Ályktanir Framsóknar í andstöðu við nokkur ríkisstjórnarfrumvörp

15377657853_2d6e3e826f_c.jpg
Auglýsing

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn hélt flokks­þing um helg­ina sem náði heldur betur athygli þjóð­ar­inn­ar. Fyrir utan þrumu­ræðu for­sæt­is­ráð­herra á föstu­dag, sem var þétt­setin tíð­ind­um, voru margar stefnu­mark­andi álykt­anir sam­þykktar af þing­inu.

Það vekur hins vegar athygli að hlut­i þeirra álykt­anna sem sam­þykktar voru á flokks­þing­ingu eru bein­leiðis í and­stöðu við frum­vörp og þings­á­lykt­un­ar­til­lögur sem rík­is­stjórn flokks­ins og Sjálf­stæð­is­flokks hefur lagt fram að und­an­förnu.

Í and­stöðu við rík­is­fjár­mála­á­ætlun



Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, lagði til að mynda fram þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um rík­is­fjár­mála­á­ætlun fyrir árin 2016 og 2019 í byrjun þessa mán­aðar. Áætl­unin er mjög ítar­leg og sam­kvæmt henni er gert ráð fyrir að rík­is­sjóður skili að minnsta kosti tíu millj­arða króna afgangi á næsta ári og að afgang­ur­inn verði orð­inn nálægt 40 millj­örðum króna árið 2019. Til að ná þessum árangri gerið ríkið meðal ann­ars ráð fyrir að selja eign­ar­hluti sína í fjár­mála­fyr­ir­tækj­um, meðal ann­ars 30 pró­sent hlut í Lands­bank­an­um.

Sá vilji Bjarna kemur raunar einnig fram í frum­varpi til laga um með­ferð og sölu eign­ar­hluta rík­is­ins í fjár­mála­fyr­ir­tækjum sem dreift var á vef Alþingis 1. apríl síð­ast­lið­inn. Sam­kvæmt því frum­varpi er fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra falið að skipa ráð­gjafa­nefnd sem á að veita honum ráð­gjöf um með­ferð eign­ar­hluta í fjár­mála­fyr­ir­tækjum og und­ir­búa sölu og sölu­með­ferð eign­ar­hluta rík­is­ins í bönk­um. Á flokks­þingi Fram­sókn­ar­flokks­ins um helg­ina var hins vegar sam­þykkt ályktun um að Lands­bank­inn verði áfram í rík­i­s­eigu og starfi sem sam­fé­lags­banki þar sem mark­miðið er ekki að hámarka arð­semi.

Auglýsing

Banka­bónusar og höft



Flokks­þing Fram­sókn­ar­flokks­ins sam­þykkti einnig til­lögu Karls Garð­ars­son­ar, þing­manns flokks­ins, um að bónusar í banka­kerf­inu verði alfarið bann­að­ir. Afstaða Fram­sókn­ar­flokks­ins er í and­stöðu við þá stefnu um bónusa í fjár­mála­kerf­inu sem mörkuð er í frum­varpi sem Bjarni Bene­dikts­son lagði fram 31. mars síð­ast­lið­inn. Sam­kvæmt frum­varp­inu mega bón­us­greiðslur ekki verða hærri en 25 pró­sent af árs­launum starfs­manna í fjár­mála­geir­an­um.

Þá vakti yfir­lýs­ing Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­sonar um stöð­ug­leika­skatt og yfir­vof­andi skref í átt að losun hafta í ræðu sinni á þing­inu mikla athygli. Um var að ræða hug­tak sem ekki hefur verið í umræð­unni áður, þótt margir telji að um sé að ræða útfærslu á svoköll­uðum útgöngu­skatti.

Bjarni Bene­dikts­son skil­aði grein­ar­erð um fram­gang áætl­unar um losun fjár­magns­hafta 18. mars síð­ast­lið­inn. Þar sagði að tvær leiðir væru færar til þess að taka á þeim greiðslu­jafn­að­ar­vanda sem Ísland stendur frammi fyrir við losun fjár­magns­hafta. Önnur er sú að eig­endur inn­lendra eigna veiti afslátt á þeim í skiptum fyrir erlendan gjald­eyri. Hin er sú að tryggja að kvikar eign­ir, þær sem eru lík­legar til að vilja fara út úr íslensku hag­kerfi við losun hafta, fær­ist í lang­tíma­eign­ir. Þar var ekki minnst einu orði á skatt­lagn­ingu.

Við­bygg­ingar og sjúkra­hús



Raunar hefur fleira sem Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn hefur lagt fram und­an­farna daga í and­stöðu við rík­is­fjár­mála­á­ætlun Bjarna Bene­dikts­son­ar. Þings­á­lykt­un­ar­til­laga Sig­mundar Dav­íðs um við­bygg­ingu við Alþing­is­húsið, bygg­ingu nýrrar Val­hallar á Þing­völlum og að gefa þjóð­inni nýtt húns undir stofnun Árna Magn­ús­sonar í full­veld­is­af­mæl­is­gjöf 1. des­em­ber 1918 felur í sér kostnað á annan tug millj­arða króna. Ekki er gert ráð fyrir þeim útgjöldum í rík­is­fjár­mála­á­ætl­un­inni sem Bjarni lét dreifa til þing­heims sama dag og þings­á­lykt­un­ar­til­laga Sig­mundar Dav­íðs var lögð fyrir rík­is­stjórn­ina.

Yfir­lýs­ing Sig­mundar Dav­íðs um að hann vilji kanna hvort skyn­sam­legt væri að reisa nýtt hátækni­s­sjúkra­hús á lóð Rík­is­út­varps­ins við Efsta­leiti, sem hann opin­ber­aði í byrjun apr­íl, er auk þess í and­stöðu við fjár­lög árs­ins 2015, þings­á­lyktun um upp­bygg­ingu nýs Lands­spít­ala og yfir­lýs­ingu rík­is­stjórn­ar­innar sem gefin var út í tengslum við verk­föll lækna. Þetta sagði Krist­ján Þór Júl­í­us­son heil­brigð­is­ráð­herra við RÚV í síð­ustu viku.

Skrifað var undir yfir­lýs­ing­una vegna kjara­samn­inga lækna 8. jan­úar 2015. Einn þeirra þriggja ráð­herra sem skrifa undir hana eru Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None