Sautján milljón minkar slegnir af

Þessa dagana er verið að lóga öllum minkum á dönskum minkabúum, um 17 milljónum talsins. Ástæðan er nýtt afbrigði kórónuveiru, sem þegar hefur borist í menn. Óttast er að væntanlegt bóluefni virki ekki á veiruna.

Dönskum minkabændum hefur verið gert að lóga öllum sínum dýrum.
Dönskum minkabændum hefur verið gert að lóga öllum sínum dýrum.
Auglýsing

Fyrir tæpum fimm mán­uðum fund­ust kór­óna­smit­aðir minkar á búi á Norð­ur­-Jót­landi. Yfir­völd fyr­ir­skip­uðu að öllum dýrum á við­kom­andi búi skyldi lóg­að. Fljót­lega kom í ljós að smit var komið í dýr á fleiri búum á Norð­ur­-Jót­landi og einnig á Vest­ur­-Jót­landi. Á þeim búum voru öll dýr aflíf­uð. Á þessum tíma greind­ist einnig smit í fólki á Norð­ur­-Jót­landi.

7. júlí til­kynntu stjórn­völd að smit­uðum dýrum skyldi ekki lóg­að. Þess í stað skyldu allar umgengn­is­reglur á búum þar sem smit fynd­ist hert­ar. Skylt yrði að bera grímu, nota hanska og spritt ásamt reglum um hlífð­ar­bún­að. Áður en þessar ákvarð­anir voru til­kynntar höfðu dýr á 125 búum verið skimuð og hvergi fund­ist smit.



4. sept­em­ber greindi dag­blaðið Information frá því að í áhættu­mats­skýrslu Dönsku rann­sókn­ar­stofn­un­ar­inn­ar, Statens Serum Institut (SSI) komi fram að sér­stakt afbrigði kór­óna­veirunnar (sær­lig minkvari­ant) hafi breiðst út til fólks á Norð­ur­-Jót­landi. Og einnig til Borg­und­ar­hólms og Króa­tíu. Þetta afbrigði veirunnar fannst einnig á þremur minka­búum þar sem smit hafði greinst í júní. Skýrslan var send sótt­varna­yf­ir­völd­um. Tveimur vikum síð­ar, 16. sept­em­ber  kom fram í minn­is­blaði SSI til Mog­ens Jen­sen mat­væla­ráð­herra að þetta „nýja“ afbrigði hefði fund­ist í minkum og fólki á sex minka­búum á Norð­ur- og Vest­ur­-Jót­landi. Nauð­syn­legt væri að grípa til var­úð­ar­ráð­staf­ana, einkum skimun­ar. Þess má geta að stærstur hluti danskra minka­búa, sem eru rúm­lega eitt þús­und tals­ins, er í þeim lands­hluta.

Auglýsing


Mikil alvara á ferðum

18. sept­em­ber skrif­uðu sér­fræð­ingar SSI og Hafn­ar­há­skóla mats­skýrslu um ástand­ið. Í henni sagði að áhrif „nýja“ afbrigð­is­ins gætu orðið til þess að ekki myndi nást hjarð­ó­næmi og bólu­efni virki ekki. Og aug­ljóst virð­ist, segir í skýrsl­unni, að þetta „nýja“ afbrigði geti myndað smit­keðjur meðal íbúa lands­ins. Fimm dögum síðar hélt mat­væla­ráð­herra fund með sér­fræð­ingum þar sem reynt var að meta stöð­una. Allir voru sam­mála um að staðan væri alvar­leg, mjög alvar­leg.



Hættu­legra að vera minka­bóndi en heil­brigð­is­starfs­maður

Á fyrsta degi októ­ber­mán­aðar hafði rík­is­stjórnin skipt um kúrs. Á frétta­manna­fundi þann dag til­kynnti Mog­ens Jen­sen ráð­herra mat­væla­mála að minkar á smit­uðum búum skyldu aflífað­ir, það var við­snún­ingur frá 7. júlí. Ráð­herr­ann sagði að um væri að ræða rúm­lega eina milljón minka á um það bil 100 búum. Smit hefðu greinst á rúm­lega 40 búum og ekki væri á neitt hætt­andi. Kåre Møl­bak, einn yfir­manna SSI, sagði að nú væri hættu­legra að vera minka­bóndi en heil­brigð­is­starfs­mað­ur. Á fund­inum kom fram að öll búin þar sem smit hefði greinst væru á Norð­ur­-Jót­landi.



13. októ­ber sagði And­ers Foms­gaard yfir­lækni frá því í sjón­varps­fréttum DR, danska útvarps­ins, að það bólu­efni sem nú væri unnið að víða um heim, myndi hugs­an­lega reyn­ast gagns­laust í bar­átt­unni við „nýja“ afbrigð­ið. „Áhyggju­efni er að „nýja“ afbrigðið nái útbreiðslu í sam­fé­lag­inu og þá er illt í efn­i.“



Í fyr­ir­spurna­tíma í danska þing­inu, Fol­ket­in­get, 26. októ­ber sagði Mog­ens Jen­sen að aukin útbreiðsla „nýju“ veirunnar (clu­ster 5) í minkum ylli áhyggjum og ótta. Sér í lagi áhyggjum vegna hugs­an­legra áhrifa á heilsu­far almenn­ings eins og ráð­herr­ann komst að orði. Þegar hann var spurður um aðgerðir sagði ráð­herr­ann að við þeim mætti búast ein­hvern næstu daga. Sú varð líka raun­in.



Skipað að skera allt niður„Þetta er stór og sársaukafull ákvörðun, en því miður nauðsynleg. Við eigum ekki um neitt að velja,“ sagði Mette Fredriksen um aðgerðirnar á blaðamannafundi 5. nóvember. Mynd: EPA

Mið­viku­dag­inn 4. nóv­em­ber boð­aði Mette Frederik­sen for­sæt­is­ráð­herra til frétta­manna­fund­ar. Flogið hafði fyrir að þar mættu minka­bændur búast við alvar­legum tíð­ind­um, eins og kom á dag­inn.

Mette Frederik­sen sagði að  stjórn­völd hefðu ákveðið að allur minka­stofn á öllum búum lands­ins skyldi felld­ur. „Þetta er stór og sárs­auka­full ákvörð­un, en því miður nauð­syn­leg. Við eigum ekki um neitt að velja“ sagði ráð­herr­ann. Hún sagði að sam­tals væri um að ræða 17 milljón minka á rúm­lega eitt þús­und búum. Mette Frederik­sen sagði jafn­framt að grípa þyrfti til fleiri aðgerða, sem til­kynntar yrðu á næstu tveimur til þremur dög­um.



Norð­ur­-Jót­landi nán­ast skellt í lás

5. nóv­em­ber, dag­inn eftir að danski for­sæt­is­ráð­herr­ann hafði fyr­ir­skipað að öllum dýrum á öllum minka­búum lands­ins skyldi lóg­að, fengu Danir fleiri frétt­ir. Á frétta­manna­fundi þann dag sagði Mette Frederik­sen að segja mætti að Norð­ur­-Jót­landi verði skellt í lás. „Strax í kvöld.“ Ráð­herr­ann sagði stjórn­völd mæl­ast til þess að íbúar sjö sveit­ar­fé­laga á Norð­ur­-Jót­landi haldi sig innan sveit­ar­fé­lags­ins, nema brýna nauð­syn beri til. Jafn­framt ferð­ist engir utan­að­kom­andi til þess­ara sjö sveit­ar­fé­laga.



Öll kaffi­hús verða lok­uð, sömu­leiðis bar­ir. Mat­sölu­stöðum verður ein­göngu heim­ilt að afgreiða heim­töku­mat (ta­keaway) en verða að öðru leyti lok­að­ir. Almenn­ings­sam­göngur liggja niðri, nema skól­ar­útur og nem­endur í efri bekkjum grunn­skóla fá ein­ungis fjar­kennslu. Sama gildir um nem­endur á hærri skóla­stig­um. Íþrótta­hús, kvik­mynda­hús, bóka­söfn, sund­laug­ar, skemmti­garð­ar, sam­komu­hús, dýra­garðar o.s.frv.  Allt lok­að. Fyr­ir­tæki og stofn­anir eru hvött til að láta starfs­menn vinna heima eins og kostur er.



Yfir­völd hafa mælst til þess að allir íbúar sveit­ar­fé­lag­anna sjö fari í skim­un. Það verður gert eftir til­teknu skipu­lagi og hófst reyndar í gær (laug­ar­dag). Reiknað er með að skimun allra íbúa á þessu svæði, sem eru sam­tals um 280 þús­und, taki tíu til tólf daga.



Að Norð­ur­-Jót­landi skuli skellt í lás hefur marg­vís­leg áhrif. Á svæð­inu eru mörg stór fyr­ir­tæki sem reiða sig á greiðar sam­göngur og flutn­inga­kerfi. Þar að auki kemur margt starfs­fólk fyr­ir­tækja á svæð­inu frá öðrum sveit­ar­fé­lög­um, þetta á ekki síst við um ýmiss konar fram­leiðslu­fyr­ir­tæki, þar sem ekki er hægt að sinna störfum að heim­an. Allt skapar þetta margs konar vanda­mál, sem óljóst er hvernig á að leysa.

Hræ minka komð í gám með stórvirkri vinnuvél á dönsku minkabúi. Mynd: EPAEngin við­brögð þrátt fyrir margar við­var­anir

Í dag­blað­inu Politi­ken birt­ist í gær, laug­ar­dag, löng umfjöllun um við­brögð eða rétt­ara sagt skort á við­brögð­um. Í umfjöllun blaðs­ins kemur fram að þrátt fyrir ítrek­aðar við­var­anir úr mörgum áttum á und­an­förnum mán­uðum gerð­ist lít­ið. Til dæmis hafði verið bent á að nauð­syn­legt væri að skima starfs­fólk minka­bú­anna. Ekki síst í ljósi þess að um helm­ingur alls starfs­fólks á búunum er frá Aust­ur-­Evr­ópu og ferð­ast gjarna til heima­lands­ins í frí­um. Nákvæm­lega þetta atriði veldur nú miklum áhyggj­um. Sömu­leiðis hafði verið bent á að fólk sem starfar við að flá dýr sem aflífuð hafa verið fer gjarna á milli búa og slíkt bjóði smit­hætt­unni heim.



Gögnin sem Politi­ken hefur undir höndum sýna að minka­bændur og starfs­fólk á búum þeirra sinnti lítt um var­úð­ar­ráð­staf­an­ir. Einn bóndi sagði að margir hefðu litið á ábend­ingar um spritt, grímur og fleira þess háttar sem til­mæli en ekki skip­an­ir.



Mog­ens Jen­sen mat­væla­ráð­herra hefur und­an­farna daga sætt mik­illi gagn­rýni fyrir að bregð­ast seint og illa við. Ráð­herr­ann hefur sagt að hann hafi í einu og öllu fylgt ráð­legg­ingum sér­fræð­inga. Politi­ken bendir í umfjöllun um málið á að það var Mette Frederik­sen sem til­kynnti um hinar ströngu aðgerð­ir. „Tengdi hún fram hjá Mog­ens Jen­sen“ spyr blaðið og bendir í leið­inni á að for­sæt­is­ráð­herr­ann njóti mik­ils trausts á Jót­landi.



Mikið efna­hags­legt tjón

Á síð­ustu árum hefur dönskum minka­búum fækk­að. Fyrir því eru einkum tvær ástæð­ur: tíð­ar­and­inn hefur breyst, sam­tökum sem vinna að vel­ferð dýra, minka þar með tal­inna, hefur vaxið ásmegin sem þýðir að sala á skinnum hefur minnk­að. Þótt verð á minka­skinnum hafi ætíð sveifl­ast hefur það und­an­farið verið mjög lágt og það hefur mikil áhrif á afkomu bænda. 

Danir hafa um margra ára skeið verið stærstu fram­leið­endur minka­skinna í heim­inum en í all­mörgum löndum hefur minka­bú­skapur verið aflagður á síð­ustu árum. Á síð­asta ári voru dönsk minka­skinn tæpur þriðj­ungur allra selda skinna í heim­in­um.



Útflutn­ings­tekjur Dana vegna sölu á minka­skinnum námu á síð­asta ári um það bil 5 millj­örðum danskra króna (110 millj­arðar íslenskir) en til sam­an­burðar má nefna að árið 2013 voru útflutn­ings­tekj­urnar rúmir 12 millj­arðar danskra króna.



Á dönskum minka­búum starfa um það bil 3 þús­und manns. Annar eins fjöldi vinnur störf sem tengj­ast minka­búum með einum eða öðrum hætti. Því er ljóst að efna­hags­á­hrifin eru umtals­verð „og var nú ekki á bæt­andi“ svo notuð séu orð Mette Frederik­sen for­sæt­is­ráð­herra.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar