Haftalosun til bjargar

Fjármagnshöftin eru svo gott sem úr sögunni með afléttingu bindiskyldunnar fyrr í mánuðinum. Aukið frelsi krónunnar eru góðar fréttir fyrir neytendur, en nú þegar hefur það stoppað af frekari vaxtahækkanir í bili.

Már Guðmundsson Seðlabankastjóri við losun gjaldeyrishaftanna árið 2017.
Már Guðmundsson Seðlabankastjóri við losun gjaldeyrishaftanna árið 2017.
Auglýsing

Seðla­bank­inn minnt­ist á „kafla­skil“ í til­kynn­ingu sinni um aflétt­ingu hinnar svoköll­uðu bindi­skyldu á mánu­dag­inn fyrir tveimur vikum síð­an. Aðgerðin markar vissu­lega breytta tíma, en með henni eru fjár­magns­höftin sem sett voru á íslensku krón­una árið 2008 nær alveg los­uð. Þótt bank­inn muni enn hlut­ast í fjár­magns­hreyf­ingum til og frá land­inu er þetta skref mik­il­vægt fyrir íslensku krón­una og hefur nú þegar haft mikil og góð áhrif á efna­hags­líf­ið.

Til varnar gegn spá­kaup­mennsku

Þrátt fyrir að gjald­eyr­is­höft á íslenska neyt­end­ur, fyr­ir­tæki og líf­eyr­is­sjóði voru losuð fyrir tveimur árum síðan hefur Seðla­bank­inn hindrað frjálst flæði fjár­magns til lands­ins með svo­kall­aðri bindi­skyldu síðan árið 2016. Sam­kvæmt henni var erlendum fjár­festum gert að festa fimmt­ung af fjár­magni sínu hér til lengri tíma, en með því varð Ísland að óálit­legri kosti fyrir fjár­fest­ingar erlendis frá. 

Margir úr fjár­mála­líf­inu hafa gagn­rýnt þessa reglu, þar á meðal Sam­tök Atvinnu­lífs­ins og  Agnar Tóma­s ­Möll­er, annar stofn­enda GAMMA. Sam­kvæmt Agn­ari hefur til­vist hennar bein­línis leitt til hærri vaxta hér á landi vegna fjár­magns­skorts­ins sem hún skapar hér á landi.

Auglýsing

Seðla­bank­inn hefur hins vegar sagt bindi­skyld­una vera nauð­syn­lega til að koma í veg fyrir óstöðuga krónu og vaxta­muna­við­skipti líkt og þau sem við sáum fyrir hrun. Gylfi Zoëga, hag­fræði­pró­fessor og full­trúi í pen­inga­stefnu­nefnd Seðla­bank­ans, sagði í við­tali við Stöð 2 í fyrra að bindi­skyldan stöðvi sókn í vaxta­muna­við­skipti, en án hennar væri ill­mögu­legt að vera með sjálf­stæðan gjald­miðil og hlúa að upp­bygg­ingu lífs­kjara á traustum grunn­i. 

Sam­kvæmt til­kynn­ingu Seðla­bank­ans fyrr í mán­uð­inum hafa nú loks mynd­ast aðstæður til að afnema bindi­skyld­una. Þar sem raun­vextir á Íslandi séu nú orðnir sam­bæri­legir því sem ger­ist erlendis sé minni hætta á þeirri spá­kaup­mennsku sem fylgir vaxta­muna­við­skiptum og óstöð­ug­leika í gengi krón­unnar undir frjálsum fjár­magns­flutn­ing­um. 

Ávöxtunarkrafa tíu ára verðtryggðs ríkisskuldabréfs á Íslandi (RIKS 21) og í Bandaríkjunum (TIPS JUL152021).

Minnk­andi vaxta­munur milli Íslands og ann­arra landa sést vel þegar íslensk og banda­rísk skulda­bréf eru borin sam­an, en mun­ur­inn á ávöxt­un­ar­kröfu þeirra hefur snar­minnkað eftir að inn­flæð­is­höftin voru sett á í júní 2016. Mun­inn má sjá á mynd hér að ofan, en hann var upp á sitt minnsta í des­em­ber síð­ast­liðnum þegar Seðla­bank­inn til­kynnti afnám bindi­skyld­unn­ar.

Aldrei frjálst fjár­magn undir krónu

Bindi­skyldan var ein af aðgerðum Seðla­bank­ans til að stuðla að fjár­mála­stöð­ug­leika eftir losun útflæð­is­haft­anna árið 2017, en sam­kvæmt bank­anum eru fjár­magns­höft til og frá land­inu svo gott sem úr sög­unni nú þegar hún er afnum­in.

Hins veg­ar, þótt höftin séu farin að nafn­inu til, verða fjár­magns­flutn­ingar til og frá land­inu aldrei að fullu frjálsir svo lengi sem Íslend­ingar hafa krón­una í núver­andi mynd. Ásgeir Jóns­son, Ásdís Krist­jáns­dóttir og Ill­ugi Gunn­ars­son minn­ast á þetta í skýrslu sinni um fram­tíð íslenskrar pen­inga­stefnu, en þar segir að sjálf­stæð pen­inga­stefna sé aðeins mögu­leg ef ein­hver stjórn er á fjár­magns­hreyf­ingum lands­ins.

Þetta hefur Seðla­banka­stjóri líka sagt, en Seðla­bank­inn hefur útli­stað fjölda aðgerða sem hann gæti farið í eftir losun hafta. Þeirra á meðal eru inn­grip í gjald­eyr­is­mark­að­inn, tak­mörkun á útrás íslenskra banka og bann á lán í erlendum gjald­miðlum til þeirra sem hafa tekjur í krón­um.  

Sam­kvæmt bank­anum er nauð­syn­legt að hafa mögu­leika á að beita slíkum aðgerðum til þess að halda fjár­mála­stöð­ug­leika nú þegar íslenska krónan er svo gott sem hafta­laus og fylgir núver­andi pen­inga­stefnu.

Neyt­endur græða

Þrátt fyrir að hafa skapað stöð­ug­leika í gjald­eyr­is­mál­unum voru inn­flæð­is­höftin ekki ókeypis fyrir íslenska neyt­end­ur. Þar sem bindi­skyldan tor­veld­aði erlendum fjár­festum að binda fé sitt hér á landi leiddi hún til þess að gengi krón­unnar var veik­ara en það hefði ann­ars ver­ið. Með veik­ara gengi hækkar verð á inn­fluttri vöru og þjón­ustu, en þannig sköp­uðu höftin verð­bólgu­þrýst­ing og minnk­uðu svig­rúm Seðla­bank­ans til vaxta­lækk­un­ar.

Afnám haft­anna eru því góðar fréttir fyrir Íslend­inga, en sam­hliða þeim hefur gengi krón­unnar styrkst umtals­vert og verð­bólgu­þrýst­ingur minnk­að. Áhrif hafta­los­un­ar­innar eru greini­leg ef litið er til helstu við­skipta­mynta Íslands, en tvær stærstu styrk­ingar krón­unnar gagn­vart þeim á síð­ustu sex mán­uðum áttu sér stað ann­ars vegar þegar los­unin var til­kynnt í des­em­ber og hins vegar þegar bindi­skyldan var loks afnumin í byrjun mars.

Gengi punds, evru og Bandaríkjadals gagnvart íslensku krónunni á síðustu sex mánuðum. Heimild: Keldan.is

Styrk­ing­una má sjá á mynd hér að ofan. Á síð­ustu tveimur vikum hefur krónan styrkst um rúm 3 pró­sent gagn­vart pundi, evru og Banda­ríkja­dal, en rúm tveggja vikna styrk­ing nam 4,6 pró­sentum eftir til­kynn­ingu um losun haft­anna síð­ast­lið­inn des­em­ber.

Mik­il­vægt mót­vægi

Mars­mán­uður hefur sann­ar­lega ekki verið tíð­inda­lít­ill, en margt benti til þess að krónan gæti veikst nokkuð og verð­bólgu­vænt­ingar auk­ist. Þar ber fyrst að nefna ólgu á vinnu­mark­aði og verk­fallsund­ir­bún­ing, en hag­fræð­ingar hafa bent á að launa­hækk­anir umfram fram­leiðni­aukn­ingu leiði til verð­bólgu og ­geng­is­veik­ingu. Einnig hafa reglu­lega borist fréttir af ótraustri stöð­u WOW air, en mögu­legt gjald­þrot fyr­ir­tæk­is­ins gæti leitt til snarprar ­geng­is­veik­ing­ar ­vegna sam­dráttar í ferða­þjón­ust­unni og til­heyr­andi verð­bólgu­skots. 

Sömu sögu er að segja um nýlegar fréttir um loðnu­leysi, en sam­dráttur í sjáv­ar­út­veg­inum eykur hætt­una á geng­is­veik­ingu. Ofan á þetta allt ríkti svo mikil óvissa um rík­is­stjórn­ar­sam­starfið í síð­ustu viku, en slíkar fréttir leiða alla jafna til veik­ara gengis þar sem erlendir fjár­festar draga gjarnan úr fjár­fest­ingum í löndum þar sem póli­tískur óstöð­ug­leiki rík­ir.

Hins veg­ar, þvert á allar ofantaldar ástæð­ur, styrkt­ist krónan um 3 pró­sent á meðan á öllu þessu stóð, auk þess sem verð­bólgu­vænt­ingar lækk­uðu úr 3,4 pró­sentum niður í 3 pró­sent. Á kynn­ing­ar­fundi Seðla­bank­ans fyrr í vik­unni sagði Már Guð­munds­son Seðla­banka­stjóri lækkun verð­bólgu­vænt­inga vera fyrst og fremst vegna geng­is­styrk­ing­ar­inn­ar, en styrk­ingin sjálf skýrð­ist að stórum hluta af nýfjár­fest­ingum í íslensk skulda­bréf. Báðir þætt­irn­ir, sem eru afleið­ingar af losun inn­flæð­is­haft­anna, stuðl­uðu að því að Seðla­bank­inn kaus að halda vöxtum óbreyttum síð­ast­lið­inn mið­viku­dag, þrátt fyrir mikla óvissu ann­ars staðar í hag­kerf­inu.

Ljóst er því að losun haft­anna hefur veitt óvissu­á­standi und­an­far­inna vikna mik­il­vægt mót­vægi þar sem áhrif þeirra hefur yfir­gnæft allar hugs­an­legar áhyggjur sem fólk kynni að hafa af verð­bólgu og gengi krón­unn­ar.

Er þetta nóg?

Hvort áhrif hafta­los­un­ar­innar muni vega nógu þungt til að halda verð­bólg­unni í skefjum í ár er enn óvíst. Hins vegar munu þau lík­lega hvetja til enn meiri fjár­fest­inga inn­an­lands á næstu miss­erum og minnka verð­bólgu­þrýst­ing. Ef Seðla­bank­inn er enn vel búinn til að grípa inn í ef ójafn­vægi mynd­ast á gjald­eyr­is­mark­aði munu íslenskir neyt­endur njóta góðs af auknu frelsi krón­unn­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnJónas Atli Gunnarsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar