Dýrasta málverk í heimi fundið

Hver er rétti staðurinn fyrir dýrasta málverk sem selt hefur verið á uppboði? Flestir myndu kannski svara: safn. Kaupandinn, sem borgaði jafngildi 56 milljarða íslenskra króna fyrir verkið, valdi annan stað fyrir þetta verðmæta skilirí.

da vinci.jpg
Auglýsing

15. nóv­em­ber árið 2017 seldi Christi­e‘s upp­boðs­húsið í New York mál­verkið Sal­vator Mundi, Frels­ari heims­ins, sem, að sögn upp­boðs­húss­ins, var málað af Leon­ardo da Vinci (1452 – 1519). Mynd­in, por­trett af Jesú, hefur iðu­lega verið kölluð trú­ar­leg útgáfa Monu Lisu, sem er eitt þekktasta mál­verk allra tíma. Höf­undur þess, Ítal­inn Leon­ardo da Vinci, er einn merkasti snill­ingur mynd­list­ar­sög­unnar þrátt fyrir að til séu ein­ungis um 20 verk (frum­mynd­ir) frá hans hendi. Sal­vator Mundi er reyndar eina verk­ið, eignað Leon­ardo da Vinci, sem er í einka­eigu.

Talið er að myndin Sal­vator Mundi hafi verið máluð í kringum árið 1500, lík­lega að beiðni Loð­víks XII Frakka­kon­ungs, sem varð óvænt kon­ungur árið 1498. Mál­verkið hefur síðan farið víða, meðal ann­ars verið í eigu þriggja breskra kon­unga, en sú margra alda ferða­saga verður ekki rakin hér. Á upp­boði í New Orleans árið 2005 var því slegið föstu að höf­undur verks­ins væri Leon­ardo da Vinci. Þá hafði myndin verið hreinsuð „enda ekki van­þörf á“ eins og sér­fræð­ingur í mál­verka­við­gerðum komst að orði. Árið 2011 var myndin á sýn­ingu um Leon­ardo da Vinci og verk hans í breska lista­safn­inu (National Gall­ery) í London. Tveimur árum síðar keypti Dmitrij Rybo­level, rúss­neskur auð­mað­ur, verkið og hann seldi það svo á áður­nefndu upp­boði árið 2017, fyrir þre­falda þá upp­hæð sem hann hafði greitt fyrir það fjórum árum fyrr, jafn­gildi 56 millj­arða íslenskra króna.  

Oft deilt um hver hafi málað Sal­vator Mundi

Sér­fræð­ingar hafa löngum deilt um, og velt fyrir sér, hvort Sal­vator Mundi sé verk Leon­ardo da Vinci. Lengi vel var haldið að myndin sem seld var á upp­boð­inu 2017 væri eft­ir­mynd þeirrar upp­haf­legu og hefði verið yfir­máluð og jafn­vel breytt. Vitað er um að minnsta kosti tutt­ugu „eft­ir­lík­ing­ar“ og álitið að myndin sem eignuð er Leon­ardo da Vinci (sú sem seld var fyrir tveimur árum) hefði senni­lega glat­ast um miðja átj­ándu öld. Þegar myndin dúkk­aði á ný upp árið 1900 vissi eng­inn hver hefði málað hana. 

Auglýsing
Við und­ir­bún­ing Leon­ardo da Vinci sýn­ing­ar­innar í London árið 2011 fékk breska lista­safnið fimm sér­fræð­inga til að meta hvort Sal­vator Mundi væri verk Leon­ardo da Vinci. Tveir sér­fræð­ing­anna töldu engan vafa á að svo væri, einn taldi að Leon­ardo da Vinci hefði ekki málað mynd­ina en tveir töldu sig ekki geta met­ið, með vissu, hvort Leon­ardo da Vinci eða ein­hver annar hefði staðið við trön­urn­ar. Líka hafa verið settar fram kenn­ingar um að Berna­d­ino Luini og jafn­vel fleiri nem­endur Leon­ardo da Vinci hafi málað mynd­ina, með aðstoð meist­ar­ans. Margir mik­ils metnir sér­fræð­ingar hafa eytt miklum tíma í að skoða mynd­ina, efnin sem notuð voru við gerð henn­ar, hand­bragðið o.s.frv. Þótt breska lista­safnið hafi slegið því föstu árið 2011 að Leon­ardo da Vinci hafi málað Sal­vator Mundi eru þó ýmsir sem ekki eru sann­færð­ir. Hið him­in­háa verð sem fékkst fyrir mynd­ina á upp­boð­inu í hitteð­fyrra bendir óneit­an­lega til að flestir hall­ist að því að meist­ar­inn mikli, Leon­ardo da Vinci hafi haldið á pensl­inum en ekki ein­hver óþekktur „Jón úti í bæ“ eins og blaða­maður breska blaðs­ins Guar­dian komst að orði.

Verkið er málað með olíu á tré­plötu og 45,4 senti­metrar á breidd­ina og 65,6 senti­metrar á hæð­ina.   

Hver keypti mynd­ina árið 2017?

Iðu­lega hvílir leynd yfir kaup­endum verð­mætra lista­verka. Fyrir því eru ýmsar ástæð­ur. Þannig var það með Sal­vator Mundi. Eng­inn vissi hver kaup­and­inn var og ekki heldur hvað varð um mynd­ina. Fljót­lega eftir upp­boðið fóru þær sögur á kreik að kaup­and­inn væri lík­lega arab­ísk­ur. Um það bil mán­uði eftir að myndin var seld til­kynnti menn­ing­ar­mála­ráðu­neytið í Abu Dhabi að það hefði keypt mynd­ina og hún yrði til sýnis á Lou­vre safn­inu þar í borg, Lou­vre Abu Dhabi eins og það heit­ir. Til­kynn­ingin um fyr­ir­hug­aða sýn­ingu á mynd­inni var síðan dregin til baka, án skýr­inga.

Auglýsing
Menningarmálaráðuneytið hefur ekki viljað segja neitt um ástæður þess að myndin hefur ekki verið sýnd eins og til stóð og starfs­fólkið í Lou­vre Abu Dhabi, sem var opnað árið 2017, seg­ist ekki vita neitt um hvar myndin sé nið­ur­kom­in. Þrátt fyrir yfir­lýs­ingar menn­ing­ar­mála­ráðu­neyt­is­ins í Abu Dhabi um að það hefði keypt mynd­ina kom síðar í ljós að kaup­and­inn var krón­prins Sádi -Ar­ab­íu, Mohammed bin Salm­an.

Hangir á vegg í snekkju krón­prins­ins

Fyrir nokkrum dög­um, nánar til­tekið 10. júní, greindi vefritið Art­net News frá því að myndin Sal­vator Mundi héngi á vegg í snekkj­unni Ser­ene sem er í eigu krón­prins­ins Mohammed bin Salm­an. Blaða­maður Art­net News komst í sam­band við fólk sem hafði séð um kaupin á mynd­inni og flutn­ing á henni frá New York og alla leið um borð í snekkj­una Ser­ene. Snekkjan er mikið glæsifleyi, 134 metra langt og íburð­ur­inn ólýs­an­leg­ur.

For­svars­menn Lou­vre safns­ins í París sögðu í blaða­við­tali, eftir að fregnir bár­ust af Sal­vator Mundi um borð í snekkj­unni, að þeir myndu setja sig í sam­bandi við krón­prins­inn og fal­ast eftir að fá mynd­ina lán­aða á Leon­ardo da Vinci sýn­ingu sem opnuð verður í París í haust. Til­efnið er að liðin eru 500 ár síðan Leon­ardo da Vinci lést á sveita­setr­inu Chateau du Clos í Amboise í Frakk­landi en þar dvaldi hann síð­ustu ár ævi sinn­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar