Bára Huld Beck

Þetta gerðist árið 2017: Byltingu var hrundið af stað undir nafni myllumerkisins #metoo

Mikil vakning varð á Íslandi og í heimsbyggðinni allri varðandi kerfisbundið áreiti, ofbeldi og mismunun sem konur verða fyrir í störfum sínum. Þúsundir kvenna hér á landi hafa skrifað undir áskorun þar sem þær krefjast þess að hlustað sé á þær.

Hvað gerð­ist?

Í byrjun októ­ber birt­ist umfjöllun um kvik­mynda­fram­leið­and­ann Har­vey Wein­stein en í henni greindu leikkonur frá reynslu sinni af ofbeldi af hans hálf­u. Hann var ásak­aður um að áreita fjölda kvenna en margar leikkonur stigu fram. Har­vey Wein­stein er annar stofn­enda Miramax fram­leiðslu­fyr­ir­tæk­is­ins en hann hefur fram­leitt stór­myndir á borð við Pulp Fict­ion, Clerks, The Crying Game og Sex, Lies and Vid­eota­pe. Hann hefur ásamt bróður sín­um, Bob Wein­stein, rekið fram­leiðslu­fyr­ir­tækið The Wein­stein Company frá árinu 2005. 

Í The New York Times kom fram að Wein­stein hafi á þrjá­tíu ára ferli greitt skaða­bætur í að minnsta kosti átta aðskildum málum vegna marg­vís­legra brota tengdum kyn­ferð­is­áreitni.

Fjöldi brota­þola er gríð­ar­legur en lík­legt þykir að tugir kvenna hafi orðið fyrir barð­inu á hon­um. Meðal þeirra kvenna eru leikkon­urnar Ashley Judd og Rose Mac­Gowan, ítölsk fyr­ir­sæta að nafni Ambra Batti­l­ana og tvær aðstoð­ar­konur Wein­stein.

Leik­konan Alyssa Mila­no, sem er fræg fyrir leik sinn í þátt­unum Mel­rose Place, Whos the Boss og Charmed, var áhrifa­valdur þess að #metoo náði slíkri útbreiðslu sem raun ber vitni eftir að hún hvatti á Twitter þann 15. októ­ber síð­ast­lið­inn konur að stíga fram og segja frá reynslu sinn­i.  

Myllu­merkið á upp­runa sinn í gras­rót­ar­sam­tökum árið 2006 þegar aðgerðasinn­inn Tar­ana Burke bjó það til á sam­fé­lags­miðl­inum MySpace. Hug­myndin var sú að tengja saman svartar konur sem orðið höfðu fyrir kyn­ferð­is­of­beldi og að nota sam­kennd til að styrkja konur og efla þær. 

Ekki má gleyma þeirri miklu fjöl­miðlaum­fjöllun sem ein­kenndi síð­ast­liðið sumar á Íslandi eftir að upp komst að dæmdur kyn­ferð­is­af­brota­mað­ur, Robert Dow­ney, hefði fengið upp­reist æru á síð­asta ári. Robert Dow­ney hlaut þriggja ára fang­els­is­dóm árið 2008 fyrir kyn­ferð­is­brot gegn fjórum barn­ungum stúlk­um. Í kjöl­farið not­aði fólk myllu­merkið #höf­um­hátt sem var ekki síður notað hér á landi til að gefa fórn­ar­lömbum rödd. 

Hvaða afleið­ingar hafði það?

Ekki er fyr­ir­séð hver eft­ir­leikur #metoo-­bylt­ing­ar­innar verður en ljóst er að afleið­ing­arnar hafa verið mikl­ar. Konur hafa í krafti fjöld­ans risið upp og hafið upp raust sína og sagt frá reynslu sinni af kyn­ferð­is­legu áreiti, ofbeldi og mis­mun­un. 

Við­brögðin við #höf­um­hátt létu ekki á sér standa. Úr­skurð­ar­nefnd um upp­lýs­inga­mál úrskurð­aði þann 11. sept­em­ber síð­ast­lið­inn að dóms­mála­ráðu­neyt­inu bæri að láta af hendi allar þær upp­lýs­ingar sem tengd­ust máli Roberts. Í fram­hald­inu var ­upp­­lýst að faðir Bjarna Bene­dikts­sonar for­sæt­is­ráð­herra hefði verið einn með­­­mæl­anda fyrir því að Hjalti Sig­­ur­jón Hauks­­son, dæmdur barn­a­­níð­ing­­ur, fengi upp­­reist æru. Sig­ríður And­er­­sen dóms­­mála­ráð­herra við­­ur­­kenndi að hafa upp­­lýst Bjarna um aðkomu föður hans í júlí. Björt fram­tíð sleit rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu í kjöl­farið eins og títt­nefnt er orð­ið. 

Eftir að umræðan um #metoo komst í hámæli fóru konur að segja sögur sínar opin­ber­lega, þó flestar nafn­laus­ar. Konur í stjórn­málum riðu á vaðið og sendu frá sér áskorun þann 24. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn. Síðan þá hefur fjöldi starfs­stétta gefið út yfir­lýs­ingar þar sem kyn­ferð­is­legu áreiti, ofbeldi og mis­munun er mót­mælt. Krafan er skýr: Konur vilja breyt­ing­ar. Þær vilja að sam­fé­lagið við­ur­kenni vand­ann og þær hafna núver­andi ástandi. Þær krefj­ast þess að sam­verka­menn þeirra taki ábyrgð á gjörðum sínum og að verk­ferlum verði komið í gagnið og við­bragðs­á­ætl­anir gang­sett­ar.

Nú hafa rúm­lega 4.700 kon­ur úr ýmsum starfs­stétt­u­m ­skrifað undir áskorun þar sem þær setja fram kröfur sínar og deilt með þjóð­inni 543 sög­um. Hver og ein saga lýsir reynslu konu sem þurft hefur að takast á við áreiti, ofbeldi eða mis­munun vegna kyns síns. 

Kon­­urnar sem greindu frá reynslu sinni og rufu þagn­­ar­múr­­inn voru valdar per­­sóna árs­ins hjá tíma­­rit­inu TIME í byrjun des­em­ber en það segir okkur að loks­ins er farið að hlusta.

Í til­­kynn­ingu TIME segir að fólk sem brotið hefur þagn­­ar­múr­­inn varð­andi kyn­­ferð­is­­legt ofbeldi og áreitni sé af öllum kyn­þátt­um, úr öllum stétt­um, sinni ýmiss konar störfum og búi víðs ­vegar í heim­in­­um. Sam­eig­in­­leg reiði þeirra hafi haft í för með sér gríð­­ar­­lega miklar og átak­an­­legar afleið­ing­­ar. Vegna áhrifa þessa fólks á árinu 2017 hafi það því hlotið tit­il­inn mann­eskja árs­ins.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar