Bára Huld Beck Sif Ríkharðsdóttir, prófessor í almennri bókmenntafræði við HÍ.
Bára Huld Beck

Tilfinningar eru sammannlegar – en birtingarmyndirnar ólíkar

Breytilegt er hvernig fólk tekst á við tilfinningar sínar, gleði og sorgir. Þetta á jafnt við í dag og á landsnámsöld eins og sjá má á mismunandi hegðun í norrænum ritum og suður-evrópskum. Kjarninn spjallaði við Sif Ríkharðsdóttur en hún gaf nýlega út bók um tilfinningar í fornbókmenntum.

Ákveðnar til­finn­ingar eigum við öll sam­eig­in­leg­ar. Hins vegar er mis­mun­andi hvernig við bregð­umst við og hegðum okk­ur. Fram­koma okkar er einnig menn­ing­ar­bund­in. Þetta segir Sif Rík­harðs­dótt­ir, pró­fessor í almennri bók­mennta­fræði við Háskóla Íslands.

Hún hefur nú gefið út bók­ina Emotions in Old Norse Litera­t­ure sem fjallar um til­finn­ingar í forn­bók­mennt­um. Áður hafði hún gefið út bók sem fjallar um menn­ing­ar­strauma á mið­öldum og hvernig efni fær­ist á milli menn­ing­ar­heima og tungu­mála.

Við tengjum við til­finn­ingar ann­arra

Eftir að hafa rann­sakað til­finn­ingar í íslenskum bók­menntum ann­ars vegar og frönskum hins vegar þá fannst Sif áhuga­vert að sjá hvernig fólk tengir við til­finn­ingar við lest­ur­inn. Því þrátt fyrir að hug­myndir um þær séu ger­ó­líkar því sem við þekkjum í dag þá tengir fólk engu að síður við þær.

„Við vitum um leið þegar ein­hver fer í upp­nám eða þegar ein­hver verður reið­ur. Við vitum um leið hvaða til­finn­ingar er átt við þrátt fyrir að það sé ekki sagt berum orð­um. Við tengjum við þær og finnum til með per­són­um, þannig að það er greini­legt að það er þráður sem rennur þarna í gegn sem tengir okkur sam­an,“ segir hún.

Hegðun mis­mun­andi milli menn­ing­ar­svæða

Sif segir að hegðun í þessum menn­ing­ar­heimum hafi verið mjög ólík á mið­öld­um. Í Rólands­kviðu er ridd­urum til að mynda lýst sem mjög til­finn­inga­ríkum og kemur fram í text­unum að þeir gráti mik­ið, rífi í skegg sitt þegar þeir eru í upp­námi og falli í yfir­lið. „Þeir falla jafn­vel svo mikið í yfir­lið að þeir falla af hesti sín­um,“ segir hún og hlær.

Sif fór að velta því fyrir sér hvernig slíkt efni væri þýtt yfir á forn­ís­lensku og hvort ákveð­inn skiln­ingur hefði verið á mis­mun­andi hegðun yfir höf­uð. Hún seg­ist hafa kom­ist að því að svo sé.

Dauði Rólands Mynd: Wiki CommonsÞað sem var athygl­is­vert, að mati Sifjar, er að í þýð­ingum á Rólands­kviðu á miðri 13. öld hafi verið reynt að forð­ast alla til­finn­inga­lega hegð­un. Róland er ein af fræg­ustu hetjum sem til­heyrði ríki Karla Magn­úsar á 8. og 9. öld. Frá­sagnir af honum voru skrif­aðar á ell­eftu fram á þrett­ándu öld en þýddar á nor­rænu um miðja þrett­ándu öld­ina.

Sif segir að í þýð­ing­unum sé mjög mikið dregið úr til­finn­ing­un­um. Í kvið­unni er ýjað að því til dæmis að Róland hafi fallið af hesti sínum vegna þess að honum hafi orðið svo mikið um þegar vinur hans dó. Í nor­rænu útgáf­unni sé aftur á móti tekið fram að hann hafi fallið í yfir­lið vegna blóð­miss­is. „Þá var komin lík­am­leg útskýr­ing á þessu,“ bendir hún á. Þannig séu orsak­an­irnar ólíkar eftir menn­ing­ar­heim­um.

Sög­urnar varð­veittar á Íslandi

Þessar sögur eru þýddar yfir á nor­rænu í Nor­egi en þær ber­ast mjög fljótt til Íslands. Sif segir að jafn­vel hafi Íslend­ingar verið að þýða þær í Nor­egi við hirð Hákonar kon­ungs. Þannig hafi þær borist til­tölu­lega hratt til Íslands en þær hafa verið varð­veittar meira og minna alfarið á Íslandi.

Sif bendir á að ekki sé vitað hvenær breyt­ingar hafi orðið á þýð­ing­unum en nokkrir mögu­leikar komi til greina. Hugs­an­lega hafi þær orðið þegar text­arnir voru end­ur­rit­aðir eða við þýð­ing­una sjálfa. Erfitt sé að segja til um það en lík­lega sé um hvort tveggja að ræða.

Hefð á Íslandi fyrir lít­illi til­finn­inga­semi

Á sama tíma á Íslandi var verið að skrifa Íslend­inga­sög­urnar þannig að hefðin er til stað­ar, að sögn Sifj­ar. „Við erum með hefð fyrir eddu­kvæðum og mörgum öðrum sög­um. Í mörgum þess­ara bók­mennta­teg­unda þá er lagt upp úr því að sýna ekki til­finn­ing­ar. Þannig að þegar verið er að yfir­færa þessar bók­menntir þá sjáum við ann­ars vegar að verið er að yfir­færa hegð­un­ar­mynstur inn í bók­mennta­hefð og hins vegar er verið að aðlaga það sem er verið að þýða að ákveðnu hegð­un­ar­mynstri sem er ríkj­andi í íslenskum bók­mennt­u­m,“ segir hún.

Þegar efni er þýtt þá þarf að gera það þannig að það sé skilj­an­legt nýjum áheyr­enda­hópi eða les­end­um. Sif segir að á mið­öldum hafi þýð­ingar verið litnar öðrum augum en í dag. Þá var eng­inn höf­unda­réttur og allt önnur hugsun var við lýði um eign­ar­rétt og hvað væri upp­runa­legt. Hún segir að þýð­ingar hafi ein­fald­lega verið ann­ars konar leið til að skrifa. „Þá var litið á það sem ákveð­inn máta til að skrifa, hvort sem þú varst að þýða milli tungu­mála eða end­ur­vinna efn­i,“ bætir hún við.

Getum öll tengt við til­finn­ingar

„Þetta er eitt­hvað sem við getum öll tengt við,“ segir Sif um til­finn­ing­ar. Allir viti hvað til­finn­ingar eru enda erum við öll með þær. „Það að við getum verið að lesa texta frá tólftu, þrett­ándu og fjórt­ándu öld, frá menn­ing­ar­heimi sem er svona gjör­ó­líkur okkar eig­in, og við tengjum við text­ann í gegnum eigin til­finn­ing­ar. Það er að segja við lesum um ákveðnar per­sónur og um það sem þær eru að upp­lifa og við finnum til sam­kenndar þegar þær eru í upp­námi eða eru sorg­mædd­ar. Þannig að tengsl okkar við text­ann byggja á til­finn­ing­um,“ segir hún. Og að ein­hverju leyti varpi fólk eigin til­finn­ingum yfir á text­ann sem það les.

Eftir því sem Sif rann­sak­aði efnið meira þá komst hún að því að meira var um til­finn­ingar í forn­bók­menntum Íslend­inga en virt­ist við fyrstu sýn. „Það er ein­fald­lega hvernig þeim er miðlað sem er mjög ólíkt en til dæmis í forn­frönskum bók­mennt­u­m,“ segir hún.

Reynt að gæta hlut­leysis í Íslend­inga­sög­unum

En af hverju er þessi munur milli nor­rænna til­finn­inga og þeirra suð­ur­frá? Sif segir að ákveðin til­finn­inga­leg hegðun teng­ist greini­lega Íslend­inga­sög­um, eddu­kvæðum og ridd­ara­sög­um. Þannig hafi höf­undar og þá vænt­an­lega les­endur gert sér grein fyrir því, að ein­hverju leyti út frá til­finn­inga­hegð­un, hvort þeir væru að lesa Íslend­inga­sögu eða ridd­ara­sögu.

Sögu­menn forð­ast í Íslend­inga­sög­unum að lýsa því sem á sér stað innra með per­són­un­um. Þannig reyna þeir alltaf að vera hlut­laus­ir, að sögn Sifj­ar. Hún segir að atburðum sé lýst og því sem per­sónur voru að gera en ekki því hvernig þeim leið eða hvað þær voru að hugsa. „Þannig að við sjáum að mikið af dramat­ískum atburðum er lýst eins og þeir ger­ast. Án þess að nota til­finn­inga­orð og án þess að líta inn í huga per­són­anna,“ segir hún.

Þannig að við sjáum að mikið af dramatískum atburðum er lýst eins og þeir gerast. Án þess að nota tilfinningaorð og án þess að líta inn í huga persónanna.

Til­finn­ingum sé þannig gjarnan miðlað í gegnum til dæmis lík­amann. „Við sjáum til að mynda að þegar Egill missir son sinn þá er því lýst hvernig hann ríður að sjónum til að sækja líkið og hvernig hann ríður með það heim. En því er ekki lýst hvað hann var að hugsa eða hvað hann sagði eða hvernig hann brást við. Og það eina sem við sjáum er að lík­ami hans belgist svo út að föt hans rifna,“ segir Sif. Þannig upp­lifum við í raun til­finn­ing­arótið sem á sér stað innra með honum en því sé lýst í gegnum þessa smá­vægi­legu athuga­semd.

Til­finn­ingum lýst undir rós

Emotions in Old Norse Literature e. Sif RíkharðsdótturVið sjáum líka í Brenn­u-Njáls sögu að þegar Berg­þóra, móðir Skarp­héð­ins, skamm­ast í honum þá rétt hreytir hann í hana á móti en svo fær hann rauða díla í and­lit­ið. Þetta gefur til kynna, að mati Sifjar, að hann sé í upp­námi, þó hann segi ekki neitt eða þó text­inn þurfi ekki að greina sér­stak­lega frá því.

Þannig sé til­finn­ingum lýst mikið undir rós. Les­endur og áhorf­endur þurfi að vera þátt­tak­endur í að túlka text­ann og ákveðin bók­mennta­fræði­leg tákn til þess að skilja að hér sé um að ræða til­finn­ing­ar.

Sif telur að með þessu móti kom­ist skila­boðin til les­enda. „Já, alveg áreið­an­lega. Því ann­ars værum við ekki að lesa þessa texta,“ segir hún. „Og í raun held ég að ein­hverju leyti að þetta sé ástæðan fyrir því að þessir textar séu svona vin­sælir enn­þá. Vegna þess að þeir eru svo opnir að við verðum virk í að túlka text­ana og yfir­færa okkar til­finn­ingar og hug­myndir á text­ana.“

Ekki karl­mann­legt að sýna til­finn­ingar

End­ur­spegla þessi skrif sýn á til­finn­ingar á þessum tíma? Sif segir að oft sé talað um „köldu“ Íslend­ing­ana og að ákveð­inn mis­munur sé á milli menn­inga. Það sé spurn­ing að hvaða leyti og hvort þessir textar séu lýsandi fyrir ákveðna hegðun sem hafi verið menn­ing­ar­bund­in. Eða hvort þeir séu jafn­vel ákveðin for­skrift að ákveð­inni hegð­un. Að fólk hafi til­einkað sér hegðun vegna þess að að henni hafi verið lýst með þessum hætti í bók­mennt­un­um.

Hugs­an­lega sé þetta ein­hvers konar sam­spil. „En við vitum það nátt­úru­lega ekki. Við vitum svo sem ekki hvernig fólk upp­lifði til­finn­ingar né hvernig það hag­aði sér. Eina sem við höfum í raun eru bók­menntir og aðra texta eða minjar þar sem fjallað er um til­finn­ing­ar,“ bendir hún á.

Við vitum svo sem ekki hvernig fólk upplifði tilfinningar né hvernig það hagaði sér. Eina sem við höfum í raun eru bókmenntir og aðra texta eða minjar þar sem fjallað er um tilfinningar.

Sif segir að aug­ljós­lega sé til­finn­inga­hegðun bundin við karl­mennsku­hug­myndir á þessum tíma, eins og ber­sýni­lega sést í Íslend­inga­sög­un­um. Þannig sé aug­ljóst að karl­mennska sé tengd við það að sýna ekki til­finn­ing­ar. Í Frakk­landi hafi þessu verið öðru­vísi far­ið. Þar hafi til­finn­inga­hegðun verið bein­tengd við það að vera af hærri stétt­um; að vera aristókrati. Þannig að það að geta sýnt miklar til­finn­ingar en þá á Sif við til­finn­ingar eins og að harma dauða ein­hvers sem karl­mað­ur, hafi ekki verið ókarl­mann­legt heldur sýndi það bein­línis að hann hafi verið af æðri stétt­um.

Þannig gegni til­finn­ingar ákveðnu sam­fé­lags­legu og póli­tísku hlut­verki í Frakk­landi á mið­öldum sem þær gegndu ekki hér á landi.

Ein­ungis nýlega farið að rann­saka til­finn­ingar

Ákveðin sprengja hefur orð­ið, að mati Sifjar, síð­ast­liðin tíu ár í rann­sóknum á til­finn­ingum innan margra sviða. Hún segir að sjálft hug­tak­ið, til­finn­ing, verði í raun ekki til fyrr en á 19. öld innan sál­fræð­inn­ar. Þá hafi verið litið allt öðru­vísi á til­finn­ing­ar, til að mynda var talið á mið­öldum að lík­amar fólks væru sam­settir úr vessum og að þeir hafi stjórnað hegðun fólks og til­finn­ing­um. Ef of mikið var af einum vessa eða of lítið af öðrum þá stýrði það and­legri og lík­am­legri heilsu og til­finn­ing­um.

Hún segir að nú nýlega sé farið að rann­saka til­finn­ingar í sagn­fræði og hvernig þær hafa breyst í gegnum sög­una. Mið­aldir séu nýjasta svið­ið.

En eru Íslend­inga­sög­urnar svip­aðar hvað þetta varð­ar? Sif segir að þær séu mjög fjöl­breyttar þannig að til­finn­ingum sé lýst með mis­mun­andi hætti. Í sumum sé þeim lýst meira, til dæmis í svoköll­uðum ást­ar­sög­unum en þær fjalli að sjálf­sögðu meira um til­finn­ing­ar.

Hjá konum höfum við fjölbreyttara svið yfir hvað sé leyfilegt í tilfinningahegðun. Þá er í lagi að vera sú sem grætur eða sem harmar dauða ástvina yfir í það að bæla tilfinningar rétt eins og karlmenn.

Stað­aðar birt­ing­ar­myndir

Ákveðnar staðl­aðar birt­ing­ar­myndir til­finn­inga virð­ast birt­ast í Íslend­inga­sög­un­um, að sögn Sifj­ar. Karlar vilji þannig bæla þær niður og brjót­ist þær oft út í lík­am­legum myndum þar sem þeir ráða ekki almenni­lega við þær. „Hjá konum höfum við fjöl­breytt­ara svið yfir hvað sé leyfi­legt í til­finn­inga­hegð­un. Þá er í lagi að vera sú sem grætur eða sem harmar dauða ást­vina yfir í það að bæla til­finn­ingar rétt eins og karl­menn,“ bendir hún á.

Þá sé konum gjarnan lýst með það mark­mið að yfir­færa til­finn­ingar yfir í hvöt til hefnda. Til­finn­ingar eru tauga­fræði­leg og vöðva­við­brögð, lík­am­leg og and­leg við­brögð. Ef hvötin á sér aftur á móti stað mörgum árum seinna þá séu til­finn­ing­arnar ekki við­bragð, heldur ein­hvers konar útfærsla eða leik­rit, þar sem verið sé að nota til­finn­inga­lega hegðun sem leið til þess að hvetja til hefnda.

Fólk á mið­öldum með minni ein­stak­lings­vit­und

Sif er hvergi nærri hætt að rann­saka til­finn­ingar í bók­mennt­um. „Þetta er svo óplægður akur enn og af nógu að taka í nor­rænum bók­mennt­um. Þetta er í raun bara smá sýn­is­horn,“ segir hún. Enn sé heill heimur sem hægt er að kanna bet­ur.

Maður sér þetta fyrir sér eins og rými sem hann er að róta í til að lýsa tilfinningunni. Hann verður næstum því lamaður.

Það kom Sif á óvart við rann­sóknir á til­finn­ingum að þær virð­ast tengj­ast í ríkum mæli sjálfs­vit­und. Hún segir að sjálfs­með­vit­und sé ástand sem við tengjum betur við í dag, þ.e. við erum með­vituð um okkur sjálf. Á mið­öldum hafi fólk lifað í hópa­sam­fé­lagi og að það hafi ekki haft sömu hug­myndir um sjálft sig og í dag.

Meira leyfi­legt í ljóðum

Egill Skallagrímsson, teiknaður á 18. öld. Mynd: Wiki CommonsÍ Egils sögu og í fleiri Íslend­inga­sögum er jafnan forð­ast að lýsa til­finn­ing­um, segir Sif. „Hins vegar höfum við ljóðin og þau virð­ast vera vett­vangur til að miðla í raun þessu innra lífi. Það sem er ekki leyft í prósa­text­anum það verður leyfi­legt í ljóð­un­um,“ segir hún. Egill tjái til­finn­ingar sínar í ljóðum sínum og segir Sif að með því fáist mjög athygl­is­verð inn­sýn inn í innra líf hans.

Lýs­ingin á því hvernig hann fer í gegnum sorg­ina er kunn­ug­leg í dag; hvernig hann lýsir því að erfitt sé að beita tung­unni til að móta orðin og hvernig hann verði að leita í hug­anum að orð­un­um. „Maður sér þetta fyrir sér eins og rými sem hann er að róta í til að lýsa til­finn­ing­unni. Hann verður næstum því lamað­ur,“ segir hún og bætir því við að þetta lýsi í raun mjög vel sorg eins og þekk­ist í dag. Og að ein­hverju leyti eins og lýst er í tauga­líf­fræði og hvað eigi sér stað við sorg­ar­við­brögð.

„Það sem Egill síðan gerir – að tjá sig um þennan missi í gegnum það að semja ljóðið Sonator­rek – svipar í raun mikið til þess sem við sjáum í hand­bókum sál­fræð­innar um sorg­ar­ferli og um það hvernig eigi að takast á við sorg­ar­ferli,“ segir Sif.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnBára Huld Beck
Meira úr sama flokkiFólk