Bára Huld Beck

Umhverfisáhrif byggingariðnaðarins fallið í skuggann

Á síðustu árum hefur byggingariðnaðurinn sótt í sig veðrið og hefur framleiðni íslenskra byggingarfyrirtækja aukist um 40 prósent frá hruni. Þessari miklu uppbyggingu hefur fylgt aukin mengun og hefur losun koltvísýrings frá iðnaðinum aukist til muna sem og úrgangsmyndun. Stefna íslenskra stjórnvalda varðandi vistspor byggingariðnaðarins og sjálfbæra þróun í mannvirkjagerð er hins vegar óljós.

Bygg­ing­ar­iðn­að­ur­inn er einn mest meng­andi iðn­aður heims. Iðn­að­inum fylgir gríð­ar­leg auð­linda­notk­un, losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda og myndun úrgangs. ­Tölur sýna að rekja megi um helm­ing auð­linda­nýt­ingar í Evr­ópu og allt að 40 pró­sent losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda á heims­vísu til iðn­að­ar­ins. Sem þýðir að hann sé einn sá iðn­aður sem losar hvað mest af gróð­ur­húsa­loft­teg­undum á heims­vísu.

Sam­hliða mik­illi upp­bygg­ingu íbúða hér á landi á síð­ustu árum hefur mengun frá bygg­ing­ar­geir­anum auk­ist til muna. Úr­gangur frá mann­virkja­gerð hefur rúm­lega tvö­fald­að­ist á þremur árum, frá árinu 2014 til 2017, en hann hefur auk­ist úr 364.943 tonnum í 873.522 tonn. 

Auk þess hefur losun koltví­sýr­ings frá bygg­ing­ar­starf­semi og mann­virkja­gerð frá hag­kerfi Íslands auk­ist til muna. Losun frá bygg­ing­ar­iðn­að­inum var 190 tonn árið 2017 sem er 40 pró­sent meiri losun en fjórum árum áður. 

Ísland, ásamt flestum ríkum heims, hefur skuld­bundið sig til að draga úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda og stuðla að sjálf­bærri þró­un. Vistspor ­bygg­ing­ar­iðn­aðar hefur hins vegar ekki kom­ist í hámæli hjá stjórn­völdum og engin heild­stæð stefna hefur verið mótuð um sjálf­bærni þegar kemur að mann­virkja­gerð. 

Þús­undir íbúða á leið­inni

Mik­ill vöxtur hefur verið í bygg­ing­ar­starf­semi hér á landi á síð­ustu árum og hefur fram­­leiðni vinn­u­afls í bygg­ing­­ar­­starf­­semi auk­ist tals­vert umfram með­­al­­þróun hag­­kerf­is­ins í heild síð­­­ustu tíu ár. Alls hafa íslensk fyr­ir­tæki í bygg­ing­­ar­­starf­­semi aukið fram­­leiðni sína um tæp 38 pró­­sent frá árinu 2008. 

Á árunum eftir hrun var lítil fjár­fest­ing í íbúð­ar­hús­næði og því lítið byggt en á und­an­förnum árum hefur orðið stór­upp­bygg­ing í kjöl­far auk­innar eft­ir­spurn­ar. Á árn­um 2013 til 2017 fjölg­aði íbúðum hér á landi um 6.500, sam­kvæmt taln­ingu Íbúða­lána­sjóðs.

Sam­hliða þess­ari miklu upp­sveiflu í bygg­ing­ar­iðn­aði hefur vist­spor iðn­að­ar­ins auk­ist hér á landi. Vist­spor bygg­ing­ar­ferl­is­ins er gríð­ar­stórt, allt frá notkun auð­linda af skornum skammti til nið­ur­rifs bygg­inga. Sam­kvæmt Umhverf­is­mála­stofnun Sam­ein­uðu þjóð­anna (UNEP) er bygg­ing­ar­iðn­að­ur­inn ábyrgur fyrir 36 pró­sent af end­an­legri orku­notkun heims­ins og nærri 40 pró­sent af orku­tengdri losun koltví­sýr­ings árið 2017. 

Enn fremur er bygg­ing­ar­úr­gangur að jafn­aði stærsti úrgangs­flokkur landa. Ís­land er þar engin und­an­tekn­ing en á síð­ustu árum hefur úrgangur frá mann­virkja­gerð auk­ist gíf­ur­lega sem og losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda.

Þúsundir íbúða munu rísa á höfuðborgarsvæðinu og nágrannasveitarfélögum þess á næstu þremur árum.
Bára Huld Beck

Rúm­lega 800 þús­und tonn af úrgangi

Í tölum Umhverf­is­stofn­unar má sjá að úrgang­ur­inn frá mann­virkja­gerð, bygg­ing­ar- og nið­ur­rifsúr­gangur auk óvirks úrgangs, hefur rúm­lega tvö­fald­ast á þremur árum frá árinu 2014 til 2017. Farið úr 364.943 tonnum í 873.522 tonn, eins og áður seg­ir. 

Þá hefur magn af grófum úrgangi sem berst til mót­töku- og flokk­un­ar­stöðvar Sorpu, sem tekur aðal­lega við úrgangi frá heim­il­um, einnig auk­ist til muna á síð­ustu árum. Grófur úrgangur er til að mynda inn­rétt­ing­ar, ónýt hús­gögn, gól­f­efni og svo fleiri. Sá úrgangur hefur aukist úr 4.600 tonnum árið 2015 í 9.600 tonn árið 2017.

Bygg­ing­ar- og nið­ur­rifsúr­gangur var alls 49 pró­sent af úrgangi á Íslandi árið 2017. Ef óvirkur úrgangur er hins vegar reikn­aður með þá er úrgangur af mann­virkja­gerð 62 pró­sent af heild­ar­úr­gangi Íslend­inga. Óvirkur úrgangur er til að mynda múr­brot, gler og upp­mokst­ur. 

Losun frá bygg­ing­ar­iðn­aði eykst aftur eftir hrun

Vexti í bygg­ing­ar­iðn­aði hefur ekki ein­ungis fylgt auk­inn úrgangur heldur einnig aukin losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda. Í tölum Hag­stofu Íslands má sjá að veru­lega hægð­ist á losun koltví­sýr­ings frá bygg­ing­ar­iðn­aði á árunum eftir hrun. Árið 2013 var losun frá hag­kerfi Íslands vegna bygg­inga­starf­semi og mann­virkja­gerð alls 135,18 tonn. Fjórum árum síðar var los­unin 189,79 tonn og hafði því auk­ist um 40 pró­sent. 

Þá hefur losun met­ans frá bygg­ing­ar­starf­semi auk­ist sam­hliða losun koltví­sýr­ings og var alls 113,56 kílótonn árið 2017 en 80,7 kílótonn árið 2013.

Von á þús­undum íbúða á næstu árum

Ekk­ert lát er á upp­bygg­ingu íbúða á næstu árum ef marka má spár. Alls eru nú um 6.000 íbúðir í bygg­ingu á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og í nágranna­sveit­ar­fé­lög­um, sam­kvæmt taln­ingu Sam­taka iðn­að­ar­ins í sept­em­ber síð­ast­liðn­um. Sam­tökin spá því að 2.660 íbúðir verði full­gerðar á þessu svæði á næsta ári, 2.513 íbúðir árið 2021 og 2.667 á 2022. Því má búast við 7.840 full­gerðum íbúðum á næstu þremur árum. 

Gangi spáin eftir verður fram­boð nýrra íbúða á næstu árum mun meira en á upp­gangs­ár­unum fyrir efna­hags­á­fall­ið, en á árunum 2006 til 2008 komu árlega um 2.100 nýjar íbúðir inn á mark­að­inn. 


Rík­is­stjórnin hefur einnig lofað upp­bygg­ingu íbúða á næstu árum. Sam­kvæmt lífs­kjara­samn­ingum svo­nefndu sem kynntir voru í vor lof­uðu stjórn­völd að fram­lög í almenna íbúða­kerf­inu yrðu aukin um tvo millj­arða króna á hverju ári eða sam­tals sex millj­arða á árunum 2020 til 2022. Með þessu áætla stjórn­völd að unnt verði að ráð­stafa stofn­fram­lögum til bygg­ingar allt að 1.800 íbúða á næstu þremur árum.

Ein af stóru áskor­unum sam­tím­ans

Hönnun bygg­inga, stað­setn­ing, efn­is­notkun og orku- og vatns­notkun hefur mikið að segja varð­andi losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda í bygg­ing­ar­iðn­aði. Með­al­líf­tími bygg­inga er langur og því hafa þær alla jafna áhrif á umhverfi sitt í langan tíma. Fram­kvæmda­sýsla rík­is­ins (FSR) telur því að sjálf­bær þróun í bygg­ing­ar­iðn­aði sé ein af stóru áskor­unum sam­tím­ans. 

Hlut­verk FSR er meðal ann­ars að vera leið­andi afl á sviði opin­berra fram­kvæmda og er stofn­unin í far­ar­broddi við inn­leið­ingu á vist­vænum áherslum í bygg­ing­ar­iðn­aði. Vist­væn bygg­ing grund­vall­ast á hug­mynda­fræði sjálf­bærrar þró­unar en sjálf­bær þróun leit­ast við að mæta þörfum sam­tíð­ar­innar án þess að skerða mögu­leika kom­andi kyn­slóða til að mæta sínum þörf­um. 

Sam­kvæmt FSR eru helst þrír hvatar fyrir því að byggja vist­vænt. Í fyrsta lagi er umhverf­is­legur hvati en líkt og rakið hefur verið hér að ofan þá eru umhverf­is­á­hrif bygg­ing­ar­iðn­að­ar­ins umtals­verð. Í öðru lagi er fjár­hags­legur hvati en sam­kvæmt FSR sýnir reynsla erlendis að vist­vænir bygg­ingar verði verð­mæt­ari en aðrar bygg­ingar vegna góðrar ímynd­ar, heilsu­sam­legs umhverfis og minni rekstr­ar­kostn­að­ar.

Í þriðja lagi er heilsu­fars­legur hvati en minni notkun eit­ur­efna og hættu­legra efna í bygg­ing­ar­vörum stuðlar að heil­næmu umhverfi. Losun skað­legra efna í bygg­ingum getur valdið heilsu­fars­legum vanda­mál­um, allt frá almennri van­líðan til ofnæm­is.

Veröld- hús Vigdísar er vistvænt vottuð bygging. Í vistvænni byggingu er á kerfisbundinn hátt leitast við að hámarka notagildi og lágmarka neikvæð umhverfisáhrif.
Háskóli Íslands

Draga úr nei­kvæðum umhverf­is­á­hrifum bygg­inga

Í vist­vænni bygg­ingu er á kerf­is­bund­inn hátt leit­ast við að hámarka nota­gildi og lág­marka nei­kvæð umhverf­is­á­hrif. Við hönnun vist­vænna bygg­inga er meðal ann­ars lögð áhersla á orku­mál, efn­is­val, stað­ar­val og heilsu­vernd. Til að mynda er haft í huga aðgengi að vist­væn­um ­sam­göng­um, nálægð bygg­inga við almenn­ings­sam­göngur og hjóla­stíga. Auk þess þarf að hafa í huga lág­mörkun jarð­rasks, notk­unar orku á bygg­ing­ar­stað og lág­mörkun flutn­inga.

Þá skiptir efn­is­val einnig miklu máli en til að stuðla að minna vistspori er lagt til að lág­marka eit­ur­efni og velja frekar efni með litla við­halds­þörf og langan end­ing­ar­tím­i. Auk þess er hægt velja bygg­ing­ar­efni úr end­ur­nýj­an­legum auð­lindum en fram­boð slíkra efna er þó af skornum skammti á Íslandi. Stein­steypa er mest not­aða íslenska bygg­ing­ar­efnið en víða erlendis er hún álitin síðra bygg­ing­ar­efni en mörg önnur í vist­vænum bygg­ingum vegna los­unar koltví­sýr­ings við fram­leiðslu sem­ents. Talið er að sem­ent­fram­leiðsla ein og sér losi um 8 pró­sent af koltví­sýr­ingi í heim­in­um.

Ólafur H. Wallevik, forstöðumaður Rannsóknarstofu byggingariðnaðarins,Ólafur H. Wal­levik, for­stöðu­maður Rann­sókn­ar­stofu bygg­ing­ar­iðn­að­ar­ins, sagði í sam­tali við RÚV í ágúst síð­ast­liðnum að hægt væri að minnka kolefn­is­spor steypu í íslenskum bygg­ing­ar­iðn­aði um meira en helm­ing með nýrri aðferð. Hann hefur þróað lofts­lagsvænnni steypu sem hefur verið notuð víða heim en lítið sem ekk­ert hér. Hann segir að verk­kaupar biðji ein­fald­lega ekki um vist­væna steypu og að bygg­ing­ar­reglu­gerð þvælist einnig ­fyr­ir. 

Víða um heim hef­ur timbur jafn­framt verið notað í stað steypu þar sem kolefn­is­spor timb­urs er mun minna.

Á annan tug vistvænna bygginga

Hér á landi hafa tólf byggingar verið vottaðar, eða eru í vottunarferli, sem vistvæn hús af FSR. Stofnunin styðst við breska vistvottunarkerfið BREEAM í stærstu verkefnunum en markmiðið með vottuninni er að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum yfir líftíma bygginga með því að stuðla að umhverfisvænni hönnun og heilsusamlegra umhverfi fyrir notendur.

Á meðal þeirra húsa sem hlotið hafa slíka vottun er Framhaldsskóli Mosfellsbæjar, Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur og sem Náttúrufræðistofnun Íslands í Urriðaholti. Skipulag Urriðaholts er auk þess fyrsta hverfið hér á landi til að hljóta vistvottun samkvæmt vottunarkerfi BREEAM.

Í Urriðaholti er jafnframt fyrsta einbýlishúsið á Íslandi sem fengið hefur svansvottun en það er Brekkugata 2 sem er í eigu hjónanna Finns Sveinssonar og Þórdísar Jónu Hrafnkelsdóttur. Enn fremur er unnið að svansvottun fyrsta fjölbýlishússins hér á landi, en þar er um að ræða 34 smáíbúðir við Urriðaholtsstræti eða Ikea-blokkin svokölluð.

Vit­und­ar­vakn­ing um ábyrgð bygg­ing­ar­iðn­að­ar­ins

Vit­und­ar­vakn­ing og umræða um sjálf­bærni í bygg­ing­ar­iðn­aði hefur auk­ist hér á landi á síð­ustu árum og virð­ast íslensk stjórn­völd loks vera að ranka við sér. Fleiri vist­væn hús hafa risið upp á vegum FSR og sveit­ar­fé­laga og kokkur bæj­ar­fé­lög hafa tekið á skarið og lagt aukna áherslu á grænni byggð. 

Þar á meðal er Hafn­ar­fjarð­ar­bær en í maí síð­ast­liðnum sam­þykkti bæj­ar­stjórn Hafn­ar­fjarðar sjö til­lögur að aðgerðum til að hvetja hús­byggj­endur til að setja umhverfið í for­gang í sam­ræmi við Heims­mark­mið Sam­ein­uðu þjóð­anna. Þar á meðal sam­þykkti bæj­ar­stjórn að veita 20 til 30 pró­sent afslátt af lóð­ar­verði til að hvetja fram­kvæmd­ar­að­ila til þess að fá svans­vott­un, BREEAM vottun eða sam­bæri­legt á nýbygg­ing­ar. Auk þess hefur tekið bær­inn tekið upp sekt­ar­kerfi í sam­bandi við end­ur­vinnslu úrgangs á fram­kvæmda­stað og jafn­framt þurfa 20 pró­sent bygg­ing­ar­efna í nýfram­kvæmdum að hafa umhverf­is­vott­un.

Vist­vænar lausnir í bygg­ing­ar­iðn­aði hafa einnig gætt í stefnum núver­andi rík­is­stjórnar þó að heild­ar­sýn stjórn­valda í málar­flokknum sé ekki að finna. Í stjórn­ar­sátt­mála núver­andi rík­is­stjórnar er meðal ann­ars kveðið á um að yfir­fara eigi stjórn­sýsl­una vegna bygg­ing­ar­fram­kvæmda og að við þá vinnu skuli meðal ann­ars litið til fram­sæk­inna, umhverf­is­vænna og vist­vænna lausna að því er varðar mann­virki almennt, íbúð­ar­hús­næði og sam­göng­ur. 

Áhersla rík­is­stjórn­ar­innar hefur þó aðal­lega snúið að aðgengi að almenn­ings­sam­göngum þegar kemur vist­vænum lausum tengdum mann­virkj­um. Í aðgerða­á­ætlun rík­is­stjórn­ar­innar í lofts­lags­málum sem kynnt var í sept­em­ber 2018 er ekk­ert minnst á aðgerðir varð­andi vist­spor bygg­ing­ar­iðn­að­ar­ins nema að lagt er til að stefna skipu­lags­að­gerða sem miða að því að draga úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda, svo sem með sam­þættu byggð­ar- og sam­göngu­skipu­lagi sem dregur úr ferða­þörf, styður fjöl­breyttan ferða­máta og tryggir inn­viði fyrir orku­skipti.

Átaks­hópur rík­is­stjórn­ar­innar um hús­næð­is­mál sem skip­aður var í nóv­em­ber 2018 lagði jafn­framt fram til­lögur sem tengj­ast vist­vænni lifn­að­ar­háttum og auk­inni sjálf­bærni. Þar lagði hóp­ur­inn áherslu á að setja verði í for­gang við ráð­stöfun stofn­fram­laga og ann­arra opin­berra fram­laga vegna upp­bygg­ingar á íbúð­ar­leigu­hús­næði verk­efni þar sem góðar almenn­ings­sam­göngur eru fyrir hendi. Þessar sem og aðrar til­lögur átaks­hóps­ins voru lagðar til grund­vallar við gerð lífs­kjara­samn­ing­anna og vinna stjórn­völd nú að nán­ari útfærslu og eft­ir­fylgni þeirra.

Í svari félags­mála­ráðu­neyt­is­ins við fyr­ir­spurn Kjarn­ans kemur fram að vist­vænar fram­kvæmdir eru á meðal þess sem er til sér­stakar skoð­unar í útfærslu til­laga starfs­hóps­ins og ráð­gert er að frum­varp þess efnis verði lagt fram á núver­andi lög­gjaf­ar­þingi. Auk þess má vænta ­upp­færðr­ar að­gerða­á­ætl­unar í lofts­lags­málum á næstu miss­er­um. 

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálarráðherra.
Stjórnarráðið

Tíma­bært að bygg­ing­ar­iðn­að­ur­inn hætti að vera hluti af lofts­lags­vand­anum

Ásmundur Einar Daða­son, félags- og barna­mála­ráð­herra, hefur þó að und­an­förnu beint sjónum sínum að losun bygg­ing­ar­iðn­að­ar­ins hér á land­i. ­Fyrr í októ­ber fund­uðu bygg­ing­ar- og hús­næð­is­mála­ráð­herrar Norð­ur­land­anna, þar á meðal Ásmundur Ein­ar, um bygg­ing­ar­iðn­að­inn á Norð­ur­lönd­unum en þriðj­ungur af losun nor­rænu land­anna á koltví­sýr­ingi kemur frá hús­næði og bygg­ing­ar­iðn­aði.

Ráð­herr­arn­ir ­sam­mælt­ust um ­draga þurfi úr losun koltví­sýr­ings frá hús­næði og bygg­ing­ar­iðn­aði á Norð­ur­löndum og skuld­bundu ráð­herr­arnir sig til leit­ast við að vera í far­ar­broddi á heims­vísu þegar kemur að þessum mál­um.

Í yfir­lýs­ingu ráð­herr­anna segir að stefnt sé að auknu sam­ráði land­anna til að draga úr losun og hvetja þeir aðila innan bygg­ing­ar­iðn­að­ar­ins og fast­eigna­geirans til að taka höndum saman um nor­ræna sam­stöðu um bygg­ing­ar­fram­kvæmdir með lága koltví­sýr­ingslos­un. Auk þess leggja ráð­herr­arnir áherslu á hringrás­ar­hag­kerfi og kalla eftir laga­setn­ingu á evr­ópskum vett­vangi sem ýti undir aukna end­ur­nýt­ingu bygg­ing­ar­efnis en bygg­ingar sem hafa þegar verið reistar geyma mikið af not­hæfu bygg­ing­ar­efni,

„Mark­mið­inu um að gera Norð­ur­lönd að kolefn­is­hlut­lausu svæði, sem nor­rænu for­sæt­is­ráð­herr­arnir sam­þykktu á fundi sínum í ágúst, verður ekki náð nema hús­næð­is- og bygg­ing­ar­iðn­að­ur­inn bregð­ist hratt við. Það er löngu tíma­bært að bygg­ing­ar­iðn­að­ur­inn hætti að vera hluti af lofts­lags­vand­anum og verði hluti af lausn­inn­i,“ var haft eftir Ásmundi Ein­ari á vef Stjórn­ar­ráðs­ins eftir fund­inn.

Það er löngu tímabært að byggingariðnaðurinn hætti að vera hluti af loftslagsvandanum og verði hluti af lausninni.

Stjórn­völd mega gera miklu bet­ur 

Þór­hildur Fjóla Krist­jáns­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Grænni byggð­ar, segir í sam­tali við Kjarn­ann að umræðan um sjálf­bærni í bygg­ing­ar­iðn­aði hafi vissu­lega auk­ist hér á landi á síð­ustu árum og ýmis­legt jákvætt komið upp úr krafs­inu í kjöl­far­ið. 

Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Grænni Byggðar.Að hennar mati mættu íslensk ­stjórn­völd aftur á móti gera mun betur þegar kemur mála­flokknum og segir hún það í raun ótrú­lega skrítið að stjórn­völd hafi ekki markað sér neina heild­stæða stefnu fyrir bygg­ing­ar­iðn­að­inn. 

Grænni byggð er vett­vangur um vist­væna þróun sem hét áður Vist­byggða­ráð og var stofnað 2010. Nafn­inu var breytt nýlega þegar sam­tökin gengu í alþjóð­leg sam­tök sem heita World Green Build­ing Councils. Innan Grænni byggðar eru 46 aðild­ar­fé­lög um allt land og er mark­mið sam­tak­anna að breyta hinu byggða umhverfi til vist­vænni hátta þannig að Ísland standi við skuld­bind­ingar sínar í lofts­lags­mál­u­m. 

Sam­tökin hafa ekki enn komið að stefnu­mótun á vegum hins opin­bera en sam­tökin hafa hlotið styrki fyrir rann­sóknir og skýrslu­gerð frá Umhverf­is­stofnun og Mann­virkja­stofnun

Þór­hildur Fjóla bendir meðal ann­ars á að ­rík­is­stjórn­in hafi ekk­ert minnst á umhverf­is­á­hrif bygg­ing­ar­iðn­að­ar­ins þegar hún kynnti skipun átaks­hóp um aukið fram­boð á íbúðum og aðrar aðgerðir til að bæta stöðu á hús­næð­is­mark­aði í nóv­em­ber í fyrra, tveimur mán­uðum eftir að aðgerða­á­ætlun rík­is­stjórn­ar­innar í lofts­lags­málum var kynnt.

Engin áhersla lögð á kolefn­is­spor bygg­ing­ar­geirans 

Grænni byggð skil­aði jafn­framt inn umsögn um aðgerða­á­ætlun rík­is­stjórn­ar­innar í lofts­lags­málum þar sem sam­tökin gagn­rýna að engin áhersla sé lögð á bygg­ing­ar­geir­ann í áætl­un­inn­i. ­Sam­tökin leggja meðal ann­ars til í umsögn sinni að ríkið setji sér mark­mið um að stuðla að og inn­leiða fjár­hags­lega hvata og flýti­með­ferðir fyrir vist­vænar bygg­ing­ar. 

Enn fremur stinga sam­tökin upp á að stjórn­völd fjár­magni vist­ferl­is­grein­ingar á fimm opin­berum bygg­ingum í ár til að auka þekk­ing­u. ­Sam­tökin telja jafn­framt að út­reikn­ingar á kolefn­is­spori fram­kvæmda ætti að vera eðli­legur hluti af um­hverf­is­mati

Að mati Grænni byggðar þarf að kort­leggja betur kolefn­i­spor frá bygg­ing­ar­iðn­aði hér á landi þar sem núver­andi tölur um losun sé ábóta­vant en með slíkri kort­lagn­ingu væri hægt að fara í til­hlýð­legar mót­væg­is­að­gerð­ir. 

„Hvernig við stað­setj­um, hönn­un, byggj­um, rekum og tökum niður bygg­ingar er mik­il­vægt umhverf­is- og lofts­lags­mál. Ef við þekkjum ekki stöð­una nógu vel er erfitt að setja sér mark­mið. En bygg­ing­ar­fram­kvæmdir og rekstur bygg­inga á Íslandi getur verið mun kolefn­isvænni og umhverf­is­vænni en í dag og við verðum að sjá jákvæða fram­þróun í þeim geira eins og í öðrum geirum,“ segir að lokum í umsögn­inn­i. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnBirna Stefánsdóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar