Íslensk nýsköpun ferjuð milli landa

Nýverið fengu sex íslensk fyrirtæki stóra styrki frá Evrópusambandinu en það sem færri vita er að þau fengu öll hjálp frá aðilum sem sérhæfa sig í að undirbúa styrkumsóknir.

Hugmyndasmíð
Auglýsing

Miklir pen­ingar eru í svoköll­uðum „styrkja­bransa“ en nýverið voru sex íslensk fyr­ir­tæki meðal styrk­þega Evr­ópu­sam­bands­ins. Ísland tekur þátt í fjöl­mörgum sam­keppn­is­sjóðum Evr­ópu­sam­bands­ins á grund­velli EES-­sam­starfs­ins – samn­ings­ins um Evr­ópska efna­hags­svæð­ið.

Öll þessi fyr­ir­tæki not­uð­ust við þjón­ustu Evr­is, íslensks fyr­ir­tækis sem sér­hæfir sig í að hjálpa öðrum fyr­ir­tækjum að sækja um erlenda styrki með það að mark­miði að koma vöru þeirra á erlenda mark­aði.

Þurfa að stand­ast strangar kröfur

Evr­ópu­sam­bandið til­kynnti fyrr á árinu að ákveðið hefði verið að styrkja nýsköp­un­ar­starf­semi 257 lít­illa og með­al­stórra fyr­ir­tækja í 31 landi. Til­gang­ur­inn er að hjálpa fyr­ir­tækj­unum að koma afrakstri nýsköp­un­ar­verk­efna þeirra fyrr á markað en ella. Rann­sókna- og nýsköp­un­ar­sjóð­ur­inn Horizon 2020 styrkir þau fyr­ir­tæki sem höfðu bestu áætl­an­irnar til að klára ýmiss konar verk­efni. Alls bár­ust 2009 umsóknir fyrir þennan fyrsta umsókn­ar­frest árs­ins 2018 en Evr­ópu­sam­bandið veitir sams­konar styrki nokkrum sinnum á ári.

Auglýsing

Michael Mann Mynd: Evrópusambandið„Ný­sköp­un­ar­fyr­ir­tæki, sem ættu ef til vill erfitt með að þríf­ast í 350.000 manna umhverfi Íslands, kom­ast beint á 500 millj­óna alþjóða­mark­að, með öllum þeim tæki­færum sem því fylgir, í gegnum EES. Og þau þurfa að stand­ast mjög strangar kröfur til að fá að auki styrki frá Evr­ópu­sam­band­inu. Það væri athygl­is­vert að sjá úttekt á því, hversu mjög nýsköp­un­ar-, rann­sókna- og vís­inda­starf allt á Íslandi hefur tekið fram­förum á þessum 25 árum, sem bein afleið­ing af þátt­töku í sam­keppn­is­sjóðum ESB,“ segir Mich­ael Mann, sendi­herra Evr­ópu­sam­bands­ins á Íslandi.

Fimmt­ungur umsókna skilar árangri

Í til­kynn­ingu frá Evr­ópu­sam­band­inu segir að ekk­ert land standi sig betur í að fá SME-­styrki úr sjóðum Evr­ópu­sam­bands­ins en Ísland, því fimmt­ungur umsókna íslenskra aðila skilar árangri. Næstu lönd á eftir eru með 13 pró­sent árang­urs­hlut­fall, og allt niður í 1 pró­sent.

Á fyrsta stigi styrkja fyrir smá og með­al­stór fyr­ir­tæki eru veittar 50.000 evrur til hvers fyrirtækis.

Á fyrsta stigi styrkja fyrir smá og með­al­stór fyr­ir­tæki eru veittar 50.000 evrur til hvers fyr­ir­tæk­is, sem eru tæp­lega 6,1 milljón krón­ur, til að búa til við­skipta­á­ætl­un. Þau munu einnig fá aðgang að sér­stakri þjálfun og aðstoð til að flýta fyrir við­skipt­um, en þetta er þjón­usta Evr­ópska nýsköp­un­ar­ráðs­ins, sem hefur nýlega verið sett á lagg­irn­ar. Einnig verður fyr­ir­tækj­unum gefið færi á að sækja alþjóð­legar við­skipta­kaup­stefnur utan Evr­ópu. Á öðru stigi fá fyr­ir­tæki allt að 2.5 millj­ónir evra til vöru­þró­unar og und­ir­bún­ings alþjóð­legrar mark­aðs­setn­ing­ar. En sam­keppnin er gíf­ur­lega mikil og aðeins um 5 pró­sent umsókna á seinna stig­inu hljóta braut­ar­gengi.

Brú íslenskra fyr­ir­tækja til útlanda

Anna Margrét Guðjónsdóttir Mynd: Bára Huld BeckEvris er, ef svo má segja, brú íslenskra fyr­ir­tækja í nýsköpun til útlanda. „Við útvegum fjár­magn og þekk­ingu til að hjálpa fyr­ir­tækjum að fá styrki og þekk­ingu til vöru­þró­unar og und­ir­bún­ings alþjóð­legrar mark­aðs­setn­ing­ar,” segir Anna Mar­grét Guð­jóns­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Evr­is.

Á öðrum enda brú­ar­innar er Evris og á hinum er stór hópur sér­fræð­inga sem vinnur erlend­is. Anna Mar­grét segir að hingað til hafi þau ein­blínt á Evr­ópu­styrki en nú sé einnig farið að bjóða upp á sams­konar þjón­ustu við fyr­ir­tæki sem vilja þróa vöru sína fyrir Banda­ríkja­markað og sækja um þró­un­ar­styrki í Banda­ríkj­un­um. Sömu­leiðis geti Evris haft milli­göngu um að opna nýja mark­aði og útvega erlenda fjár­mögn­un.

Mikil þekk­ing býr að baki

Hjá Evris eru tveir starfs­menn stað­settir hér á landi en fyr­ir­tækið opn­aði nýverið útibú í Dan­mörku. Það starfar í sam­vinnu við fyr­ir­tækið Inspiralia sem er með aðsetur á Spáni og í Banda­ríkj­unum og hefur fleiri en 150 sér­fræð­inga á sínum snær­um. Þar vinnur fólk sem er vant alþjóð­legum við­skipt­um, hefur ýmiss konar menntun og hjálpar m.a. til við umsókn­ar­ferli. Þessir aðilar búa yfir mik­illi þekk­ingu á slíkum ferlum og hjálp­ast að við að tengja smá íslensk fyr­ir­tæki við umheim­inn, að sögn Önnu Mar­grét­ar.



Athygli hefur vakið hversu margar umsóknir hafa komið frá eins fámennu landi og Ísland er. Anna Mar­grét segir að þau leiti að góðum fyr­ir­tækjum með ein­staka nýsköpun hér á landi og að hópur fag­fólks hjálpi síðan til við að greiða götu þess­ara litlu fyr­ir­tækja til þess að þau kom­ist í sam­band við réttu tengilið­ina.

Marg­feld­is­á­hrifin gríð­ar­leg

Anna Mar­grét segir að þegar fyr­ir­tæki fær stóran styrk þá deilist hann iðu­lega niður á nokkra aðila. Þeir sem fá styrk velji önnur fyr­ir­tæki til að vinna með sér og oft­ast séu þau sömu­leiðis íslensk. „Þannig eru marg­feld­is­á­hrifin af einum styrk mjög mik­il,“ segir hún. Miklir fjár­munir komi þannig inn í landið og – það sem mik­il­væg­ara er – þá flyst þekk­ing milli landa.

Það er feg­urðin í þessu, sú mikla þekk­ing sem íslensk fyr­ir­tæki í nýsköpun fá þegar þau vinna með þessum erlendu sérfræðingum.

Anna Mar­grét er ekki óvön umsókn­ar­ferlum en hún skrif­aði meist­ara­rit­gerð í opin­berri stjórn­sýslu um það hvernig þekk­ing er flutt á milli svæða. Hún vann í Brus­sel í nokkur ár en þar seg­ist hún hafa lært á sjóða­kerfi en sjálf skrif­aði hún nokkrar umsókn­ir. Hún sé þó hætt að skrifa umsókn­irnar sjálf, enda þurfi mikla sér­fræði­þekk­ingu til að gera það. Anna Mar­grét segir að gríð­ar­leg vinna liggi þar að baki.

Þrír og jafn­vel fjórir sér­fræð­ingar taka að sér að skrifa slíkar umsóknir og eru þeir oft með mjög sér­tæka menntun á borð við verk­fræði, líf­vís­indi, sjáv­ar­líf­fræði, for­rit­un, umhverf­is­fræði og alþjóða­við­skipti. „Það er feg­urðin í þessu, sú mikla þekk­ing sem íslensk fyr­ir­tæki í nýsköpun fá þegar þau vinna með þessum erlendu sér­fræð­ing­um. Umsókn, sem slík, er ekki mark­miðið heldur að greiða leið íslenskrar þekk­ingar á alþjóð­lega mark­að­i,“ segir Anna Mar­grét.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBára Huld Beck
Meira úr sama flokkiInnlent