Losun vegna flugferða ráðuneytanna hátt í þúsund tonn í fyrra

Í loftlagsstefnu Stjórnarráðsins má finna aðgerðir um hvernig ráðuneytin ætla að kolefnisjafna starfsemi sína. Þar á meðal hvernig draga megi úr losun vegna flugferða starfsmanna en þær eru 70 prósent af heildarlosun Stjórnarráðsins.

Flugvélar
Auglýsing

Loft­lags­stefna Stjórn­ar­ráðs­ins um sam­drátt í losun gróð­­ur­húsa­­loft­teg­unda og kolefn­is­jöfn­un allra tíu ráðu­neyt­anna og Rek­star­fé­lags stjórn­ar­ráðs­ins var sam­þykkt í rík­is­stjórn í gær. Stjórn­ar­ráðið hyggst draga úr losun sinni á koltví­sýr­ing um sam­tals 40 pró­sent fyrir árið 2030. Auk þess stefn­ir ­Stjórn­ar­ráð­ið á að hafa verið kolefn­is­hlut­laust í meira en tíu ár árið 2030 og binda að auka meira CO2 en það los­ar. 

Í loft­lags­stefn­unni má finna grein­ingu á kolefn­is­fótspori Stjórn­ar­ráðs­ins og aðgerðir til draga úr því. Þar á meðal mark­mið um að draga úr flug­ferðum á vegum ráðu­neyt­anna en losun koltví­sýr­ings vegna flug­ferða starfs­manna, bæði inn­an­lands og erlend­is, var 963 tonn í fyrra.

Liður í að ná mark­miðum Par­ís­ar­samn­ings­ins

Í síð­ustu viku mælti Guð­­mundur Ingi Guð­brands­­son, umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra, fyrir frum­varpi til laga um breyt­ingu á lögum um loft­lags­­mál á Alþingi. Í frum­varp­inu er lögð sú skylda á Stjórn­­­ar­ráð Íslands, stofn­­anir rík­­is­ins og fyr­ir­tæki í meiri­hluta­eig­u ­­rík­­is­ins skuli að setja sér lofts­lags­­stefnu. Verði frum­varpið að lögum þurfa rík­­is­að­ilar að setja fram skil­­greind mark­mið um sam­­drátt í losun gróð­­ur­húsa­­loft­teg­unda og kolefn­is­jöfn­un við­kom­andi starf­­semi í loft­lags­­stefn­unni, auk aðgerða svo þeim mark­miðum verði náð. 

Auglýsing

Haustið 2018 kynnti rík­is­stjórnin aðgerða­á­ætlun í lofts­lags­málum til árs­ins 2030 Aðgerða­á­ætl­unin er helsta tæki stjórn­valda til að tryggja að Ísland nái mark­miðum Par­ís­ar­samn­ings­ins til 2030 og mark­miði rík­is­stjórn­ar­innar um að ­draga úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda um 40 pró­sent fyrir árið 2030 og ná kolefn­is­hlut­leysi fyrir árið 2040. Lofts­lags­stefna Stjórn­ar­ráðs­ins er ein af aðgerðum rík­is­stjórn­ar­innar til að ná þessu mark­miði og er stefn­unni einnig ætlað að vera fyr­ir­mynd og hafa áhrif vítt og breitt um sam­fé­lag­ið. 

Flug starfs­manna 70 pró­sent af heild­ar­los­un ­Stjórn­ar­ráðs­ins 

Í loft­lags­stefnu Stjórn­ar­ráðs­ins eru birtir útreikn­ingar á kolefn­is­spori Stjórn­ar­ráðs­ins en sam­kvæmt þeim hefur flug starfs­manna ráðu­neyt­anna erlendis mestu lofts­lags­á­hrifin eða 67 pró­sent af heild­ar­losun ráðu­neyt­anna. Þar á eftir koma ferðir starfs­manna til og frá vinnu eða um 16 pró­sent af heild­ar­los­un, akstur á vegum ráðu­neyta 7 pró­sent, losun frá mötu­neytum 5 pró­sent , flug starfs­manna inn­an­lands 3 pró­sent, losun vegna þess úrgangs sem til fellur 1 pró­sent og loks orku­notkun 1 pró­sent.

Heild­ar­losun Stjórn­ar­ráðs­ins var 1377 tonn árið 2018, þar af var losun vegna flug­ferða á vegum ráðu­neyt­anna og Rek­star­fé­lags Stjórn­ar­ráðs­ins 963,4 tonn. Mest var losun Utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins eða alls 403 tonn af koltví­sýr­ing vegna flug­ferða í fyrra. Losun eftir ráðuneytum og stöðugildum árið 2018Mynd: Stjórnarráðið

Vegna þess­ar­ar gíf­ur­legu los­unar frá flug­ferðum starfs­manna ákvað ­Stjórn­ar­ráð­ið að veita því sér­staka athygli að finna leiðir til að draga úr losun vegna flugs án þess þó að setja alþjóð­legu sam­starfi og skuld­bind­ingum Íslands skorð­ur. 

Ætla koma upp fjar­funda­bún­aði í öllum ráðu­neytum

Í stefn­unni segir að Ísland sé eyja og því sé flug nær eini ferða­kost­ur­inn en ­Stjórn­ar­ráð­ið telur að það leyn­ist tæki­færi til sam­dráttar með skipu­lagn­ingu og fjölgun fjar­funda. Því ætl­ar ­Stjórn­ar­ráð­ið að koma upp fjar­funda­bún­aði í öllum ráðu­neytum og setja sér mark­mið um að auka hlut­fall fjar­funda.

Jafn­framt segir í stefn­unni að gerð verði ítar­leg grein­ing á flug­ferðum ráðu­neyt­anna og grein­ing tæki­færa til að draga úr losun vegna flugs. Auk þess verði þró­uð vef­lausn sem veitir upp­lýs­ingar um kolefn­is­spor mis­mun­and­i flug­leiða og tengir los­un­ar­tölur úr flug­ferðum við mark­mið um sam­drátt í los­un. Þannig á að fást nauð­syn­leg yfir­sýn yfir losun vegna flug­ferða sem er for­senda þess að geta dreg­ið ­mark­vis­st úr henn­i. 

Fyrir árið 2022 hefur Stjórn­ar­ráðið sett sér mark­mið um draga úr flugi starfs­manna inn­an­lands um 19 pró­sent og erlendis um 2 pró­sent. 

Bjóða upp á raf­hjól og óska eftir vist­hæfum leigu­bílum

Annað mark­mið í loft­lags­stefn­unni er draga úr losun vegna ferða starfs­manna til og frá vinnu um 21 pró­sent fyrir árið 2022. Því hefur nú þegar haf­ist handa við að koma upp hjóla­skýli og sturtu­að­stöðu fyrir starfs­menn í ráðu­neyt­un­um. Jafn­framt verð­ur­ hleðslu­stöðv­um ­fyrir raf­bíla fjölgað við öll ráðu­neyt­i. 

Enn fremur hyggst ­Stjórn­ar­ráð­ið ­draga úr losun vegna akst­urs á vegum ráðu­neyta um 30 ­pró­sent. Starfs­mönnum hefur þegar verið boðið afnot af raf­hjólum til reynslu og aðgang að deili­bíl. Þá verður bíla­floti Stjórn­ar­ráðs­ins end­ur­nýj­aður fyrir 2021 með það að mark­miði að  ráð­herra og ­þjón­ustu­bílar verði án jarð­efna­elds­neyt­is. Auk þess mun Stjórn­ar­ráðið ger­a ­samn­inga við bíla­leigur um vist­hæfa bíla og jafn­framt verður óskað sér­stak­lega eftir vist­hæfum leigu­bíl­u­m. 

Bílafloti Stjórnarráðsins verður endurnýjaður svo ráðherraog þjónustubílar verði án jarðefnaeldsneytis. Mynd: Bára Huld Beck

Auk fyrr­greindra aðgerða verður komið á sér­stöku land­græðslu­svæði sem ráðu­neytin og stofn­anir geta nýtt fyrir kolefn­is­jöfn­un.  Guð­mundur Ingi Guð­brands­son, umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra, ítrek­aði í til­kynn­ingu um loft­lagstefn­una að það megi þó ekki gleyma að stóra verk­efnið sé að draga úr los­un. „Það er mik­il­vægt að fyr­ir­tæki og stofn­anir kolefn­is­jafni starf­semi sína en við megum þó aldrei gleyma því að stóra verk­efnið er að draga úr los­un. Gildi lofts­lags­stefnu Stjórn­ar­ráðs­ins er ekki síst að styðja við við­leitni sem flestra til að draga úr losun og sóun og senda jákvæð skila­boð út í sam­fé­lag­ið.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBirna Stefánsdóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar