Árið sem Íslendingar hentu minna af fötum en kínverskur tískurisi hristi upp í hlutunum

Fatasóun Íslendinga hefur dregist saman síðustu fimm ár, úr 15 kílóum á íbúa að meðaltali í 11,5 kíló. Á sama tíma blómstrar netverslun. 85 prósent Íslendinga versla á netinu og vinsælasti vöruflokkurinn er föt, skór og fylgihlutir.

Netverslun, fatasóun og fatasöfnun og tengslin þar á milli var til umræðu á árinu sem er að líða.
Netverslun, fatasóun og fatasöfnun og tengslin þar á milli var til umræðu á árinu sem er að líða.
Auglýsing

Umhverf­is­vit­und Íslend­inga virð­ist vera að aukast, að minnsta kosti ef aðeins er tekið til­lit til umfangs fata­só­un­ar. Hver Íslend­ingur henti að með­al­tali 11,5 kílóum af textíl og skóm á síð­asta ári, sem er 3,5 kílóum minna en árið 2016 þegar hver Íslend­ingur henti að með­al­tali 15 kílóum af fötum og textíl á ári.

Enn er tölu­vert í að mark­mið stjórn­valda náist, að hver íbúi hendi að með­al­tali tíu kílóum á ári. Á sama tíma eru föt, skór og fylgi­hlutur vin­sæl­asti vöru­flokkur í net­verslun Íslend­inga.

Kjarn­inn fjall­aði um fata­sóun og ýmsar hliðar hennar á árinu sem er að líða, hér má sjá það hel­sta:

Kín­verski tískuris­inn Shein:

Rakel Guð­munds­dóttir fjall­aði um kín­verska tískuris­ann Shein í ítar­legri frétta­skýr­ingu í sumar. Shein hefur tek­ist að end­ur­skil­greina hug­takið hrað­tíska. Raunar er ekki lengur hægt að tala um hrað­tísku. Rétt­ara er að tala um háhraðat­ísku.

Shein var stofn­aði árið 2008 og hét þá SheInside og ku aðal­­­lega hafa selt brúð­­ar­kjóla. Árið 2012 breytti eig­and­inn, Chris Xu, áherslum fyr­ir­tæk­is­ins og byrj­­aði að selja tísku­fatnað fyrir ung­l­ings­stúlkur og breytti síðar nafn­inu í Shein (borið fram she-in). Chris Xu var eng­inn sér­­stakur tísku­fröm­uður en hann sér­­hæfði sig í leit­­ar­­véla­bestun (e. search engine optim­ization) og er tækn­i­m­iðuð nálgun í mark­aðs­­setn­ingu talin ein helsta ástæða þess hvað fyr­ir­tækið hefur vaxið hratt.

Auglýsing
Shein er í dag metið á 100 millj­­arða Banda­­ríkja­dala. Það er meira en sam­an­lagt virði tískurisanna H&M og Zara. Árið 2021 tók snjall­­for­­rit Shein fram úr Amazon sem vin­­sælasta inn­­­kaupa-appið í Banda­­ríkj­unum og er heima­­síða Shein einnig mest heim­­sótta fata­­síða í heimi. Stærsti mark­aður Shein er í Banda­­ríkj­un­um, Bras­il­­íu, Frakk­landi og Spáni.

Fötin sem Shein selur eru fram­leidd við slæmar vinnu­að­stæður og hafa umhverf­is­sinnar bent á að þau séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti, mögu­lega til að ná góðri mynd á Instagram, áður en þau enda í rusl­inu.

Fata­sóun á Íslandi:

Í haust greindi Kjarn­inn frá því að dregið hefur úr fata­sóun Íslend­inga síð­ustu fimm ár eftir öran vöxt fimm árin þar á und­an. Í fyrra henti hver íbúi að með­al­tali 11,5 kílóum af textíl og skóm yfir árið, sem er 3,5 kílóum minna en árið 2016 þegar fata­sóun náði hápunkti.

Árið 2016 inn­­­leiddi umhverf­is­ráðu­­neyt­ið, nú umhverf­is-, orku- og lofts­lags­ráðu­­neyt­ið, almenna stefnu um úrgangs­­for­varn­­ir. Yfir­­­skrift stefn­unnar er Saman gegn sóun og í henni er lögð áhersla á nægju­­semi, betri nýtni og minni sóun ásamt því að auka fræðslu til að koma í veg fyrir myndun úrgangs. Enn er tölu­vert í að mark­mið stjórn­valda náist, að hver íbúi hendi að með­al­tali tíu kílóum á ári.

Á sama tíma og fata­sóun minnkar örlítið sækir net­verslun á fatn­aði í sig veðrið og eru föt, skór og fylg­i­hlutir stærsti vöru­­flokk­­ur­inn sam­­kvæmt net­versl­anapúlsi Pró­­sents, auk þess sem 11 pró­­sent lands­­manna gera ráð fyrir að versla meira á net­inu næstu 12 mán­uði.

Vin­sældir erlendra tískurisa á Íslandi:

Í fram­haldi af umfjöllun um fata­sóun beindi Kjarn­inn sjónum sínum að net­verslun. Aðeins fimm Evr­ópu­þjóðir aðrar en Íslend­ingar versla meira á net­inu. Föt, skór og fylgi­hlutir er vin­sæl­asti vöru­flokk­ur­inn, jafnt í Evr­ópu og á Íslandi, og hér á landi er Boozt lang vin­sælasta net­versl­unin í þeim flokki með 38 pró­sent hlut­deild.

Auglýsing

Shein hefur sótt í sig veðrið í net­verslun á Íslandi og er með átta pró­­sent hlut­­deild í net­verslun Íslend­inga á fatn­aði í erlendum net­versl­unum.

Rauði kross­inn og Hringekjan taka fatnað frá Shein úr sölu:

Shein komst í frétt­irnar á árinu vegna eit­ur­efna í flíkum sem fyr­ir­tækið fram­leið­ir. Rann­­sóknir hafa sýnt að vörur frá Shein inn­i­halda skað­­leg efni. Af þeim vörum sem rann­sak­aðar voru inn­­­i­hélt ein vara af hverjum fimm umtals­vert magn eit­­­­ur­efna, meðal ann­­­­ars blý, PFAS og þalöt.

Í kjöl­far umfjöll­unar Kjarn­ans um fata­só­un, Shein og áhuga Íslend­inga á fata­kaupum á net­inu af erlendum tískurisum ákvað hringrás­ar­versl­unin Hringekj­an, þar sem bása­leigj­endum gefst kostur á að selja notuð föt, að taka allar vörur frá tískuris­anum Shein úr end­ur­sölu vegna magns eit­ur­efna í flík­un­um.

Nokkrum dögum seinna sendi Rauði kross­inn frá sér til­­kynn­ingu þar sem greint var frá því að héðan í frá verði allt gert til að forð­­ast að vörur frá Shein endi í fata­versl­unum Rauða kross­ins. Flíkum frá Shein á samt sem áður að skila í fata­­söfn­un­­ar­gáma Rauða kross­ins.

Auglýsing

Kjarn­inn fjall­aði í kjöl­farið um örlög hrað­tískuflíka sem koma til Íslands frá Kína. Flíkum frá Shein sem er skilað í fata­söfn­un­ar­gáma Rauða kross­ins enda hjá end­ur­vinnslu­að­ila í Þýska­landi, þar sem óljóst er hvort magn eit­ur­efna í flík­unum hafi áhrif á end­ur­vinnslu þeirra.

Shein lofar bót og betr­un:

Shein hefur ekki brugð­ist við umfjöllum um eit­ur­efni í flíkum en lofar bót og betrun á öðrum svið­um. Kín­verska fata­­fyr­ir­tækið við­­ur­­kennir að hafa brotið gegn reglum um vinn­u­­tíma og heitir því að verja 15 millj­­ónum Banda­­ríkja­dala, eða sem nemur um tveimur millj­­örðum króna, í að bæta vinn­u­að­­stæður starfs­­manna í fata­verk­smiðjum sem fram­­leiða fatnað sem Shein sel­­ur.

En það er stórt en. Shein við­­ur­­kennir aðeins að hafa brotið gegn reglum um vinn­u­­tíma í tveimur verk­smiðjum af mörg þús­und sem fyr­ir­tækið á í við­­skiptum við.

Shein við­­ur­­kenndi brotin eftir að starfs­­fólk í tveimur verk­smiðjum steig fram í bresku heim­ild­­ar­­mynd­inni Inside the Shein Machine: UNTOLD og greindu frá gríð­­ar­löngum vinn­u­­dögum og fáum, ef ein­hverj­um, frí­­dög­­um.

Shein full­yrðir að tveggja millj­­arða króna fjár­­­fest­ing­­ar­á­ætlun fyr­ir­tæk­is­ins sem snýr að bættum vinn­u­að­­stæðum starfs­­fólk sem fram­­leiðir flíkur tískuris­ans muni ná til mörg hund­ruð verk­smiðja á næstu þremur til fjórum árum.

Adam Win­­ston, yfir­­­maður umhverf­is- og sam­­fé­lags­­mála hjá Shein á heims­vísu segir fyr­ir­tækið hafa unnið mark­visst að áætlun um upp­­runa­á­­byrgðir (e. responsi­ble sourcing programme) til að bæta vel­­ferð og vinn­u­að­­stæður starfs­­fólks sem fram­­leiðir vörur Shein.

Shein hefur einnig komið á fót kerfi sem gerir starfs­­fólki fata­verk­smiðj­anna kleift að senda inn nafn­­lausar ábend­ingar eða kvart­­anir með tölvu­­pósti, sím­tali eða í gegnum WeChat. „Það er hluti af áætlun okkar til að sinna eft­ir­liti og við­halda rétt­indum starfs­­fólks,“ segir Win­­ston.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnErla María Markúsdóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar