„Að morgni skal eldstöð lofa“
Tómas Guðbjartsson fór að gosstöðvunum í Geldingardal aðfaranótt sunnudags. Þar tók hann fjölmargar myndir. Hér er afraksturinn.
Að morgni skal eldstöð lofa“. Þannig hefst stöðuuppfærsla frá útivistarmanninum og lækninum Tómasar Guðbjartssonar á Facebook.
Hann einn þeirra fjölmörgu sem hafa lagt leið sína að gosstöðvunum í Geldindardal á Reykjanesskaga. „Ég eyddi nóttinni við gosstöðvarnar með góðum vinum í nótt. Einhver stórkostlegasta nótt sem ég hef upplifað nokkru sinni - enda fengum við fallegan veðurglugga og sterkur sunnanvindur sá til þess að blása burt óæskilegum gösum. Það getur verið að þetta sé ekki stærsta gos Íslandssögunnar en það er með þeim fallegustu sem ég hef séð,“ skrifaði Tómas.
Tómas segir í samtali við Kjarnann að hópurinn sem hann hafi verið í hafi talið fjóra: Harald Örn Ólafsson, Örvar Þór Ólafsson, Rakel Mánadóttur og hann sjálfan. „Við ákváðum að hjóla á fjallahjólum inn Nátthagadal sem tók um 50 mínútur eftir Suðurstrandavegi og slóðum. Við gengum svo í um 40 mínútur upp á Fagradalsfjall. Alls voru þetta 22 kílómetrar fram og til baka í myrkri en með ljós og allt gekk afar vel.“
Hann segir að hópurinn hafi eytt um þremur klukkustundum á gossvæðinu og að allir hafi verið komnir í bólið um klukkan fimm að morgni sunnudags.
Að sögn Tómasar voru aðstæður frábærar þegar hópurinn dvaldi á svæðinu. Vindur var um tíu metrar á sekúndu úr suðri sem gerði það að verkum að að gas blés í burtu. Fámennt var á svæðinu á þessum tíma, þokulaust og þurrt.
Hann tók fjölmargar myndir af sjónarspilinu sem varð aðfaranótt sunnudags. Og gaf Kjarnanum góðfúslegt leyfi til að birta þær. Fyrir þá sem skoða myndirnar í síma er mælst til þess að snúa honum á breiddina til að þær njóti sannmælis.
Lestu meira um eldgos
-
9. september 2022Ekki alveg svona einfalt...
-
22. ágúst 2022Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segist hafa horft til hagsmuna varnarlausra barna
-
11. ágúst 2022Umboðsmaður Alþingis vill fá skýringar frá lögreglustjóra á barnabanninu við eldgosið
-
5. ágúst 2022Vill skoða aðra kosti í skýrslu Rögnunefndar ef Hvassahraun þykir ófýsilegt
-
3. ágúst 2022Kvika streymir upp á yfirborðið við Fagradalsfjall – Eldgos hafið á ný
-
6. desember 2021Eldgos og jarðskjálftar
-
28. nóvember 2021Bresk myndlistarkona málaði eitt hundrað málverk af eldgosinu í Fagradalsfjalli
-
17. október 2021Búinn að eyða 500 til 600 klukkustundum samhliða fullri dagvinnu í eldgosið
-
3. október 2021Tröllefldir kraftar hrista hinn trygga Keili
-
24. júlí 2021Ráðherra veitir nafni nýja hraunsins formlega blessun sína