Mynd: Úr safni.

Fá þrjá mánuði til að upplýsa um raunverulega eigendur

Árum saman hefur það verið látið viðgangast á Íslandi að yfirvöld hafa ekki fengið að vita hverjir séu raunverulegir eigendur félaga sem hér stunda atvinnustarfsemi. Nú stendur til að flýta breytingum á þeirri stöðu.

Efna­hags- og við­skipta­nefnd hefur lagt fram nýtt frum­varp sem flýtir því að allir lög­að­ilar sem stunda ein­hvers­konar atvinnu­rekstur á Íslandi þurfa að upp­lýsa um, og skrá, hverjir raun­veru­legir eig­endur þeirra séu. Nefndin leggur til að frestur til að upp­lýsa um raun­veru­legt eign­ar­hald verði styttur frá 1. júní 2020 til 1. mars 2020. Verði frum­varpið sam­þykkt munu félög því hafa tæpa þrjá mán­uði til að upp­lýsa yfir­völd um hverjir eigi þau í raun og veru.

Þegar er í gildi kvaðir um að upp­lýsa um raun­veru­lega eig­endur þegar nýtt félag er stofn­að. Þær hafa verið í gildi frá 30. ágúst síð­ast­liðnum og frá 1. des­em­ber hefur verið hægt að senda upp­lýs­ingar um hverjir þeir eru með raf­rænum hætti til rík­is­skatt­stjóra.

Upp­haf­lega stóð til að gefa öðrum félög­um, þ.e. þeim sem þegar eru í rekstri, frest til 1. des­em­ber 2019 til að koma upp­lýs­ingum um raun­veru­lega eig­endur til emb­ættis rík­is­skatt­stjóra. hefði sá frestur haldið ætti rík­is­skatt­stjóri því að vera kom­inn með allar upp­lýs­ingar um eig­endur félaga sem starfa á Íslandi, ef allir fylgdu lög­un­um. 

Efna­hags- og við­skipta­nefnd ákvað hins vegar að leggja fram breyt­ing­ar­til­lögu um að lengja frest­inn þegar málið var í með­­­förum henn­­ar. Nú hefur sama nefnd lagt fram nýju breyt­ing­ar­til­lögu um að stytta hann aft­ur.

Í milli­tíð­inni hefur það nefni­lega gerst að alþjóð­legur vinnu­hópur um um aðgerðir gegn pen­inga­þvætti og fjár­mögnun hryðju­verka, Fin­ancial Act­ion Task Force (FAT­F), hefur sett Ísland á gráan lista fyrir að bregð­ast ekki nægi­lega vel við fjöl­mörgum athuga­semdum sam­tak­anna um brotala­mir í vörnum gegn pen­inga­þvætti á Íslandi. Ein af athuga­semd­unum sem FATF gerði sneri að því að ekki þurfti að greina frá raun­veru­legum eig­endum félaga á Ísland­i. 

Hægt að kom­ast upp með að fela eign­ar­hald

Ein helsta vörn gegn pen­inga­þvætti er að þekkja við­skipta­vini sína. Raunar er það for­senda þess að t.d. fjár­mála­fyr­ir­tæki megi taka að sér nýja við­skipta­vini, að fyr­ir­liggi hverjir þeir raun­veru­lega séu og hver upp­runi fjár­muna þeirra er.

Á Íslandi hefur verið hægt að kom­­ast upp með það að fela eign­­ar­hald félaga, með ýmsum leið­­um. Ein sú algeng leið var fólgin í því að láta félög, t.d. eign­­ar­halds­­­fé­lög eða rekstr­­ar­­fé­lög, vera í eigu erlendra félaga, sem voru síðan í eigu ann­­arra erlendra félaga, sem voru í eigu sjóða í skatta­­skjólum þar sem engar eða litlar kröfur voru gerðar um skrán­ingar og skil á gögn­­um. Þannig hefur verið verið hægt að fela hver raun­veru­­legur eig­andi félaga er. 



Hér á landi hefur slíkt eft­ir­lit aðal­lega verið á hendi banka. Í kjöl­far þess að FATF gerði úttekt á Íslandi, og skil­aði þeirri nið­ur­stöðu vorið 2018 að eft­ir­lit Íslands með pen­inga­þvætti fengi fall­ein­kunn, þá hóf Fjár­mála­eft­ir­litið (FME) að gera athug­anir á íslenskum fjár­mála­fyr­ir­tækjum og getu þeirra til að verj­ast pen­inga­þvætti. Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans hefur að minnsta kosti verið fram­kvæmd athugun hjá fjórum stærstu bönkum lands­ins: Arion banka, Íslands­banka, Lands­bank­anum og Kviku banka. FME hefur ekki viljað segja nákvæm­lega hvaða fyr­ir­tæki hafa verið tekin til skoð­unar en sagði þó í skrif­legu svari til Kjarn­ans í lok ágúst að það hefði fram­kvæmt tæp­lega 20 athug­anir hjá til­kynn­ing­ar­skyldum aðilum sem lúta eft­ir­liti stofn­un­ar­innar frá árinu 2017 og þá stæðu yfir þrjár slíkar athug­an­ir. 

Arion þekkti ekki raun­veru­lega eig­endur

Enn sem komið er hefur FME ein­ungis birt nið­ur­stöðu athug­unar sinnar á einum banka, Arion banka. Hún var birt 29. maí síð­ast­lið­inn, rúmum fjórum mán­uðum eftir að nið­ur­staða athug­un­ar­innar lá fyr­ir. Það var gert að beiðni Arion banka sem vildi fá að bregð­ast við úrbóta­kröfum áður en nið­ur­staðan yrði gerð opin­ber. Bank­inn seg­ist hafa brugð­ist við öllum úrbóta­kröf­um. FME hefur ekki viljað svara því hvaða tímara­mma Arion banka var settur til að koma á úrbót­u­m. 

FME hefur einungis birt niðurstöður sínar um Arion banka.
Mynd: EPA

Í athug­un F­ME á ­Arion ­banka kom meðal ann­ars fram að bank­inn hefði hefði ekki metið með sjálf­­stæðum hætti hvort upp­­lýs­ingar um raun­veru­­lega eig­endur við­­skipta­vina væru réttar og full­nægj­andi og að þær upp­­lýs­ingar hafi ekki verið upp­­­færðar með reglu­­legum hætti, líkt og lög um aðgerðir gegn pen­inga­þvætti og fjár­­­mögnun hryðju­verka gerðu ráð fyr­­ir. Eft­ir­litið gerði einnig athuga­­semd um að ­Arion ­banki hefði ekki sinnt rann­­sókn­­ar­­skyldu sinni í til­­viki erlends við­­skipta­vin­­ar, það taldi að reglu­bundið eft­ir­lit bank­ans með við­­skipta­vinum hafi ekki full­nægt kröfum laga um aðgerðir gegn pen­inga­þvætti og fjár­­­mögnun hryðju­verka né að verk­lag í tengslum við upp­­­færslu á upp­­lýs­ingum um við­­skipta­vini hafi ekki verið full­nægt. Þá tald­i F­ME að skýrsl­ur ­Arion ­banka um grun­­sam­­legar og óvenju­­legar færslur hefðu ekki verið full­nægj­andi.

Hægt að sekta þá sem ger­ast brot­legir

Upp­haf­legt frum­varp­ til að taka á þess­ari stöðu, sem er til staðar vegna skorts á upp­lýs­ingum um raun­veru­legt eign­ar­hald félaga, varð að lögum 13. júní síð­­ast­lið­inn. Til­gangur þess var ann­­ars vegar að inn­­­leiða tvær Evr­­óputil­­skip­­anir og hins vegar til að bregð­­ast við athuga­­semd­um FATF.

Sam­­kvæmt nýju lög­­unum um raun­veru­­lega eig­endur þá er hægt að refsa þeim sem ekki fylgja þeim. Ef eig­endur félaga upp­­lýsa ekki um hver hinn raun­veru­­legi eig­andi er, með fram­vísun þeirra gagna sem lögin kalla á, þá getur rík­­is­skatt­­stjóri lagt á tvenns konar sektir á við­kom­and­i. 

Ann­­ars vegar er um dag­­sektir að ræða. Þær geta numið frá tíu þús­und krónum og allt að 500 þús­und krónum á dag. Heim­ilt er að ákvæða umfang þeirra sem hlut­­fall af til­­­teknu stærðum í rekstri við­kom­and­i.  Við ákvörðun um fjár­­hæð dag­­sekta er heim­ilt að taka til­­lit til eðlis van­rækslu eða brots og fjár­­hags­­legs styrk­­leika við­kom­andi aðila. Dag­­sekt­­irnar sem verða ákvarð­aðar eru aðfar­­ar­hæf­­ar. 

Hins vegar er um stjórn­­­valds­­sektir að ræða. Þær er hægt að leggja á þá sem veita ekki upp­­lýs­ingar eða veita rang­­ar/vill­andi upp­­lýs­ing­­ar. Þegar brot á lög­­unum er framið í starf­­semi lög­­að­ila, og í þágu hans, má leggja stjórn­­­valds­­sekt á lög­­að­il­ann án til­­lits til þess hvort sök verður sönnuð á fyr­ir­svar­s­­mann eða starfs­­mann lög­­að­ila. „Sektir sem lagðar eru á ein­stak­l­inga geta numið frá 100 þús. kr. til 5 millj. kr. Sektir sem lagðar eru á lög­­að­ila geta numið frá 500 þús. kr. til 80 millj. kr. en geta þó verið hærri eða allt að 10 pró­­sent af heild­­ar­veltu sam­­kvæmt síð­­asta sam­­þykkta árs­­reikn­ingi lög­­að­il­ans eða 10 pró­­sent af síð­­asta sam­­þykkta sam­­stæð­u­­reikn­ingi ef lög­­að­ili er hluti af sam­­stæð­u,“ segir í lög­­un­­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar