Aðsendar myndir

„Vissi að ég myndi bráðlega missa meðvitund ef ég kæmist ekki út“

„Reykur kom úr öllum áttum inn í herbergið,“ segir ungur maður sem greip til þess örþrifaráðs að stökkva út um glugga af rishæð hússins að Bræðraborgarstíg 1 er stórbruni varð þar í sumar. Reykurinn kom út úr veggjunum, undan hurðinni og upp í gegnum gólfið. Hann gat ekki beðið eftir björgun.

Hann er um þrí­tugt. Fæddur og upp­al­inn í Pól­landi. Fyrir rúm­lega fjórum árum, þegar atvinnu­leysi var mikið í heima­land­inu, ákvað hann að freista gæf­unnar og flytja til Íslands. Þá var næga vinnu að hafa hér. Ferða­þjón­ustan að springa út og ná met­hæðum og fjöldi fyr­ir­tækja spratt upp í kringum hana. Og í þeim geira fékk hann vinnu. Sam­starfs­menn­irnir voru bæði Íslend­ingar og útlend­ingar og hann kynnt­ist mörgum þeirra ágæt­lega.

75 þús­und fyrir lítið her­bergi

Fljót­lega eftir kom­una til lands­ins tók hann her­bergi á leigu á ris­hæð­inni að Bræðra­borg­ar­stíg 1. Leigan var 75 þús­und krónur á mán­uði, fyrir lítið svefn­her­bergi með aðgang að baði og eld­húsi. „Þetta var gott verð fyrir her­bergi í mið­borg Reykja­vík­ur,“ segir hann. Hann kynnt­ist sam­býl­ingum sínum mis­vel og segir ástæð­una þá að hann hafi aðeins litið á húsið sem sinn svefn­stað. Fyrir utan litla eld­húsið hafi ekki verið neitt sam­eig­in­legt rými í hús­inu til að safn­ast saman og spjalla. „Marga þekkti ég aðeins eins og hverja aðra nágranna. Við heilsuð­umst þegar við hitt­umst og spjöll­uðum lít­il­lega um dag­inn og veg­inn.“

Þess vegna kynnt­ist ekki mikið hann pólsku pör­unum tveimur sem bjuggu á sömu hæð enda höfðu þau aðeins búið í hús­inu í nokkra mán­uði ólíkt honum og nágrann­anum Vasi­le Ti­bor And­or ­sem höfðu leigt her­bergi hlið við hlið í nokkur ár. Hann spjall­aði þó annað slagið við þau. Þau hafi líkt og hann unnið mikið og verið að safna sér pen­ing, meðal ann­ars fyrir brúð­kaup­unum sín­um. 

Auglýsing

Þegar kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn braust út og skyndi­legur sam­dráttur varð í ferða­þjón­ust­unni missti hann vinn­una. Það var ástæðan fyrir því að þann 25. júní var hann heima á Bræðra­borg­ar­stígnum allan dag­inn. Her­bergið sem hann hafði fyrst og fremst notað sem svefn­stað til þessa var orðið að athvarfi hans í atvinnu­leys­inu.

Ekk­ert eft­ir­minni­legt henti framan af degi. Hann minn­ist þess ekki að hafa hitt nágranna sína og þegar leið á dag­inn ákvað hann að leggja sig.

Náði varla and­anum

Hann var sofn­aður er hann hrökk upp með and­fælum við öskur framan af gangi. Hann hent­ist á fætur og reif upp hurð­ina en það eina sem hann sá var kol­svartur reykur sem engin leið var að greina nokkuð í gegn­um.

Hann lok­aði hurð­inni í skyndi og það sem á eftir fór gerð­ist allt mjög hratt. Hann hafði lít­inn tíma til að hugsa hvaða val­mögu­leikar voru í stöð­unni. „Reykur kom úr öllum áttum inn í her­berg­ið,“ segir hann, út úr veggj­un­um, undan hurð­inni og upp í gegnum gólf­ið. Her­bergið fyllt­ist fljótt af reyk og það eina sem hann hugs­aði var að hann yrði að fá súr­efni til að missa ekki með­vit­und. „Ég náði varla and­an­um.“

Gat ekki beðið

Hann greip stól og braut glugg­ann. Tibor vinur hans í næsta her­bergi heyrði brot­hljóðið og tal­aði til hans í gegnum þunnan vegg­inn. „Bíddu róleg­ur, slökkvi­liðið er á leið­inn­i,“ rifjar hann upp að Tibor hafi sagt. „En ég gat ekki beð­ið. Ég vissi að ég myndi bráð­lega missa með­vit­und ef ég kæm­ist ekki út. Sá mögu­leiki að bíða í ein­hvern tíma var ekki í boði á þessum tíma­punkt­i“.

Hann lét sig falla út um glugga á risinu. Mynd: Skjáskot af myndbandi/Birt með leyfi viðmælanda

Þrátt fyrir að allt hafi gerst á ógn­ar­hraða, kannski á um mín­útu frá því að hann vakn­ar, man hann eftir að hafa hugsað að húsið væri gam­alt og úr timbri í hólf og gólf. Hann ótt­að­ist hrein­lega að húsið myndi fuðra upp – falla eins og spila­borg, segir hann.

Eftir að hafa brotið glugg­ann von­aði hann að það myndi duga. Að hann gæti stungið höfð­inu út, myndi ná and­anum og gæti þá jafn­vel beðið í smá stund eftir hjálp. „En reyk­ur­inn kom alls staðar inn af svo miklum krafti og svo hratt að það hjálp­aði mér ekk­ert að reyna að anda út um glugg­ann.“

Ákvað að klifra út

Reyk­ur­inn þétt­ist ennþá hraðar eftir að hann hafði brotið glugg­ann. Hann tók þá ákvörðun að klifra út. Það var eng­inn tími til að velta fyrir sér hvernig best væri að gera það. Eng­inn tími var til að meta aðstæð­ur. Hann greip um glugga­karm­inn og hékk utan á hús­inu um stund þar til hann sleppti tak­inu og féll niður á gang­stétt­ina.

Hann missti með­vit­und. Hann er ekki viss hvenær hann rank­aði við sér, hvort að það var um nótt­ina eða morg­un­inn eft­ir. Hann hafði andað að sér svo miklum reyk að hann kastaði stöðugt upp. „Það var ringul­reið í hausnum á mér. Ég vissi ekki hvað væri raun­veru­legt og hvað ekki. Ég átti erfitt með að trúa að því að þetta hefði allt saman gerst.“ 

Atburð­irnir síast inn

Það var ekki fyrr en hjúkr­un­ar­fræð­ingur sýndi honum for­síðu dag­blaðs dag­inn eftir að það rann upp fyrir honum að þetta hefði ekki bara verið slæm martröð. Húsið hefði raun­veru­lega brunn­ið. Hann fékk líka að vita að ein­hverjir hefðu dáið en hann vissi ekki hverj­ir. 

Þær fréttir bár­ust síð­ar. Að þrír nágrannar hans og land­ar, fólk sem hafði búið í her­bergjum á ris­hæð­inni, fólk sem hann þekkti, hefði dáið.

Sjúkraflutningamaður aðstoðar einn íbúann, sem var í herbergi við hlið unga mannsins sem stökk út, að brjóta rúðuna.
Aðsend mynd

Sjálfur skarst hann mikið á bæði höndum og fót­um. Hann hlaut einnig mörg höf­uð­kúpu­brot, fékk blóð­tappa í slagæð í lunga, stað­bundna heila­á­verka og reyk­eitr­un. Hann vill ekki gera mikið úr meiðslum sínum og vill ekki ræða sárs­auk­ann sem þeim fylgdi. Hann hafi lif­að. Aðrir hafi týnt lífi. Því fylgi óbæri­legur sárs­auki fyrir aðstand­end­ur.

Það þykir krafta­verki lík­ast að hann hafi ekki slasast meira í fall­inu. Að hann hafi verið útskrif­aður og fluttur á sjúkra­hótel aðeins viku eftir brun­ann. „Ég var í mjög góðu formi, fór þrisvar í viku í sund og út að hlaupa jafn oft. Það hefur lík­lega hjálpað mér.“

Hjartað fór að slá hraðar

Á sjúkra­hót­el­inu dvaldi hann í þrjár vikur og í kjöl­farið fór hann til for­eldra sinna í Pól­landi. Hann vildi vera nærri fólk­inu sínu. Lík­am­legi bat­inn hefur þegar verið mik­ill. Hann seg­ist vinnu­fær. En það er and­lega hliðin sem enn er að valda honum erf­ið­leik­um. „Einn dag­inn, þegar ég sá reyk koma frá kola­kynd­ing­unni í kjall­ar­anum í húsi for­eldra minna, fór hjartað skyndi­lega að slá hrað­ar. Ég fann það greini­lega. Mér líður ekki vel að sjá reyk og finna lykt­ina af honum í lok­uðu rými. Ósjálfrátt vaknar til­finn­ingin um að þurfa mögu­lega að berj­ast fyrir lífi mínu.

Ég hef heldur ekki sofið vel. Sér­stak­lega ekki fyrst eftir elds­voð­ann. Þá kom það oft fyrir að ég hrökk upp á nótt­unni. Bara það að rifja þetta upp núna hefur orðið til þess að bol­ur­inn minn er blautur af svita.

Það er mjög grunnt á minn­ing­unum um þetta. Þær eiga eftir að fylgja mér lengi. Ég efast um að þær muni nokkurn tím­ann yfir­gefa mig. Ég hugsa til fólks­ins sem missti ást­vini sína í eld­in­um. Hvað þau eru að ganga í gegn­um.“

Auglýsing

Elds­voð­inn gleypti allar hans eigur fyrir utan bíl­inn sem hann hafði lagt nokkur hund­ruð metrum frá hús­inu. Hann telur sig hafa átt rétt á ein­hverjum smá­vægi­legum fjár­styrk frá félags­þjón­ustu borg­ar­innar en að hann hafi ekki borið sig eftir hon­um. Sömu sögu er að segja um pólska sendi­ráðið og stétt­ar­fé­lagið sem hann var í. Hann hefði getað leitað þangað en gerði það ekki.

Til stendur að hann snúi aftur til Íslands. Flug­mið­inn er klár en hann er ekki viss um hvort það verði flog­ið. Kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn heldur áfram að setja strik í líf hans og ann­arra. „Ég vil finna mér vinnu á Íslandi og halda áfram að búa þar. Ég á mjög erfitt með að vera aðgerða­laus,“ segir hann og bætir svo við á íslensku: „Ég tala bara smá­vegis íslensku.“ Hann hlær að fram­burði sín­um. Orða­forð­inn er að hans sögn enn sem komið er mjög ein­fald­ur. „Mig langar að læra meiri íslensku svo ég eigi mögu­leika á fleiri störf­um.“

Hefði ekki átt að treysta öðrum

Um fimm mán­uðir eru liðnir frá brun­anum á Bræðra­borg­ar­stíg. Hvernig líður þér núna?

Hann dregur djúpt and­ann áður en hann svar­ar. „Þetta var mik­ill harm­leik­ur,“ segir hann og hugsar sig svo um áður en hann heldur áfram. „Ég hefði getað gert hlut­ina öðru­vísi. Ég hefði getað sett upp reyk­skynjara í her­berg­inu mínu. Ég hefði átt að vita að ég gæti ekki treyst öðr­um.“

Hann segir það líka hafa verið mis­tök af sinni hálfu að kaupa ekki trygg­ingu líka þeirri sem hann keypti vegna ferða­lags til áhættu­svæðis snemma á árinu. „En ég hugs­aði með mér að ég þyrfti ekki svona trygg­ingu á Íslandi. Hér gerð­ist ekk­ert slæmt. Þetta er sá per­sónu­legi lær­dómur sem ég verð að draga af þessu.“

Hlý hjörtu Íslend­inga

Á þess­ari stundu, þrátt fyrir allt sem gekk á, er þakk­læti honum ofar­lega í huga. „Ég fékk aldrei tæki­færi til að þakka öllum þeim sem aðstoð­uðu mig og önnur fórn­ar­lömb elds­ins með ýmsum hætti. Lög­reglan, slökkvi­lið­ið, sjúkra­flutn­inga­menn og allt fólkið hitt fólkið sem rétti fram hjálp­ar­hönd. Á meðan ég var á sjúkra­hús­inu þá fékk ég poka með fötum og nauð­syn­legum hrein­læt­is­vör­um. Við þetta hlýn­aði mér um hjarta­ræt­urn­ar, eftir að hafa misst næstum því aleig­una. Stuðn­ingur frá vinum og kunn­ingjum var líka ómet­an­leg­ur. Elds­voð­inn á Íslandi tók allt sem ég átti fyrir utan bíl­inn og skóna sem ég var í þegar ég stökk út. En á sama tíma þá komst ég að því að hjörtu fólks­ins sem býr hér eru allt annað en ísköld.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiViðtal