Mynd: 123rf.com

Síminn aftur orðinn stærstur á farsímamarkaði

Eðli fjarskiptaþjónustu hefur breyst hratt á undanförnum árum. Áður fyrr snerist hún um að selja símtöl. Nú eru verð á farsímamarkaði hérlendis með þeim lægstu í heimi og arðsemin liggur í annarri þjónustu. Þar munar mest um sölu á gagnamagni en notkun landsmanna á því hefur 150 faldast á tæpum áratug.

Sím­inn náði aftur að verða það fjar­skipta­fyr­ir­tæki sem er með stærstu mark­aðs­hlut­deild á far­síma­mark­aði á Íslandi á árinu 2018. Í lok þess voru 34,5 pró­sent lands­manna í þjón­ustu hjá gamla rík­is­sím­an­um, sem var einka­væddur snemma á þess­ari öld.

Þetta var við­snún­ingur frá árinu 2017 þegar bæði Nova og Voda­fo­ne, sem nú heitir Sýn, náðu að vera með fleiri við­skipta­vini en Sím­inn á þessum mark­aði. Í fyrsta sinn var Sím­inn „lit­li“ leik­and­inn á þessum anga hins þrí­skipta fjar­skipta­mark­að­ar­ins. Vert er þó að taka fram að mjög litlu skeik­aði á milli fyr­ir­tækj­anna og þrí­skipt­ing mark­aðs­ins var mjög jöfn.

Nova hafði náð því að verða stærsti veit­andi far­síma­þjón­ustu á Íslandi á árinu 2015. Það mark­aði tíma­mót vegna þess að Sím­inn hafði verið leið­andi þar frá upp­hafi sím­tala á Íslandi. Um mitt át 2008 var fyr­ir­tækið til að mynda með 56,6 pró­sent mark­aðs­hlut­deild. Hún var komin niður í 32,3 pró­sent í árs­lok 2017. Það sem ýtti Voda­fone yfir Sím­ann á því ári var sam­runi fyr­ir­tæk­is­ins við 365 sem tók gildi í des­em­ber 2017.

En nú hefur Sím­inn, sam­kvæmt nýj­ustu töl­fræði­skýrslu Póst- og fjar­skipta­stofn­un­ar, náð for­skot­inu sínu aft­ur.

Ein lægstu verð í vestænum heimi

Alls voru 486.979 virk síma­kort á far­síma­neti íslensku fjar­skipta­fyr­ir­tækj­anna. Þeim fjölg­aði um 24.953 á árinu 2018, eða 5,4 pró­sent milli ára. Öll stóru fjar­skipta­fyr­ir­tækin þrjú bættu við sig við­skipta­vinum í fyrra.

Þótt Sím­inn sé aftur orð­inn stærsta fyr­ir­tækið á þessum mark­aði þá eru hin tvö sem skipta far­síma­mark­aðnum á milli sín með honum ekki langt und­an. Mark­aðs­hlut­deild Nova er 32,1 pró­sent og Voda­fo­ne/­Sýn er með 31,1 pró­sent hlut­deild.

Ljóst er að umtals­verð sam­keppni hefur ríkt um við­skipta­vini í geir­anum á und­an­förnum árum. Í til­kynn­ingu til Kaup­hallar Íslands sem birt var í lok febr­úar síð­ast­liðn­um, vegna birt­ingu á árs­upp­gjöri Sím­ans fyrir árið 2018, sagði Orri Hauks­son, for­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins, að það væru ýmsir áhættu­þættir í rekstri Síma­sam­stæð­unn­ar. „Þannig er sér­stak­lega hart barist á íslenskum mark­aði fyrir fjar­skipti og upp­lýs­inga­tækni. Verð á far­síma­mark­aði eru áfram undir miklum þrýst­ingi og á Íslandi eru nú ein lægstu verð í far­síma í vest­rænum heim­i.“

Gagna­bylt­ingin

Und­an­farin þrjú ár hefur mynd­ast stöð­ug­leiki á skipt­ingu þessa mark­aðar eftir miklar breyt­ingar árin á und­an. Frá því að Nova hóf starf­semi í des­em­ber 2007, og næsta tæpa ára­tug­inn þar á eft­ir, var nefni­lega allt á fleygi­ferð. Þar skiptir inn­koma nýs aðila ekki ein­ungis máli, heldur líka stór­breytt neyt­enda­hegðun og tækni­fram­far­ir. Nú eru nær allir lands­menn með litlar tölvur í vas­anum sem þeir nota til að lesa frétt­ir, nota sam­fé­lags­miðla, hlusta á hlað­vörp eða horfa á kvik­myndir eða þætti. Þessi staða var ekki til staðar 2007, í árdaga snjall­síma­væð­ing­ar­inn­ar. Fyrsti iPho­ne-inn kom til að mynda á markað sum­arið 2007 og fyrsti Sam­sung Galaxy sím­inn tveimur árum síð­ar, sum­arið 2009.

Orri Hauksson er forstjóri Símans, stærsta fjarskiptafyrirtækis landsins.
Mynd: Nasdaq OMX Ísland

Nova lagði strax áherslu á að ná í mik­inn fjölda ungra not­enda með því að lofa þeim fríum sím­tölum og sms-­skeytum innan kerf­is. Fyr­ir­tækið var gagn­rýnt á þeim tíma úr ýmsum áttum fyrir það að aðferð­ar­fræði þess gæti ekki orðið sjálf­bær. Það var ekki að selja fast­lín­u-­netteng­ingar og að gefa þorra þjón­ustu sinn­ar. Hvernig átti það að gera staðið undir sér?

Svarið var auð­vitað með gagna­magns­notkun og því verði sem við­skipta­vin­irnir myndu greiða fyrir það.

Eðl­is­breyt­ing yfir í net­kerfi

Tíðn­­i­heim­ildir fyrir 3G, ­fyrsta há­hraða­kyn­slóð far­síma­­­nets­­­kerf­ið, voru boðnar út á Íslandi í lok árs 2006. Kerfið er í raun mun frekar net­­­kerfi en far­síma­­­kerfi og gerð­i ­gagna­­­flutn­ing ­mög­u­­­leg­­­an. Far­símar dags­ins í dag eru því fyrst og fremst tölv­ur, ekki sím­ar.

Á árinu 2014 hófst 4-G væð­ing á Íslandi af alvöru. Það árið fimm­fald­að­ist fjöldi slíkra teng­inga innan far­síma­nets­ins, en þær fela í sér tíu sinnum meiri hraða en 3G teng­ing­arnar gerðu og voru þrisvar sinnum hrað­­­ari en hröð­­­ustu ADS­L-teng­ing­­­ar. Um mitt ár 2014 voru 17,8 pró­sent allra virkra síma­korta 4G-kort. Um síð­ustu ára­mót voru 77,9 pró­sent allra virkra síma­korta á Íslandi 4G, alls 379.180 tals­ins.

Það kom í ljós að við­skipta­vinir Nova voru í algjörum sér­flokki þegar kom að því að nota gagna­magn. Á fyrri hluta árs­ins 2015 not­uðu þeir til að mynda um 74 pró­sent af öllu gagna­magni sem notað var á far­síma­net­inu hér­lend­is. Vert er þó að taka fram að sú notkun sem fer fram í gegnum far­síma með teng­inu við beini (WiFi) er ekki inni­falin í þessum töl­um.  

Þótt dregið hafi úr yfir­burðum Nova á þessu sviði þá er staða fyr­ir­tæk­is­ins þar enn mjög sterk. Hlut­deild þess er 56,6 pró­sent. Sím­inn er með 26,2 pró­sent hlut­deild og Voda­fo­ne/­Sýn með 15,4 pró­sent. Það gagna­magn sem streymdi um kerfi fjar­skipta­fyr­ir­tækj­anna jókst umtals­vert hjá þeim öllum í fyrra.

150 föld aukn­ing á níu árum

Íslend­ingar not­uðu 36,5 millj­ónir gíga­bæta af gagna­magni á far­síma­neti í fyrra. Það er 43 pró­sent aukn­ing á milli ára, en við not­uðum 25,4 millj­ónir gíga­bæta árið áður.

Til að setja þá not­enda­bylt­ingu sem orðið hefur und­an­farin ára­tug, með auk­inni gagna­magns­notkun í gegnum snjall­tæki, í sam­hengi þá var notk­unin 243 þús­und gíga­bæti árið 2009. Umfang þess gagna­magns sem Íslend­ingar nota í far­síma­netum okkar hefur því 150 fald­ast á níu árum.

Inter­netteng­ingum í gegnum fast­línu heldur líka áfram að fjölga ár frá ári. Þær voru 136.556 um síð­ustu ára­mót eða um þrjú þús­und fleiri en árið áður. Hlut­deild ljós­leið­ara­teng­inga heldur áfram að aukast og nú eru 53 pró­sent allra teng­inga lands­manna slík­ar. Í árs­lok 2017 voru þær 42,4 pró­sent.

Sím­inn er leið­andi á inter­netteng­inga­mark­aðnum með 46,6 pró­sent mark­aðs­hlut­deild sem er svipað og fyr­ir­tækið hefur haft á und­an­förnum árum. Alls fjölg­aði við­skipta­vinum Sím­ans þar um tæp­lega tvö þús­und á síð­asta ári.

Nova keppti lengi vel ekki á þessum mark­aði. Á því varð breyt­ing á árinu 2016 þegar að fyr­ir­tæk­ið til­­kynnti að það ætl­­aði að hefja ljós­­leið­­ara­­þjón­ust­u. Frá þeim tíma hefur fjöldi við­skipta­vina fyr­ir­tæk­is­ins vaxið hratt.  Í árs­lok 2016 var hann 1.947 en um síð­ustu ára­mót var hann kom­inn upp í 13.219. Mark­aðs­hlut­deildin fór sömu­leiðis úr 1,5 pró­sent í 9,7 pró­sent.

Voda­fo­ne/­Sýn tap­aði hins vegar á fjórða þús­und inter­netteng­ing­ar­við­skipta­vinum í fyrra. Mark­aðs­hlut­deild fyr­ir­tæk­is­ins fór úr 37,1 pró­sent í 33,6 pró­sent. Sam­an­lagt eiga Sím­inn og Voda­fo­ne/­Sýn þó um 80 pró­sent af þessum mark­aði.

Það frá­vik er að finna á inter­net­mark­aði, sem er ekki til staðar á öðrum slíkum innan fjar­skipta­geirans þessi miss­er­in, að þar er fjórði aðil­inn sem gerir sig gild­andi. Sá heitir Hringdu. Það fyr­ir­tæki var með 6.741 við­skipta­vini í árs­lok 2015. Um síð­ustu ára­mót voru þeir orðnir 10.540 og mark­aðs­hlut­deildin 7,7 pró­sent.

Mis­mun­andi gangur í fyrra

Öll þrjú stóru fjar­skipta­fyr­ir­tækin voru rekin með hagn­aði í fyrra.

Margrét B. Tryggvadóttir tók við sem forstjóri Nova í ágúst í fyrra. Hún hafði áður verið aðstoðarforstjóri og starfað hjá Nova frá stofnun.
Mynd: Aðsend

Nova, sem er í eigu Novator, fjár­fest­inga­fé­lags Björg­ólfs Thors Björg­ólfs­sonar og við­skipta­fé­laga hans, og banda­ríska eigna­stýr­inga­fyr­ir­tæk­is­ins Pt Capi­tal Advis­ors, hagn­að­ist mest, eða um 1,2 millj­arða króna. Það var aðeins minna en árið áður, þegar hagn­að­ur­inn nam 1,5 millj­örðum króna. Alls voru tekjur fyr­ir­tæk­is­ins 9,9 millj­arðar króna á árinu 2018.

Sím­inn er þó áfram það fjar­skipta­fyr­ir­tæki sem er með mesta veltu, en tekjur hans voru 28,5 millj­arðar króna á síð­asta ári. Hagn­aður á árinu 2018 nam 282 millj­ónum króna, sem var umtals­vert minna en 3,1 millj­arða króna hagn­aður árs­ins 2017. Ástæðan var þó ekki sam­dráttur í tekjum eða stór­auk­inn kostn­að­ur, heldur gjald­færsla á við­skipta­vild hjá dótt­ur­fé­lag­inu Mílu upp á nán­ast þrjá millj­arða króna. Ef ekki hefði komið til hennar hefði hagn­aður Sím­ans auk­ist um tæpar 200 millj­ónir króna milli ára.

Rekstr­ar­tekjur Sýnar voru 22 millj­arðar króna í fyrra. Hagn­aður fyr­ir­tæk­is­ins var 473 millj­ónir króna sem var langt undir vænt­ing­um. Ekk­ert félag í Kaup­höll Íslands lækk­aði meira í virði en Sýn á síð­­­asta ári, en virði bréfa þess fór niður um 38,3 pró­­­sent.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar