Mynd: Úr safni.

Kórónuveiran sýkir Kauphöllina

Gengi nær allra félaga sem skráð eru á íslenskan hlutabréfamarkað hefur lækkað mikið það sem af er ári, og sérstaklega síðastliðinn mánuð. Um er að ræða mesta samdrátt frá því í hruninu. Tvö félög hafa tapað meira en þriðjungi af markaðsvirði sínu og eitt hefur rúmlega helmingast í virði. Kórónuveiran veldur vandræðum víða.

Ein­ungis tvö félög sem skráð eru í Kaup­höll Íslands hafa hækkað í verði það sem af er ári. 

Hin átján félögin sem skráð eru á aðal­l­ista Kaup­hall­ar­innar hafa lækkað í virði. Og tíu þeirra hafa lækkað um tæpan fimmt­ung eða meira í virði á árinu 2020.

Tvö hafa misst rúm­lega þriðj­ung af mark­aðsvirði sínu og eitt hefur rúm­lega helm­ing­ast í virð­i. 

Úrvals­­vísi­tala íslensku Kaup­hall­­ar­inn­­ar, sem er saman sett úr gengi þeirra tíu félaga á mark­aði sem hafa mestan selj­an­­leika, hefur alls lækkað um 18,5 pró­sent á árinu 2020. 

Það hafa því hund­ruð millj­arða króna af virði skráðra félaga í Kaup­höll horfið á síð­ustu mán­uðum og um er að ræða mesta sam­drátt í mark­aðsvirði félag­anna á aðal­l­ist­anum frá því í eft­ir­köstum banka­hruns­ins. 

Þau sem hafa hækkað

Tvö félög hafa hækkað virði í ár. Annað þeirra, Heima­vell­ir, er í yfir­töku­ferli og útskýrir það alls 29,2 pró­sent hækkun á bréfum þess. Mark­aðsvirði Heima­valla er 16,4 millj­arðar króna miðað við gengi bréfa í félag­inu við lok við­skipta í gær. Það hefur auk­ist um 3,7 millj­arða króna frá ára­mót­u­m. 

Sá aðili sem gerði yfir­tökutil­boðið er norska félagið Fredens­borg AS. Verðið er 1,5 krónur á hlut og því hljóðar yfir­­­tökutil­­boðið í heild sinni upp á 17 millj­­arða króna. Það er því hærra en núver­andi mark­aðsvirði Heima­valla.

Auglýsing

Hitt félagið sem hefur hækkað í verði eru Hag­ar, stærsta smá­sölu­fyr­ir­tæki á Íslandi, en yfir­stand­andi efna­hags­á­stand vegna útbreiðslu veirunnar sem veldur COVID-19 sjúk­dómnum hefur almennt haft jákvæð áhrif á veltu mat­vöru­versl­ana. Hagar eiga og reka 46 versl­anir innan fimm smá­sölu­fyr­ir­tækja og fjögur vöru­hús. Þar á meðal eru tvær af stærstu versl­un­ar­keðjum lands­ins, Bónus og Hag­kaup. Þá rekur félagið 28 Olís­stöðvar um land allt auk 41 ÓB-­stöðv­a.  

Þau sem hafa unnið varn­ar­sigra

Minnst hefur lækk­unin verið hjá Sím­an­um, sem er nú 1,06 pró­sent minna virði en félagið var um ára­mót, þrátt fyrir að helsta sjón­varps­vara félags­ins, enski bolt­inn sé kom­inn á ís. Það hefur mögu­leg áhrif á aug­lýs­inga­sölu Sím­ans auk þess sem hann ákvað að fella niður áskrift­ar­gjöld hjá þeim sem eru áskrif­endur að enska bolt­an­um. Engin breyt­ing verður hins vegar á áskrift­ar­verði á svoköll­uðum Heim­il­i­s­pakka, en það var hækkað úr fimm þús­und krónum á mán­uði í sex þús­und í fyrra þegar enska bolt­anum var bætt við pakk­ann. Lang­flestir áskrif­endur að sjón­varps­þjón­ustu Sím­ans eru með Heim­il­i­s­pakk­ann en þeir skipta tugum þús­unda.

Sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækið Brim, sem til­kynnti í vik­unni að það ætli að halda arð­greiðslu­á­formum upp á 1,9 millj­arða króna til streitu þrátt fyrir yfir­stand­andi ástand, hefur líka haldið virði sínu nokkuð stöð­ugu. Það hefur lækkað um 3,71 pró­sent. Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans hefur Brim ekki sótt um að nýta sér neitt þeirra úrræða sem stjórn­völd hafa boðið upp á vegna efna­hags­legra afleið­inga kór­ónu­veirunn­ar. 

Hagar, sem reka meðal annars Bónus, er eina félagið í Kauphöll sem er ekki í yfirtökuferli sem hefur hækkað í virði það sem af er ári.
Mynd: Bára Huld Beck

Elds­neyt­is­sal­arnir Skelj­ungur og Festi, sem er líka á meðal stærstu smá­sölu­fyr­ir­tæki á land­inu, hafa lækkað um ann­ars vegar 6,09 pró­sent og hins vegar um 8,11 pró­sent í verð­i. 

Mar­el, lang­verð­mætasta félagið í Kaup­höll­inni, hefur misst 9,25 pró­sent af verð­mæti sínu. Það er þó engin smá tala í ljósi þess hversu stórt félag Marel er. Mark­aðsvirðið fór yfir 500 millj­arða króna í stutta stund í jan­úar en er nú 422,5 millj­arðar króna. Það hefur því dreg­ist saman um rúm­lega eina Leið­rétt­ingu á örfáum vik­um. 

Origo hefur svo tapað 12,95 pró­sent af verð­gildi sínu.

Trygg­inga­fé­lögin og fast­eign­ar­fé­lögin

Trygg­inga­fé­lögin þrjú sem skráð eru á markað hafa öll fallið veru­lega í verði, og má það rekja til, að minnsta kosti að hluta, að stór hluti af starf­semi þeirra allra er fjár­fest­ing­ar­starf­semi, en mark­aðir út um allan heim eiga veru­lega undir högg að sækja um þessar mund­ir. 

Sjóva hefur unnið mestan varn­ar­sig­ur, en bréf í því félagið hafa fallið um 10,16 pró­sent. VÍS er ekki langt undan en mark­aðsvirði þess hefur dreg­ist saman um 13,75 pró­sent. 

Mesta höggið hefur TM tek­ið. Mark­aðsvirði þess hefur fallið um 21,92 pró­sent eða um rúman fimmt­ung.

Auglýsing

Fast­eign­ar­fé­lögin sem skráð eru á markað hafa líka fallið hratt í því ástandi sem nú er uppi, enda rekstur þeirra nátengdur ferða­þjón­ustu og því að atvinnu­lífið sé í nokkuð góðu standi. Reg­inn hefur lækkað um 20,15 pró­sent, Eik um 24,67 pró­sent og Reitir um heil 25,9 pró­sent. 

Hin sem hafa farið illa út úr ástand­inu

Fjar­skipta- og fjöl­miðla­fyr­ir­tækið Sýn hefur tapað 19,14 pró­sent af virði sínu það sem af er ári. Það bæt­ist ofan á 16,3 pró­sent sam­drátt í mark­aðsvirði félags­ins á árinu 2019. Mark­aðsvirðið er nú ein­ungis um 8,4 millj­arðar króna sem gerir Sýn að ódýrasta félag­inu í Kaup­höll og því eina sem er undir tveggja stafa tölu af millj­örðum króna í virð­i. 

Sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækið Iceland Seafood, sem sér­hæfir sig í sölu á sjáv­ar­af­urð­um, hefur hríð­fallið í virði á árinu 2020, eða um 23,97 pró­sent. 

Það bafa náðir bank­arnir sem skráðir eru á mark­að, Kvika banki (22,31 pró­sent) og Arion banki (36,04 pró­sent) einnig gert. Í til­felli Arion banka hefur sam­drátt­ur­inn í mark­aðsvirði raunar ein­ungis verið hlut­falls­lega meiri í einu félagi sem skráð er á mark­að, Icelanda­ir. 

Og þau sem hafa lækkað mest

Hið gríð­ar­lega fall í virði Arion banka má tengja við það að hann er mun umsvifa­meiri í útlánum en t.d. Kvika banki og fyr­ir­liggj­andi að við­skipta­vinir hans í ferða­þjón­ustu, og ýmsum öðrum geirum sem verða fyrir áhrifum vegna ástands­ins, muni lenda í erf­ið­leikum með að standa við skuld­bind­ingar sín­ar. Þá hafa stjórn­völd beint þeim skila­boðum til stóru við­skipta­bank­anna þriggja; Lands­bank­ans, Íslands­banka og Arion banka, að það sé ætl­ast til að þeir borgi hvorki út arð né ráð­ist í end­ur­kaup á eigin bréfum í ljósi þess að veru­lega hefur verið losað um hömlur á eigin fé þeirra til að mæta stöð­unni í atvinnu­líf­inu. Arion banki, sá eini af kerf­is­lega mik­il­vægu bönk­un­um, hefur þó hingað til ein­ungis ákveðið að fresta tíu millj­arða króna arð­greiðslu vegna síð­asta árs í tvo mán­uði og stjórn hans end­ur­nýj­aði heim­ild til end­ur­kaupa á aðal­fundi bank­ans þann 17. mars. Mark­aðsvirði Arion banka er nú um 100 millj­arðar króna en til sam­an­burðar nam bók­fært eigið fé bank­ans 189 millj­örðum króna um síð­ustu ára­mót. 

Eimskip hefur ekki siglt lygnan sjó undanfarin ár.
Mynd: Eimskip

Eim­skip hafa líka farið ansi illa út úr síð­ustu þremur mán­uð­um. Raunar hefur rekstur félags­ins verið þungur und­an­farin þrjú ár og hagn­aður þess dreg­ist saman ár frá ári. Þann 10. mars síð­ast­lið­inn virkj­aði sjáv­ar­út­vegs­ris­inn Sam­herji, sem var fyrir stærsti eig­andi Eim­skips, yfir­töku­skyldu í félag­inu með því að fara yfir 30 pró­sent eign­ar­hlut. Tíu dögum síðar höfðu rekstr­ar­að­stæður Eim­skips versnað til muna með lokun flestra lyk­il­mark­aða Íslands í heim­inum vegna bar­átt­unnar við kór­ónu­veirun­ar, og Sam­herji biðl­aði til Fjár­mála­eft­ir­lits Seðla­bank­ans um að hleypa sér undan yfir­töku­skyld­unni. Eft­ir­litið varð við þeirri beiðni á þriðju­dag. 

Virði bréfa í Eim­skip hafa fallið um 34,3 pró­sent það sem af er ári. Það þýðir að rúmur þriðj­ungur af mark­aðsvirði félags­ins er horf­inn.

Auglýsing

Það félag sem fallið hefur mest í virði er eðli­lega Icelandair Group. Alls hafa hluta­bréf í félag­inu fallið um 50,99 pró­sent á þremur mán­uðum og virði þeirra nú er 3,7 krónur á hlut. Það þýðir að mark­aðsvirði Icelandair er nú ein­ungis 20,1 millj­arðar króna. Það var um 42 millj­arðar króna í lok síð­asta árs. Hæst reis það í apríl 2016 og fór þá í 191,5 millj­arð króna. 

Starf­semi Icelandair er nú í lama­sessi og flota félags­ins hefur verið lagt tíma­bundið að mestu. Fyr­ir­tækið sagði upp 240 manns í síð­ustu viku og 92 pró­sent eft­ir­stand­andi starfs­manna þess voru fluttir í hluta­bóta­úr­ræði stjórn­valda, þar sem allt að 75 pró­sent af greiddum launum koma úr rík­is­sjóði.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar