Gert út á Ólympíudrauminn en börnin gleymdust

Aðeins mánuði eftir að bandaríska kvennaliðið í fimleikum sópaði til sín verðlaunum á Ólympíuleikunum í Ríó birti dagblað í Indíana frétt um að liðslæknirinn Larry Nassar hefði misnotað ungar fimleikastúlkur. Málið var stærra en nokkurn óraði fyrir þá.

Þegar fyrsta fréttin um ásakanir þriggja kvenna um misnotkun Larry Nassar kom út haustið 2016 grunaði fáa hvert umfang málsins yrði, en talið er að Nassar hafi misnotað yfir 500 stúlkur yfir meira en tveggja áratuga tímabil sem landsliðs- og háskólalæknir
Þegar fyrsta fréttin um ásakanir þriggja kvenna um misnotkun Larry Nassar kom út haustið 2016 grunaði fáa hvert umfang málsins yrði, en talið er að Nassar hafi misnotað yfir 500 stúlkur yfir meira en tveggja áratuga tímabil sem landsliðs- og háskólalæknir
Auglýsing

Ef allt væri eðli­legt stæði fim­leika­keppni Ólymp­íu­leik­anna sem hæst þessa dag­ana, en útsend­ingar frá úrslitum í fim­leikum kvenna er eitt allra vin­sælasta sjón­varps­efni leik­anna. Í for­grunni keppn­innar und­an­farna leika hafa verið hetj­urnar í banda­ríska kvenna­lið­inu, allir vilja berja þær augum enda sýn­ingin stór­kost­leg. Engir Ólymp­íu­leikar eru í ár en á einni stærstu efn­isveitu heims, Net­fl­ix, er sýnd heim­ild­ar­myndin Athlete A sem fjallar um myrkar hliðar árang­urs liðs­ins og það þegar dag­blaðið Indi­ana­polis Star fletti ofan af Larry Nass­ar, níð­ingnum sem komst upp með það ára­tugum saman að mis­nota ungar fim­leika­stúlkur í Banda­ríkj­un­um. 



Í mynd­inni, sem sýna átti á Tri­beca kvik­mynda­há­tíð­inni hefði henni ekki verið aflýst, er rýnt í þá menn­ingu sem ríkti, eða rík­ir, í banda­ríska fim­leika­heim­inum og átti mögu­lega þátt í því að Nassar var ekki stöðv­aður fyrr. 

Auglýsing



Draumar barna nýttir til að byggja upp vöru­merki

„Þessi börn fengu öll ráð frá full­orðnu fólki um hvernig þau gátu látið Ólymp­íu­draum­inn ræt­ast. Það var svo í raun verið að nota þessa drauma þeirra til að byggja upp vöru­merki, og full­orðna fólkið var svo upp­tekið við að selja vöru­merkið að það hafði ekki tíma fyrir þessar stelp­ur.” 



Svona kemst rann­sókn­ar­blaða­mað­ur­inn Steve Berta að orði þegar hann lýsir yfir­mönnum banda­ríska fim­leika­sam­bands­ins, USA Gymnast­ics, og vinnu­brögðum þeirra í heim­ild­ar­mynd­inni Athlete A, en Berta stýrði rann­sókn­arteymi dag­blaðs­ins Indi­ana­polis Star sem fyrst allra miðla fletti ofan af níð­ingnum Larry Nass­ar. 



Fórn­ar­lömbin reynd­ust mörg hund­ruð 



Mynd­in, sem er gerð af Bonni Cohen og Jon Shenk, er með vin­sælasta efni á Net­flix þessa dag­ana en nafnið Athlete A vísar í heiti sem blaða­menn Indi­ana­polis Star gáfu fyrstu afreks­kon­unni sem greindi fim­leika­sam­band­inu frá brotum Larry Nass­ars, læknis banda­ríska lands­liðs­ins í fim­leikum til tveggja ára­tuga og háskóla­læknis Michigan háskóla, en sú vildi ekki koma fram undir nafni fyrst þegar sagðar voru fréttir af mál­inu haustið 2016. 



Hún kom síðar fram og heitir Maggie Nichols, ein allra besta fim­leika­kona Banda­ríkj­anna, sem þó var horft fram hjá við val í Ólymp­íuliðið 2016 enda hafði hún þá til­kynnt um brot Nassar til fim­leika­sam­bands­ins og virð­ist hafa verið snið­gengin fyrir vik­ið. 

Bandaríska kvennalandsliðið í fimleikum í Ríó 2016

Rann­sókn­ar­blaða­mennska upp­hafið að end­in­um 

Eins og allir sem fylgj­ast með fréttum vita var mál Nass­ars eitt mesta hneyksli innan íþrótta­hreyf­ing­ar­inn­ar, ekki bara í Banda­ríkj­unum heldur í heim­inum öll­um, í árarað­ir. Vart er hægt að ímynda sér neitt verra en að kom­ast að því að læknir sem átti að halda utan um börn og vernda þau þegar þau meidd­ust eða glímdu við verki, mis­not­aði þau þess í stað í skjóli aðstöðu sinn­ar.



Í upp­hafi, þegar IndyStar fór af stað með mál­ið, greindu þrjár stúlkur þeim frá brotum Nass­ars en síðar stigu alls fram yfir 500 fórn­ar­lömb lækn­is­ins. Líkt og heims­byggðin fékk að fylgj­ast með var Larry Nassar árið 2018 dæmdur í allt að 175 ára fang­elsi fyrir að hafa beitt mörg hund­ruð stúlkur kyn­ferð­is­legu ofbeldi og mis­notk­un. 



Hann var einnig dæmdur í 60 ára fang­elsi fyrir vörslu barnakláms og því ljóst að Nassar mun ekki um frjálst höfuð strjúka fram­ar. 



Sak­sókn­ari í mál­inu sagði að rann­sókn­ar­blaða­mennsku væri að þakka fyrir að Larry Nassar hefði náðst. 



Hefði IndyStar ekki hafið sína rann­sókn og fylgt mál­inu vand­lega eftir væri óvíst að hann hefði verið fund­inn sek­ur. En, eins og myndin sýnir fram á, hefði verið hægt að ná honum fyrr. Hann fékk óáreittur að fremja brot sín jafn­vel eftir að til­kynnt hafði verið um brotin til fim­leika­sam­bands­ins og Michig­an-há­skóla. Mörgu er enn ósvarað varð­andi þetta and­styggi­lega mál, einkum um það hver vissi hvað og af hverju ekk­ert var gert fyrr.



Spurn­ing­arnar sem eftir standa



Hvernig gat þetta ger­st? Þetta er spurn­ingin sem ómar í höfðum flestra sem setja sig inn í málið og reynt er að finna ein­hver svör við í mynd­inni. Larry Nassar starf­aði í yfir tvo ára­tugi með börnum og ung­lingum og virð­ist á þeim tíma hafa náð að mis­nota og beita mörg hund­ruð stúlkur kyn­ferð­is­of­beld­i. 



Líkt og reynt er að varpa ljósi á í mynd­inni þá er það ekki síður umhverfið í kringum Nassar sem sætir gagn­rýni. Eitruð keppn­is­menn­ing, harð­ræði og óeðli­legt and­rúms­loft sem skap­ast hefur í fim­leika­heim­inum í Banda­ríkj­unum er talið hafa ýtt undir það að eng­inn sagði frá. 



Með öðrum orð­um, það var svo illa farið með þessar stelpur dags­dag­lega að þær áttu litla mögu­leika á að koma auga á fram­koma Nass­ars væri óeðli­leg. Ef þær voru svangar var þeim sagt að það væri mis­skiln­ing­ur, ef þær voru meiddar var þeim sagt að það væri eðli­legt. Fim­leika­konur vönd­ust því frá unga aldri að þeirra þarfir skiptu ekki máli. Ein­hvern veg­inn svona er and­rúms­loft­inu í banda­ríska fim­leika­heim­inum lýst í mynd­inni og því haldið fram að teknar hafi verið upp gagn­rýn­is­laust þjálf­un­ar­að­ferðir frá fyrrum Sov­ét­ríkj­unum þar sem harð­ræði og nið­ur­læg­ing voru talin hluti af því að ná árangri. Gengið er svo langt að segja að aðal­þjálf­arar banda­ríska kvenna­liðs­ins um ára­bil, hjónin Marta og Bela Karolyi, hafi normalíserað grimmd sem þjálf­un­ar­að­ferð. 



Þetta er langt því frá í fyrsta sinn sem hjón­in, sem áður þjálf­uðu í Rúm­en­íu, eru gagn­rýnd og þess­ari menn­ingu ógnar og ótta í fim­leika­heim­inum er lýst. Í bók­inni Pretty Girls in Little Boxes eftir blaða­mann­inn Joan Ryan sem kom út árið 1995 kom fram hörð gagn­rýni á nákvæm­lega þessa ógn­ar­stjórn sem ein­kennir þjálfun fim­leika­kvenna. Bent var á að ungar stelpur væru látnar æfa þótt þær væru meiddar og svelti væri dag­legt brauð, enda varp­aði bókin mik­il­vægu ljósi á átrask­anir sem vanda­mál í svona and­rúms­lofti. Ryan hefur sagt í við­tölum eftir að myndin Athlete A kom fram að það sé sorg­legt að sjá hversu lítið hafi í raun breyst frá því bókin kom út fyrir ald­ar­fjórð­ung­i. 



Ólympíugull er æðsta takmark hvers íþróttamanns, en í myndinni Athlete A er því velt upp hvort verið sé að fórna börnum fyrir frama þjóðar á íþróttasviðinu. Mynd: EPA

„Þetta hefði verið hægt að forðast”

„Það var horft fram hjá okkur of lengi. Þetta hefði verið hægt að forð­ast. Við þurftum bara einn full­orð­inn ein­stak­ling til að standa á milli okkar og Nass­ar­s,” sagði Ólymp­íu­far­inn Aly Raisman sem einnig hefur komið fram opin­ber­lega sem þol­andi lækn­is­ins. 



En eng­inn full­orð­inn stóð þarna á milli eins og lýst er í mynd­inni. Eng­inn stopp­aði níð­ing­inn og hann hafði óheftan aðgang að börn­um. Hluti af því að Nassar náði sífellt í ný fórn­ar­lömb var einmitt að hann var svo skemmti­leg­ur, hann var við­kunn­an­legur og jafn­vel eini full­orðni ein­stak­ling­ur­inn sem fim­leika­stúlk­urnar hittu í tengslum við sínar æfingar sem öskr­aði ekki á þær. Hann laum­aði til þeirra mat og nammi meðan þjálf­ar­arnir kröfð­ust þess að þær borð­uðu sem minnst. Hann var hressi gaur­inn sem hrós­aði þeim og stapp­aði í þær stál­inu meðan þjálf­ar­arnir nið­ur­lægðu þær. 



Það er einmitt þessi jarð­vegur ógn­ar­stjórnar sem var svo frjór fyrir níð­ing­inn Nass­ar. 

Ljóst er að fim­leika­sam­bandið virð­ist hafa gert fátt til að vernda börn og ljóst er að fjöldi til­kynn­inga um mis­notkun eða grun um slíkt náðu aldrei til yfir­valda frá sam­band­inu heldur stopp­uðu eða var stungið ofan í skúffu hjá Steve Penny, for­manni sam­bands­ins.





Til­kynntu ekki um meint brot til yfir­valda



Penny tók við stjórn­ar­taumum hjá sam­band­inu árið 2005 og stýrði því þar til hann lét af störfum vegna brota Nass­ars árið 2017. Hann var ráð­inn vegna reynslu sinnar af mark­aðs­setn­ingu íþrótta­við­burða og reynslu af við­skipta­þróun á þeim vett­vangi, ekki vegna reynslu af því að vinna með börn­um. 



Penny við­ur­kenndi, þegar mál Nass­ars kom upp, að sam­bandið til­kynnti mál þar sem grunur léki á mis­notkun nán­ast aldrei til yfir­valda, jafn­vel þegar börn ættu í hlut, enda gæti slíkt skaðað þjálf­ara reynd­ust ásak­an­irnar fyrir rest vera ósann­ar. 



Rúmu ári eftir að Penny lét af störfum var hann hand­tek­inn grun­aður um að hafa eytt sönn­un­ar­gögnum sem hefðu getað nýst í máli Nass­ars. Hann á að hafa fyr­ir­skipað að gögn um fjölda lækn­is­með­ferða á búgarði lands­liðs­þjálf­ar­anna, nokk­urs konar æfinga­búð­um, þar sem þjálfun lands­liðs­kvenna fór fram, yrðu flutt á skrif­stofu sína eftir að ásak­anir á hendur Nassar komu fram. Gögnin hafa aldrei fund­ist og því var hann ákærður fyrir að eyða þeim. 

Þolendur Nassars fjölmenntu þegar Steve Penny og fleiri sátu fyrir svörum hjá þingnefnd sem átti að rannsaka þátt fimleikasambandsins í brotum Nassars. Mynd: EPA

Það er áhrifa­ríkt atriði í mynd­inni þegar sýnt er frá nefnd­ar­fundi á Banda­ríkja­þingi þar sem Penny á að sitja fyrir svörum um vinnu­lag innan fim­leika­sam­bands­ins í kjöl­far Nass­ar-hneyksl­is­ins. Penny ítrekar aðeins að lög­menn hafi ráð­lagt honum að svara ekki og hann hygg­ist nýta sér þann rétt. Þing­maður spyr hvort hann finni ekki til ábyrgðar gagn­vart fim­leika­fólk­inu, börn­un­um, sem hann átti að vernda. 



Penny svarar því ekki held­ur, end­ur­tekur bara að lög­fræð­ingur hafi ráð­lagt sér að segja ekk­ert. Og eng­inn spyr meira, hann bara fær að yfir­gefa sal­inn. Penny var færður í gæslu­varð­hald þegar hann var hand­tek­inn en síðar sleppt gegn trygg­ingu. Enn hefur ekki verið réttað í máli Pennys en hans gæti beðið allt að tíu ára fang­els­is­dómur verði hann fund­inn sek­ur. 



Sagði for­eldr­unum að rann­sókn stæði yfir 



Athlete A er fim­leika­konan Maggie Nichols, afreks­kona í fim­leik­um, en bæði hún og for­eldrar hennar koma fram í mynd­inni. Hún var sú fyrsta sem sagði frá brotum Nass­ars, sagði að hann hefði snert sig á óvið­eig­andi hátt. Þjálf­ari hennar sagði yfir­manni innan fim­leika­sam­bands­ins frá og þaðan barst málið til Steve Penny, sem gerði ekk­ert í því. Hann hélt því samt stöðugt fram við for­eldra hennar að rann­sókn stæði yfir og FBI væri að skoða mál­ið. 



Ýmsu er enn ósvarað um það mál og IndyStar bíður enn úrskurðar um hvort það fái gögn um það hvort Steve Penny var í raun að vinna að mál­inu í sam­starfi við FBI eða ekki. 



Kvik­mynda­gerð­ar­menn­irnir hafa sagt að myndin sé í raun um fólk sem sé mis­notað af stofnun sem missir sjónar á ábyrgð sinni. Fim­leika­sam­bandið hafi farið að snú­ast um sigra, pen­inga og sæmd. Það hafi misst sjónar á því hlut­verki sínu að vernda iðk­endur en hugsað um það eitt að mark­aðs­setja íþrótt­ina og hetjur hennar en ekki hugað að fórn­ar­kostn­að­in­um. Alltum­lykj­andi var draum­ur­inn um að kom­ast á topp­inn, að ná á Ólymp­íu­leik­ana og vinna gull. 



Þáttur Karolyi-hjón­anna



Bela og Marta Karolyi koma tölu­vert fyrir í mynd­inni. Þau eiga heið­ur­inn að þjálfun margra sig­ur­sælla fim­leika­stúlkna. Þau komu upp­haf­lega til Banda­ríkj­anna frá Rúm­eníu eftir að hafa þjálfað sjálfa Nadiu Coma­neci. Í fim­leika­heim­inum hafa þau í gegnum tíð­ina verið talin nán­ast goð­sagna­kenndar ver­ur. 



Það er talið að miklu leyti þeim að þakka hversu vel banda­ríska kvenna­lið­inu hefur gengið á stór­mótum á síð­ustu ára­tug­um. En nú velta margir því fyrir sér hvort verð­mið­inn fyrir þennan árangur hafi verið of hár? 



Þeim var treyst og risu fljótt til met­orða í banda­rískum fim­leika­heimi og höfðu umsjón með vali í lands­lið kvenna og þjálfun þess meira og minna frá því á níunda ára­tugnum og þar til þau hættu að vinna fyrir sam­bandið eftir Ólymp­íu­leik­ana í Ríó 2016.



Búgarður þeirra í Texas var oft vett­vangur brota Nass­ars eins og lýst er í mynd­inni, en þar fóru fram æfinga­búðir hinna bestu. Eftir að fim­leika­of­ur­hetjan Simone Biles tísti um að hún hefði verið mis­notuð af Nassar einmitt á þessum búgarði var ákveðið að loka fim­leika­búð­unum þar.



Hvergi er því haldið fram að þjálf­ara­hjónin hafi vitað af brot­unum eða átt neinn beinan þátt í þeim hryll­ingi sem Nassar kall­aði yfir fim­leika­stúlk­urn­ar. En það and­rúms­loft sem þau sköp­uðu, meðal ann­ars á fim­leika­bú­garð­in­um, kann að hafa verið frjór jarð­vegur fyrir þögn­ina um brot­in. Stúlk­urnar voru lok­aðar frá umheim­in­um, engir for­eldrar fengu að koma nærri, því var stýrt hvað þær borð­uðu, þær þurftu að pína sig í gegnum meiðsli. Ef þær voru svangar var ekki hlustað á það, ef þær voru meiddar var þeim ekki trú­að. Hvernig átti þeim að detta í hug að segja frá því að lækn­ir­inn snerti þær á óvið­eig­andi hátt? Þeim datt lík­lega ekki í hug að neinn gerði neitt í því - sem var líka raunin eins og Maggie Nichols fékk að reyna.

Larry Nassar er bakvið lás og slá en í kjölfar myndarinnar hefur verið kallað eftir því að rannsókn á fimleikasambandinu haldi áfram og fullorðna fólkið sem þagaði verði dregið til ábyrgðar. Mynd: EPA

Fang­elsun Larry Nass­ars ekki enda­punktur

Athlete A dregur ýmsar hliðar Nassar máls­ins fram og minnir áhorf­and­ann á að mál­inu er ekki lokið þótt Nassar sé kom­inn bak við lás og slá.  



Þrátt fyrir að því hafi verið fagnað þegar Larry Nassar var stungið í stein­inn þá er ljóst að tölvu­ert vantar uppá að rétt­læti hafi náð fram að ganga í mál­inu. Hvaða dóm hlýtur Steve Penny? Verður hægt að draga hann til ábyrgðar og refsa fyrir að hafa ekki greint yfir­völdum frá ásök­unum Maggie Nichols og fleiri um mis­notkun Nass­ars? Og hvað með Karolyi-hjón­in, verður þeirra þáttur í mál­inu rann­sak­aður frekar?



Að auki hafa þjálf­arar við Michig­an-há­skóla verið ákærðir fyrir að hafa ekki til­kynnt um brot Nass­ars sem iðk­endur greindu þeim frá, en enn hafa ekki fallið dómar í þessum mál­u­m. 



Myndin Athlete A hefur frá því hún kom út fyrir rúmum mán­uði nú þegar haft tölu­verð áhrif. Í Ástr­alíu hafa fim­leika­konur stigið fram og lýst ógn­ar­stjórn á æfingum og and­legu ofbeldi sem land­lægu í íþrótta­grein­inni þar í landi og úrbótum verið heitið af ástr­alska fim­leika­sam­band­inu. Svipað er uppi á ten­ingnum í Bret­landi, þar stíga fim­leika­konur fram ein af annarri á sam­fé­lags­miðlum og lýsa ástandi sem um margt lík­ist lýs­ingum banda­rísku fim­leika­kvenn­anna á harð­ræði og slæmri fram­komu full­orðna fólks­ins.



Hvort fleiri verði dregnir til ábyrgðar verður tím­inn að leiða í ljós. En myndin er áminn­ing um það að þótt Ólymp­íugull sé eft­ir­sókn­ar­verður gripur að hafa um háls­inn þá eru ótal brotnar barns­sálir ekki fórn­ar­kostn­aður sem nein þjóð ætti að sætta sig við.

 











Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent