Tíu staðreyndir um hlutafjárútboð Icelandair

Í dag hefst hlutafjárútboð Icelandair Group. Það er síðasti liðurinn í langdregnum björgunarleiðangri félagsins. Á morgun kemur svo í ljós hvort að hann hafi lukkast eða ekki.

icelandair af fb.jpg
Auglýsing

Icelandair Group hefur átt í miklum rekstr­ar­vanda und­an­farna mán­uði. Alls nam tap sam­stæð­unnar um 45 millj­örðum króna á fyrri hluta árs­ins 2020. Stærstan hluta þess taps, sem nemur 245 millj­ónum króna á dag, má rekja beint til kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins. 

Síð­ustu mán­uði hefur félagið því róið líf­róður og und­ir­búið það að sækja sér nýtt hlutafé til að standa af sér yfir­stand­andi storm. Upp­haf­lega ætl­aði það að halda hluta­fjár­út­boð sem myndi ljúka í júní­mán­uði og átti að safna 200 millj­ónum dala, um 27 millj­örðum króna á núvirði. Það gekk ekki eftir vegna þess að Icelandair náði ekki samn­ingum við ýmsa hag­að­ila í tíma til að það væri hægt. Því var hluta­fjár­út­boð­inu frestað fram í ágúst og þegar ljóst var að sá tíma­frestur myndi ekki nást var greint frá nýjum áform­um: Upp­hæðin sem sækja átti var lækkuð og útboðið myndi fara fram í sept­em­ber.

Hluta­fjár­út­boð Icelandair hefst í dag klukkan níu og lýkur á morgun klukkan fjögur síð­deg­is. Stund sann­leik­ans er að renna upp.

1. Ætlað að safna 20-28,8 millj­örðum króna

Icelandair ætlar sér að safna að lág­marki 20 millj­örðum króna í nýtt hluta­fé, en hver hlutur verður seldur á eina krónu. Ef umfram­eft­ir­spurn skap­ast eftir hlutum verður hægt að stækka útgáf­una um þrjá millj­arða króna auk þess sem að kaup á hverjum hlut mun fylgja áskrift­ar­rétt­indi sem svara til 25 pró­sent af skrán­ingu nýrra hluta. Það þýðir að þeir sem kaupa hlut mega bæta við fjár­fest­ing­una sína á sama gengi sem nemur fjórð­ungi af upp­haf­legri fjár­fest­ingu. Verði þessi rétt­indi full­nýtt mun Icelandair að hámarki safna 28,75 millj­örðum króna.

2. Sam­komu­lag við hag­hafa

Icelandair hefur gert við ýmsa kröfu­hafa sína bæta lausa­fjár­stöðu félags­ins, eða draga úr fjár­hags­legum skuld­bind­ingum þess, um alls 450 millj­ónir dali, eða um 61 millj­arð króna. Þar skipta lang­mestu máli breyt­ingar á kaup­samn­ingum á Boeing flug­vél­um. Þessir samn­ingar voru for­senda þess að hægt var að ráð­ast í útboð­ið. Til við­bótar hafa samn­ingar við stærstu starfs­stétt­irnar sem starfa hjá félag­inu skilað tölu­verðu kostn­að­ar­hag­ræði, en í því felst að mestu að starfs­menn þurfa að skila fleiri tímum í vinnu en áður.

Ekk­ert hefur hins vegar verið afskrifað af skuldum Icelandair Group.

3. Almenn­ingur má kaupa en þarf að stand­ast próf

Almenn­ingur mun fá að kaupa fyrir að minnsta kosti 100 þús­und krónur og upp að 20 millj­ónum króna. Fjár­mála­eft­ir­lit Seðla­bank­ans hefur hins vegar gert kröfu um að almenn­ingur sem tekur þátt í útboð­inu geti sýnt fram á reynslu og til­hlýði­lega þekk­ingu á afleiðu­við­skipt­u­m. 

Auglýsing
Í því felst að eft­ir­litið skil­greinir útboðið sem flókin fjár­mála­gjörn­ing og þess vegna þurfa þau fjár­mála­fyr­ir­tæki sem selja almenn­ingi hluta­bréf að meta hvort fjár­fest­ing í útboð­inu sé við­eig­andi fyrir þá sem taka þátt. Það er gert með því að leggja fyrir við­kom­andi sér­stakan spurn­ing­ar­lista – svo­kallað til­hlýði­leika­mat – sem bank­arnir þurfa svo að meta nið­ur­stöð­una úr í hverju til­viki fyrir sig.

4. Líf­eyr­is­sjóð­irnir þeir sem þurfa að kaupa

Stjórn­endur Icelandair hafa sagt það opin­ber­lega að horft sé til sam­tals við helstu núver­andi inn­lendu hlut­hafa um þátt­töku í hluta­fjár­út­boð­in­u. 

Þar eru fjórir íslenskir líf­eyr­is­sjóðir stærstir: Líf­eyr­is­sjóður starfs­manna rík­is­ins (LS­R), Líf­eyr­is­sjóður verzl­un­ar­manna, Gildi og Birta. Eig­endur líf­eyr­is­sjóð­anna eru almenn­ingur í land­in­u. 

Ára­tugur er síðan að Icelandair fór síð­ast í gegnum end­ur­skipu­lagn­ingu og á því tíma­bili hefur ávöxtun sjóð­anna ekki verið beys­in. Tveir þeirra hafa raunar tapað veru­lega á þeirri fjár­fest­ingu, líkt og Kjarn­inn greindi frá nýver­ið. 

5. Allskyns rík­is­fram­lag

Flestar þeirra efna­hags­að­gerða sem íslenska ríkið hefur gripið til vegna kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins hafa verið sniðnar að Icelanda­ir. Félagið var það ein­staka fyr­ir­tæki sem nýtti mest allra hluta­bóta­leið stjórn­valda. Í mars og apríl fengu launa­menn hjá þeim félögum sem mynda Icelanda­ir-­sam­stæð­una alls um 1,1 millj­arð króna í greiðslur frá Vinnu­mála­stofnun vegna minnk­aðs starfs­hlut­falls. Icelandair nýtti líka leið­ina í maí en ekki hefur verið greint frá því hversu háar greiðslur Vinnu­mála­stofn­unar vegna starfs­manna sam­stæð­unnar námu þann mán­uð.

Auk þess fóru rúm­lega 3,4 millj­arðar króna af hinum svoköll­uðu upp­sagn­ar­styrkj­un­um, sem sam­tals námu átta millj­örðum króna, til Icelandair Group eða tengdra aðila, eða um 43 pró­sent heild­ar­upp­hæð­ar­inn­ar. 

6. Sölu­trygg­ing rík­is­banka

Þann 1. sept­em­ber var greint frá því að Icelandair hefði náð sam­komu­lagi við rík­is­bank­ana tvo, Íslands­banka og Lands­bank­ann, um að þeir sölu­tryggðu sam­tals sex millj­arða króna í kom­andi hluta­fjár­út­boði. Hvor um sig mun sölu­tryggja þrjá millj­arða króna.

Það þýðir á manna­máli að Icelandair þarf í raun ekki að selja nema 14 millj­arða króna af útgáf­unni vegna þess að rík­is­bank­arnir tveir hafa þegar skuld­bundið sig til að kaupa fyrir sex ef 14 millj­arða króna markið næst. Gangi það eftir verður ríkið óbeinn eig­andi að Icelandair í gegnum banka sem það á að öllu leyti.

7. Þegar stórir lán­veit­endur

Íslands­banki hefur lengi verið helsti við­skipta­banki Icelandair og lánað honum háar fjár­hæð­ir. Bank­inn er með veð í fast­eignum og flug­hermum félags­ins.  Í mars í fyrra lán­aði Lands­bank­inn Icelandair 80 millj­ónir dala, þá um tíu millj­arða króna en nú mun hærri fjár­hæð, gegn veði í tíu Boeing 757 flug­vélum félags­ins, sem eru gamlar og lík­ast til verð­lausar miðað við þá stöðu sem er uppi í heim­inum í dag, sam­kvæmt við­mæl­endum Kjarn­ans. 

8. Rekstr­ar­lína og rík­is­á­byrgð

Til við­bótar við allt ofan­greint þá hafa rík­is­bank­arnir tveir heitið því að leggja fram rekstr­ar­línu upp á sam­tals sjö millj­arða króna sem Icelandair mun geta dregið á. Íslands­banki leggur til fjóra af þeim millj­örðum króna en Lands­bank­inn þrjá. 

Icelandair mun auk þess fá þrauta­vara­lána­línu upp á 16,5 millj­arða króna, sem félagið getur dregið á ef allur annar pen­ingur er búinn. Íslands­banki og Lands­bank­inn munu skipta því láni á milli sín, og lána 8,25 millj­arða króna hvor ef á lín­una reyn­ir. 

Alþingi sam­þykkti nýverið að ábyrgj­ast 90 pró­sent lána­lín­unn­ar, eða tæp­lega 15 millj­arða króna. 

9.Bú­ast við fyrri umsvifum 2024

Icelandair Group hefur gefið það út að félagið búist við því að ná fyrri umsvifum sínum árið 2024. Bogi Nils Boga­son, for­stjóri Icelanda­ir, sagði í Kast­ljósi í vik­unni að það það myndi þurfa að draga á lána­lín­una sem rík­is­á­byrgðin hvílir á ef staðan myndi ekki batna næsta sum­ar. Það myndi þá fleyta Icelandair áfram inn á vorið 2022. 

Margir við­mæl­endur Kjarn­ans innan fjár­mála­geirans hafa hrósað Icelandair fyrir að leggja fram var­færna rekstr­ar­á­ætlun og búast við því að umfram­eft­ir­spurn verði í útboð­inu. Aðrir hafa sagt rekstr­ar­á­ætl­un­ina óraun­hæfa og til að mynda bent á að í henni sé ekki reiknað með sam­keppni frá PLAY, en stjórn­endur þess félags segja það geta farið í loftið á innan við mán­uði þegar aðstæður skána.

10. Harð­lega gagn­rýnt líka

Hörð gagn­rýni hefur líka verið sett fram á útboð­ið. Hluti verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar hefur til að mynda verið stór­orð, en stétt­ar­fé­lög skipa hluta stjórn­ar­manna í sumum af stærstu líf­eyr­is­sjóðum lands­ins. Það sem stendur mest í for­kálfum hennar er ákvörðun Icelandair að segja upp flug­freyjum og -þjónum fyrr í sumar og í kjöl­farið hótun félags­ins um að ganga til samn­inga við annað stétt­ar­fé­lag að eigin vali. Drífa Snædal, for­seti ASÍ, kall­aði þetta í grein í Morg­un­blað­inu í gær eina „gróf­ustu aðför að rétt­indum vinn­andi fólks hér á landi á síð­ari tím­um, aðför sem er þegar skráð á spjöld sög­unn­ar“. Mál­inu hefur verið stefnt fyrir félags­dóm. 

­Sam­bæri­leg gagn­rýni kom fram í grein Sól­veigar Önnu Jóns­dóttur og Jónu Sveins­dótt­ur, stjórn­ar­manna í Efl­ingu sem báðar sitja í full­trúa­ráði Gildis líf­eyr­is­sjóð, sem birt­ist um helg­ina. Þar sagði m.a.: „Við mun­um aldrei una við það að eft­ir­­launa­­sjóður okk­ur verði not­aður til að nið­ur­­greiða ta­p­rekst­ur stór­­fyr­ir­tæk­is­ins Icelandair og árás­ir þess á grunn­rétt­indi launa­­fólks. Aldrei."

Gagn­rýnin hefur líka komið ann­ars staðar frá. „Þetta er gríð­ar­leg áhætta og algjör óvissa hvað kemur út úr þessu,“ sagði Gylfi Magn­ús­son, pró­fessor við við­skipta­fræði­deild Háskóla Íslands og for­maður banka­ráðs Seðla­bank­ans, um mögu­lega þátt­töku íslenskra líf­eyr­is­sjóða í hluta­fjár­út­boð­inu á nýlegu mál­þingi Hag­fræði­stofn­unar Háskóla Íslands. Hann og Yngvi Örn Krist­ins­son, hag­fræð­ingur Sam­taka fjár­mála­fyr­ir­tækja, lýstu þar báðir yfir efa­semdum um að þátt­taka íslenskra líf­eyr­is­sjóða í útboð­inu væri rétt­læt­an­leg. 



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar