EPA

Óeirðaseggir flagga nýfasískum táknum

Tákn segja stundum meira en þúsund orð og eru þau góð leið til að senda skýr skilaboð. Í óeirðunum í Washington í síðustu viku mátti sjá aragrúa af ýmiss konar táknum. Kjarninn kannaði merkingu þeirra en augljóslega má sjá ákveðið þema þar sem áhersla er á yfirburði hvíta kynstofnsins.

Óeirða­seggir réð­ust inn í þing­húsið í Was­hington síð­ast­lið­inn mið­viku­dag og hafa myndir af þeim tröll­riðið sam­fé­lags­miðlum síðan á mið­viku­dag­inn. Fyrir áeggjan Banda­ríkja­for­seta, Don­alds Trump, braust múg­ur­inn inn í þing­húsið – án þess að lög­reglan fengi rönd við reist.

Á þessum mynd­um, hvor sem litið er til þeirra sem mót­mæltu fyrir utan eða þeirra sem réð­ust inn í þing­hús­ið, má smá hin ýmsu tákn, fána eða merki sem vert er að beina sjónum að.

Suð­ur­ríkja­fán­inn

Suð­ur­ríkja­fán­inn hefur lengi verið umdeildur og skiptar skoð­anir eru á því hvaða þýð­ingu hann hefur fyrir fólk í dag. Suð­­ur­­ríkin var sér­­stakt sam­­bands­­ríki syðstu ríkj­anna í Banda­­ríkj­unum á árunum 1861 til 1865 eða þar til borg­­ara­­stríð­inu í Norð­­ur­-Am­er­íku lauk með sigri Banda­­ríkj­anna í norðri.

Fán­inn er nú iðu­lega not­aður sem hat­ur­s­tákn og tákn­mynd fyrir yfir­burði hvíta kyn­stofns­ins. Hann var áber­andi í óeirð­unum í síð­ustu viku og ekki síst inni í þing­hús­inu sjálfu þegar einn úr hópi múgsins spíg­spor­aði með fán­ann um ganga húss­ins.

Maður arkaði um þinghúsið með suðurríkjafánann.
EPA

Kek fán­inn

Sjá mátti kek fán­ann á meðal fólks í óeirð­unum en honum svipar til nas­ista­fán­ans – með tvö­földum krossi og merki í miðj­unni. Fán­inn er tákn fyrir skáldað ríki sem kall­ast Kekist­an. Hvítir þjóð­ern­is­sinnar stofn­uðu „rík­ið“ á sam­skipta­síð­unni 4chan en í þessu skáld­aða ríkið ræður ríkjum guð með frosks­höfuð sem er tákn ringul­reið­ar. 

Frosk­ur­inn hefur verir not­aður á net­inu til að koma ákveðnum skila­boðum á fram­færi. Þá hafa nettröll notað frosk­inn til að hræra í umræðum á net­inu og beina spjótum sínum þá aðal­lega að frjáls­lyndu fólki og „rétt­læt­is­ridd­ur­um“. 

Kek fáninn er keimlíkur nasistafánanum.
Samsett mynd

Refs­ar­inn

Merki Refs­arans, eða The Pun­is­her eins og hann kall­ast á ensku, sást á fánum og bún­ingum fólks í hópn­um. Merkið vísar í teikni­mynda­per­sónu í Mar­vel heim­inum sem refsar glæpa­mönnum án dóms og laga. Her­menn í Banda­ríkj­unum byrj­uðu að nota merkið sem inn­blástur í byrjun 10. ára­tug­ar­ins og lög­reglan þar í landi í upp­hafi 21. ald­ar. 

Gerry Conway, höf­undur Refs­arans, tjáði sig um þessa notkun á merk­inu síð­ast­liðið sumar en þá sagði hann að Refs­ar­inn væri full­trúi þeirra sem rétt­ar­kerfið hefur brugð­ist. „Mér hefur alltaf fund­ist það heimsku­legt og kald­hæðn­is­legt að lög­reglu­menn taki opnum örmum ein­hverju sem er í grund­vall­ar­at­riðum tákn­mynd útlaga.“ Athygli vakti í lok síð­asta árs þegar sjá mátti á þriggja ára gam­alli mynd af íslenskri lög­reglu­konu merki Refs­arans

Merki Refsarans vísar í teiknimyndapersónu í Marvel heiminum sem refsar glæpamönnum án dóms og laga.

Snörur og „Dagur reip­is­ins“

Víða mátti sjá gálga í Was­hington á mið­viku­dag­inn. Margir Twitt­er-not­endur tengdu þá við sögu eftir William Luther Pierce sem nefn­ist The Turner Diaries. Fjallar hún um dag­bækur Earl Turner sem tekur þátt í upp­reisn gegn stjórn Banda­ríkj­anna sem dreif­ist síðar um heim all­an. Sagan er vin­sæl meðal kyn­þátta­hat­ara. 

Sér­stak­lega er vísað til nokk­urs sem kall­ast „dagur reip­is­ins“ en í sög­unni er það dag­ur­inn sem þeir sem líta á hvíta kyn­stofn­inn sem æðri öðrum yfir­taka stjórn lands­ins og myrða alla sem kall­ast „kyn­þátta­svik­ar­ar“.

Nýnas­istar

Tákn nýnas­ista skutu upp koll­inum í óeirð­unum en til að mynda mátti sjá mann í peysu merkt „Camp Auschwitz – Work brings freedom“ sem vísar í útrým­ing­ar­búðir nas­ista í seinni heims­styrkjöld­inni og í yfir­skrift búð­anna „Ar­beit macht frei“ sem þýðir á íslensku „vinnan færir frelsi“. 

Jafn­framt mátti sjá svo­kall­aðan hníf Hitler­sæsk­unn­ar. Í seinni heims­styrj­öld­inni varð Hitler­sæskan gríð­ar­lega fjöl­menn en heróp hreyf­ing­ar­innar var „Blut und Ehre“ eða „blóð og heið­ur­“. 

Samsett mynd

QAnon

Með­limir QAnon létu sig ekki vanta. Sá umtal­að­asti er lík­leg­ast herra­mað­ur­inn með hornin og loð­feld­inn. Sá heitir Jake Ang­eli og er hann áber­andi per­sóna innan sam­tak­anna QAnon. Hefur hann verið nefndur Q-seið­mað­ur.

QAnon er hreyf­ing sem aðhyllist ýmsar öfga­fullar sam­sær­is­kenn­ing­ar, til dæmis að rann­­sókn sér­­staks sak­­sókn­­ara í Banda­­ríkj­unum á áhrifum Rússa í síð­­­ustu for­­seta­­kosn­­ing­unum hafi í raun verið gerð til að afvega­­leiða rann­­sókn á barn­a­­níðs­hring, að John F. Kenn­edy, fyrrum for­­seti Banda­­ríkj­anna, hafi svið­­sett morðið á sjálfum sér og að kór­ón­u­veiran sé annað hvort til­­­bún­­ingur eða líf­efna­vopn sem búið var til af ill­­gjörnum elít­u­m. 

Jake Angeli er orðinn ein táknmynd óeirðanna.
EPA

Nor­ræn ása­trú­ar­tákn

Fyrr­nefndur Jake Ang­eli með hornin var skreyttur húð­flúrum með táknum ása­trúar á borð við val­hnút­inn, Ygg­drasil og hamar Þórs, Mjölni. Víða á inter­net­inu má finna harða gagn­rýni á teng­ingu þess­ara nor­rænu tákna við ras­isma og sam­sær­is­kenn­ing­ar. En þrátt fyrir mót­mæli hafa ýmsir öfga­hópar til hægri tekið táknin og beitt þeim í sína þág­u. 

Mjóa, bláa línan

Sjá mátti fána Banda­ríkj­anna með mjórri, blárri línu inni í þing­hús­inu í óeirð­un­um. Línan táknar varn­ar­liðið sem stendur milli mannýgs óvinar og sið­menn­ing­ar­innar sem hann ógnar en tók á sig nei­kvæð­ari auka­merk­ingu eftir því sem á leið tutt­ug­ustu öld­ina, þegar þagn­ar­múr­inn innan lög­regl­unnar varð­andi mis­gjörðir sam­starfs­fé­laga varð lýðum kunn­ur. 

Mjóa, bláa lín­an, sem var orðin að niðr­andi hug­taki í upp­hafi 21. ald­ar, var end­ur­reist árið 2014 með til­komu hreyf­ing­ar­innar Blue Lives Matter og til­raun var gerð til að ljá henni göfugan blæ en vegna aug­ljósu vís­un­ar­innar í mann­rétt­inda­hóp­inn Black Lives Matter og ólg­unnar í sam­fé­lag­inu yfir lög­reglu­of­beldi voru það aðal­lega öfga­hægri-hópar sem tóku tákn­ið, og með­fylgj­andi fána, upp á sína arma. Því líta fæstir á mjóu, bláu, lín­una sem tákn fórn­fýsi, eins og Blue Lives Matter hreyf­ingin vill meina, og þeir sem bera merkið eru taldir lýsa yfir skil­yrð­is­lausum stuðn­ingi við lög­regl­una, sama hvað hún ger­ir. 

Mjóu, bláu línunni var flaggað fyrir framan þinghúsið sem og inni í því.
Skjáskot/CNN

Stoltir strákar

Proud boys, eða stoltir strákar á íslenskri tungu, eru sam­tök öfga-hægri­s­inn­aðra karl­manna en þeir létu sig ekki vanta í óeirð­un­um. Meðal þess sem hreyf­ingin heldur fram er að karl­menn og vest­ræn menn­ing eigi undir högg að sækja. Hún upp­hefur ofbeldi og eigin kyn­þátt og kyn á kostnað minni­hluta­hópa.

Hreyf­ingin komst almenni­lega á kortið þegar Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti var beð­inn um að for­dæma hvíta þjóð­ern­is­sinna og aðra öfga­hópa á borð við Proud Boys. Trump sagði Proud Boys aftur á móti að „halda sig til hlés og vera í við­bragðs­stöð­u“.

Þessi listi er engan veg­inn tæm­andi en gefur ákveðna hug­mynd um þá hópa og hreyf­ingar sem sam­an­komnar voru fyrir framan þing­hús Banda­ríkj­anna mið­viku­dag­inn 6. jan­ú­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnBára Huld Beck
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar