Mynd: Bára Huld Beck

Prentmiðlar: Færri blöð, færri útgáfudagar og lesturinn aldrei verið minni

Lestur prentmiðla hefur aldrei mælst minni og hann hefur minnkað hratt, sérstaklega hjá fólki undir fimmtugu, síðustu ár. Í mælingum Gallup eru nú einungis fjögur blöð: eitt fríblað, eitt áskriftardagblað og tvo vikublöð.

Lestur stærstu prent­miðla lands­ins hefur dreg­ist veru­lega saman á örfáum árum. Lestur Frétta­blaðs­ins hjá fólki undir fimm­tugu hefur til að mynda farið úr 64 í 25 pró­sent á ára­tug og Morg­un­blaðið er nú með undir tólf pró­sent lestur í þeim ald­urs­hópi. 

Mann­líf virð­ist vera hætt að koma út, lestur DV hefur helm­ing­ast á nokkrum mán­uðum og Við­skipta­blaðið er lesið af 4,1 pró­sent lands­manna. 

Öll prentuð blöð sem koma út á Íslandi mæl­ast nú með minnsta lestur sem þau hafa nokkru sinni mælst með, sam­kvæmt mæl­ingum Gallup. Og lestur hefur minnkað hratt síð­ustu ár.

Breytt lög um póst­þjón­ustu, sem sam­þykkt voru í fyrra, gera frí­blöðum erf­ið­ara fyrir en áður að ná augum fólks. Í þeim er réttur neyt­enda til að afþakka frí­blöð tryggð­ur. 

Auglýsing

Á grunni þeirra laga réðst Reykja­vík­ur­borg í útgáfu á svoköll­uðum afþökk­un­ar­lím­miðum fyrir Reyk­vík­inga, sem sendir voru á öll heim­ili á þessu stærsta dreif­ing­ar­svæði frí­blaða á Íslandi fyrir nokkrum vikum síð­an. 

Lestur hjá yngri hluta þjóð­ar­innar kom­inn undir 12 pró­sent

Sem stendur koma út fjögur dag­blöð á Íslandi. Auk þeirra er Stundin enn send til áskrif­enda í papp­írs­formi og nokkur minni hér­aðs­blöð koma enn út í því formi. Ekk­ert þeirra er þó í mæl­ingum hjá Gallup. Bænda­blaðið er enn prentað og sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá yfir­manni rekstr­ar- og mark­aðs­mála hjá því kaupir blaðið mæl­ingar hjá Gallup í októ­ber, nóv­em­ber og des­em­ber á hverju ári. Í lok síð­asta árs sögð­ust 29,2 pró­sent lands­manna sjá Bænda­blaðið og hefur lestur þess hald­ist stöð­ugur und­an­farin ár.

Eitt dag­blað­anna sem enn er mælt, Morg­un­blað­ið, er áskrift­ar­blað sem kemur út sex sinnum í viku. Síð­ast­liðið ár hefur blaðið verið í frídreif­ingu á fimmtu­dög­um, sem þýðir að fjöldi fólks sem eru ekki áskrif­end­ur, og báðu ekki um að fá blað­ið, fá það þá daga nema að það leggi sig fram við að hafna því.

Lestur Morg­un­blaðs­ins hefur breyst mikið und­an­farin ár. Ára­tugum saman var það frekar und­an­tekn­ing en regla að heim­ili í land­inu væri ekki með áskrift að blað­inu. Sum­arið 2008 fór lest­ur­inn í fyrsta sinn undir 40 pró­sent hjá öllum les­enda­hóp­um. Fyrir sex árum fór hann undir 30 pró­sent, fyrir tveimur árum undir 25 pró­sent og í síð­ustu mæl­ingu Gallup, sem sýnir lest­ur­inn í ágúst 2020, mæld­ist hann 21,9 pró­sent. Lestur Morg­un­blaðs­ins hefur aldrei mælst minni.

Auglýsing

Lest­ur­inn hefur skroppið mest saman hjá yngri lands­mönn­um. Hjá fólki undir fimm­tugu var lest­ur­inn um 23 pró­sent fyrir rúmum sex árum síð­an. Hann er nú 11,9 pró­sent og hefur næstum helm­ing­ast síðan þá. 

Frí­blað sem er lesið af fjórð­ungi fólks undir fimm­tugu

Frétta­blað­ið, frí­blað sem dreift er ókeypis í 80 þús­und ein­tökum á heim­ili á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og Akur­eyri, kemur nú út fimm sinnum í viku. Útgáfu­dögum þess var fækkað um einn í apríl síð­ast­liðn­um, þegar ákveðið var að blaðið myndi ekki lengur koma út á mánu­dög­um. Síð­asta breyt­ing á útgáfu­tíðni fyrir það hafði verið í jan­úar 2009, skömmu eftir banka­hrun­ið, þegar Frétta­blaðið hætti að koma út á sunnu­dög­um. 

Blaðið var fyrst gefið út árið 2001 og náði fljótt mik­illi fót­festu á dag­blaða­mark­aði með til­heyr­andi sneið af aug­lýs­inga­tekjukök­unni. Vorið 2007 sögð­ust 65,2 pró­sent lands­manna lesa Frétta­blað­ið.

Undir lok árs 2015 fór lestur blaðs­ins í fyrsta sinn undir 50 pró­sent og tæpum þremur árum siðar fór hann undir 40 pró­sent. Nú mælist lestur Frétta­blaðs­ins 35,1 pró­sent. 

Líkt og hjá Morg­un­blað­inu þá hefur lest­ur­inn að mestu dreg­ist saman hjá yngri les­end­um. Vorið 2010 lásu um 64 pró­sent lands­manna í ald­urs­hópnum 18 til 49 ára blað­ið. Nú lesa 25 pró­sent lands­manna undir fimm­tugu það.

Hratt minnk­andi lestur viku­blaða

Um tíma komu út þrjú viku­blöð í dag­blaða­formi. Mann­líf, sem var frí­blað, til­kynnti í sumar að það myndi fara í útgáfu­hlé í júlí­mán­uði og koma aftur út 7. ágúst. Nú, rúmum mán­uði síð­ar, hefur blaðið enn ekki komið úr því fríi og sam­kvæmt upp­lýs­ingum Kjarn­ans er frek­ari útgáfa ekki í far­vatn­inu. Í júní lásu 16,6 pró­sent lands­manna Mann­líf. 

DV á sér langa sögu og var lengi vel í mun tíð­ari útgáfu. Upp­safn­aður lestur mæld­ist til að mynda um 40 pró­sent árið 2005 hjá öllum ald­urs­hóp­um. Síðan þá hefur blaðið gengið í gegnum mikið hnign­un­ar­skeið og und­an­farin ár hefur það komið út einu sinni í viku og verið rekið í botn­lausu tapi. Vorið 2011 var lest­ur­inn rúm­lega 14 pró­sent, í fyrra­vor var hann rúm­lega níu pró­sent og nú mælist hann 4,6 pró­sent. Lest­ur­inn hefur því helm­ing­ast á rúmu ári og hefur aldrei verið minni. Hjá ald­urs­hópnum 18 til 49 ára mælist lest­ur­inn nú þrjú pró­sent. 

Auglýsing

Við­skipta­blaðið kom um tíma út nokkrum sinnum í viku fyrir banka­hrun­ið. Það skipti um kenni­tölu í kjöl­far þess og hefur síðan þá verið viku­blað. Lest­ur­inn náði hápunkti síðla árs 2015 þegar hann mæld­ist 13,4 pró­sent en síðan hefur hann minnkað hratt. Í ágúst 2020 mæld­ist lest­ur­inn 4,1 pró­sent sem er um helm­ingur af því sem hann var í des­em­ber 2019. Hjá fólki undir fimm­tugu er hann enn minni, eða 3,2 pró­sent. 

Margir geta hugsað sér að afþakka

Sum­arið 2019 sam­þykkti Alþingi lög um póst­þjón­ustu þar sem réttur neyt­enda til að afþakka frí­blöð var tryggð­ur. Ekki er hægt að afþakka þetta mið­lægt heldur þarf hver og einn að gera það með eigin merk­ing­um. Í þessu ljósi ákvað Reykja­vík­ur­borg að ráð­ast í útgáfu á svoköll­uðum afþökk­un­ar­lím­miðum fyrir Reyk­vík­inga. Um er að ræða miða, sem dreift var í sumar inn á heim­ili íbúa borg­ar­innar sem gera þeim kleift að afþakka ómerktan fjöl­póst og frí­blöð. 

Í til­kynn­ingu sem borgin birti vegna þessa sagði að með notkun á mið­unum gætu þeir sem ekki lesa miðla á prenti „á ein­faldan hátt afþakkað að fá slíkan póst inn um lúg­una hjá sér. Þannig getur fólk stuðlað að minni notkun auð­linda, vegna papp­írs, prent­unar og dreif­ingar og vegna söfn­unar og end­ur­vinnslu á papp­írn­um.“

Í við­horfskönnun sem Reykja­vík­ur­borg og SORPU bs. létu gera um flokkun og end­ur­vinnslu, í aðdrag­anda þess að gripið var til þess ráð­ast að dreifa mið­un­um, kom í ljós að um 70 pró­sent af svar­endum afþökk­uðu ekki fjöl­póst en gátu mögu­lega eða mjög vel hugsað sér að gera það.

Verði notkun á mið­unum í sam­ræmi við nið­ur­stöðu við­horfskönn­un­ar­innar er lík­legt að lestur á frí­blöðum eins og Frétta­blað­inu og fimmtu­dags­út­gáfu Morg­un­blaðs­ins muni dala enn frekar í nán­ustu fram­tíð. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar