Getur Facebook haft áhrif á íslenskar kosningar?

Facebook hefur birt hnapp á kjördag í kosningum, meðal annars á Íslandi, sem notendur merkja við þegar þeir hafa greitt atkvæði. Fjölmiðlanefnd hefur áhyggjur af áhrifum hnappsins. Þingmenn segja mikilvægt að fá nánari svör um tilgang hans og áhrif.

facebook.jpg
Auglýsing

Face­book birti hnapp á kjör­dag þann 28. októ­ber á síð­asta ári, þegar kosið var til Alþing­is. Til­gangur hnapps­ins var sá að not­endur sam­skipta­mið­ils­ins gætu látið fylgj­endur sína vita að þeir hefðu greitt atkvæði í kosn­ing­unum sem og að nálg­ast upp­lýs­ingar um kjör­staði.

Í umfjöllun sem frétta­síðan The Guar­dian tók saman um hnapp­inn og notkun hans á alþjóða­vísu er meðal ann­ars rætt við þær Heið­dísi Lilju Magn­ús­dóttur og Elfu Ýr Gylfa­dótt­ur, sem báðar starfa fyrir Fjöl­miðla­nefnd. Þær fylgd­ust báðar með hnappnum á kosn­inga­dag­inn og tóku eftir því að hann birt­ist ein­ungis sumum en ekki öðrum og oft með mis­mun­andi hætti. Stundum var hnapp­ur­inn efst á Face­book-­síðu not­and­ans og stundum fyrir miðju.

Elfa, sem er fram­kvæmda­stjóri Fjöl­miðla­nefnd­ar, hafði meðal ann­ars sam­band við Krist­ínu Edwald, for­mann lands­kjör­stjórn­ar, sem fer með veiga­mikið hlut­verk við und­ir­bún­ing og fram­kvæmd kosn­inga til Alþingis sem vinna að rann­sóknum á kosn­inga­málum um kosn­inga­fræði sam­kvæmt vef­síðu stofn­un­ar­inn­ar. Hún hafði ekk­ert heyrt um mál­ið. Hið sama átti við um dóms­mála­ráðu­neytið sem fer með umsjón og fram­kvæmd almanna­kosn­inga á Íslandi.

Auglýsing

„All­ir“ á Íslandi fengu hnapp­inn

Í sam­tali við Kjarn­ann seg­ist Elfa hafa leitað skýr­inga hjá Face­book. Eftir dúk og disk í febr­úar á þessu ári náði hún sam­bandi við Janne Elvelid, full­trúa Face­book í Stokk­hólmi í Sví­þjóð sem sér einnig um Ísland fyrir hönd fyr­ir­tæk­is­ins. Janne sagði að Face­book hefði sent hnapp­inn til allra not­enda á Íslandi – sem aug­ljós­lega passar illa við það sem Elfa sá sjálf á kjör­dag. En Janne sagði að hægt væri að stilla Face­book þannig að slíkt sæist ekki, því réðu not­endur sjálfir og að Face­book gæti ekki rakið hverjir sjái hnapp­inn.

Elfa segir að Janne hafi ekki getað gefið henni neinar tölu­legar upp­lýs­ing­ar. Face­book annað hvort búi ekki yfir þeim né séu þær aðgengi­legar þannig að hann geti gefið þær upp. Hann sagð­ist hafa rætt hnapp­inn sím­leiðis við „ein­hvern“ í dóms­mála­ráðu­neyt­inu til að hafa það á hreinu að hnapp­ur­inn myndi örugg­lega birt­ast á réttum degi, það er að segja á kjör­dag og að teng­ill­inn myndi örugg­lega vísa á rétta síðu. En í dóms­mála­ráðu­neyt­inu kann­ast eng­inn við neitt. Elfa seg­ist meðal ann­ars hafa rætt málið við hóp sem vinnur að end­ur­skoðun kosn­inga­lög­gjaf­ar­inn­ar, þar á meðal hvort setja eigi reglur um aug­lýs­ingar á sam­fé­lags­miðl­um. Full­trúi dóms­mála­ráðu­neyt­is­ins í þeim hópi kom af fjöllum þegar Elfa nefndi hnapp­inn við hana.

Face­book fund­aði með stjórn­mála­flokk­unum

Face­book er ekki með starf­stöð á Íslandi. Janne og annar starfs­maður fyr­ir­tæk­is­ins komu hins vegar til lands­ins fyrir kosn­ing­arnar til fundar við stjórn­mála­flokk­ana til að kynna þeim með hvaða hætti þeir gætu kom­ist í sem best sam­band við mögu­lega kjós­endur í gegnum sam­fé­lags­mið­il­inn. Fund­ur­inn var hald­inn í þing­hús­inu á vegum Sjálf­stæð­is­flokks­ins og aðeins útvaldir fengu að sitja fund­inn gegn fram­vísun skil­ríkja.

Í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans segir Þórður Þór­ar­ins­son fram­kvæmda­stjóri Sjálf­stæð­is­flokks­ins að full­trúar Face­book hafi komið til lands­ins í aðdrag­anda kosn­ing­anna árið 2016. Haft hafi verið sam­band við full­trúa margra eða flestra fram­boða til að bjóða upp á kynn­ingu á notk­un­ar­mögu­leikum Face­book í félags­starfi auk aug­lýs­inga­mögu­leika sem fyr­ir­tækið bjóði upp á. „Þegar boðað var til kosn­inga árið 2017 spurð­umst við fyrir um hvort Face­book myndi efna til sams konar kynn­ing­ar. Face­book játti því og óskaði eftir því að við myndum boða full­trúa stjórn­mála­flokka sem áttu full­trúa á Alþingi á fund­inn. Það var auð­sótt mál,“ segir Þórð­ur. Fund­ar­boð hafi verið sent til Bjartrar fram­tíð­ar, Fram­sókn­ar­flokks, Pírata, Sam­fylk­ing­ar, Sjálf­stæð­is­flokks, Við­reisnar og Vinstri grænna og var flokk­unum boðið að senda 2 til 3 full­trúa. Full­trúar flestra eða allra flokka hafi mætt til fund­ar­ins.

Ekk­ert var minnst á hnapp­inn á fund­in­um.

Getur haft áhrif á kosn­inga­þátt­töku

Hnapp­ur­inn var fyrst not­aður í Banda­ríkj­unum árið 2008 og síðan aftur árið 2010 og 2012. Í nið­ur­stöðu rann­sóknar Face­book á áhrifum hnapps­ins kemur fram að árið 2010 hafi um 340 þús­und kjós­endur bæst við vegna hnapps­ins. Nið­ur­staðan var í grunn­inn: Hnapp­ur­inn virk­ar.

Elfa segir ómögu­legt að vita hvaða íslensku kjós­endur fengu að sjá hnapp­inn og hverjir ekki. Eins hvernig þeir voru vald­ir. „Þeir sem eru skráðir á Face­book eru auð­vitað ákveðið þýði sem hægt er að nálg­ast með þessum hætt­i,“ segir Elfa. Þeir sem sjái hnapp­inn séu lík­legri til að fara og kjósa og slíkt geti skekkt nið­ur­stöðu kosn­inga.

Jón Stein­dór Valdi­mars­son, full­trúi Við­reisnar í stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd, sem fer með kosn­inga­mál segir eðli­legt að hið opin­bera beiti sér fyrir nákvæm­ari svörum frá Face­book þegar kemur að hnappnum og öðrum aðferðum sem fyr­ir­tækið hafi eða kunni að hafa til að ná til kjós­enda. „Stundum hættir manni til að líta á Face­book ein­fald­lega sem part af umhverf­inu. En þetta er auð­vitað fyr­ir­tæki sem er að selja okk­ur. Maður þarf að spyrja sig, er eðli­legt að fyr­ir­tæki sé að vekja athygli fólks á kosn­ing­um. Af hverju fá ekki allir þessi skila­boð? Er hugs­an­legt að það séu ein­hverjir þarna að baki sem stjórna því hverjir fá það?“ spyr Jón Stein­dór. Hann bætir því við að þó jákvætt sé að hvetja fólk til að nota atkvæða­rétt sinn þá þurfi að tryggja að slíkt sé gert með hlut­lægum og almennum hætti og setur spurn­inga­merki við að stór alþjóð­leg fyr­ir­tæki geri slíkt, án full­vissu um að þar sé að baki ein­hver sam­fé­lags­leg ábyrgð frekar en fjár­hags­legur ávinn­ing­ur.

Helga Vala Helga­dótt­ir, for­maður nefnd­ar­inn­ar, segir að málið snú­ist ekki síður um að kosn­ingar eiga að vera leyni­leg­ar. „Það á ekki að koma neinum við hver er búinn að kjósa. Þannig er hægt að hafa áhrif á nið­ur­stöð­urnar til dæmis með því að senda við­bót­ar­hvatn­ingu á ein­hvern hóp sem ekki hefur skilað sér á kjör­stað. Það skiptir máli hver er hinumegin að fylgj­ast með þessu. Hver er að fá upp­lýs­ing­arnar um það hverjir eru búnir að kjós­a?“

Kosn­inga­hnapp­ur­inn til­raun

Ljóst er að til­raunin sem Face­book er að fram­kvæma með kosn­inga­hnappnum víða um heim, ekki aðeins á Íslandi heldur einnig í Skotlandi, Ítal­íu, Þýska­landi og í Brex­it-­kosn­ing­un­um, mun halda áfram.

Traust not­enda til Face­book hefur minnkað eftir að upp komst um notkun grein­ing­ar­fyr­ir­tæk­is­ins Cambridge Ana­lyt­ica á per­sónu­upp­lýs­ingum um 90 millj­ónir not­enda sam­fé­lags­miðls­ins, sem nýttar voru til að hafa áhrif á kosn­inga­hegðun bæði í Brex­it-­kosn­ing­unum sem og banda­rísku for­seta­kosn­ing­un­um.

Elfa hefur áhyggjur af til­gangi kosn­inga­hnapps­ins. Er hann fjár­hags­legur eða sam­fé­lags­leg­ur? Er hægt að mis­nota hann? Spurn­ingar þing­mann­anna eru einnig rétt­mæt­ar. Hver er ástæðan fyrir því að sumir sjá hnapp­inn en aðrir ekki? Getur verið að hægt sé eða hægt verði í fram­tíð­inni að kaupa aðgang að hnappn­um? Hefur það verið gert nú þeg­ar? Mun flokkur sem nýtur til dæmis mik­ils fylgis meðal eldra fólks, eins og til að mynda Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn, geta fjár­fest í því hjá Face­book að hnapp­ur­inn birt­ist hjá eldri not­endum mið­ils­ins. Eða munu Pírat­ar, sem oft njóta mik­ils fylgist hjá ungu fólki, geta gert hið sama hjá því þýði?

Þessar vanga­veltur full­trúa Fjöl­miðla­nefndar og Alþings eru rétt­mæt­ar. Og þeim verður að leita svara við hjá Face­book. Fyr­ir­tækið svar­aði ekki fyr­ir­spurn Kjarn­ans um málið þegar eftir því var leit­að.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnFanney Birna Jónsdóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar