Mynd: Birgir Þór Harðarson

Svona eru líkur þeirra sem sækjast eftir kjöri í borgarstjórn á að komast inn

Áttundi maður Samfylkingar er í meiri hættu en sjöundi maður Sjálfstæðisflokks. Einungis brotabrot úr prósenti munar á líkum oddvita Framsóknar, sem mælist inni, á að ná kjöri og öðrum manni á lista Vinstri grænna. Það er æsispennandi kosningadagur framundan í Reykjavík.

Kjarn­inn og Dr. Baldur Héð­ins­son fram­kvæma kosn­inga­spá í aðdrag­anda hverra kosn­inga. Það hefur verið gert frá því í borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­unum fyrir fjórum árum. Frá sumr­inu 2016 hefur spáin verið keyrð fyrir for­seta­kosn­ing­arnar 2016, þing­kosn­ingar 2016 og 2017 og nú kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar. Líkt og greint var frá fyrr í morgun þá benda mæl­ingar hennar til þess að meiri­hlut­inn í borg­inni sé fall­inn. Það er í fyrsta sinn sem það ger­ist

Sam­hliða er keyrð sæta­spá. Hún er fram­kvæmd þannig að keyrðar eru 100 þús­und sýnd­ar­kosn­ingar miðað við fylgi flokka í kosn­inga­spánni sem birt var 26. maí,. Í hverri þeirra er úthlutað 23 borg­ar­full­trúum og þar sem sýnd­ar­kosn­ing­arnar eru allar með inn­byggða óvissu þá getur fylgið í hverri ein­stakri sýnd­ar­kosn­ingu stundum hærra og stundum lægra, þótt með­al­tal kosn­ing­anna allra sé það sama og kom fram í kosn­inga­spánni. Fyrr í dag birtum við lík­leg­ustu sæta­skipan borg­ar­full­trúa skipt niður á flokka. Nú birtum við hverjar líkur hvers og eins fram­bjóð­anda í efstu sætum þeirra lista sem mæl­ast lík­legir til að ná inn manni í borg­ar­stjórn eru.

Líkur á samanlögðum fjölda borgarstjórnarfulltrúaRauða strikið í töflunni hér að neðan er sláin sem þarf að komast yfir.
Borgarfulltrúar B C D F J K M P S V
>=22
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
>=21
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
>=20
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
>=19
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
>=18
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
>=17
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
>=16
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
>=15
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
>=14
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
>=13
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
>=12
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
>=11
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
2%
0%
>=10
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
4%
0%
>=9
0%
0%
6%
0%
0%
0%
0%
0%
22%
0%
>=8
0%
0%
31%
0%
0%
0%
0%
0%
62%
0%
>=7
0%
0%
74%
0%
0%
0%
0%
0%
92%
0%
>=6
0%
0%
96%
0%
0%
0%
0%
0%
100%
0%
>=5
0%
0%
100%
0%
0%
0%
0%
0%
100%
0%
>=4
0%
0%
100%
0%
0%
0%
0%
5%
100%
0%
>=3
0%
7%
100%
0%
0%
0%
3%
37%
100%
8%
>=2
4%
45%
100%
5%
6%
0%
32%
85%
100%
48%
>=1
48%
89%
100%
52%
49%
19%
82%
99%
100%
90%

Þeir borg­ar­full­trúar sem mæl­ast inni eins og er, alls 23 tals­ins, eru merktir með app­el­sínu­gulum þrí­hyrn­ing. Með því að skoða síð­ast kjörna mann hvers flokks sést til að mynda að Magnús Már Guð­munds­son, átt­undi maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, á 62 pró­sent líkur á því að ná kjöri. Örn Þórð­ar­son, sjö­undi maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins á hins vegar 74 pró­sent lík­ur. Sjö­undi maður Sjálf­stæð­is­flokks er því örugg­ari inni sam­kvæmt þessu en átt­undi maður Sam­fylk­ing­ar. Þá á átt­undi maður Sjálf­stæð­is­flokks, Björn Gísla­son, 31 pró­sent líkur á því að ná inn, sem eru betri líkur en Ragna Sig­urð­ar­dótt­ir, níundi maður á lista Sam­fylk­ingar á á því.

Af þeim sem ekki fá sæti í borg­ar­stjórn sam­kvæmt spánni eru Elín Oddný Sig­urð­ar­dóttir (48 pró­sent), sem situr í öðru sæti á lista Vinstri grænna, lík­leg­ust. Líkur hennar á kjöri eru raunar ein­ungis brota­brot úr pró­senti minni en líkur Ingv­ars Mar Jóns­son­ar, odd­vita Fram­sókn­ar­flokks, að ná inn. Sem stendur mælist Ingvar Mar þó inni.

Pawel Bar­toszek (45 pró­sent), sem situr í sama sæti á lista Við­reisn­ar, á líka tölu­verðar líkur á að ná kjöri. Hann er ekki langt frá Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur, odd­vita Sós­í­alista­flokks Íslands (49 pró­sent).

Þar á eftir koma Alex­andra Briem (37 pró­sent), þriðji maður á lista Pírata, Baldur Borg­þórs­son (32 pró­sent), annar maður á lista Mið­flokks, og áður­nefndur Björn Gísla­son (31 pró­sent), sem situr í átt­unda sæti á lista Sjálf­stæð­is­flokks.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar