Af vef Great Barrington-yfirlýsingarinnar.

Skálað í kampavíni fyrir „hættulegum rökvillum“

Svokölluð Great Barrington-yfirlýsing, um markvissa vernd viðkvæmra hópa á meðan að veiran fengi að breiðast út á meðal hraustra, hefur verið til umræðu víða að undanförnu. Í bréfi sem birtist í Lancet í gær er nálgunin sögð byggja á „hættulegri rökvillu“, framkvæmdastjóri WHO segir siðlaust að leyfa veirunni að dreifast og íslenska þríeykið minnir á að allavega 20 prósent þjóðarinnar teljast til viðkvæmra hópa.

Á blaða­manna­fundi hjá Alþjóða­heil­brigð­is­mála­stofn­un­inni (WHO) á mánu­dags­kvöld, 12. októ­ber, ræddi Tedros Adhanom Ghebr­eyesus fram­kvæmda­stjóri stofn­un­ar­innar þær hug­myndir um hjarð­ó­næmi sem hafa verið nokkuð fyr­ir­ferða­miklar í umræð­unni að und­an­förnu. Í stuttu máli var svar­ið: „Þetta er ekki val­mögu­leik­i.“

„Að leyfa hættu­legri veiru sem við höfum ekki fullan skiln­ing á leika lausum hala er ein­fald­lega sið­laust,“ sagði Tedros og bætti síðan við að vís­indin væru slíkum hug­myndum ekki hlið­holl. Hann minnti á að það er margt óljóst varð­andi ónæmi gegn kór­ónu­veirunni og enn væri lítið vitað um lang­tíma­á­hrif sýk­ingar á ein­stak­linga. 

Einnig sagði hann að talið væri að innan við 10 pró­sent fólks í flestum ríkjum hefðu smit­ast og því væri yfir­gnæf­andi meiri­hluti enn mót­tæki­legur fyrir veirunni. „Að láta veiruna ber­ast óhindrað þýðir því að við værum að leyfa ónauð­syn­legar sýk­ing­ar, þján­ingar og dauða,“ sagði Tedros.

Auglýsing

Hug­myndir um að leyfa veirunni að ganga í gegnum sam­fé­lög, en þó verja við­kvæma hópa sér­stak­lega og ná fram hjarð­ó­næmi, hafa verið áber­andi í umræð­unni und­an­farnar vik­ur. Þetta eru jað­ar­hug­myndir í heimi far­alds­fræð­anna en hafa þó fengið tölu­vert vægi í almennri umræðu, núna þegar veiru­þreytu gætir víða.

Umræðan varð hávær­ari eftir fund sem fram fór í litlum skíðabæ í Massachu­setts í Banda­ríkj­unum fyrstu helgi mán­að­ar­ins. Hann var á vegum hug­veit­unnar Amer­ican Institute for Economic Res­e­arch (AI­ER) og þar komu saman ýmsir fræði­menn á sviði bæði heil­brigð­is­mála og hag­fræði og ræddu heim­far­aldur COVID-19 í áheyrn blaða­manna sem fengu boð á fund­inn. 

Helsta afurð þessa fundar varð yfir­lýs­ing þriggja nafn­tog­aðra vís­inda­manna um nýja stefnu­mörkun í sótt­varn­ar­að­gerð­um, sem kennd er við skíða­bæ­inn sjálfan, Great Barr­ington. 

Scott Atlas, sem leiðir kórónuveiruteymi Hvíta hússins, hefur tekið undir nálgunina sem felst í Great Barrington-yfirlýsingunni.
EPA

Yfir­lýs­ingin var sett saman af þeim Sunetru Gupta við Oxfor­d-há­skóla, Martin Kull­dorff við Harvar­d-há­skóla og Jay Bhattacharya við Stan­for­d-há­skóla. Þrí­eykið skál­aði saman í kampa­víni eftir und­ir­rit­un­ina og fékk síðan boð um að mæta í Hvíta húsið til þess að hitta ráða­menn í Trump-­stjórn­inni dag­inn eft­ir. 

Eðli­legt líf fyrir þá sem eru ekki í áhættu­hóp­um 

Í stuttu máli þá gengur yfir­lýs­ingin út á að víkja þurfi frá þeirri bæl­ing­ar­stefnu sem flest ríki hafa beitt til þess að reyna að hemja útbreiðslu kór­ónu­veirunn­ar, þar sem hún sé að valda meiri skaða en hún kemur í veg fyr­ir.

Bæl­ing­ar­stefnan felst í að tak­marka sam­neyti fólks og þar með smit­leiðir með boðum og bönnum þegar veiran er til staðar í sam­fé­lögum í miklum mæli. Í Great Barr­ington-­yf­ir­lýs­ing­unni segir að þessi stefna muni valda óaft­ur­kræfum skaða á fjár­hag og lang­tíma heilsu fólks og bitni verst og mest á tekju­lægra fólki og þeim sem yngri eru. 

Lagt er til að í stað bæl­ing­ar­stefn­unn­ar, sem gildi um sam­fé­lagið allt, verði ráð­ist í „mark­vissa vörn“ á við­kvæmum hóp­um. Þeir sem eru ekki í áhættu­hópum ættu hins vegar „sam­stundis að fá leyfi til þess að lifa eðli­legu lífi á ný“. Leyfa ætti veirunni að breið­ast út í þeirra hópi, þrátt fyrir að fólk ætti áfram að huga að hand­þvotti og halda sig heima þegar það væri veikt. Hjarð­ó­næmi myndi þannig nást á end­an­um. 

Auglýsing

Flestir helstu fjöl­miðlar heims hafa sagt frá Great Barr­ington-­yf­ir­lýs­ing­unni og efni hennar hefur smit­ast inn í sam­fé­lags­um­ræð­una víða, meðal ann­ars hér á Íslandi. Boð­skap­ur­inn hefur verið end­u­r­óm­aður í leið­ara­skrifum útbreiddasta dag­blaðs lands­ins og fleiri skoð­ana­greinum í fjöl­miðl­u­m. 

Það hefur þó ekki alltaf fylgt sög­unni – og raunar sjaldn­ast – að hug­veitan sem hafði veg og vanda að fund­inum hefur afger­andi hug­mynda­fræði­lega sýn. „AIER sér fyrir sér heim þar sem sam­fé­lög eru skipu­lögð sam­kvæmt lög­málum ósvik­ins frelsis – þar sem hlut­verk stjórn­valda er skarp­lega afmarkað við úthlutun almanna­gæða og ein­stak­lingar geta blómstrað á frjálsum mark­aði og í frjálsu sam­fé­lag­i,“ segir í lýs­ingu hug­veit­unnar á sjálfri sér.

Einnig hefur verið greint frá því að AIER hefur fengið fjár­hags­legan stuðn­ing frá Charles Koch-­stofn­un­inni. Charles er annar hinna þekktu Koch-bræðra, millj­arða­mær­inga sem hafa á und­an­förnum ára­tugum látið mikið fé renna til rann­sókna þar sem efast er um lofts­lags­breyt­ingar eða lítið gert út áhrifum þeirra, þvert á almennan sam­hljóm í vís­inda­sam­fé­lag­inu um hið gagn­stæða. Slíkum sjón­ar­miðum hefur verið hampað í skýrslum AIER um lofts­lags­mál.

En það þýðir ekki að vísa efn­is­legu inn­taki Great Barr­ington-­yf­ir­lýs­ing­ar­innar á bug á þeim grunni, enda ekk­ert sem gefur til kynna að vís­inda­menn­irnir þrír og aðrir sem styðja við yfir­lýs­ing­una séu að tala gegn betri vit­und í þágu ein­hverra sér­stakra hags­muna, þó að vissu­lega hafi því verið velt upp í umræð­unni hvers vegna virt vís­inda­fólk á borð við höf­unda yfir­lýs­ing­ar­innar vill tengja skila­boð sín hug­veitu sem hefur jafn skýra hug­mynda­fræði­lega afstöðu og AIER.

John Snow-minn­is­blaðið

Yfir­lýs­ingin hefur fengið yfir sig ýmsa efn­is­legra gagn­rýni frá sér­fræð­ingum sem telja hana ekki stand­ast. Sú gagn­rýni er ágæt­lega sam­an­dregin í annarri lækna­yf­ir­lýs­ingu, John Snow-minn­is­blað­inu, sem birt­ist fyrst í lækn­is­fræði­rit­inu Lancet mið­viku­dag­inn 14. októ­ber. Þau sem að henni standa segj­ast vera að end­ur­spegla vís­inda­lega sam­hljóm­inn um hvernig skuli nálg­ast veiruna.

Þar er hjarð­ó­næm­is­leiðin sem lögð er til í Great Barr­ington-­yf­ir­lýs­ing­unni sögð „hættu­leg rökvilla, óstudd vís­inda­legum sönn­un­ar­gögn­um“ og að allar áætl­anir um að takast á við far­ald­ur­inn með því að treysta á hjarð­ó­næmi vegna nátt­úru­legra sýk­inga séu gall­að­ar.

Auglýsing

Bent er á að óheft útbreiðsla veirunnar á meðal yngra fólks hafi í för með sér hættu á mik­illi sjúk­dóms­byrði og dauðs­föllum þvert á sam­fé­lag­ið. Til við­bótar kostn­að­inum sem mældur er í manns­lífum myndi þessi leið hafa áhrif á vinnu­aflið sem heild og keyra getu heil­brigð­is­kerfa til þess að veita hefð­bundna bráða­þjón­ustu og aðra þjón­ustu í kaf. 

Einnig er bent á að það eru engin sönn­un­ar­gögn fyrir því að ónæmi gegn COVID-19 eftir sýk­ingu sé var­an­legt og að land­læg útbreiðsla sem yrði afleið­ing dvín­andi ónæmis myndi ógna við­kvæmum hópum til fram­tíð­ar. Hjarð­ó­næm­is­leiðin myndi þannig ekki stöðva COVID-19 far­ald­ur­inn, heldur leiða af sér síendu­tekna far­aldra, „rétt eins og raunin var með marga smit­sjúk­dóma áður en bólu­setn­ing kom til sög­unn­ar.“ 

Þá segir að flókið sé að skil­greina þá við­kvæmu hópa sem eigi að vernda sér­stak­lega á meðan að veirunni yrði leyft að grass­era og bent á að við­kvæmt fólk geti verið allt að 30 pró­sent af heildar­í­búa­fjöld­anum á ákveðnum svæð­um. „Langvar­andi ein­angrun stórs hluta mann­fjöld­ans er nær ómögu­leg í fram­kvæmd og afar sið­laus,“ og því bætt við að sér­stakar aðgerðir til að vernda við­kvæma hópa séu nauð­syn­leg­ar, en verði að takast í hendur við marg­þættar aðgerðir sem ná yfir sam­fé­lagið allt.

Við höfum ekki efni á truflunum sem grafa undan árangursríku viðbragði, það er bráðnauðsynlegt að við grípum til aðgerða án tafar á grundvelli vísindalegra sönnunargagna.

Í John Snow-minn­is­blað­inu eru ríki heims hvött til þess að grípa til marg­þættra aðgerða til þess að takast á við far­ald­ur­inn og lag­færa kerfin sem notuð eru til smitrakn­ing­ar. Þá þurfi ekki að grípa til þess að skella öllu í lás. Bent er á ríki á borð við Jap­an, Víetnam og Nýja-­Sjá­land, svo ein­hver séu nefnd, hafi sýnt fram á að öfl­ugt lýð­heilsu­svar geti stemmt stigu við útbreiðslu og leyft líf­inu að nálg­ast það sem eðli­legt er.



„Við höfum ekki efni á trufl­unum sem grafa undan árang­urs­ríku við­bragði, það er bráð­nauð­syn­legt að við grípum til aðgerða án tafar á grund­velli vís­inda­legra sönn­un­ar­gagna,“ segja sér­fræð­ing­arnir að baki John Snow-minn­is­blað­inu.

Þrí­eykið rýkur inn á rit­völl­inn

Þau Alma D. Möll­er, Víðir Reyn­is­son og Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir ræða einnig um hjarð­ó­næm­is­hug­myndir í aðsendri grein sem birt­ist í Frétta­blað­inu í dag, 15. októ­ber. Það er þeirra mat að fórn­ar­kostn­aður við að fara leið hjarð­ó­næmis verði „allt of hár“ og setja upp reikn­ings­dæmi.





„Smit­stuð­ull veirunnar er tal­inn vera 2,5-6. Ef hann er 2,5 þurfa 60% þjóð­ar­innar að smit­ast til að ná hjarð­ó­næmi, ef smit­stuð­ull er 6, þá 83%. Ef 60% þjóð­ar­innar (219.000 manns) sýkj­ast þá gætu 7.000 ein­stak­lingar þurft inn­lögn á sjúkra­hús, um 1.750 inn­lögn á gjör­gæslu­deild og 660 lát­ist, miðað við hlut­falls­tölur frá fyrstu bylgju. Ef veiran fengi að ganga nokkuð óáreitt er aug­ljóst að heil­brigð­is­kerfið myndi engan veg­inn ráða við fjöld­ann og að þessar tölur yrðu mun hærri. Í nýju, finnsku spálík­ani er gert ráð fyrir 88 þús­undum smita næstu tvo og hálfan mánuð hér­lend­is, ef engar sótt­varna­að­gerðir væru í gangi og myndu allt að 3.000 ein­stak­lingar grein­ast dag­lega seinni hluta nóv­em­ber,“ skrifa þau Alma, Víðir og Þórólf­ur. 

Þau ræða Great Barr­ington-­yf­ir­lýs­ing­una sér­stak­lega í grein sinni og segja vert að nefna að lík­lega séu aldr­aðir og áhættu­hópar sem þyrftu að halda sig alveg til hlés minnst fimmt­ungur Íslend­inga, 20 pró­sent, laus­lega áætl­að.

Víðir, Þórólfur og Alma segja fórnarkostnaðinn við hjarðónæmisleiðina of háan.
Mikilvægt er að þjóðin standi áfram saman, þá mun okkur farnast best. Í ákalli um samstöðu felst þó ekki krafa um gagnrýnislausa umræðu, þvert á móti er mikilvægt að mismunandi sjónarmiðum sé velt upp þegar um er að ræða takmarkanir á borgaralegum réttindum.

„Óum­deilt þykir að harðar sótt­varna­að­gerðir geta verið skað­legar og því hefur verið áhersla á að hafa sótt­varna­að­gerðir sem mildastar hér­lend­is. Þannig var lífið í land­inu með næsta eðli­legum hætti áður en þriðja bylgjan hófst og grípa þurfti til hertra aðgerða til þess að fletja kúr­f­una vegna álags á heil­brigð­is­kerf­ið. Það er vís­bend­ing um að leið Great Barr­ington-hóps­ins kunni að vera nán­ast ófram­kvæm­an­leg, ef vilji er til þess að halda innviðum heil­brigð­is­kerf­is­ins starf­and­i,“ skrifar þrí­eyk­ið. 

Þau segja nauð­syn­legt að áfram verði unnið sam­kvæmt bestu þekk­ingu og reynslu og að áherslan verði áfram á ein­stak­lings­bundnar sótt­varn­ir, vernd áhættu­hópa, vand­aða og sam­ræmda upp­lýs­inga­miðlun og snörp við­brögð þegar smit koma upp; snemm­grein­ingu, ein­angr­un, smitrakn­ingu og sótt­kví ásamt sem minnst íþyngj­andi, stað­bundnum aðgerðum eins og þarf.

„Mik­il­vægt er að þjóðin standi áfram sam­an, þá mun okkur farn­ast best. Í ákalli um sam­stöðu felst þó ekki krafa um gagn­rýn­is­lausa umræðu, þvert á móti er mik­il­vægt að mis­mun­andi sjón­ar­miðum sé velt upp þegar um er að ræða tak­mark­anir á borg­ara­legum rétt­ind­um. Bann­fær­ing gagn­rýn­is­radda er aðeins til þess fallin að sundra þeirri dýr­mætu ein­ingu sem við þörfn­umst á þessum ein­stæðu og erf­iðu tím­um. Það er okkar bjarg­fasta skoðun að yfir­vegun og sam­staða er besta sótt­vörn­in,“ skrifar þrí­eyk­ið.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnArnar Þór Ingólfsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar