Þegar kóngur fellur

Hann hefur verið kallaður „konungur Kaupmannahafnar“. Var yfirborgarstjóri frá árinu 2010 og ekki á þeim buxum að hætta. Nú er Frank Jensen fallinn af stallinum. Fyrir eigin hendi, ef svo má segja.

Frank Jensen, hélt blaðamannafund á Íslandsbryggju þar sem hann sagði af sér embætti yfirborgarstjóra Kaupmannahafnar.
Frank Jensen, hélt blaðamannafund á Íslandsbryggju þar sem hann sagði af sér embætti yfirborgarstjóra Kaupmannahafnar.
Auglýsing

Skáld­saga Johann­esar V. Jen­sen „Kon­g­ens Fald“ er eitt þekktasta bók­mennta­verk Dana og hefur margoft verið valin besta danska skáld­saga síð­ustu ald­ar, kom út 1901. Nokkrir danskir fjöl­miðlar stóð­ust ekki mátið þegar Frank Jen­sen yfir­borg­ar­stjóri Kaup­manna­hafn­ar, og oft kall­aður kon­ungur Kaup­manna­hafn­ar, til­kynnti afsögn sína síð­ast­lið­inn mánu­dag og slógu hinum þekkta bók­artitli „Kon­g­ens Fald“ upp, með „heims­styrj­ald­ar­letri“, á for­síð­unni.



Frank Jen­sen, sem er 59 ára, ólst upp á Jót­landi og er hag­fræð­ingur að mennt. Hann gekk ungur til liðs við flokk jafn­að­ar­manna, Soci­alde­mokra­ter­ne, og gegndi frá upp­hafi for­ystu­hlut­verkum í ung­liða­hreyf­ingu flokks­ins á Jót­landi. Hann var kjör­inn á þing, Fol­ket­in­get, árið 1987, og var lítt áber­andi til að byrja með.



Í þing­kosn­ingum árið 1990 jókst fylgi jafn­að­ar­manna veru­lega en vegna per­sónu­legs ágrein­ings Svend Auken við for­ystu­menn ann­arra flokka á vinstri vængn­um, einkum Radikale Ven­stre, tókst honum ekki að mynda stjórn. Þetta olli mik­illi ólgu innan flokks jafn­að­ar­manna og á flokks­þing­inu 1992 var Svend Auken, sem verið hafði for­maður frá 1987, velt úr for­manns­stóln­um. Ræða Frank Jen­sen, sem studdi Svend Auken, vakti mikla athygli. Við for­mennsk­unni tók Poul Nyr­up- Rasmus­sen. Ári síð­ar, 1993, baðst Poul Schluter, sem verið hafði for­sæt­is­ráð­herra frá 1982 lausnar fyrir sig og ráðu­neyti sitt, vegna Tamila-­máls­ins svo­nefnda. Við tók, án þess að þing­kosn­ingar færu fram, stjórn jafn­að­ar­manna.

Auglýsing



Krón­prins



Eftir kosn­ing­arnar árið 1994 voru jafn­að­ar­menn áfram við stjórn­völ­inn og Frank Jen­sen varð ráð­herra vís­inda­rann­sókna (for­sknings­mini­ster). Á gaml­árs­dag 1996 var hann skip­aður dóms­mála­ráð­herra og gegndi þeirri stöðu fram að kosn­ingum árið 2001, en þá misstu jafn­að­ar­menn stjórn­ar­taumana. Þótt Frank Jen­sen sæti ekki lengur á ráð­herra­stóli gegndi hann mik­il­vægum emb­ættum innan þings­ins. Hann var þá löngu orð­inn einn af „þunga­vigt­ar­mönn­um“ jafn­að­ar­manna­flokks­ins, og oft nefndur „krón­prinsinn“.



For­manns­slagur við Helle Thorn­ing- Schmidt



Mog­ens Lykketoft tók við for­mennsku í Jafn­að­ar­manna­flokknum árið 2002 en gegndi þeirri stöðu aðeins fram yfir kosn­ingar árið 2005. Og jafn­að­ar­menn þurftu að velja nýjan for­mann. Tvö buðu sig fram, Frank Jen­sen og Helle Thorn­ing-Schmidt. Hún var ný á þingi, en hafði setið á Evr­ópu­þing­inu um fimm ára skeið, frá 1999. Úrslit for­manns­kjörs­ins urðu þau að Helle Thorn­ing-Schmidt bar sigur úr být­um, fékk 53% atkvæða en Frank Jen­sen 47%.  Hann hætti á þingi tveimur árum síð­ar. Löngu síðar sagði hann að það hafi verið gott fyrir flokk­inn að Helle Thorn­ing- Schmidt skyldi sigra í for­manns­kjör­inu „ég var í margra augum full­trúi hins gamla í flokkn­um, hún hins nýja“.

Frank Jen­sen tók í kjöl­far þing­mennsk­unnar við starfi fram­kvæmda­stjóra fjar­skipta­fyr­ir­tæk­is­ins Tel­ecom og síðar hjá Lands­sam­tökum danskra lög­fræð­inga. Og undi, að sögn, glaður við sitt.



Svo hringdi sím­inn 



Kvöld eitt árið 2009 hringdi sím­inn heima hjá Frank Jen­sen. Þegar hann svar­aði þekkti hann strax rödd­ina en sagði síðar að hann hefði orðið undr­andi á að Helle Thorn­ing- Schmidt væri að hringja í sig. En þegar hún sagði honum erindið sagð­ist Frank Jen­sen hafa velt fyrir sér hvort röddin í sím­anum til­heyrði flokks­for­mann­inum eða ein­hverri eft­ir­hermu. Svo hissa var hann.



Er­indi Helle Thorn­ing-Schmidt var að biðja Frank Jen­sen að gefa kost á sér í sæti yfir­borg­ar­stjóra Kaup­manna­hafnar (borg­ar­stjór­arnir eru sjö) í næstu bæj­ar- og sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um. Sú staða væri afar mik­il­væg, sagði Helle Thorn­ing-Schmidt en frá árinu 1903 hafa jafn­að­ar­menn nær óslitið setið í þessu emb­ætti. „Ritt Bjer­regaard er að hætta og okkur vantar vanan mann. Þig,“ sagði Helle Thorn­ing. „Ég sagði nei, ég væri hættur í póli­tík,“ sagði Frank Jen­sen.

Helle Thorning Schmidt vildi fá Jensen í borgarstjórastólinn. Mynd: EPA

En, Helle Thorn­ing- Schmidt gafst ekki upp og svo fór að Frank Jen­sen ákvað að hella sér í póli­tík­ina á nýjan leik. Skemmst er frá því að segja að hann var kjör­inn yfir­borg­ar­stjóri árið 2010. Jafn­framt var hann annar tveggja vara­for­manna Jafn­að­ar­manna­flokks­ins frá árinu 2012. Þangað til síð­ast­lið­inn mánu­dag. Þá sagði hann af sér sem borg­ar­stjóri og vara­for­mað­ur. „Ferli mínum í póli­tík er lok­ið,“ sagði Frank Jen­sen á frétta­manna­fundi á kaj­anum á Íslands­bryggju í Kaup­manna­höfn.



Ásak­anir um áreitni



Frank Jen­sen hefur oft sagt að hann sé glað­sinna mað­ur, sem njóti þess að skemmta sér og fá sér í glas á góðri stund. Eng­inn gerir athuga­semdir við glað­sinna fólk en stundum getur sú gleði orðið of mikil og inni­leg. Þannig er það með Frank Jen­sen og hefur nú komið honum í koll.

Frank Jensen finnst ekki leiðinlegt að skemmta sér að eigin sögn.

Árið 2004 sagði viku­ritið Se & Hør frá því að Frank Jen­sen hefði í jóla­kvöld­verði þing­manna gerst of inni­legur við starfs­nema á dans­gólf­inu. Þrýst stúlkunni full þétt að sér, eins og blaðið orð­aði það. Stúlkunni þótti þetta mjög óþægi­legt, og kvart­aði. Sagði að þarna hefði þing­mað­ur­inn farið yfir strik­ið. Frank Jen­sen baðst síðar afsök­unar á fram­ferði sínu.



Árið 2011, þegar Frank Jen­sen var orð­inn yfir­borg­ar­stjóri gerð­ist það að hann, á dans­gólf­inu, sleikti eyra sam­starfs­konu sinnar og enn­fremur háls­inn á annarri. Frá­sagnir um þetta röt­uðu í fjöl­miðla en þar við sat, um ára­bil.



Föstu­dag­inn 16. októ­ber síð­ast­lið­inn birti Jót­land­s­póst­ur­inn frá­sögn Marie Gud­me, sem situr í svæð­is­ráði jafn­að­ar­manna og ann­arr­ar, ónafn­greindr­ar, konu um áreitni af hálfu Frank Jen­sen. Hann hefði gerst nær­göng­ull og þuklað á þeim (befam­let). Vegna þess­ara ásak­ana boð­aði Frank Jen­sen ráð­herra og for­menn kjör­dæm­is­ráða jafn­að­ar­manna á fund síð­ast­liðið sunnu­dags­kvöld. Áður en til þess fundar kom höfðu átta konur til við­bótar greint frá áreitni af hálfu yfir­borg­ar­stjór­ans. Á þessum fundi lýstu fund­ar­menn yfir stuðn­ingi við Frank Jen­sen, athygli vakti að atkvæði voru greidd með handa­upp­rétt­ingu. Eftir fund­inn sagð­ist Frank Jen­sen ánægður með trausts­yf­ir­lýs­ing­una. Hálfum sól­ar­hring síð­ar, hafði hann skipt um skoð­un, eins og áður var nefnt.



Dönsku frá­sagna­flóð­gátt­irnar opn­ast



Fall Franks markar endalok ákveðins tímabils, segir í umfjöllun Politiken.Danskir fjöl­miðlar hafa kallað sunnu­dag­inn 6. sept­em­ber síð­ast­lið­inn upp­hafs­dag MeToo2-­bylgj­unnar í Dan­mörku. Í sjón­varps­út­send­ingu að kvöldi þessa sunnu­dags lýsti leik­konan og skemmti­kraft­ur­inn Sofie Linde fram­komu þekkts sjón­varps­manns við sig, þegar hún var nýkomin til starfa hjá danska útvarp­inu, DR. Frá­sögn hennar vakti mikla athygli og segja má að flóð­gáttir hafi opn­ast.



16. sept­em­ber greindi Lotte Rod, þing­maður Radikale Ven­stre, frá því að hún hefði þurft að ýta óvel­kominni þing­manns­hönd, eins og hún komst að orði, af lær­inu á sér. „Höndin til­heyrði sam­flokks­manni mín­um,“ sagði Lotte Rod. Þetta gerð­ist árið 2010. 7.októ­ber sagði Morten Østergaard af sér for­mennsku í Radikale Ven­stre, það var hann sem hafði lagt hönd á læri Lotte Rod, en reynt að leyna því að hann ætti í hlut, þegar farið var að fjalla um mál­ið.



Ekki öll kurl komin til grafar



Í við­tali við frétta­menn eftir afsögn Frank Jen­sen sagð­ist Mette Frederik­sen for­sæt­is­ráð­herra viss um að fleiri mál af svip­uðu tagi ættu eftir að koma fram, bæði í sínum flokki og öðrum flokk­um. „Því mið­ur.“ Það reynd­ust orð að sönnu, því tveimur dögum eftir þessi ummæli for­sæt­is­ráð­herr­ans sendi Íhalds­flokk­ur­inn frá sér frétta­til­kynn­ingu. Þar var greint frá því að einn þing­manna flokks­ins, Orla Øster­by, hefði verið sviptur ýmsum emb­ættum innan þing­flokks­ins vegna ásak­ana um áreitni gegn sam­flokks­konu sinni á þingi. Orla Østerby kvaðst í við­tali ekki muna til­tekið atvik, en efað­ist ekki um frá­sögn kon­unn­ar. Hann hefði beðist afsök­un­ar, sem við­kom­andi hefði tekið góða og gilda. „En ég virði ákvörðun þing­flokks­ins og flokks­for­yst­unn­ar.“



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar