Rýrnun íslenskra jökla helsta afleiðing hlýnandi loftlags

Jöklar á Íslandi hafa hopað hratt á síðustu tuttugu árum og er rýrnun þeirra skýr vitnisburður um hlýnun jarðar. Jöklafræðingur Veðurstofu Íslands telur að Snæfellsjökull, einn þekktasti jökull Íslands, verði að öllum líkindum að mestu horfinn árið 2050.

Tindur Snæfellsjökuls
Tindur Snæfellsjökuls
Auglýsing

Snæ­fells­jök­ull skaust upp á stjörnu­him­in­inn árið 1864 þegar hin fræga bók Leynd­ar­dómar Snæ­fells­jök­uls: För í iður jarðar eft­ir Ju­les Ver­ne kom út. Í þeirri bók siglir þýskur pró­fessor ásamt föru­nautum sínum til Íslands þar sem þau ­ferð­ast ofan í eld­gíg Snæ­fells­jök­ul­s á vit ævin­týra. Jök­ull­inn hefur orðið fleiri skáldum og öðrum lista­mönn­um að yrk­is­efni og í dag er jök­ull­inn vin­sæll ferða­manna­stað­ur­. Snæ­fells­jök­ull hefur hins vegar rýrnað mjög í hlýn­andi lofts­lagi Íslands og er talið að eftir rúm þrjá­tíu ár verði jök­ull­inn að mestu horf­inn. 

Rýrnun jökla skýr vitn­is­burður um hlýnun jarðar

Lofts­lag fer hlýn­andi um allan heim og benda marg­ar athug­anir til þess að breyt­ingar frá því um mið­bik síð­ustu aldar séu for­dæma­lausar þegar litið er til síð­ustu árþús­unda. Árið 2016 var það heitasta á jörð­inni frá upp­hafi mæl­inga og árið 2017 það næst­heitasta. Á­hrif­in eru víð­tæk en heims­höfin hafa hlýn­að, sjáv­ar­borð hækkað og jöklar bráðnað hrað­ar.

Ástæða hlýn­un­ar­innar er fyrst og fremst auk­inn styrkur koltví­sýr­ings og fleiri gróð­ur­húsa­loft­teg­unda í loft­hjúpn­um. Aukn­ing gróð­ur­húsa­loft­teg­und­anna er af manna­völdum og stafar einkum af bruna á kolum og olíu til raf­orku­fram­leiðslu, í sam­göngum og iðn­aði, minni bind­ingu koltví­sýr­ings vegna gróð­ur­eyð­ingar og losun met­ans í land­bún­að­i. ­Auk­inn styrkur ákveð­inna loft­teg­unda í and­rúms­lofti breytir varma­geislun frá jörð­inni þannig að neðri hluti loft­hjúps­ins og yfir­borð jarðar hlýna.

Auglýsing

Flat­ar­mál jökla hefur minnkað á við höf­uð­borg­ar­svæðið á 18 árum

Jöklar eru mesta ferskvatns­forða­búr jarðar og ­leys­inga­vatn frá jöklum er notað til áveitna á land­bún­að­ar­land, auk þess safn­ast það í ár og vötn og verður að drykkj­ar­vatni dýra og millj­óna manna. ­Jök­ul­vatn er líka víða notað til raf­magns­fram­leiðslu, eins og hér á landi en einn tíundi hluti Íslands er hulin jökl­um.

Umhverf­is­ráðu­neytið hefur falið Vatna­jök­ul­þjóð­garði í sam­starfi við Veð­ur­stofu Íslands að sjá um verk­efn­ið Hörf­andi jökl­ar. Verk­efnið er hluti af sókn­ar­á­ætl­un Ís­lands í loft­lags­málum og er verk­efn­inu ætlað að auka vit­und fólks um ­lofts­lags­breyt­ing­ar og áhrif þeirra á jökla Íslands og alls heims­ins.

Í yfir­liti Hörf­andi jökla um íslenska jökla árið 2018 segir að íslenskir jöklar hafi hopað hratt í um ald­ar­fjórð­ung og að rýrnun jökla sé ein­hver helsta afleið­ing hlýn­andi lofts­lags hér­lendis og skýr vitn­is­burður um hlýn­un­ina. Alls hef­ur flat­ar­mál íslenskra jökla minnkað um rúm­lega 750 fer­kíló­metra síðan um síð­ustu ald­ar­mót en til sam­an­burðar eru sveit­ar­fé­lögin Reykja­vík­, Kópa­vog­ur, Sel­tjarnes, Garða­bær, Hafn­ar­fjörður og Mos­fells­bær sam­an­lagt um 759 fer­kíló­metr­ar.

Flugsýn af tungu Heinabergsjökuls 1982 og 2018. Myndirnar byggja á ljósmyndum sem teknar voru úr flugvél 1982 og flygildi 2018 og landlíkönum sem reiknuð voru á grundvelli myndanna og sýna vel lækkun yfirborðs jökulsins á 36 ára tímabili. Mynd: Veðurstofa Íslands

Á síð­ustu árum hefur heild­ar­flat­ar­mál jökla hér á landi minnkað um það bil 40 fer­kíló­metra árlega að með­al­tali og á árinu 2018 hop­uðu jök­ul­sporðar víða um tugi metra. Af þeim jöklum sem mældir eru af ­sjálf­boða­lið­u­m Jökla­rann­sókna­fé­lagi Íslands hop­uðu Kalda­lóns­jök­ull í Kalda­lóns­jök­ull í Dranga­jökli, Sól­heima­jök­ull í Mýr­dalsjökli og Skeið­ar­ár­jök­ull mest árið 2018 eða um 100 til 300 m. Hrað­ast hörfar Breiða­merk­ur­jök­ull þar sem kelfir af honum í Jök­ulsár­lón, milli 200 og 300 metra ár­lega. Þá stytt­ist Haga­fells­jök­ul­l eystri í Langjökli um 700 ­metra þegar dauðís­breiða slitn­aði frá sporð­inum í fyrra. 

Þjóðin tapar ef Snæ­fells­jök­ull hverfur

Snæ­fells­jök­ull er einn þeirra jökla sem hefur rýrnað mjög í hlýn­andi lofts­lagi síð­ustu ára­tuga og greindi Veð­ur­stofa frá því í lok apríl að nú sé jökul­inn aðeins 30 metra þykk­ur að jafn­að­i . Ef horft er aftur til byrj­unar síð­ustu aldar þá er Snæ­fells­jök­ull helm­ingi minni nú en árið 1910, þá var hann 22 fer­kíló­metrar en nú er hann um 10 fer­kíló­metr­ar. Veð­ur­stofa telur það lík­legt að hann hann verði að mestu horf­inn árið 2050.

Þjóð­garð­inn Snæ­fells­jök­ull er mikið sóttur af ferða­menn og sagði Jón Björns­son, þjóð­garðs­vörður á Snæ­fells­nesi, í sam­tali við RÚV, að breyt­ing­arnar á Snæ­fellsjökli hafi áhrif á svæð­ið. „Þetta hefur svo­lítil áhrif að sjálf­sögðu á svæð­ið. Jök­ull­inn er aðdrátt­ar­afl þjóð­garðs­ins, þó það fara nú kannski ekki margir upp á hann, en hann tapar svolitlu gildi á þessu. Þjóðin tapar líka, tveir þriðju hlutar þjóð­ar­innar hefur þennan jökul fyrir aug­um. Reykja­vík sem dæmi, íbúar Reykja­víkur og nágrennis, þetta er eini jök­ull­inn sem þeir sjá þannig í sjálfu sér er það kannski þjóðin í heild að tapa svolitlu.“

Aukin eld­virkni og skrið­hætta

Breyt­ingar á jöklum hafa marg­vís­legar afleið­ingar þar á meðal hækkun sjáv­ar­, skriðu­föll, aukin eld­virkni og breyt­ingar á líf­ríki. Íslenskir jöklar geyma um 3500 rúm­kíló­metra af ís og á vef Hörf­and­i jökla segir að ef allur þessi ís bráðn­aði þá væri hægt að kaf­færa allt Ísland í 30 metra djúpu vatni eða hækka sjáv­ar­borð heims­haf­anna um einn cm. Ef allir jöklar heims­ins bráðn­uðu mundi sjáv­ar­borð hækka um allt að 65 ­metra og kaf­færa stóran hluta alls rækt­ar- og borg­ar­lands jarð­ar­inn­ar.

Breytingar á jaðri Breiðamerkurjökuls (t.v.) og heildarflatarmál lóna við jökuljaðarinn  á mismunandi tímum frá lokum 19. aldar. Mynd: Hörfandi jöklar

Í Vatna­jök­uls­þjóð­garði blasa við margs konar ummerki um jökla­breyt­ingar sem nú verður vart víða á jörð­inni sökum hlýn­unar loft­hjúps­ins af manna­völd­um. Þar á meðal er jök­ulsár­lón en það byrj­aði að mynd­ast um 1935. Það er nú ásamt Breið­ár­lóni og nokkrum öðrum minni lónum við jaðar Breiða­merk­ur­jök­uls yfir 30 fer­kíló­metrar að flat­ar­máli. Síð­ustu árin hafa lónin sam­tals stækkað um 0,5 til 1 fer­kíló­metra árlega að með­al­tali. 

Önnur afleið­ing jökla­breyt­inga er að árið 2016 sam­ein­uð­ust allar ár ­Skeið­árs­sands, sem þýðir að nú falla öll vötn frá­ ­Skeið­ar­ár­jökli í einum far­vegi í fyrsta sinn frá Mið­öld­um. Þessi breyt­ing, sem er af völdum hörf­unar jökul­j­að­ars­ins, er ein­hver skýrasta birt­ing­ar­mynd hlýn­andi lofts­lags hér á landi sam­kvæmt Hörf­andi jökl­u­m. 

Auk þess getur hörfun jökla valdið skriðu­föllum úr fjalls­hlíðum og á síð­ast­liðnum árum hafa miklar skriður eða berg­hlaup fallið á Morsár­jökul og Svína­fells­jök­ul. Hætta er á að hrun ofan í jök­ul­lón framan við hop­andi jökla valdi skyndi­legum flóð­bylgjum sem geta ógnað fólki og mann­virkj­u­m. 

Þá er farglétt­ing vegna bráðn­unar jökla er talin örva kviku­fram­leiðslu sem getur leitt til auk­innar gos­virkni en um 2 pró­sent af virku gos­belt­unum liggur undir jökli. Lík­an­reikn­ingar sem herma eft­ir ­jök­ul­hörfun­inn­i á tíma­bil­in­u 1890 til 2010 gera ráð fyrir að kviku­fram­leiðsla auk­ist um 100 til 135 pró­sent vegna farglétt­ing­ar. Sam­kvæmt Hörf­andi jöklum gætir þess­ara áhrifa nú þegar í auk­inni virkni eld­stöðva undir Vatna­jökli.

Skora á rík­is­stjórn­ina að lýsa yfir neyð­ar­á­standi

Jökla­breyt­ingar í fram­tíð­inni ráð­ast aðal­lega af því hve hratt og mikið lofts­lagið hlýn­ar. ­Lofts­lags­spár gera ráð fyrir að veð­ur­far á Íslandi hlýni um um það bil 2 gráð­ur á yfir­stand­andi öld og að jafn­vel hlýni enn meira á næstu öld þar á eft­ir. Jökla­líkön Hverf­andi jökla benda til þess að innan 200 ára verði Vatna­jök­ull horf­inn að mestu. Þá gæti Vatna­jök­ull misst um 25 pró­sent af núver­andi rúm­máli á næstu 50 árum. 

Í byrjun októ­ber á síð­asta ári kom út ný skýrsla loft­lags­­sér­­fræð­inga á vegum Sam­ein­uðu þjóð­anna þar sem fram kemur að hita­­stig á jörð­unni muni hækka um 1,5 gráðu fyrir 2030 ef ekki er brugð­ist hratt við. Í skýrsl­unni er kallað eftir að ríki heims grípi til stór­tækra aðgerða en ef fram­heldur sem horfir gætu stór svæði í heim­inum orðið ólíf­væn­­leg. Skýrslan þykir eins­­konar loka­út­­­kall en ljóst er að ef snúa á þró­un­inni við fyrir 2030 þarf póli­­tískan vilja stjórn­­­valda.

Innan Landverndar eru 40 aðildarfélög um allt land en auk þess eru rúmlega 5000 manns skráðir sem félagar. Mynd: Bára Huld BeckFrjálsu félaga­sam­tökin Land­vernd  hafa skorað á rík­is­stjórn Íslands að lýsa yfir  neyð­ar­á­standi vegna ­lofts­lags­breyt­inga. Ályktun þess efnis var sam­þykkt á aðal­fundi sam­tak­anna þann 30. apríl síð­ast­lið­inn. „Á­standið er þannig að fram­tíð barn­anna okkar er veru­lega ógnað og fram­tíð mjög margra líf­vera á jörð­inni er veru­lega ógn­að. Við verðum að grípa til aðgerða og við verðum að gera það strax. Þetta er neyð­ar­á­stand,“ sagði Auður Önnu Magn­ús­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Land­verndar í við­tali við frétta­stofu RÚV.

Sam­tök­unum þykir aðgerða­á­ætlun stjórn­valda í loft­lags­málum sem kynnt var síð­asta haust ekki ganga nógu langt og benda á að áætlun stjórn­valda er hvorki tíma­sett né magn­bund­in. Í á­lykt­un að­al­fundar Land­verndar eru lagðar til­ að­gerðir í tíu liðum sem eiga að skila skjótum sam­drætti í los­un. Meðal ann­ars er lagt til að inn­heimt verði kolefn­is­gjald af flug- og skips­far­þegum koma til lands­ins og að sala á dísil- og bens­ín­bílum verði bönnuð frá 2023. Auk þess er lagt til að styrkja­kerfið í land­bún­aði verði end­ur­skipu­lagt og dregið verði úr fram­leiðslu dýrða afurða um fjöru­tíu pró­sent.

Breskir þing­menn hafa sam­þykkt að lýsa yfir neyð­ar­á­standi í umhverf­is- og loft­lags­mál­um. Til­laga þess efnis var sam­þykkt þann 1. maí síð­ast­lið­inn en sam­þykkt­in er sögð lýsa vilja þings­ins í mál­inu. Rík­­is­­stjórn­­inni ber þó ekki laga­­leg skylda til þess að bregð­ast við henni.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBirna Stefánsdóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar