Íslensk nýsköpun ferjuð milli landa

Nýverið fengu sex íslensk fyrirtæki stóra styrki frá Evrópusambandinu en það sem færri vita er að þau fengu öll hjálp frá aðilum sem sérhæfa sig í að undirbúa styrkumsóknir.

Hugmyndasmíð
Auglýsing

Miklir peningar eru í svokölluðum „styrkjabransa“ en nýverið voru sex íslensk fyrirtæki meðal styrkþega Evrópusambandsins. Ísland tekur þátt í fjölmörgum samkeppnissjóðum Evrópusambandsins á grundvelli EES-samstarfsins – samningsins um Evrópska efnahagssvæðið.

Öll þessi fyrirtæki notuðust við þjónustu Evris, íslensks fyrirtækis sem sérhæfir sig í að hjálpa öðrum fyrirtækjum að sækja um erlenda styrki með það að markmiði að koma vöru þeirra á erlenda markaði.

Þurfa að standast strangar kröfur

Evrópusambandið tilkynnti fyrr á árinu að ákveðið hefði verið að styrkja nýsköpunarstarfsemi 257 lítilla og meðalstórra fyrirtækja í 31 landi. Tilgangurinn er að hjálpa fyrirtækjunum að koma afrakstri nýsköpunarverkefna þeirra fyrr á markað en ella. Rannsókna- og nýsköpunarsjóðurinn Horizon 2020 styrkir þau fyrirtæki sem höfðu bestu áætlanirnar til að klára ýmiss konar verkefni. Alls bárust 2009 umsóknir fyrir þennan fyrsta umsóknarfrest ársins 2018 en Evrópusambandið veitir samskonar styrki nokkrum sinnum á ári.

Auglýsing

Michael Mann Mynd: Evrópusambandið„Nýsköpunarfyrirtæki, sem ættu ef til vill erfitt með að þrífast í 350.000 manna umhverfi Íslands, komast beint á 500 milljóna alþjóðamarkað, með öllum þeim tækifærum sem því fylgir, í gegnum EES. Og þau þurfa að standast mjög strangar kröfur til að fá að auki styrki frá Evrópusambandinu. Það væri athyglisvert að sjá úttekt á því, hversu mjög nýsköpunar-, rannsókna- og vísindastarf allt á Íslandi hefur tekið framförum á þessum 25 árum, sem bein afleiðing af þátttöku í samkeppnissjóðum ESB,“ segir Michael Mann, sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi.

Fimmtungur umsókna skilar árangri

Í tilkynningu frá Evrópusambandinu segir að ekkert land standi sig betur í að fá SME-styrki úr sjóðum Evrópusambandsins en Ísland, því fimmtungur umsókna íslenskra aðila skilar árangri. Næstu lönd á eftir eru með 13 prósent árangurshlutfall, og allt niður í 1 prósent.

Á fyrsta stigi styrkja fyrir smá og meðalstór fyrirtæki eru veittar 50.000 evrur til hvers fyrirtækis.

Á fyrsta stigi styrkja fyrir smá og meðalstór fyrirtæki eru veittar 50.000 evrur til hvers fyrirtækis, sem eru tæplega 6,1 milljón krónur, til að búa til viðskiptaáætlun. Þau munu einnig fá aðgang að sérstakri þjálfun og aðstoð til að flýta fyrir viðskiptum, en þetta er þjónusta Evrópska nýsköpunarráðsins, sem hefur nýlega verið sett á laggirnar. Einnig verður fyrirtækjunum gefið færi á að sækja alþjóðlegar viðskiptakaupstefnur utan Evrópu. Á öðru stigi fá fyrirtæki allt að 2.5 milljónir evra til vöruþróunar og undirbúnings alþjóðlegrar markaðssetningar. En samkeppnin er gífurlega mikil og aðeins um 5 prósent umsókna á seinna stiginu hljóta brautargengi.

Brú íslenskra fyrirtækja til útlanda

Anna Margrét Guðjónsdóttir Mynd: Bára Huld BeckEvris er, ef svo má segja, brú íslenskra fyrirtækja í nýsköpun til útlanda. „Við útvegum fjármagn og þekkingu til að hjálpa fyrirtækjum að fá styrki og þekkingu til vöruþróunar og undirbúnings alþjóðlegrar markaðssetningar,” segir Anna Margrét Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri Evris.

Á öðrum enda brúarinnar er Evris og á hinum er stór hópur sérfræðinga sem vinnur erlendis. Anna Margrét segir að hingað til hafi þau einblínt á Evrópustyrki en nú sé einnig farið að bjóða upp á samskonar þjónustu við fyrirtæki sem vilja þróa vöru sína fyrir Bandaríkjamarkað og sækja um þróunarstyrki í Bandaríkjunum. Sömuleiðis geti Evris haft milligöngu um að opna nýja markaði og útvega erlenda fjármögnun.

Mikil þekking býr að baki

Hjá Evris eru tveir starfsmenn staðsettir hér á landi en fyrirtækið opnaði nýverið útibú í Danmörku. Það starfar í samvinnu við fyrirtækið Inspiralia sem er með aðsetur á Spáni og í Bandaríkjunum og hefur fleiri en 150 sérfræðinga á sínum snærum. Þar vinnur fólk sem er vant alþjóðlegum viðskiptum, hefur ýmiss konar menntun og hjálpar m.a. til við umsóknarferli. Þessir aðilar búa yfir mikilli þekkingu á slíkum ferlum og hjálpast að við að tengja smá íslensk fyrirtæki við umheiminn, að sögn Önnu Margrétar.


Athygli hefur vakið hversu margar umsóknir hafa komið frá eins fámennu landi og Ísland er. Anna Margrét segir að þau leiti að góðum fyrirtækjum með einstaka nýsköpun hér á landi og að hópur fagfólks hjálpi síðan til við að greiða götu þessara litlu fyrirtækja til þess að þau komist í samband við réttu tengiliðina.

Margfeldisáhrifin gríðarleg

Anna Margrét segir að þegar fyrirtæki fær stóran styrk þá deilist hann iðulega niður á nokkra aðila. Þeir sem fá styrk velji önnur fyrirtæki til að vinna með sér og oftast séu þau sömuleiðis íslensk. „Þannig eru margfeldisáhrifin af einum styrk mjög mikil,“ segir hún. Miklir fjármunir komi þannig inn í landið og – það sem mikilvægara er – þá flyst þekking milli landa.

Það er fegurðin í þessu, sú mikla þekking sem íslensk fyrirtæki í nýsköpun fá þegar þau vinna með þessum erlendu sérfræðingum.

Anna Margrét er ekki óvön umsóknarferlum en hún skrifaði meistararitgerð í opinberri stjórnsýslu um það hvernig þekking er flutt á milli svæða. Hún vann í Brussel í nokkur ár en þar segist hún hafa lært á sjóðakerfi en sjálf skrifaði hún nokkrar umsóknir. Hún sé þó hætt að skrifa umsóknirnar sjálf, enda þurfi mikla sérfræðiþekkingu til að gera það. Anna Margrét segir að gríðarleg vinna liggi þar að baki.

Þrír og jafnvel fjórir sérfræðingar taka að sér að skrifa slíkar umsóknir og eru þeir oft með mjög sértæka menntun á borð við verkfræði, lífvísindi, sjávarlíffræði, forritun, umhverfisfræði og alþjóðaviðskipti. „Það er fegurðin í þessu, sú mikla þekking sem íslensk fyrirtæki í nýsköpun fá þegar þau vinna með þessum erlendu sérfræðingum. Umsókn, sem slík, er ekki markmiðið heldur að greiða leið íslenskrar þekkingar á alþjóðlega markaði,“ segir Anna Margrét.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Við mölunina eru notuð tæki sem eru búin hnífum eða löngum plastþráðum sem snúast hratt og sjálfvirkt. Afköstin skulu vera, að því er fram kemur í svari MAST við fyrirspurn Kjarnans, nægilega mikil til að tryggja að öll dýrin séu deydd samstundis.
Mölun karlkyns hænuunga „er hryllileg iðja“
Á Íslandi er heimilt að beita tveimur aðferðum við aflífun hænuunga; gösun og mölun. Báðum aðferðum er beitt á tugþúsundir unga á ári. „Allir karlkyns ungar sem fæðast í eggjaiðnaði eru drepnir eftir að þeir klekjast út,“ segir formaður Samtaka grænkera.
Kjarninn 23. september 2021
Meira eftir höfundinnBára Huld Beck
Meira úr sama flokkiInnlent