Mynd: Úr safni.

Hluthafar Arion banka gætu tekið út tugi milljarða úr bankanum í ár

Áframhaldandi breytt fjármögnun, samdráttur í útlánum, stórtæk uppkaup á eigin bréfum og arðgreiðslur sem eru langt umfram hagnað eru allt leiðir sem er verið að fullnýta til að auka getu Arion banka til að greiða út eigið fé bankans í vasa hluthafa. Greinendur spá því að arðgreiðslugetan geti aukist um 50 milljarða á næstu 12 mánuðum.

Eigið fé er í raun skuld bank­ans við eig­endur og er dýrasta fjár­mögnun bank­ans. Því skiptir miklu að hafa ekki meira eigin fé en þörf kref­ur. End­ur­kaupa­á­ætlun var hrint í fram­kvæmd síðla árs 2019 og arður greiddur út á árinu. Jafn­framt stendur til að leggja fyrir aðal­fund bank­ans í mars n.k. til­lögu um frek­ari útgreiðslu arðs. Lækkun eig­in­fjár er mik­il­vægur liður í að bank­inn nái mark­miðum sínum um 10% arð­semi eig­in­fjár enda eru vaxt­ar­tæki­færi sem bjóða ásætt­an­lega arð­semi tak­mörkuð í lækk­andi vaxtaum­hverf­i.“

Þetta sagði Bene­dikt Gísla­son, banka­stjóri Arion banka, í til­kynn­ingu til Kaup­hallar Íslands vegna birt­ingar á árs­reikn­ingi bank­ans fyrir árið 2019. Arion banki hagn­að­ist um 1,1 millj­arð króna í fyrra og arð­semi eigin fjár bank­ans var 0,6 pró­sent. Samt sem áður var lögð til tíu millj­arða króna arð­greiðsla til hlut­hafa vegna síð­asta árs. Það stendur til að greiða út nífaldan hagnað í arð.

Ekk­ert í þessum áformum kemur á óvart. Það hefur legið fyrir frá aðdrag­anda skrán­ingar Arion banka á markað á fyrri hluta árs­ins 2018 að mark­mið ráð­andi hlut­hafa, sem eru að uppi­stöðu erlendir skamm­tíma­sjóð­ir, sé að greiða út eins mikið af eigin fé bank­ans og hægt er á sem skemmstum tíma. Þessir sjóðir eru stærstu eig­endur Kaup­þings ehf. og keyptu þorra þeirra hluta sem það félag seldu í Arion banka árið 2018 af sjálfum sér. 

Í fjár­festa­kynn­ingu sem Kvika vann fyrir Kaup­þing á þessum tíma kom fram að svig­rúm væri til að greiða út allt að 80 millj­arða króna, eða þriðj­ung alls eigin fjár Arion banka, á til­tölu­lega skömmum tíma með ýmsum hætti. Það væri hægt að gera í gegnum breyt­ingu á fjár­mögnun bank­ans, með því að draga úr útlánum hans, með því að minnka kostnað í gegnum upp­sagnir á starfs­fólki, með því að hrinda í gang umfangs­mik­illi end­ur­kaupa­á­ætlun á hluta­bréfum í bank­anum og svo auð­vitað í gegnum arð­greiðsl­ur. 

Þá átti að selja und­ir­liggj­andi eignir sem væru ekki hluti af kjarna­starf­semi Arion banka. Var þar helst horft til greiðslu­miðl­un­ar­fyr­ir­tæk­is­ins Valitor og United Sil­icon, kís­il­málm­verk­smiðju í Helgu­vík sem bank­inn sat uppi með eftir að starf­semi hennar var stöðvuð og fyrri eig­andi fór í þrot. 

Útlán drag­ast saman um tugi millj­arða króna

Flest í ofan­greindri leik­á­ætlun hefur gengið eft­ir. Eigið fé Arion banka hefur lækkað úr 225,7 millj­örðum króna í 190 millj­arða króna frá lokum árs 2017 og fram til síð­ust ára­móta, eða um tæpa 36 millj­arða króna. 

Til við­bótar telja grein­ing­ar­að­ilar að bank­inn geti búið þannig um hnút­anna að það losni um tugi millj­arða króna til útgreiðslu þegar árið 2020 er á enda. 

Til að ná þessu mark­miði þarf Arion banki í fyrsta lagi að halda áfram að minnka útlán sín. Útlán Arion banka dróg­ust saman um 7,2 pró­sent í fyrra, eða um tæpa 60 millj­arða króna. Þar skipti mestu máli sala á 48 millj­arða króna íbúða­lána­safni til Íbúða­lána­sjóðs í októ­ber 2019 og ákvörðun bank­ans um að „auka áherslu á arð­semi útlána til fyr­ir­tækja“, sem þýðir að vextir lána voru hækk­aðir þar sem mögu­leiki var. 

Afleið­ingin af þeim hækk­unum varð fyr­ir­sjá­an­lega sú að upp­greiðslur juk­ust. Við­skipta­vin­irnir sættu sig ekki við vaxta­hækk­un­ina og færðu lána­við­skipti sín ann­að. Í raun gat Arion banki ekki tapað á þess­ari ákvörð­un. Annað hvort fékk bank­inn meiri vaxta­tekj­ur, sem er í sam­ræmi við mark­mið hans um að auka vaxta­mun, eða stórir við­skipta­vinir pökk­uðu saman og fóru ann­að, sem minnk­aði útlána­safn bank­ans, í sam­ræmi við annað mark­mið bank­ans. 

Þessi þróun mun svo halda hratt áfram á þessu ári. Í nýlegri fjár­festa­kynn­ingu, sem aðstoð­ar­banka­stjóri Arion banka kynnti á mark­aðs­degi hans í London 12. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn, kom fram að bank­inn ætli sér að minnka fyr­ir­tækja­út­lán sín um 20 pró­sent til við­bótar fyrir árs­lok 2020. Áhersla Arion banka verður þá á við­skipta­vini sem þurfa á bil­inu 500 til 10 millj­arða króna fjár­mögn­un. Stærri kúnnum verði beint í skulda­bréfa­út­boð þar sem Arion banki hyggst verða milli­liður og taka þókn­anir fyr­ir, en lánin sjálf verða ekki hluti af efna­hags­reikn­ingi bank­ans. 

Minnk­andi útlán og lægri eig­in­fjár­krafa

Í afkomu­spá sem Hag­fræði­deild Lands­bank­ans vann um upp­gjör Arion banka í aðdrag­anda þess er því spáð að arð­geiðslu­bank­ans gæti orðið 50 millj­arðar króna á næstu tólf mán­uð­um. Til þess að svo verði þarf ýmis­legt að ger­ast.

Gangi áform Arion banka um að draga úr fyr­ir­tækja­lánum um 20 pró­sent á árinu eftir mun slík minnkun á lána­bók til fyr­ir­tækja þýða að þau drag­ist saman um 80 millj­arða króna. Það ætti að losa um 15 millj­arða króna af eigin fé til að greiða út til hlut­hafa.  

Benedikt Gíslason var ráðinn bankastjóri Arion banka í fyrra. Áður hafði hann setið í stjórn Kaupþings.
Mynd: Birgir Þór Harðarson

Eig­in­fjár­krafa á Arion baka stendur nú í 21,2 pró­sent­um, að teknu til­liti til nýlegrar hækk­unar á sveiflu­jöfn­un­ar- og stjórn­enda­auka. Eig­in­fjár­hlut­fall bank­ans er nú 24 pró­sent og umfram eigið fé því vel á annan tug millj­arða króna.

Hag­fræði­deild Lands­bank­ans telur að frek­ari sala á íbúða­lánum Arion banka til Íbúða­lána­sjóðs geti losað um 3,5 millj­arða króna í eigið fé og frek­ari útgáfa af víkj­andi bréfum geti gefið um 22 millj­arða króna í arð­greiðsl­ur, sam­kvæmt grein­ing­unni.

Í til­kynn­ingu vegna birt­ingu á árs­reikn­ingi Arion banka fyrir árið 2019 kom fram að bank­inn hefði að und­an­förnu „tekið mik­il­væg skref í átt að eðli­legri sam­setn­ingu eig­in­fjár og víkj­andi lán­töku í takt við stefnu bank­ans í þeim efn­um“. 

Arður og upp­kaup á eigin bréfum

Í apríl 2019 var hlutafé Arion banka lækkað um 186 millj­ónir króna að nafn­virð­i ­með því að eyða eigin hlutum bank­ans. Hlutafé Arion banka er eftir lækk­un­ina 1.814 millj­ónir króna að nafn­virð­i. 

Segjast ekki vera samkeppnishæfir

Í tilkynningu vegna uppgjörs Arion banka fyrir síðasta ár segir Benedikt Gíslason, bankastjóri, að sökum hárra eiginfjárkrafna og skatta sé bankinn í raun ekki samkeppnisfær við lífeyrissjóði og erlenda banka þegar kemur að lánum til stærri fyrirtækja. „Arion banki mun því gagnvart þessum fyrirtækjum leggja höfuðáherslu á að veita faglega ráðgjöf og aðstoða þau við að finna hagstæðustu fjármögnun hverju sinni, en auðvitað leggja þeim til lánsfé þegar svo ber undir. Hvað varðar lánveitingar til einstaklinga og lítilla og meðal stórra fyrirtækja er stefna bankans óbreytt og þrátt fyrir áherslu á arðsemi lánasafnsins umfram vöxt þá var á fjórða ársfjórðungi góður gangur í nýjum útlánum sem námu alls 24 milljörðum króna á fjórðungnum, þar af voru lán til einstaklinga um 10 milljarðar króna.“

Á árinu 2019 hækk­uðu víkj­andi lán í eig­in­fjár­þætti 2 um 13,5 millj­arða króna með útgáfu nýrra skulda­bréfa og arð­greiðslur og kaup á eigin bréfum námu sam­tals 12,4 millj­örðum króna á árin­u. 

Í sept­em­ber 2019 heim­il­aði stjórn­ ­Arion ­banka stjórn­endum hans að setja af stað end­ur­kaupa­á­ætlun á eigin hluta­bréfum í kaup­höllum á Íslandi og í Sví­þjóð. Heim­ildin gaf leyfi til að kaupa 3,25 pró­sent af útgefnu hlutafé fyrir allt að 4,5 millj­arða króna. Frek­ari heim­ild var svo gefin í jan­úar 2020 til að kaupa eigin bréf fyrir allt að 3,5 millj­arða króna og er ætl­unin að ­Arion ­banki nýti hana alla fram að aðal­fundi í næsta mán­uði. Þá verður vænt­an­lega lögð fram ný áætlun um upp­kaup á eigin bréfum til að skila enn meiri pen­ingum til hlut­hafa bank­ans. 

Líkt og áður sagði leggur Arion banki til að tíu millj­arðar króna verði greiddir út í arð vegna síð­asta árs, þrátt fyrir að hagn­aður bank­ans hafi ein­ungis verið 1,1 millj­arður króna í fyrra. Af þeirri arð­greiðslu fara tæpir 2,4 millj­arðar króna til stærsta eig­and­ans, fjár­fest­inga­sjóð­ar­ins Taconic Capital, og sjóður sem teng­ist Och Ziff Capi­tal Mana­gement, getur átt von á því að fá tæpan millj­arð króna. Sjóð­ur­inn Lands­downe Partners fær 424 millj­ónir króna og sjóður í stýr­ingu hjá Gold­man Sachs fær 372 millj­ónir króna. Ekk­ert liggur fyrir um hverjir eru end­an­legir eig­endur þess­arra erlendu skamm­tíma­sjóða sem voru áður á meðal kröfu­hafa Kaup­þings, en hafa frá árinu 2018 verið stærstu eig­endur Arion banka, eftir að hafa keypt bank­ann af sjálfum sér. Alls eiga slíkir sjóðir sam­an­lagt að minnsta kosti tæp­lega 44 pró­sent í Arion banka, sam­kvæmt lista yfir 20 stærstu hlut­hafa bank­ans.

Þeir inn­lendu aðilar sem fá hæstu arð­greiðsl­urnar eru Gildi líf­eyr­is­sjóð­ur, sem fær tæpar 900 millj­ónir króna, og stærsti einka­fjár­festir­inn í bank­an­um, Stoðir (sem hét einu sinni FL Group), sem fá tæpan hálfan millj­arð króna í krafti 4,96 pró­sent eign­ar­hlutar síns í Arion banka. Við þessa tölu bæt­ast síðan áður­nefnd end­ur­kaup á bréfum fyrir allt að átta millj­arða króna frá sept­em­ber síð­ast­liðnum og fram að aðal­fundi Arion banka í mars næst­kom­and­i. 

Erf­iðar eignir til sölu

Þá er ótalið að Arion banki er með nokkrar eignir sem eru skil­greindar til sölu. Þar er um að ræða Valitor, United Sil­icon og Tra­velCo, félags sem stofnað var um nokkrar ferða­skrif­stofur eftir gjald­þrot Pri­mera Air. Virði þess­ara eigna hríð­féll í verði á síð­asta ári og erf­ið­lega hefur gengið að selja þær.

Bók­fært virði stærstu eign­ar­inn­ar, Valitor, lækk­aði úr 15,8 millj­örðum króna í 6,5 millj­arða króna í fyrra, eða um 9,3 millj­arða króna. Rekstr­ar­erf­ið­leikar Valitor hafa enda verið miklir og rekstr­ar­tap fyr­ir­tæk­is­ins á tveimur árum var 11,2 millj­arðar króna, þar af 9,9 millj­arðar króna í fyrra. Ráð­ist var í umfangs­miklar skipu­lags­breyt­ingar hjá félag­inu nýverið þar sem tugum starfs­manna var sagt upp og stjórn­endum fækkað umtals­vert.

United Sil­icon verk­smiðjan í Helgu­vík hefur ekki verið starf­rækt frá því um haustið 2017 og áform Arion banka, sem tók yfir verk­smiðj­una í jan­úar 2018 sem helsti lán­ar­drott­inn fyrri rekstr­ar­að­ila, um að selja hana hafa gengið illa. Enn hefur ekki tek­ist að ganga frá helstu leyfum fyrir breyt­ingum á verk­smiðj­unni né sam­komu­lagi við Reykja­nesbæ um að breyta deiliskipu­lagi svo hægt verði að ráð­ast í þær. Auk þess hafa mark­aðir fyrir þá vöru sem verk­smiðjan á að fram­leiða, kís­il­málm, verið erf­iðir vegna lækk­andi verðs. Aðrir fram­leið­endur hafa verið að draga úr fram­leiðslu og loka verk­smiðj­um. Því er afar ólík­legt að hægt sé að selja verk­smiðj­una í Helgu­vík, að minnsta kosti til skamms tíma. Verð­mið­inn á henni lækk­aði enda um 4,2 millj­arða króna á síð­ustu níu mán­uðum árs­ins 2019. Nú metur Arion banki hana á 2,7 millj­arða króna. Það er ansi lág tala í ljósi þess að áætlur kostn­aður við bygg­ingu hennar var um 22 millj­arðar króna.



Tra­velCo, sem rekur ferða­skrif­stofur á Norð­ur­löndum og á Íslandi, gekk heldur ekki vel í fyrra. Nei­kvæð rekstar­á­hrif vegna félags­ins á Arion banka námu einum millj­arði króna á árinu 2019. Í árs­lok var bók­fært virði Tra­velCo um 2,1 millj­arðar króna.

Tak­ist Arion banka að selja allar ofan­greindar eign­ir, sem allar eru skil­greindar til sölu í bókum bank­ans, og fá fyrir þær bók­fært virði þá losnar um 11,3 millj­arða króna til við­bótar sem hægt yrði að greiða út til hlut­hafa.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar