Mynd: Aðsend Heiðrún Lind Marteinsdóttir.
Mynd: Aðsend

Sjávarútvegurinn sterk stoð þegar aðrar bresta

Ísland er í alvarlegri efnahagskreppu. Þess er vænst að hundruð milljarða króna tap verði á rekstri ríkissjóðs á næstu misserum og atvinnuleysi er í hæstu hæðum. Kjarninn hitti fulltrúa bæði atvinnulífs og launafólks og fékk þeirra sýn á stöðu mála. Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri SFS er næst í röðinni og ræðir hér stöðuna í sjávarútvegi.

Áhrif kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins á íslenskan sjáv­ar­út­veg hafa verið tölu­verð á árinu og veru­leik­inn sem blasir við núna í haust, vegna þess bakslags sem hefur orðið í bar­átt­unni við veiruna víða á helstu útflutn­ings­mörk­uðum er lægri verð, aukin birgða­söfnun vegna minni sölu og breyt­ingar á þeim afurðum sem héðan eru flutt­ar.

„Öll óvissa hefur mikil áhrif, upp á að fyr­ir­tæki geti skipu­lagt starf­semi sína og fram­leiðslu og viti hvað er framund­an,“ ­segir Heiðrún Lind Mart­eins­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi (SFS), í sam­tali við Kjarn­ann. 

Blaða­maður hitti á hana í Húsi atvinnu­lífs­ins í Borg­ar­túni nýlega og spurði út í stöð­una í grein­inni í ljósi heims­far­ald­urs, þá við­var­andi umræðu sem er í sam­fé­lag­inu um gjald­töku af auð­lindum hafs­ins, áhrif Sam­herj­a­máls­ins og ýmis­legt fleira.

Heiðrún Lind segir sölu á sjáv­ar­af­urðum hafa orðið erf­iða í lok vetrar þegar veiran lét á sér kræla og þá hafi verið uppi veru­legar áhyggj­ur, en síðan hafi staðan batnað á ný í sum­ar. Nú þegar haustið bresti á sé aftur kippur til baka í sölu sjáv­ar­af­urða og mark­að­ur­inn fyrir ferskan fisk sé aftur orð­inn erf­ið­ur, enda sé veit­inga­húsum víða gert að loka í sótt­varna­skyni og sömu­leiðis fersk­fisk­borðum í mat­vöru­mörk­uð­um.

Auglýsing

„Ein­staka teg­undir eiga erfitt upp­drátt­ar, rækja, bleikja og sjó­fryst, sem dæmi. Það verða ýmis konar áskor­anir sem þarf að takast á við í vet­ur,“ segir Heiðrún Lind. „Ég nefni bara rækj­una sem dæmi, hún fer að mestu leyti á Bret­land. Og þegar öllum er fyr­ir­skipað að vinna að heiman þá kaupir sér eng­inn rækju­sam­lokur í hádeg­in­u.“ 

Lít­ill fiskur borð­aður á Zoom-fundum

Hún seg­ist vona að lang­tíma­á­hrif far­ald­urs­ins á sjáv­ar­út­veg­inn verði ekki mikil en að hún sjái fyrir sér erf­iðan vetur og jafn­vel erfitt næsta ár líka. „Dýr­ustu afurðir okk­ar, þessi ferski fisk­ur, hann er að fara inn á hátt borg­andi mark­aði, veit­inga­hús að miklu leyti og hót­el. En í ein­hverjum til­vikum hafa þessi veit­inga­hús þetta ekki af og munu ekki opna aft­ur,“ segir Heiðrún Lind. Hún nefnir líka að þverr­andi kaup­máttur í útflutn­ings­lönd­unum gæti haft áhrif á fisk­sölu. Einnig gætu fleiri fjar­fundir í við­skipta­líf­inu og færri við­skipta­ferð­ir, sem ýmsir spá að verði fram­tíðin þegar far­ald­ur­inn er að baki, haft áhrif á fisk­sölu. 

„Menn hafa til­einkað sér breytta tækni og þessi betri veit­inga­hús reiða sig á við­skipta­vini sem eru þar í við­skipta­legum erinda­gjörð­u­m,“ segir Heiðrún Lind, en margt bendir til þess að til fram­tíðar munu æ fleiri slíkir fundir fara fram úr fjar­lægð í gegnum Zoom eða Teams, en ekki á yfir máls­verði á veit­inga­húsi. „Við erum öll að til­einka okkur þá tækni og þó menn sjái það kannski ekki í fljótu bragði þá mun það hafa áhrif á fisk­sölu,“ segir Heiðrún Lind.

Afkoman 2019 „ljós í erf­iðum aðstæð­um“

Sjáv­ar­út­vegs­dag­ur­inn svo­kall­aði var hald­inn um miðjan mán­uð­inn. Þar var að venju birt sam­an­tekt um það hvernig íslenskum félögum í sjáv­ar­út­vegi vegn­aði í rekstri sínum á síð­asta ári. Nið­ur­staðan var heilt yfir mjög góð, eins og fjallað var um í frétta­skýr­ingu Kjarn­ans upp úr gögnum sem Deloitte tók saman fyrir SFS og ná til upp­gjörs um 90 pró­sent þeirra félaga sem starfa í íslenskum sjáv­ar­út­vegi. Sam­an­lagður hagn­aður í grein­inni nam 43 millj­örðum í fyrra.

Bára Huld Beck

„Þetta var gott ár í sjáv­ar­út­vegi og afkoman end­ur­speglar það. Við erum lánsöm hvað þetta varð­ar, enda þarf þjóð­fé­lagið nú sem aldrei fyrr að reiða sig á að atvinnu­greinar standi af sér skakka­föllin af völdum kór­ónu­veirunn­ar,“ segir Heiðrún Lind, sem talar um afkom­una sem „ljós í erf­iðum aðstæð­u­m.“ Hún segir að sam­drátt­ur­inn í sjáv­ar­út­vegi það sem af sé þessu ári sé meiri en á nýlegum erf­iðum árum í sjáv­ar­út­vegi.

„Það var minni sam­dráttur á fyrstu sjö mán­uðum árs­ins árið 2017, þegar sjó­manna­verk­fallið leiddi til þess að ekki var dreg­inn sporður úr hafi í sex vik­ur. Sama með efna­hags­hrun­ið, þá var fyrst og fremst lækkun á afurða­verði en magnið hélst til­tölu­lega stöðugt. Það var sam­dráttur 2008 og 2009 sem reynd­ist mjög erf­iður sjáv­ar­út­vegi, en við erum með meiri sam­drátt núna það sem af er þessu ári heldur en var í hrun­inu. Þetta hefur mikil og nei­kvæð áhrif á sjáv­ar­út­veg núna en fyr­ir­tækin eru, heilt yfir, vel í stakk búin inn í árferðið og sjáv­ar­út­vegur mun standa þetta af sér, en þetta verða erf­iðir næstu mán­uð­ir,“ segir Heiðrún Lind. 

Auglýsing

Sam­drátt­ur­inn sem hún ræðir hér um er í magni og verð­mæti í erlendri mynt, en gengi krón­unnar hefur á móti fall­ið. 

„Það hjálpar auð­vitað til. Þegar við sjáum lækkun á afurða­verði í erlendri mynt og minnkun í magni þá hjálpar til að krónan hafi gefið eft­ir. En, til lengri tíma litið þá er það jafn­vægi gjald­mið­ils­ins sem er hinn gullni með­al­veg­ur. Miklar sveiflur í gengi krónu eru ekki góð­ar, fyrir utan það að sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki eru auð­vitað líka með kostnað sem eykst við veik­ingu krónu, þau þurfa að reiða sig á að geta keypt aðföng, olíu, vara­hluti og ann­að, og þá er kannski síður heppi­legt að krónan veik­ist mik­ið. En veik­ing krónu, þegar verð í erlendri mynt lækkar og selt magn minn­kar, hún­léttir und­ir, ekki bara í sjáv­ar­út­vegi heldur í öllum útflutn­ing­i,“ segir Heiðrún Lind.

Ekki gefið að öll fyr­ir­tæki standi þetta af sér

Kór­ónu­veiru­kreppan og aðstæður á útflutn­ings­mörk­uðum koma á mis­mun­andi hátt við íslensk sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki. Heiðrún Lind segir að fyr­ir­tækin sem eru með meiri eins­leitni í fram­leiðslu eigi kannski erf­ið­ara um vik við að bregð­ast við aðstæðum og nefnir sem dæmi fyr­ir­tæki sem hafa fjár­fest mikið í fersk­fisk­vinnslu eigi erf­ið­ara með að færa sig yfir í frystar afurð­ir, hafi jafn­vel ekki frysti­geymslur fyrir þær. 

„En innan SFS eru tæp­lega 130 fyr­ir­tæki, þau eru jafn mis­jöfn og þau eru mörg. Þau fram­leiða ólíkar afurð­ir, eru mis­mun­andi að stærð og búa yfir æði mis­jöfnum fjár­hags­legum styrk. Það er ekki gefið að öll fyr­ir­tæki standi þetta af sér, en sjáv­ar­út­vegur heilt yfir sem gjald­eyr­is­skap­andi atvinnu­grein fyrir Íslend­inga þegar aðrar atvinnu­greinar bresta, á að geta staðið þennan storm af sér,“ segir Heiðrún Lind.

Alltaf til í að taka umræðu um gjald­töku

Við­var­andi umræða er í sam­fé­lag­inu um sjáv­ar­út­veg og það hversu miklu atvinnu­greinin skilar í fjár­hirslur rík­is­ins. Þessi umræða hefur verið hávær að und­an­förnu og skiptar skoð­an­ir, að venju. Heiðrún Lind segir ágætt að talað sé um sjáv­ar­út­veg, það sem hann skapar og skilar til sam­fé­lags­ins.

„Allt er þetta eðli­leg umræða og við eigum að taka hana, sama á hvaða tíma hún kem­ur. En það er hins vegar mik­il­vægt, nú sem fyrr, að við séum með traustar stoðir undir efna­hag lands­ins,“ segir Heiðrún Lind og nefnir að tvær hinar stóru stoð­irn­ar, ferða­þjón­ustan og álið, eigi nú undir högg að sækja.

„Þá hefði ég talið þeim mun mik­il­væg­ara að umræðan sner­ist um það hvernig við skjótum styrk­ari stoðum undir sjáv­ar­út­veg. Hvernig getur hann skapað meira verð­mæti? Umræð­an, því mið­ur, er stundum á þann veg eins og einu verð­mætin geti falist í veiði­gjaldi eða gjaldi fyrir nýt­ingu auð­lind­ar­inn­ar. Auð­linda­gjaldið er bara einn hluti af þeim verð­mætum sem sjáv­ar­út­vegur skilar til sam­fé­lags­ins, að sjálf­sögðu greiðir sjáv­ar­út­vegur skatta og gjöld til sam­fé­lags­ins, tekju­skatt eins og önnur fyr­ir­tæki, trygg­inga­gjald og svo fram­veg­is. Við greiðum góð laun og af þeim greiða starfs­menn útsvar og annað þess hátt­ar. Í því fel­ast verð­mæti en þau fel­ast líka, og ekki síð­ur, í því hvernig við getum hámarkað verð­mætið á afurð­unum þegar við flytjum þær úr land­i,“ segir Heiðrún Lind. 

Birgir Þór Harðarson

„Það að skatt­leggja grein­ina úr hófi mun leiða til þverr­andi sam­keppn­is­hæfni. Það mun draga úr fjár­fest­ing­um, það verður minna svig­rúm til að fjár­festa í nýsköpun og mark­aðs­starfi, öllu því sem á að leiða til verð­mæta­sköp­un­ar. Vel má vera að aukin gjald­taka leiði til þess að meiri fjár­munir fara í rík­is­sjóð til skamms tíma, en til lengri tíma litið mun það þýða þverr­andi sam­keppn­is­hæfni og minni verð­mæti. Og þannig að end­ingu minni verð­mæti til bæði rík­is­sjóðs og sam­fé­lags­ins. Mér finnst umræðan oft ein­földuð að þessu leyti, eins og að verð­mætin verði til með því að við fáum skatt í formi auð­linda­gjalds­ins. Ef að tekjur rík­is­ins á ári eru ríf­lega 900 millj­arðar króna,  þá hefur einn millj­aður til eða frá í formi veiði­gjalds ekki úrslita­á­hrif í því hvort okkur tak­ist að reka Land­spít­al­ann þannig að sómi sé af eða byggja tvær Hörpur á ári eða hvað sem að menn vilja að verði gert fyrir gjald af nýt­ingu auð­linda,“ ­segir Heiðrún Lind, sem segir þó að öll umræða eigi rétt á sér.

Halda verði fisk­vinnslu sam­keppn­is­hæfri

Hún sé þó oft á þann veg að sjáv­ar­út­veg­ur­inn sé svo stór og þar séu allir svo ríkir og skipta þurfi kök­unni öðru­vísi. „Við erum ekki með ríku­legri fisk­veiði­auð­lind en aðrar þjóðir sem við erum að keppa við. Við erum raunar mjög lítil í alþjóð­legu sam­hengi, á lista yfir 100 stærstu fyr­ir­tæki heims hefur eitt íslenskt fyr­ir­tæki ratað inn­,“ ­segir Heiðrún Lind, en það er Sam­herji og þar er starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins á heims­vísu und­ir.

Að auki, segir Heiðrún Lind, veit hún ekki til þess að nein önnur þjóð sé með sjáv­ar­út­veg sem að engu leyti reiði sig á fram­lög úr rík­is­sjóði. Sjáv­ar­út­vegur sé að hluta rík­is­styrktur bæði í Evr­ópu­sam­band­inu og í Banda­ríkj­un­um. Við þetta þurfa íslensk fyr­ir­tæki að keppa, segir Heiðrún og tekur dæmi frá Pól­landi.

Vel má vera að aukin gjaldtaka leiði til þess að meiri fjármunir fara í ríkissjóð til skamms tíma, en til lengri tíma litið mun það þýða þverrandi samkeppnishæfni og minni verðmæti.

„[Pól­verjar] hafa verið að treysta veru­lega sam­keppn­is­hæfni sína í vinnslu sjáv­ar­af­urða og hafa meðal ann­ars verið að kaupa íslenskan fisk héðan óunn­inn til að vinna í Pól­landi. Þá má eðli­lega velta fyrir sér, hver er sam­keppn­is­hæfni íslenskrar fisk­vinnslu? Metn­aður okkar liggur auð­vitað í því að full­vinna afurð­irnar hér heima og skapa verð­mætin hér, en sam­keppn­is­hæfnin í íslenskri fisk­vinnslu fer þverr­andi og fram­legðin fer minnk­andi. Við greiðum laun hérna heima sem eru um þrisvar sinnum hærri en starfs­maður fisk­vinnslu í Pól­landi fær. Til við­bótar fá þessi fyr­ir­tæki svo styrki frá ESB og sínu heima­landi til þess að reka starf­semi sína,“ segir Heiðrún Lind.

Hún segir að til fram­tíðar þurfi að huga að því hvernig íslenskur sjáv­ar­út­vegur geti verið sam­keppn­is­hæfur í þessum efn­um, ella gæti farið svo að full­vinnsla afurða hér á landi borgi sig ekki og íslensku fyr­ir­tækin verði bara hrá­efn­is­út­flytj­end­ur, sem flytji óunn­inn fisk beint úr landi.

Auglýsing

„Við munum ekki keppa við þetta með því að skatt­leggja grein­ina enn frek­ar. Við munum ekki keppa við þetta með því að lækka laun í fisk­vinnslu og það er eng­inn vilji til þess, við viljum greiða góð laun. Hingað til höfum við keppt á grund­velli fjár­fest­inga, nýsköp­unar og tækni sem við sjálf höfum búið til í sam­starfi við íslensk tækni­fyr­ir­tæki og hug­vit. Þetta eitt og sér er orðin útflutn­ings­af­urð, sem er orðin ný stoð undir efna­hag­inn okk­ar. Þarna er til dæmis risa­stórt tæki­færi fyrir okkur til að skapa verð­mæti í sjáv­ar­út­vegstengdri tækni. Þarna getum við keppt og ætlum að keppa, en í þessu felst líka áskor­un, því í þessu felst að við erum með þessu að fækka störfum í hefð­bundnum störfum fisk­vinnslu og útgerð­ar,“ segir Heiðrún Lind en bætir við að í stað­inn verði til öðru­vísi störf við það að stýra vél­un­um, betri og lík­am­lega létt­ari störf.

Sam­eig­in­legt verk­efni sam­fé­lags­ins að takast á við sjálf­virkni­væð­ingu

Þetta sé þó áskor­un, því aðstoða verði þá sem missa þau störf sem vélar leysi af hólmi við að takast á við nýja til­veru. „Það er ekki bara verk­efni sjáv­ar­út­vegs, það hlýtur að vera sam­eig­in­legt verk­efni okkar sem sam­fé­lags, að takast á við þessa sjálf­virkni­væð­ingu. Sjáv­ar­út­veg­ur­inn er bara fyrsta atvinnu­greinin af mörgum sem er komin í þessa veg­ferð og aðrar munu fylgja á eft­ir, þar sem sjálf­virkni og gervi­greind munu koma í auknum mæli inn. En ef við getum lækkað kostnað með því að auka tækni í vinnslu, þá getum við verið sam­keppn­is­hæf,“ segir Heiðrún Lind. 

Metn­að­ur­inn sjá­ist í fjár­fest­ing­unni

Hún segir að metn­aður íslenskra sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja standi til þess að fjár­festa í tækn­inni, bæði á sjó og landi til að halda í sam­keppn­is­hæfni sína. Nefnir hún þar sex til sjö millj­arða fjár­fest­ingu í nýrri fisk­vinnslu Sam­herja á Dal­vík, sjö millj­arða fjár­fest­ingu Eskju á Eski­firði, þriggja millj­arða fjár­fest­ingu Brims í Reykja­vík og tveggja til þriggja millj­arða fjár­fest­ingu G.Run í Grund­ar­firði, í það einmitt að full­vinna afurðir í landi með hjálp nýj­ustu tækn­i.  „Við ætlum okkur síst af öllu að verða bara hrá­efn­is­út­flytj­andi, við ætlum að keppa í full­vinnslu afurða,“ segir Heiðrún Lind.

Öll nei­kvæð umræða hefur áhrif

Brátt verður liðið ár síðan að fjöl­miðlar ljóstr­uðu upp um mögu­lega sak­næma við­skipta­hætti Sam­herja í Namibíu og hefur málið síðan verið til rann­sóknar hjá þar til bærum yfir­völdum hér á Íslandi og ytra. Blaða­maður spurði Heiðrúnu Lind að því hvort hún teldi mál fyr­ir­tæk­is­ins hafa haft áhrif á ímynd íslensks sjáv­ar­út­vegs.

„Öll nei­kvæð umræða hefur að sjálf­sögðu áhrif á atvinnu­grein­ina í heild sinni og sér­stak­lega þegar stór og öflug fyr­ir­tæki eiga í hlut. En það er hins vegar þannig að hvert og eitt fyr­ir­tæki verður að svara fyrir sitt leyti hvernig það hagar starf­semi sinni og hvort að það starfi í sam­ræmi við lög og regl­ur. Sem sam­tök gerum við auð­vitað þá kröfu að allir fylgi þeim leik­reglum sem settar hafa ver­ið, af hálfu lög­gjafans og af hálfu sam­fé­lag­ins. Að mínu viti er það þó jákvætt í þessu ann­ars nei­kvæða máli, að það er til staðar lög­gjöf sem tekur á svona málum og þessum ásök­unum sem uppi eru. Málið er þá komið til rann­sóknar hjá þeim yfir­völdum sem eru til þess bær og við verðum að treysta þeim yfir­völd­um, og hugs­an­lega síðar dóm­stól­um, til að skera úr um hvort hátt­semin hafi verið í sam­ræmi við lög eða ekki. Að svo komnu máli verðum við að leyfa rétt­ar­rík­inu að hafa sinn gang,“ segir Heiðrún Lind.

Hún seg­ist ekki hafa heyrt af því að önnur íslensk fyr­ir­tæki hafi fengið fyr­ir­spurnir frá kaup­endum eða lent í vand­ræðum af ein­hverju tagi vegna máls Sam­herja.

„Þessar ásak­anir varða enda ekki starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins á Íslandi. Mér finnst stundum ágætt að hugsa til þess að við sem mann­eskjur gerum mis­tök á hverjum ein­asta degi. Fyr­ir­tæki gera líka mis­tök. Með því er ég ekki að segja að það eigi ekki að hafa neinar afleið­ing­ar, en umhverfið má ekki verða þannig að fyr­ir­tæki eða stjórn­endur þeirra megi engin mis­tök gera. Væri það raun­in, þá væru ólík­lega teknar ákvarð­anir í erf­iðum aðstæð­um. Það væri ekki góð staða. En hvað þetta til­tekna mál áhrærir sem þú nefn­ir, þá hefur það ekki haft áhrif á íslenskan sjáv­ar­út­veg í heild sinni eða sölu íslenskra sjáv­ar­af­urða erlend­is. Bless­un­ar­lega.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnArnar Þór Ingólfsson
Meira úr sama flokkiViðtal