Mynd: Bára Huld Beck

Árið 2019: Ráðherra vill styðja flesta einkarekna fjölmiðla en nokkrir Sjálfstæðismenn á móti

Mennta- og menningarmálaráðherra lagði loks fram frumvarp um stuðningskerfi við einkarekna fjölmiðla snemma árs, en aðgerðirnar hafa verið í undirbúningi frá lokum árs 2016. Málið er erfitt innan ríkisstjórnarflokkanna og illa gekk að mæla fyrir því. Það tókst 16. desember.

Lilja D. Alfreðs­dótt­ir, mennta- og menn­ing­­­ar­­­mála­ráð­herra, kynnti þann 31. jan­úar drög að frum­varpi um breyt­ingar á fjöl­miðla­lög­­­um.

Meg­in­efni frum­varps­ins sner­ist um að veita stjórn­­­völdum heim­ild til að styðja við rekstur einka­rek­inna fjöl­miðla í formi end­­­ur­greiðslu á allt að 25 pró­­­sent af til­­­­­teknum hluta ­rit­­­stjórn­­­­­ar­­­kostn­að einka­rek­inna fjöl­miðla. Skil­yrði fyrir styrknum áttu að vera að við­tak­endur upp­­­­­fylltu ýmis skil­yrði fjöl­miðla­laga, efni þeirra væri fjöl­breytt og fyrir allan almenn­ing og bygg­ð­ist á frétt­um, frétta­tengdu efni og sam­­­fé­lags­um­ræðu í víðum skiln­ing­i. 

Lagt var til að lögin tækju gildi 1. jan­úar 2020 og end­­­ur­greiðslur myndu mið­ast við rekstr­ar­árið 2019.

Gert var ráð fyrir end­­­ur­greiðslu­hæfur kostn­aður yrði bund­inn við beinan launa­­­kostnað blaða- og frétta­­­manna, rit­­­stjóra og aðstoð­­­ar­­­rit­­­stjóra, mynda­­­töku­­­manna, ljós­­­mynd­­­ara og próf­­­arka­­­les­­­ara auk verk­taka­greiðslna fyrir sömu störf, í frum­varps­drög­un­­­um. 

Hlut­­fall end­­­ur­greiðslu yrði að hámarki 25 pró­­­sent af kostn­aði við fram­an­­­greint, þó ekki hærri en 50 millj­­­ón­ir til hvers umsækj­anda vegna síð­­­ast­lið­ins árs. Jafn­­­framt kom fram í frum­varps­drög­unum að heim­ild væri til að veita stað­bundnum fjöl­miðlum við­­­bótar end­­­ur­greiðslu.

Í frum­varps­drög­unum var lagt til að fram­lag rík­is­ins yrði um 350 millj­ónir króna vegna þessa. 

Miklar breyt­ingar á skömmum tíma

Ástæða þess að ráð­ist var í þessa veg­ferð var sú að rekstr­ar­um­hverfi fjöl­miðla hefur kúvenst vegna tækni- og upp­­­lýs­inga­­­bylt­ing­­­ar­innar sem hefur ger­breytt neyt­enda­hegðun og gengið nán­­­ast frá hefð­bundnum tekju­­­mó­d­elum fjöl­miðla. Fyrir vikið vilja færri greið fyrir fréttir og frétta­vinnslu og hefur gert það að verkum að nýjar teg­undir miðla, sér­­­­stak­­­­lega sam­­­­fé­lags­mið­l­­­­ar, eru farnir að taka til sín sífellt stærri sneið af tekjum sem áður runnu til íslenskra miðla.

Í skýrslu nefndar um rekstr­­­ar­um­hverfi einka­rek­inna fjöl­miðla hér á landi, sem skipuð var í lok árs 2016 kom fram að rekstur einka­rek­inna fjöl­miðla sé svo erf­iður að það gefi stjórn­­­völdum til­­­efni til að stuðla að bættu rekstr­­­ar­um­hverfi þeirra.

Björgvin Guðmundsson, sem var formaður nefndarinnar sem skoðaði rekstrarumhverfi fjölmiðla, afhendir ráðherra skýrslu nefndarinnar.
Mynd. Aðsend

Það rekstr­­ar­um­hverfi sem íslenskum einka­reknum fjöl­miðlum er sniðið er auk þess í and­­stöðu við það sem tíðkast víð­­ast hvar í Evr­­ópu. Þannig eru beinir rík­­is­­styrkir til einka­rek­inna fjöl­miðla á öllum Norð­­ur­lönd­un­um, í Frakk­land­i, Lúx­em­borg, Lett­landi og Ítal­­íu.

Á hinum Norð­­ur­lönd­un­um, sem eru þau sam­­fé­lög sem Ísland ber sig mest saman við, má rekja rekstr­­ar­­stuðn­­ing hins opin­bera til einka­rek­inna fjöl­miðla aftur til árs­ins 1990. Í Nor­egi og Sví­­þjóð hefur stuðn­­ing­­ur­inn verið auk­inn umtals­vert und­an­farin mis­s­eri. Dönsk stjórn­­völd kynntu einnig aðgerðir til að bregð­­ast við rekstr­­ar­­stöðu fjöl­miðla í fyrra, sem fólust meðal ann­­ars í því að draga saman umfang DR, danska rík­­is­­sjón­varps­ins.

Und­ir­liggj­andi var að tryggja að gagn­rýnin umræða, aðhald, fjöl­breyttar skoð­­anir og sjón­­­ar­mið, menn­ing­­ar­­leg fjöl­breytni, rann­­sókn­­ar­­blaða­­mennska séu grund­­völlur hvers lýð­ræð­is­­rík­­­is. Til þess að ná því mark­miði þurfa fjöl­miðlar að vera fjöl­breyttir og í eigu ólíkra aðila.

Gagn­rýnendur þess að ríkið styrki einka­rekna fjöl­miðla halda því fram að slíkir styrkir geti grafið undan sjálf­­stæði fjöl­mið­l­anna. Að þeir muni ekki bíta hend­ina sem fóðrar þá og þar af leið­andi muni þeir ekki sinna aðhalds­­hlut­verki sínu næg­i­­lega vel.

Sagði stjórn­ar­meiri­hluta fyrir mál­inu

Frum­varpið var kynnt í sam­ráðs­­gátt stjórn­­­valda í jan­úar og fjöl­margar athuga­­semdir bár­ust við það, meðal ann­­ars frá flest öllum fjöl­miðlum lands­ins. Margar voru jákvæðar en athygli vakti að tvö af stærstu fjöl­miðla­­fyr­ir­tækjum lands­ins, Torg sem gefur út Frétta­­blað­ið, og Árvakur sem gefur m.a. út Morg­un­­blað­ið, gerðu miklar athuga­­semdir við að stærri fjöl­miðlar fengu ekki meira og vildu að minni miðlar fengu ekk­ert.

Lilja sagði í sjón­­varps­þætt­inum 21 á Hring­braut í mars síð­­ast­liðnum að það væri stjórn­­­ar­­meiri­hluti fyrir frum­varp­inu þrátt fyrir að það hefði verið gagn­rýnt úr ýmsum átt­um, meðal ann­­ars af hluta þing­­manna Sjálf­­stæð­is­­flokks.[

Eftir sam­ráðs­ferlið voru gerðar breyt­ingar á frum­varp­inu og meðal ann­ars bætt við stuðn­ingi sem næmi allt að 5,15 pró­­sent af launum starfs­­fólks á rit­­stjórn sem  fellur undir lægra skatt­­þrep tekju­skatts­­stofna. Kostn­aður við það er met­inn um 170 millj­­ón­ir, en við end­­ur­greiðsl­­urnar áfram um 350 millj­­ón­ir, sam­tals um 520 millj­­ónir á árs­grund­velli.

Langstærstur hlut­inn af heild­­ar­­upp­­hæð­inni myndi renna til stærstu fjöl­miðla­­fyr­ir­tækja lands­ins, Sýn­­ar, sem skráð er á mark­að, Árvak­­urs, útgáfu­­fé­lags Morg­un­­blaðs­ins, og síðan Torgs ehf., sem gefur út Frétta­­blað­ið og ýmsa aðra miðla. 

Nú útgáfa af fjöl­miðla­frum­varp­inu var kynnt á rík­­is­­stjórn­­­ar­fund­i í byrjun maí. Frum­varp­inu var dreift á Alþingi þann 20 maí en það komst þó ekki til umræðu á Alþingi áður en þingið fór í sum­­­ar­­leyf­­i. Meg­in­á­stæða þess var mikil and­staða hluta þing­manna Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sem vildu miklar breyt­ingar á því þrátt fyrir að ráð­herrar flokks­ins hefðu þegar afgreitt málið út af borði rík­is­stjórn­ar­inn­ar. 

Málið frest­ast vegna ósættis

Í haust stóð til að mæla fyrir mál­inu í sept­em­ber en því var sífellt frestað vegna óróa um málið milli stjórn­ar­flokk­anna. Í lok nóv­em­ber spurð­ist út að óiá­nægju­öflin í Sjálf­stæð­is­flokknum hefðu fengið það í gegn að end­ur­greiðslu­hlut­fallið yrði lækkað í 20 pró­sent en í byrjun des­em­ber kom í ljós, þegar breytt frum­varp var lagt fram, að það hefði verið lækkað enn meira. End­ur­greiðslan sam­kvæmt því verður 18 pró­sent og hinn sér­­staki við­bót­ar­stuðn­­ing­ur, sem nemur allt að fjórum pró­­sentum af þeim hluta af launum launa­­manna fjöl­mið­ils sem falla undir lægra skatt­­þrep tekju­skatts­­stofns, lækkar úr 5,15 pró­­sentum í upp­­haf­­legu frum­varpi Lilju í fjögur pró­­sent. Kostn­að­ur­inn við frum­varpið var tak­mark­aður við þær 400 millj­ónir króna sem þegar hefur verið tryggðar til mála­flokks­ins á fjár­lög­um, sem sam­þykkt voru í des­em­ber 2019. 

Lilja náði loks að mæla fyrir frum­varp­inu, eftir mikil átök bak við tjöld­in, 16. des­em­ber síð­ast­lið­inn. Á sama tíma lögðu fjórir þing­menn Sjálf­stæð­is­flokks­ins, fram eigið frum­varp um hvernig stuðn­ingur við einka­rekna fjöl­miðla ætti að vera. Sam­kvæmt því yrði hann allur í gegnum afnám trygg­ing­ar­gjalds á fjöl­miðla. Engin kostn­að­ar­grein­ing fylgir frum­varp­inu en við­mæl­endur Kjarn­ans telja að það myndi kosta umtals­vert meira en frum­varp Lilju og að þeir pen­ingar myndu að nán­ast öllu leyti enda hjá þremur stærstu fjöl­miðla­sam­steypum lands­ins: Torgi, Árvakri og Sýn. 

Frum­varp Lilju er nú til með­ferðar hjá alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd sem hefur kallað eftir umsögnum fyrir 10. jan­úar næst­kom­andi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar