Bára Huld Beck

Stóru orð leiðtoganna

Þrír stjórnmálamenn stíga á svið í dimmum sal þar sem gleðin er vön að vera við völd. En þeir eru alvarlegir og brúnaþungir. Tala um stríð, aðgerðir sem ekki hafa áður sést á friðartímum og að veiran, sem öllu þessu veldur, eigi eftir að „breyta mörgu í samskiptum í heiminum og hvernig menn munu hugsa“.

Norð­ur­ljósa­salur Hörpu iðar alla jafna af lífi. Lista­menn ­stíga á stokk, leika á hljóð­færi, syngja eða dansa, fyrir fullum sal af fólki ­sem bregst við með hrifn­ing­ar­hróp­um, hlátra­sköllum og lófa­klappi. Það sama má ­segja um tón­list­ar- og ráð­stefnu­húsið Hörpu í heild, þangað fer fólk til að skemmta ­sér, nú eða fræð­ast.

Í dag er yfir­bragðið í hús­inu allt ann­að. Ein­kenni­leg­heitin byrj­a strax í bíla­kjall­ar­anum þar sem greiðslu­vélin og röðin við hana er allt í ein­u orðin gróðr­ar­stía fyrir ósýni­legu veiruna sem umlykur allan okkar veru­leika. Engir prúð­búnir tón­leika­gestir eru sjá­an­leg­ir. Og eng­inn er bak­sviðs að hita upp­ ­fyrir tón­leika kvölds­ins.

Norð­ur­ljósa­sal­ur­inn á annarri hæð­inni er í fyrstu þrung­inn þögn. Óvenju­legur blaða­manna­fundur er í upp­sigl­ingu. Um gólfið er búið að raða stólum á víð og dreif, allt eftir kúnst­ar­innar reglum sótt­varna­lækn­is.

Á sviðið stíga svo dökkklæddir og ábúð­ar­fullir leið­tog­ar ­rík­is­stjórnar Íslands. Þeir koma sér fyrir með góðu milli­bili við púlt sem á standa ekki aðeins vatns­glös til að væta kverkarnar heldur stórir spritt­brús­ar. Brúsar sem eru að verða stað­al­bún­aður á hverju heim­ili lands­ins.

Sal­ur­inn er dimmur en lýs­ingin þó mjúk. Blá­leitir tón­ar flæða um rýmið og minna einna helst á útfjólu­blá ljós sól­baðs­stofa eða „blacklight“-­ljós d­ans­staða níunda ára­tug­ar­ins. En hér er engin diskó­kúla að snú­ast og það rík­ir ­bók­staf­lega graf­ar­þögn. Við­stadd­ir, nokkrir blaða­menn og ljós­mynd­ar­ar, spjalla smá­veg­is sín á milli hálfum hljóð­um.

Alvar­leik­inn er áþreif­an­leg­ur.

„Komið þið sæl og verið vel­komin til þessa blaða­manna­fund­ar ­sem tekur mið af þeim for­dæma­lausu tímum sem við lifum á,“ segir Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra. Hún byrjar að tala með kross­lagðar hendur en hættir því fljótt. „Þetta er dálítið eins og vís­inda­skáld­saga að vera stadd­ur hér inni þar sem gert er ráð fyrir tveimur metrum á milli allra þeirra sem hingað eru mættir en það er í anda þeirra aðstæðna sem við stöndum frammi ­fyr­ir. Og það eru aðstæður sem við höfum tak­mark­aða þekk­ingu á – eins og raun­ar öll önnur ríki sem núna glíma við bar­átt­una gegn þessum vágesti sem kór­ónu­veiran er.“

Hún stendur fyrir miðju, með Bjarna Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra sér á vinstri hönd og Sig­urð Inga Jóhanns­son sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráð­herra á þá hægri.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hóf fundinn á því að segja að uppsetning fundarins væri dálítið eins og vísindaskáldsaga.
Bára Huld Beck

Að baki þeim á stóru tjaldi stendur skrif­að: Við­spyrna fyr­ir­ Ís­land – efna­hags­að­gerðir stjórn­valda vegna heims­far­ald­urs kór­ónu­veiru.

Á tjald­inu blasir skjald­ar­merki Íslands einnig við. Og svo má sjá mynd af fugl­um, lík­lega álft­um, í odda­flugi.

Líf­fræð­ingar hafa lengi leitað skýr­inga á odda­flugi fugla en ný­legar rann­sóknir sýna fram á að hjart­slátt­ar­tíðni þeirra í odda­flugi er lægri en þegar fugl­arnir fljúga ein­ir. Odda­flug dregur líka umtals­vert úr ­loft­móts­stöðu og þar af leið­andi eyða fugl­arnir minni orku og kom­ast þess vegna ­lengra án þess að þreyt­ast.

Að fljúga saman er betra.

Að standa saman í þreng­ingum er betra en að fljúga einn.

Það rímar ágæt­lega við það sem leið­tog­arnir þrír eru að fara að ­segja. 

Katrín: „Sögulegt minni okkar sem hér stöndum nær ekki aftur til svipaðra tíma.
Bára Huld Beck

„Það er svo að óvissan er mjög mik­il,“ segir Katrín. Hún­ talar rólega, allt að því var­lega, er hún hefur mál sitt. „Sögu­legt minni okk­ar ­sem hér stöndum nær ekki aftur til svip­aðra tíma. [...] Við öll sem hér búum ­finnum þetta í okkar nán­asta umhverfi, það er tóm­legt á göt­unum hérna fyrir utan­. ­Fólk heldur tveggja metra fjar­lægð á milli sín í mat­vöru­búðum og það er lang­t ­síðan að maður hefur séð fólk faðm­ast og kyss­ast á götum úti. Þessi ­sam­eig­in­legi óvinur okkar allra er ekki aðeins að hafa mikil áhrif á efna­hags­líf­ið heldur líka til­ver­una og sam­fé­lag­ið.“

Katrín segir svo ákveðið að aðgerð­irnar sem kynntar verði á fund­inum séu til næstu vikna og mán­aða en „við erum mjög ein­beitt í því að það verður gert það sem þarf að gera svo að íslenskt sam­fé­lag kom­ist óskaddað frá­ þessum hremm­ing­um.“

Þreng­ing­arnar séu þó tíma­bundnar og það sé mik­il­vægt „að ­ís­lenskt sam­fé­lag fari þannig í gegnum þær að við getum náð við­spyrnu hratt þegar að því kemur að það fari að rofa til“.

Það má ráða það af orðum hennar að póli­tískt dæg­ur­þras hef­ur nú verið lagt til hlið­ar. Hún segir  sam­stöð­una á Alþingi við afgreiðslu frum­varpa í síð­ustu viku hafa glatt sig. „Og kannski var and­inn á Alþingi lýsandi fyr­ir­ ­sam­fé­lagið allt því við höfum fundið það líka, fyrir und­ir­bún­ing þess­ara að­gerða sem kynntar eru í dag [...], að það er ríkur vilji til að standa sam­an­, að við getum leyst úr þessum málum sam­eig­in­lega og látið hvers­dags­legri ­þrætu­efni liggja á milli hluta á meðan við stöndum í þessu stríð­i.“

Kjarni aðgerð­anna er að sögn Katrínar sá að verja störf og efna­hags­líf og að tryggja afkomu fólks. Hún kynnir meðal ann­ars til sög­unn­ar ­sér­stakan barna­bóta­auka, því „við vitum það að hjá fólki sem á börn er mik­ið á­lag um þessar mundir þar sem allt venju­legt skóla­starf er úr lagi geng­ið“.

Katrín er ekki að teygja lopann. Eftir að fara yfir­ helstu efna­hags­að­gerð­irnar sem nú á að grípa til lýkur hún máli sínu á þessum orð­um:  „Heild­ar­um­svif þess­ara aðgerða eru um 230 millj­arðar króna en það jafn­gildir um átta pró­sentum af lands­fram­leiðslu. Þannig að þetta eru alveg gríð­ar­lega mikil umsvif en við teljum að aðstæður séu með slíkum hætti í efna­hags­líf­inu að þær kalli á að við bregð­umst við með sterkum hætti og sýnum það í verki að við séum reiðu­bú­in...,“ Katrín hikar eitt and­ar­tak og dregur djúpt að sér and­ann, „...til að standa með­ ­fólk­inu í land­inu. Því þess vegna erum við hér á vett­vangi stjórn­mál­anna það er af því að við viljum sýna, ekki síst þegar vá steðjar að, að við stöndum öll sam­an í þessu.“

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra með fuglana í oddaflugi á bak við sig.
Bára Huld Beck

Bjarni, óvenju brúna­þung­ur, beitir rödd­inni ákveðið frá­ ­fyrsta orði. „Þessar aðgerðir sem við kynnum hér í dag eru án hlið­stæðu. Við ­sem stöndum hér ætlum að gera okkar til að létta undir með fólki og ­fyr­ir­tækj­um. En við erum ekki ein. Það ríkir sam­staða. Hvar sem við komum eru allir til­búnir og boðnir og bún­ir; heil­brigð­is­starfs­fólk, allir í skól­un­um, ­fyr­ir­tæk­in, stjórn­völd, ríki og sveit­ar­fé­lög, Alþingi, Seðla­bank­inn. All­ir Ís­lend­ing­ar.“

Hann heldur áfram, rjóður í kinn­um, og ákveðnin eykst í rödd­inni frekar en hitt: „Þetta er tví­þætt áskor­un; heil­brigð­isvá og efna­hags­vandi. Og til að takast á við þessa áskorun þarf að vinna sam­an.“

Algjör þögn er í saln­um. Áhorf­endur heima í stofu velta ­fyrir sér: Er eng­inn þarna? Eru þau ein í saln­um, þre­menn­ing­arnir sem leiða ­flokka svo ólíka að upp­lagi að margir efuð­ust um að sam­sett rík­is­stjórn þeirra ­gæti nokkru sinni orðið að veru­leika?

Bjarni gerir örstutta hvíld á máli sínu og heldur áfram með upp­hafs­orð­u­m ­sem hann er gjarn á að grípa til opin­ber­lega: „Ég hef oft sag­t...,“ byrj­ar hann, „að við þessar aðstæður væri betra að gera meira og taka af því ­kostn­að­inn en gera of lít­ið. Vegna þess að af því gæti hlot­ist mun meira tjón en af því að hafa gert rúm­lega það sem til þurft­i.“ 

Auglýsing

Fjár­mála­ráð­herr­ann verður svo per­sónu­leg­ur. Hann legg­ur f­ing­ur­góma beggja handa annað slagið sam­an, fingur sem hann sýndi lands­mönnum í und­ankeppni Söngvakeppni sjón­varps­ins á dög­unum að geta dansað fim­lega um pí­anó­n­ót­ur.

 „Við viljum létta á­hyggjum af fólki,“ segir hann og dregur svo djúpt að sér and­ann. „Við vilj­u­m að allir geti hugað að heilsu sinni og við viljum veita öryggi vegna fram­færslu ­fjöl­skyld­unn­ar.“

Hann lítur svo á punkt­ana fyrir framan sig og seg­ir: „Það er þess vegna sem við erum hér í dag til að kynna stærstu ein­stöku efna­hags­að­gerðir sög­unnar á Íslandi. Þetta eru afger­andi við­brögð við óvissu og ógn.“

Bjarni talar skýrt og með miklum þunga. Hann tekur hlé á máli sínu, lítur aftur niður á borðið þar sem stóri spritt­brús­inn stend­ur, lítur svo upp og seg­ir: „Við munum tryggja laun þeirra sem þurfa að fara í sótt­kví. Við viljum með þessu hvetja til réttrar breytni. Það er ekki ­sjálf­gefið án sér­stakrar trygg­ingar fyrir því að halda launum sínum að all­ir hefðu verið í stöðu til þess að taka þátt. En með þessu viljum við hjálpa fólki að taka rétta ákvörðun fyrir sam­fé­lagið allt – og fyrir sig.“

Blaðamenn og ljósmyndarar voru vel dreifðir um Norðurljósasalinn á fundinum í dag.
Bára Huld Beck

Hann hækkar svo örlítið rödd­ina er hann segir með áherslu: „Við erum að hvetja fyr­ir­tæki til að segja ekki upp fólki. Við erum að segja við ­fyr­ir­tækin í land­inu að við ætlum að standa með ykkur í gegnum þennan tíma. Hald­iði fólk­inu hjá ykkur eins langt og þið getið gengið í þeim efnum og þá mun ­rík­is­sjóður koma til aðstoð­ar.“

Með fyr­ir­greiðslu sé líka ætl­unin að koma í veg fyrir að ­fyr­ir­tæki gef­ist upp. „Með því erum við líka að tryggja að fyr­ir­tækin verð­i til­búin þegar tæki­færin gef­ist á ný. Þetta er það sem ég á við þegar ég seg­i: ­Gerum frekar meira núna en að taka skað­ann af því að gera of lít­ið.“

Hann lýkur svo máli sínu á þessum orð­um: „Þetta eru skýr skila­boð um að við ætlum öll að standa saman á erf­iðum tím­um. Við ætlum að standa með fólki og kom­ast í gegnum þetta sam­an.“

Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hóf orð sín á bjartsýnisnótum.
Bára Huld Beck

Sig­urður Ingi grípur orð Bjarna á lofti og end­ur­tekur inn­tak þeirra: „Gegnum þessa tíma komumst við ekki nema að standa öll sam­an.“

Hann er nokkuð bjart­sýnn til að byrja með, for­mað­ur­ Fram­sókn­ar­flokks­ins, og segir margt benda til að Íslend­ingar muni kom­ast hrað­ar­ og von­andi auð­veldar í gegnum far­ald­ur­inn heldur en margar aðrar þjóð­ir. „Við skulum engu að síður átta okkur á því að við erum ekki komin mjög ofar­lega í brekk­una, við eigum eftir tvær, þrjár, fjórar erf­iðar vikur í þeim slag og við þurfum að halda áfram í þess­ari sam­stöðu um að ná árangri.“

Það séu ekki síst aðgerðir ann­arra landa sem eru að hafa hér­ stór­kost­leg áhrif og af annarri stærð­argráðu en sést hafi á frið­ar­tím­um. „En við vonum engu að síður að allir kom­ist í gegnum þetta og heim­ur­inn kom­ist á eitt­hvert ról, en hann mun hins vegar aldrei verða á sama ról­inu aft­ur. Við verðum að átta okkur á því að við munum ekki leita inn í nákvæm­lega eins hag­kerfi. [...] Þetta mun breyta mörgu í sam­skiptum í heim­inum og hvernig menn munu hugs­a.“

Sig­urður minnir svo á að við erum að „kljást við eitt­hvað ­sem er lif­andi og við vitum ekki nákvæm­lega hvernig það heldur áfram að þróast, við vonum auð­vitað það besta, það stytt­ist í vor eftir mjög langan og erf­ið­an vetur sem hefur teygt á sál­ar­lífi mjög margra Íslend­inga.“

Forsætisráðherra segir að stjórnvöld séu reiðubúin til að standa með fólkinu í landinu.
Bára Huld Beck

Já, vissu­lega er hún lif­andi, nýja kór­ónu­veiran sem jafn­vel undir smá­sjá lítur sak­leys­is­lega út. En er nú búin að heimta um 12.000 manns­líf um allan heim og grein­ast í 473 manns hér á landi.

Síð­ustu orð Sig­urðar Inga á fund­inum eru þau að ef far­ald­ur­inn og áhrif hans drag­ist á lang­inn „þá erum við til í að standa hér­ aftur með meiri ákvarð­anir um fleiri hluti – og ganga lengra“.

Hag­fræð­ingnum Birni Brynj­úlfi Björns­syni er svo gefið orð­ið. Hann fer vel yfir aðgerðir stjórn­valda, lið fyrir lið. Leið­tog­arnir draga sig í hlé.

Við höfum mörg hver skemmt okkur yfir því síð­ustu vik­ur, nú eða rang­hvolft aug­un­um, hversu oft ráða­menn og aðrir nota orðið „for­dæma­laus­ir ­tímar“ í tengslum við „það ástand sem nú rík­ir“.

Í dag not­aði Katrín f-orðið einu sinni.

Og Bjarni einu sinni.

Það þýðir ekki að þau hafi verið að spara stóru orð­in. Af þeim var nóg í máli þeirra á fund­in­um. Á fundi þar sem stigin voru skref sem miða að því að „verja lífs­kjör og leggja grunn að skjótum efna­hags­bata,“ eins og Björn Brynj­úlfur hag­fræð­ingur segir í lok kynn­ingar sinn­ar.

Er hann kveður og stígur af svið­inu má enn sjá fugl­ana fljúga í odda­flugi á skján­um. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar