Mynd: Birgir Þór Harðarson

Vilja ekki upplýsa um hver keypti hlut í Stoðum af Landsbankanum

Enginn hlutaðeigandi vill segja hvaða fjárfestar keyptu hlut Landsbankans í Stoðum á 3,3 milljarða króna í desember. Stoðir eru umsvifamesta fjárfestingafélag landsins um þessar mundir og er meðal annars á meðal stærstu eigenda Arion banka og Kviku banka.

Hvorki Lands­bank­inn né Stoðir telja sig geta veitt upp­lýs­ingar um hvaða fjár­festar keyptu 12,1 pró­sent hlut bank­ans í Stoðum í des­em­ber síð­ast­liðnum fyrir 3,3 millj­arða króna. 

Þegar greint var frá söl­unni á heima­síðu Lands­bank­ans, þann 10. des­em­ber 2020, kom fram að bank­inn hefði tekið til­boði sem Fossar mark­aðir hefðu gert fyrir hönd fjár­festa. Ekki var til­greint um hvaða fjár­festa væri að ræða. Þar sem Stoðir eru óskráð félag, og til­kynn­ing­ar­skylda þess því verið ein­skorðuð við hlut­hafa­fundi og birt­ingu árs- og árs­hluta­reikn­inga, er upp­færður hlut­haf­alisti ekki aðgengi­legur á heima­síðu félags­ins eins og er hjá skráðum félög­um. Enn fremur hefur gögnum um breyt­ingu á eig­enda­hópi Stoða ekki verið skilað inn til fyr­ir­tækja­skrár og því ekki hægt að sjá hverjir keyptu í slíkum gögn­um.

Kjarn­inn óskaði eftir upp­lýs­ingum frá Lands­bank­an­um, sem er í eigu íslenska rík­is­ins, um hverjir hefðu keypt eign­ar­hlut hans. Í svari upp­lýs­inga­full­trúa bank­ans sagði að Lands­bank­inn gæti ekki veitt umbeðnar upp­lýs­ing­ar. Fyr­ir­spurn­inni yrði að beina til Stoða eða Fossa mark­aða, sem höfðu komið fram fyrir hönd kaup­enda. 

Þegar Kjarn­inn óskaði eftir upp­lýs­ingum um hverjir hefðu keypt hlut­inn í Stoðum hjá félag­inu sjálfu feng­ust þau svör að það væri ekki félags­ins að veita upp­lýs­ingar um við­skipti hlut­hafa með bréf í því, enda félagið ein­ungis and­lag við­skipt­anna. 

Auglýsing

Fossar mark­aðir vildu sömu­leiðis ekki veita upp­lýs­ingar um hvern kaup­and­inn hafi ver­ið. Fyr­ir­tækið seg­ist vera bundið þagn­ar­skyldu gagn­vart við­skipta­vinum sín­um.

Var á meðal kröfu­hafa

Ástæða þess að rík­is­banki átti stóran hlut í fjár­fest­inga­fé­lagi má rekja aftur til banka­hruns­ins. Stoð­ir, sem hétu einu sinni FL Group, var einn umsvifa­mesti fjár­festir­inn á upp­gangs­ár­unum sem leiddu til þess. Félagið var meðal ann­ars stærsti eig­andi Glitni banka. 

Það fór í greiðslu­stöðvun þegar Glitnir fór á haus­inn og kröfu­hafar þess tóku félagið yfir. Á meðal þeirra voru þrotabú Glitn­is, síðar Glitnir Holdco, og nýi Lands­bank­inn. Í næstum ára­tug sner­ist rekstur Stoða aðal­lega um að sinna eft­ir­stand­andi eign­um.

Vorið 2017 keypti svo hópur ráð­andi hlut í Stoð­u­m. Sá eign­ar­hlutur er nú inni í félag­inu S121 ehf. stærsta eig­anda Stoða. 

Auglýsing

Stærstu end­an­legu eig­endur S121 hafa margir hverjir tengsl við gamla FL Group, annað hvort störf­uðu þar eða sátu í stjórn. Má þar nefna félög tengd Magn­úsi Ármann, sem var hlut­hafi í FL Group og sat í stjórn félags­ins, Örv­ari Kjærne­sted, sem var yfir starf­semi FL Group London fyrir hrun, og Bern­hard Boga­syni, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri lög­fræðis­viðs FL Group. Þá á Einar Örn Ólafs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Skelj­ungs, líka stóran hlut. 

Auk þess á eig­in­kona Jóns Sig­urðs­son­ar, fyrr­ver­andi for­stjóra FL Group/­Stoða og núver­andi stjórn­ar­for­manns Stoða, og fjöl­skylda hennar stóran hlut. Með Jóni í stjórn­inni sitja Sig­­­ur­jón Páls­­­son og Örvar Kjærne­sted. Fram­­­kvæmda­­­stjóri félags­­­ins er Júl­­­íus Þor­finns­­­son.

Þegar þessi sala átti sér stað áttu Stoðir ein­ungis eina eign af viti sem átti eftir að vinna úr, hlut í hol­­lenska drykkj­­­ar­vöru­fram­­­leið­and­­­anum Refresco. Sá hlutur var seldur í mars 2018 eftir yfir­­­tökutil­­boð og eftir sátu um 18 millj­­arðar króna í Stoð­­um. Þeir fjár­­munir hafa verið not­aðir í fjár­­­fest­ingar á und­an­­förnum mis­s­er­­um.

Glitnir Holdco hefur aldrei viljað veita upp­lýs­ingar um söl­una. Á meðal þess sem Kjarn­inn hefur spurt félagið að vegna hennar er á hvað hlut­ur­inn hafi verið seld­ur.

Stór eig­andi í tveimur bönkum

Stoðir er einn umsvifa­mesti einka­fjár­festir­inn á íslenskum hluta­bréfa­mark­aði í dag. Félagið er stærsti inn­lendi einka­fjár­festir­inn í Arion banka með 4,99 pró­sent eign­ar­hlut. Eigið fé Arion banka var 192 millj­arðar króna í lok sept­em­ber síð­ast­lið­ins. 

Það er líka stærsti eig­andi trygg­inga­fé­lags­ins TM, með 9,9 pró­sent eign­ar­hlut. Í lok síð­asta árs bættu Stoðir svo veru­lega við sig í Kviku banka, og eru nú stærsti ein­staki eig­andi hans með 8,24 pró­sent eign­ar­hlut. Fyrir dyrum er að  sam­eina TM, fjár­mögn­un­ar­fé­lagið Lykil sem TM á, og Kviku á þessu ári. 

Jón Sigurðsson er stjórnarformaður Stoða.
Mynd: N1

Í grunn­s­viðs­mynd mark­aðsvið­skipta Lands­bank­ans sem send var út á valda aðila seint í des­em­ber kom fram að sam­eig­in­legt félag væri metið á tæp­lega 82 millj­arða króna sam­kvæmt verð­mati deild­ar­inn­ar. 

Stoðir eru líka stærsti hlut­haf­inn í Sím­an­um, þar sem félagið heldur á 14,86 pró­sent eign­ar­hlut. 

Eignir Stoða voru metnar á 24,7 millj­­­arða króna í lok júní síð­­­ast­lið­ins og höfðu rýrnað um tæpan hálfan millj­­­arð króna frá ára­­­mót­­­um. Eignir Stoða skipt­­­ast að upp­­i­­­­stöðu í fjár­­­­­fest­ingar upp á 19,3 millj­­­arða króna, reiðufé upp á 3,3 millj­­­arða króna og veitt lán upp á rúma tvo millj­­­arða króna. 

Félagið skuldar hins vegar nán­­­ast ekk­ert og eigið fé þess því jafnt eign­un­um, eða 24,7 millj­­­arðar króna. Þetta kom fram í árs­hluta­­­reikn­ingi Stoða sem birtur var í sept­­em­ber.

Vænta má þess að virði eigna félags­ins hafi hækkað umtals­vert á síð­ustu þremur mán­uðum síð­asta árs. Þau skráðu félög sem Stoðir eiga hlut í eru enda á meðal þeirra sem hækk­uðu mest á árinu 2020. Hluta­bréf í Kviku hækk­uðu um 63,5 pró­sent, Í TM um 53,6 pró­sent og í Sím­anum um 49,8 pró­sent. 

Örvar og Einar Örn sitja báðir í stjórn TM fyrir hönd Stoða. Jón Sig­urðs­son er stjórn­ar­for­maður Sím­ans. 

Bankar út úr Stoðum

Í maí 2019 fór fram hluta­fjár­aukn­ing í Stoð­um. Í henni jók S121 eign­ar­hlut sinn í félag­inu í 64,6 pró­sent. Greitt var fyrir þá hluta­fjár­aukn­ingu með hluta­bréfum eig­enda S121 í TM. Arion banki átti á þessum tíma líka stóran hlut í Stoðum og tók þátt í hluta­fjár­aukn­ing­unni. Eftir það átti bank­inn 19 pró­sent hlut. Þann hlut seldi Arion banki rúmum mán­uði síð­ar.

Aðrir stórir eig­endur Stoða eftir þau við­skipti voru Lands­bank­inn, með 12,1 pró­sent eign­ar­hlut, og tveir sjóðir í stýr­ingu hjá Stefni, sjóð­stýr­ing­ar­fyr­ir­tækis Arion banka. 

Þann 23. nóv­em­ber aug­lýsti Lands­bank­inn svo 12,1 pró­sent hlut sinn í Stoðum til sölu, að öllu leyti eða hluta. Til­boðs­frestur var til 8. des­em­ber.

Auglýsing

Tveimur dögum eftir að til­boðs­frest­ur­inn rann út var til­kynnt að alls 13 fjár­festar hefðu tekið þátt í sölu­ferl­inu. Lands­bank­inn hafi ákveðið að taka til­boði Fossa mark­aða, fyrir hönd hóps fjár­festa, sem greiddi 3,3 millj­arða króna fyrir eign­ar­hlut­inn. Miðað við það er virði alls hluta­fjár í Stoðum 27,3 millj­arðar króna. 

Hver kaup­and­inn var verður ekki opin­berað fyrr en Stoðir skila inn árs­reikn­ingi sínum fyrir árið 2020. Sam­kvæmt lögum hefur félagið út ágúst­mánuð til að gera það en Stoðir birtu árs­reikn­ing sinn fyrir 2019 á heima­síðu sinni 21. febr­úar í fyrra. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar