Birgir Þór Harðarson

Munu hlutdeildarlán verka gegn skipulagsstefnu höfuðborgarsvæðisins?

Bæði Reykjavíkurborg og Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu lýsa yfir áhyggjum af þeim hvötum sem virðast skrifaðir inn í útfærslu hinna nýju hlutdeildarlána. Arkitektar viðra áhyggjur af félagslegri misskiptingu og engum skilgreindum gæðakröfum til húsnæðis. Ríki og sveitarfélög virðast ekki deila sýn á hvað felist í hagkvæmu húsnæði.

Fleiri Reyk­vík­ingar áætla að næsta búseta sín verði í þeim hverfum borg­ar­innar sem liggja nær mið­borg­inni en búa á þeim svæðum í dag, sam­kvæmt nið­ur­stöðum könn­unar sem Gallup fram­kvæmdi á búsetu­óskum íbúa í haust og voru kynntar á fundi um hús­næð­is­mál í borg­inni sem hald­inn var fyrir helg­i. Um­fram­eft­ir­spurn eftir hús­næði virð­ist því til staðar í þeim hverfum sem liggja mið­svæðis í borg­inn­i. 

Þar eru borg­ar­yf­ir­völd einmitt að áætla tölu­verða hús­næð­is­upp­bygg­ingu á næstu árum og ára­tug­um, sam­fara því að borgin í heild sinni bygg­ist að mestu upp inn á við, þannig að íbúum fjölgi án þess að mikið land utan núver­andi byggð­ar­marka sé brotið undir byggð. Sér­stak­lega er í því sam­hengi horft til upp­bygg­ingar í kringum nýtt kerfi almenn­ings­sam­gangna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, Borg­ar­línu.

Á sama tíma og þetta er stefnan hjá Reykja­vík­ur­borg og raunar líka hinum sveit­ar­fé­lögum höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins, að þenja ekki byggð­ina út heldur þétta gisið borg­ar­svæð­ið, stytta vega­lengdir og með því bæta nýt­ingu þeirra inn­viða sem þegar eru til stað­ar, hefur rík­is­stjórnin kynnt til sög­unnar svokölluð hlut­deild­ar­lán, í takt við lof­orð sem gefin voru í tengslum við gerð lífs­kjara­samn­ing­anna.

Auglýsing

Lánin eru ætluð tekju­lágum fyrstu kaup­endum hús­næðis og fela í sér umfangs­mikið rík­is­inn­grip í hús­næð­is­mark­að­inn, sem óljóst er hvaða afleið­ingar mun hafa til lengri tíma, en er ætlað að skapa hvata til bygg­ingar fleiri hag­kvæmra íbúða, svo fólk eigi auð­veld­ara með að kom­ast inn á fast­eigna­mark­að­inn.

Opnað var fyrir umsóknir um þessi nýju lán á vef Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­unar núna í upp­hafi mán­að­ar­ins, en hlut­deild­ar­lánin virka þannig að ríkið lánar kaup­endum vaxta­laust fyrir 20-30 pró­sent af verði nýrrar íbúð­ar, lán sem ekk­ert er greitt af heldur greið­ast til baka þegar eignin er seld. Ríkið ger­ist þannig í raun og veru þög­ull með­fjár­festir í hús­næð­inu. Nýlega voru kynnt drög að reglu­gerð varð­andi hlut­deild­ar­lán­in, þar sem meðal ann­ars var skil­greint hvers konar hús­næði yrði lánað fyr­ir.

Áhyggjur af þenslu byggð­ar, sam­göngu­kostn­aði og gæðum hús­næðis

End­an­leg reglu­gerð um lánin hefur ekki enn verið birt og því er ekki byrjað að afgreiða umsókn­ir, en í umsögnum ýmissa aðila um reglu­gerð­ar­drögin þegar þau voru til kynn­ingar í sam­ráðs­gátt stjórn­valda komu fram áhyggjur um að útfærsla lán­anna stang­að­ist á við mark­mið sveit­ar­fé­lag­anna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu um upp­bygg­ingu kom­andi ára, þar sem hún skap­aði hvata til þess að brjóta meira land á jað­ar­svæðum undir nýja byggð.

Sam­hang­andi við þetta voru áhyggjur af því að tekju­lágir muni leita í hag­kvæmt hús­næði fjarri þunga­miðju atvinnu, jafn­vel utan höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins, sem auki sam­göngu­kostnað þess­ara hópa, bæði beinan kostn­aði og tíma­virði, umtals­vert.

Þá eru einnig settar fram áhyggjur þess efnis að hag­kvæmu íbúð­irnar og umhverfi þeirra verði ekki af háum gæð­um, þar sem bein­línis er kveðið á um það í reglu­gerð­ar­drög­unum að íbúð­irnar sjálfar skuli vera  „hag­kvæmar“, „hóf­leg­ar“ og „ein­faldar að allri gerð“.

Skipu­lags­stofnun minnir sér­stak­lega á það í umsögn sinni að það sé á valdi sveit­ar­fé­laga að setja skipu­lags­á­kvæði um lóðir og hús­næði, en í reglu­gerð­ar­drögum ráðu­neyt­is­ins segir að um lóðir eigi ekki að gilda neinir skipu­lags­skil­málar sem hafi í för með sér hækkun á bygg­ing­ar­kostn­aði. Skipu­lags­skil­málar eru almenn ákvæði fyrir hús­bygg­ingar á deiliskipu­lögðum svæð­um, varð­andi stærð og gerð bygg­inga, þak­form, frá­gang lóða og fleira sem hönn­uðum ber að fara eft­ir.

Horfa verði á hús­næð­is- og sam­göngu­kostnað saman

Reykja­vík­ur­borg benti á það í umsögn sinni um málið að ein­ungis væru örfáar nýbyggðar íbúðir á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem teld­ust vera hag­kvæmt hús­næði sam­kvæmt skil­grein­ing­unni sem sett var fram í reglu­gerð­ar­drög­unum og sagði einnig að það þyrfti að horfa bæði á hag­kvæmni hús­næðis og hag­kvæmar sam­göngur þegar horft væri til hags­muna heim­il­anna, sem þessum lánum er jú ætlað að mæta.

„Rétt hefði verið að eitt skil­yrða um hag­kvæmt hús­næði væri auð­velt aðgengi að góðum almenn­ings­sam­göng­um,“ segir borg­in, sem telur einnig að áhersla á for­gang hlut­deild­ar­lána vegna hús­næðis utan höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins geti haft hvetj­andi áhrif á að ein­stak­lingar og fjöl­skyldur festi sér íbúð utan höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins en sæki vinnu á höf­uð­borg­ar­svæð­in­u. 

„Ferð­ist við­kom­andi akandi á milli minnkar hag­kvæmni hús­næð­is­ins vegna sam­göngu­kostn­að­ar,“ segir borgin í umsögn sinni og vísar svo í grein­ingu á akst­urs­kostn­aði ein­stak­linga eftir fjar­lægð frá vinnu­stað, sem lögð var fram í hús­næð­is­hópi vegna lífs­kjara­samn­ing­anna.

„Með mark­mið­inu um þétt­ingu byggðar og fjölgun nýbygg­inga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu á síð­ustu árum ættu íbúða­kaup­endum að standa til boða nýbygg­ingar sem gætu upp­fyllt skil­yrði um hag­kvæmni með rýmkun á öðrum skil­yrðum reglu­gerð­ar­inn­ar. Einkum á þeim svæðum þar sem tryggðar verði afkasta­miklar og góðar almenn­ings­sam­göng­ur,“ segir borgin einnig í umsögn sinni um reglu­gerð­ar­drög­in.

Flatt við­mið­un­ar­verð ýti upp­bygg­ingu á jað­ar­svæði

Svæð­is­skipu­lags­stjóri höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins, sem starfar fyrir Sam­tök sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu (SS­H), segir í umsögn um reglu­gerð­ina að hætt sé við því að til­laga að flötu við­mið­un­ar­verði fyrir höf­uð­borg­ar­svæðið vinni gegn stefnu svæð­is­skipu­lags höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins um að fram­tíð­ar­vöxtur bæði íbúða og starfa verði innan skil­greindra kjarna og sam­göngu­mið­aðra þró­un­ar­svæða sem njóti nálægðar við góðar almenn­ings­sam­göng­ur.

„Eðli máls­ins sam­kvæmt ýtir fast­eigna­mark­aður upp verði þar sem eft­ir­spurn er mik­il. Það þarf því að passa vel upp á að á þessum sam­göngu­mið­uðu svæðum sé einnig mögu­leikar fyrir fyrstu kaup­endur og efna­minn­i,“ segir í umsögn SSH, sem hvetja félags­mála­ráðu­neytið til þess að skoða að setja sveigj­an­leika á hámarks­verð íbúða sem hlut­deild­ar­lánin ná yfir á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Sú allra dýrasta eign sem lánað yrði fyrir sam­kvæmt drög­unum sem hafa verið kynnt mætti vera 58,5 millj­ónir króna. Þá er átt við 101 til 110 fer­metra íbúð, með að minnsta kosti fjórum svefn­her­bergj­um.

SSH er með þessu að leggja til, rétt eins og Reykja­vík­ur­borg ger­ir, að ráðu­neytið íhugi að láta hlut­deild­ar­lánin ná yfir dýr­ari íbúð­ir, sem væru stað­settar í grennd við hágæða almenn­ings­sam­göng­ur, á svæðum þar sem íbúum er kleift að reka heim­ili án rekst­urs einka­bíls.

Bendir svæð­is­skipu­lags­stjóri á að vert sé að hafa í huga að þrátt fyrir að íbúðir á slíkum svæðum gætu verið örlítið dýr­ari í upp­bygg­ingu og sölu, skap­ist þá tæki­færi fyrir íbúa til að spara sér rekstr­ar­kostnað vegna einka­bíls, sem getur verið um 1,2 millj­ónir króna á ári sam­kvæmt tölum frá Félagi íslenskra bif­reiða­eig­enda.

Áhyggjur af félags­legri mis­skipt­ingu

Arki­tektar létu tölu­verða óánægju og áhyggjur í ljós, í umsögnum um reglu­gerð­ar­drög­in. Í umsögn Arki­tekta­fé­lags Íslands var sér­stak­lega fjallað um hætt­una á því að með því að skil­yrða lánin við nýjar íbúðir á höf­uð­borg­ar­svæð­inu væri verið væri að stuðla að tví­skiptum hús­næð­is­mark­aði, þar sem ein­ungis þeir sem ekki þyrftu að treysta á hlut­deild­ar­lán hefðu raun­veru­legt val um búsetu. Arki­tekta­fé­lagið sagði að bein­línis væri unnið gegn félags­legri blöndun og stuðlað að „eins­leitum hverf­um, hverfa­hlut­um, lóðum eða fjöl­býl­is­húsum þar sem lág­tekju­fólk sem treystir á hlut­deild­ar­lán er búsett með nei­kvæðum félags­legum afleið­ing­um.“

Svip­aðar afleið­ingar sér Arki­tekta­fé­lagið fyrir sér að komi til af þeim sökum að engar sér­stakar gæða­kröfur eru gerðar til hag­kvæms hús­næðis í reglu­gerð­ar­drög­un­um. Arki­tektar segja að með því að gera engar slíkar gæða­kröfur til bygg­ing­ar­að­ila sé verið að auka líkur á að til verði ný gerð hús­næð­is­mark­að­ar, sem verði í mik­illi hættu á að verða und­ir­máls­mark­aður og einnig að þetta sé til þess fallið að auka kostnað sam­fé­lags­ins vegna félags­legrar mis­skipt­ing­ar.

Auglýsing

Fleiri en arki­tektar bentu á nauð­syn­legt væri að tryggja ein­hver lág­marks­gæði íbúða, en í umsögn Sam­taka atvinnu­lífs­ins um reglu­gerð­ar­drögin kom fram að sam­tökin teldu að þrátt fyrir að mik­il­vægt væri að íbúðir sem féllu undir úrræði væru hag­kvæmar mættu skil­yrði þess efnis „ekki skapa hvata t.d. til lélegs efn­is­vals“ og að útfærsla skil­yrð­anna í reglu­gerð yrði að taka mið af þessu. 

Ráð­herra sagði það vera sveit­ar­fé­laga og verk­taka að bregð­ast við

Ásmundur Einar Daða­son félags- og barna­mála­ráð­herra sagði í sam­tali við RÚV um miðjan síð­asta mánuð að hann teldi ekki þörf á að rýmka skil­yrðin fyrir lán­unum til þess að lánin myndu nýt­ast þeim hópum sem til væri ætl­ast.

Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra.
Bára Huld Beck

Þvert á móti sagði hann að það væri væri sveit­ar­fé­laga og verk­taka að bregð­ast við þessum nýju lánum með auknu fram­boði lóða og íbúða. Þetta var áður en bæði Reykja­vík­ur­borg og Sam­tök sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu skil­uðu inn umsögnum sínum um drög­in. 

End­an­leg reglu­gerð um þessi nýju lán er í vinnslu hjá ráðu­neyt­inu og áhuga­vert verður að sjá hvort ein­hverjar breyt­ingar verði gerðar á þeim í ljósi fram­kom­inna athuga­semda, enda virð­ist sýn ráðu­neyt­is­ins og þeirra sem fara með skipu­lags­vald á höf­uð­borg­ar­svæð­inu á það hvernig best sé að reyna að tryggja tekju­lágu fólki hag­kvæmt hús­næði yfir höf­uðið gjör­ó­lík.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnArnar Þór Ingólfsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar