messu. Á þeim slóðum höfðu menn því fengið meira en nægju sína af henni þegar kom að jólum og ekki nema eðli­legt að skata væri upp­haf­lega hugsuð sem and­stæða við jólakræs­ing­arn­ar. Hún minni á lút­fisk­inn í Sví­þjóð og vatnakarf­ann sem víða í Aust­ur-­Evr­ópu var og er hefð­bund­inn matur á aðfanga­dag.

„Svo fór þó með tím­anum að fólk lærði að gera sér gott af sköt­unni og sumum fór að þykja hún ómissandi þáttur í jóla­hald­inu. Vest­firð­ingar bjuggu til stöppu úr kæstri skötu og mör­floti. Hún var síðan sneidd niður og stundum var reyktum bringu­kolli eða fugls­bringu hvolft yfir stöppu­diskinn. Mörgum þótti lyktin af skötu­stöpp­unni fyrsta ákenni­lega merki þess að jólin væru að nálg­ast. Utan Vest­fjarða var skatan sum­staðar elduð í hangi­kets­soð­inu eða stöppuð saman við hangi­flot,“ skrifar Árni.

Heim­ild­ir:

Saga jól­anna e. Árna Björns­son

Visit­klaust­ur.is

Skal­holt.is

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBára Huld Beck
Meira úr sama flokkiInnlent