ASÍ gagnrýnir að skattalækkun til fjármagnseigenda sé í forgangi

Alþýðusamband Íslands segir að skattalækkun upp á 2,1 milljarða til fjármagnseigenda eigi ekki að vera í forgangi heldur eigi verkefni stjórnvalda að vera að tryggja afkomu fólks. Sambandið segir að atvinnuleysi megi ekki leiða til fátæktar og ójöfnuðar.

1. maí 2019 - ASÍ
Auglýsing

Alþýðu­sam­band Íslands (ASÍ) gagn­rýnir áform rík­is­stjórn­ar­innar um  breyt­ingar á fjár­magnstekju­skatti sem boðuð eru í fjár­laga­frum­varpi henn­ar. Útfærslan á þeirri lækkun hefur enn ekki verið birt en Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, boð­aði hana þegar hann kynnti fjár­laga­frum­varpið í byrjun mán­að­ar. Eina sem liggur fyrir um útfærsl­una er að skatt­stofn fjár­magnstekna á að miða við raun­á­vöxtun í stað nafn­á­vöxt­un­ar, og fyrir vikið eiga tekjur rík­is­ins vegna skatts­ins að lækka um 2,1 millj­arða króna á næsta ári. 

Í umsögn ASÍ um fjár­laga­frum­varpið segir að sam­bandið telji að skatta­lækkun um 2,1 millj­arð til fjár­magns­eig­enda eigi ekki að vera í for­gangi við núver­andi aðstæð­ur. Verk­efni stjórn­valda á núna eigi að vera að tryggja afkomu fólks. 

Þá gagn­rýnir sam­bandið líka fyr­ir­hug­aða hækkun skatt­leys­is­marka erfða­fjár­skatts, sem boðuð hefur verið án þess að fyrir liggi útfærsla á því hvernig stjórn­völd sjá fyrir sér þróun á erfða­fjár­skatti. „Þótt vel geti verið rétt­læt­an­legt að hækka skatt­leys­is­mörk erfða­fjár­skatts eigi sú aðgerð ekki að vera í for­gangi við núver­andi aðstæð­ur. Þá ítrekar ASÍ þá afstöðu sína að færa þurfi skatt­lagn­ingu ann­arra tekna þ.m.t. fjár­magnstekna nær skatt­lagn­ingu launa.“

Skattur á fjár­­­­­magnstekjur er umtals­vert lægri en á launa­­­tekj­­­ur. Stað­greiðsla skatta á launa­­­tekjur í fyrra var á á bil­inu 35,04 til 46,24 pró­­­sent að útsvari með­­­­­töldu en fjár­­­­­magnstekju­skattur var hækk­­­aður upp í 22 pró­­­sent í byrjun árs 2018.

Kjarn­inn greindi nýverið frá því að þær tæp­­lega 23 þús­und fjöl­­skyldur sem mynda saman rík­­­ustu tíund lands­ins afla þorra fjár­­­magnstekna, sem eru allar vaxta­­­tekjur auk sölu­hagn­að­­­ar, arðs og tekna af atvinn­u­­­rekstri. Í fyrra tók hún til sín 99,8 millj­­arða króna í fjár­­­magnstekjur eða um 70,5 pró­­sent allra slíka tekna. 

Atvinnu­leysi megi ekki leiða til fátæktar og ójöfn­uðar

Atvinnu­leysi á Íslandi er sem stendur í hæstu hæð­um. Í lok sept­em­ber mæld­ist það 9,8 pró­sent og spár Vinnu­mála­stofn­unar gera ráð fyrir að það fari í 11,3 pró­sent í lok næsta mán­að­ar. Þetta ástand kemur verst niður á kon­um, ungu fólki og erlendum rík­­is­­borg­­urum, en í síð­­ast­­nefnda hópnum er atvinn­u­­leysi yfir 20 pró­­sent. Sér­­fræð­ingar hafa bent á að kreppan geti aukið ójöfnuð ef ekk­ert verði að gert, auk þess sem hætta er á félags­­­legri ein­angrun á meðal við­­kvæmra hópa sam­­fé­lags­ins. 

Auglýsing
ASÍ segir í umsögn­inni að ljóst sé að grípa þurfti til aðgerða til að afstýra að atvinnu­leysi leiði til greiðslu­vanda heim­ila, fátæktar og ójöfn­uðar með til­heyr­andi kostn­aði fyrir sam­fé­lag­ið. 

Mik­il­vægt sé að hafa í huga að um 40 pró­sent atvinnu­lausra sé erlent launa­fólk sem að stórum hluta býr í leigu­hús­næði. „Þessi hópur hefur haft ekki úrræði sam­bæri­leg við eig­endur hús­næð­is, t.d. greiðslu­hlé, og ekki notið á sama hátt góðs af lækkun vaxta á hús­næð­is­lán­um.“

Sam­bandið telur að skil­virkasta leiðin til að styðja við atvinnu­leit­endur sé að hækka grunn­bætur atvinnu­leys­is­bóta ásamt því að lengja bóta­tíma­bilið til að mæta fyr­ir­séðri aukn­ingu lang­tíma­at­vinnu­leys­is. Í fjár­laga­frum­varpi er gert ráð fyrir 3,6 pró­sent hækkun atvinnu­leys­is­bóta og sagt að bæt­urnar taki mið af með­al­taxta­þróun á vinnu­mark­aði. Í lögum um almanna­trygg­ingar er hins vegar kveðið á um að bæt­urnar skuli taka mið af launa­þró­un.

ASÍ gagn­rýnir það við­mið sem stjórn­völd ákveða að styðj­ast við og segir að það leiði til þess að atvinnu­leys­is­bætur og bætur almanna­trygg­inga drag­ist aftur úr almennri launa­þró­un.

Verði grunn­bætur þannig sem stjórn­völd ætla þá leiði það að óbreyttu til þess að þær verði um 85 pró­sent af lág­marks­tekju­trygg­ingu og því lægri en þær voru á árunum 2008-2012.

ASÍ vill hækka bæt­urnar í 95 pró­sent af dag­vinnu­tekju­trygg­ingu.

Vel­ferð og grunn­þjón­usta ekki notuð sem afkomu­bæt­andi aðgerð 

Í umsögn ASÍ er einnig fjallað um þann mikla sam­drátt sem ætlað er að verði á tekjum rík­is­sjóðs á þessu ári og því næsta. Áætl­aður halli á árinu 2020 eða 269,2 millj­arðar króna og á næsta ári er hann áætl­aður 264,2 millj­arðar króna. Því stefnir í rúm­lega 533 millj­arða króna halla á tveimur árum. 

Þessum halla verður mætt með því að nýta svig­rúm opin­berra fjár­mála. Á manna­máli þýðir það að gjöldin munu hald­ast nán­ast þau sömu á næsta ári og í ár, þrátt fyrir hinn mikla tekju­sam­drátt, og verða 1.036 millj­arðar króna. Skuldum rík­is­sjóðs verður leyft að aukast á næstu árum til að mæta þessu og þær eiga að ná hámarki á árinu 2025 þegar þær eru áætl­aðar 59 pró­sent af lands­fram­leiðslu. 

ASÍ segir að það mark­mið kalli hins vegar á afkomu­bæt­andi aðgerðir af hálfu stjórn­valda upp á 35 til 40 millj­arða á ári fyrir árin 2023-2025. „Verði efna­hags­legur bati hæg­ari en sam­kvæmt for­sendum yrði þörfin enn meiri en miðað við núver­andi efna­hags­horfur er raun­veru­leg hætta á að slík sviðs­mynd raun­ger­ist. Þá myndi fjölgun ferða­manna verða minni en gert er ráð fyrir í for­sendum og hjöðnun atvinnu­leysis hæg­ari. ASÍ ítrekar afstöðu sína að vel­ferð og grunn­þjón­usta verði ekki notuð sem afkomu­bæt­andi aðgerð í rík­is­fjár­málum og að nið­ur­greiðsla skulda verði á for­sendum kröft­ugrar við­spyrnu. Um þessi atriði mun þurfa að eiga sér stað póli­tísk stefnu­mörkun á næstu miss­er­um.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar