Blóðtöku hætt á átta bæjum vegna vanfóðrunar og slæms aðbúnaðar

Á fimm ára tímabili hefur blóðtöku fylfullra hryssa verið hætt á átta bæjum vegna vanfóðrunar og slæms aðbúnaðar dýranna. Að auki hafa þrír blóðmerarbændur á sama tímabili ákveðið að hætta blóðtöku vegna vægari athugasemda Matvælastofnunar.

Blóðtaka úr fylfullum merum var stunduð á 119 bæjum á Íslandi í fyrra.
Blóðtaka úr fylfullum merum var stunduð á 119 bæjum á Íslandi í fyrra.
Auglýsing

Aðeins einu sinni hefur komið til þess að Mat­væla­stofnun hefur stöðvað blóð­töku úr hryssum á blóð­töku­stað vegna dýra­vel­ferðar en það gerð­ist í sept­em­ber 2018. „Í því til­felli kom ábend­ing frá dýra­lækni um að í við­kom­andi hjörð væri tölu­vert um of grannar hryssur sem ekki upp­fylltu skil­yrði fyrir blóð­töku,“ segir Einar Örn Thor­laci­us, lög­fræð­ingur MAST. Hann segir starfs­menn MAST sam­stundis hafa farið á vett­vang og stöðvað blóð­töku úr allri hjörð­inni. „Sú stöðvun var var­an­leg.“

Kjarn­inn óskaði í byrjun des­em­ber eftir marg­vís­legum upp­lýs­ingum um eft­ir­lit MAST með blóð­mera­haldi í kjöl­far harðrar gagn­rýni á stofn­un­ina, bændur sem halda blóð­merar og fyr­ir­tækið Ísteka sem nýtir blóðið til fram­leiðslu á frjó­sem­is­lyfjum til svína­rækt­ar. Gagn­rýnin spratt upp eftir að erlend dýra­vernd­un­ar­sam­tök birtu í nóv­em­ber upp­tökur sem sýndu hroða­lega með­ferð á fyl­fullum hryssum sem not­aðar eru til blóð­tök­unnar hér á landi.

MAST, sem hefur eft­ir­lit með þess­ari umdeildu atvinnu­grein, sagði í til­kynn­ingu í kjöl­far birt­ing­ar­innar að það verk­lag sem þar kæmi fram virt­ist „stríða gegn starfs­skil­yrðum starf­sem­innar sem eiga að tryggja vel­ferð hryssnanna“. Kom fram að stofn­unin liti málið alvar­legum aug­um. Gerði hún sjálf­stæða rann­sókn á mál­inu og vís­aði því svo í byrjun árs til lög­reglu til frek­ari rann­sóknar og aðgerða.

MAST sagði eftir birt­ingu mynd­bands­ins að eft­ir­lit með blóð­töku úr fyl­fullum hryssum væri „áhættu­miðað og í for­gangi“ hjá stofn­un­inni. Frá gild­is­töku reglu­gerðar um vel­ferð hrossa árið 2014, hefðu „skýr skil­yrði fyrir blóð­töku úr fyl­fullum hryssum“ verið sett og eft­ir­lit með starf­sem­inni aukið jafnt og þétt. Greinin hefur síðan þá verið í miklum vexti og í fyrra voru 5.383 hryssur nýttar í þessa starf­semi á 119 bæj­um.

Auglýsing

Eft­ir­lit MAST er tví­þætt. Ann­ars vegar er eft­ir­lit með vel­ferð, aðbún­aði og ástandi hrossa sem tengj­ast blóð­tök­unni hjá umráða­mönnum þeirra. Hins vegar er um að ræða sér­stakt eft­ir­lit með vel­ferð hryssa við blóð­töku. Sjálf blóð­takan er á ábyrgð líf­tækni­fyr­ir­tæk­is­ins Ísteka ehf, sem nýtir blóðið og dýra­læknar á vegum þess sjá um fram­kvæmd blóð­tök­unn­ar.

Brotala­mir þekktar í mörg ár

Í svörum Ein­ars Arnar Thor­laci­us, lög­fræð­ings MAST, sem bár­ust í síð­ustu viku, meira en tveimur mán­uðum eftir að Kjarn­inn sendi fyr­ir­spurn sína, kemur fram að í kjöl­far reglu­bund­ins, áhættu­mið­aðs eft­ir­lits með fóðrun og aðbún­aði blóð­töku­stóða að vetr­ar­lagi og/eða vori hafi Mat­væla­stofnun gert alvar­legar athuga­semdir á sex bæjum og upp­lýst Ísteka um að fyr­ir­tæk­inu sé þar með óheim­ilt að stunda blóð­töku á þeim bæj­um. „Ísteka hefur í öllum til­fellum tekið þessa bæi af lista yfir sína við­skipta­vini og hætt blóð­töku,“ skrifar Einar Örn. Um var að ræða tvo bæi árið 2017, þrjá bæi árið 2019 og einn árið 2020. Ekki kom til vörslu­svipt­ingar á þeim bæj­um.

Mál­unum var fylgt eftir með kröfum um úrbætur sam­kvæmt verk­ferlum stofn­un­ar­innar og við­un­andi úrbætur feng­ust án þess að koma þyrfti til vörslu­svipt­ing­ar. „Á einum þess­ara bæja hafði stofn­unin þó afskipti af hesta­hald­inu árið eftir að blóð­töku var hætt og hafði for­göngu um að fækka þar hrossum veru­lega í sam­ráði við ábú­anda. Einn bær hefur fengið að hefja starf­semi á ný í kjöl­far úttekt­ar.

Einu sinni hefur eft­ir­lit í kjöl­far ábend­ingar frá almenn­ingi (ná­granna) leitt í ljós „al­var­legt frá­vik við fóðrun og aðbúnað blóð­töku­hryssna að vetri og þar með var starf­sem­inni hætt á þeim bæ,“ segir í svörum Ein­ars Arn­ar. Þetta var árið 2018.

Blóð úr fylfullum hryssum er notað til að framleiða hormónalyf til svínaræktar. Mynd: Pexels
Blóð úr fylfullum hryssum er notað til að framleiða hormónalyf til svínaræktar. Mynd: Pexels

Sam­tals hefur blóð­töku verið hætt á átta bæjum síð­ast­liðin fimm ár vegna „al­var­legra frá­vika við fóðrun og aðbúnað blóð­töku­hryssna,“ skrifar Einar Örn. Auk þess hafi ábyrgð­ar­menn hesta­halds á þremur bæjum til við­bótar ákveðið sjálfir að hætta blóð­töku í kjöl­far væg­ari athuga­semda frá Mat­væla­stofn­un, einn 2017, einn 2019 og einn 2020.

Ísteka fram­leiðir um 10 kíló á ári af efni sem notað er í lyf til að auka frjó­semi svína og fleiri hús­dýra í land­bún­aði. Til stendur að auka fram­leiðsl­una um 100 pró­sent á næstu árum en til að fram­leiða 20 kíló af lyfja­efn­inu þarf um 600 tonn af blóði úr fyl­fullum mer­um.

40 lítrar af blóði teknir úr hverri hryssu

Fyl­fullar hryssur fram­leiða hormón sem kall­ast equine chorion gona­dotropin (eCG), áður kallað pregn­ant mare serum gona­dotropin (PMSC). Blóð­taka úr fyl­fullum merum, sem horm­ónið er svo unnið úr, hefur farið fram hér á landi allt frá árinu 1979 eða í rúm­lega 40 ár.

Blóð­takan fer fram í svoköll­uðum „blóð­töku­bási“ á búinu á viku fresti. Sam­kvæmt þeim skil­yrðum sem MAST hefur sett má aldrei taka meira en 5 lítra af blóði viku­lega úr hverri hryssu og að hámarki í átta vikur sem gerir 40 lítra af blóði úr hverri hryssu.

Tvö­falt magn miðað við alþjóð­lega staðla

Tveir sviss­neskir dýra­læknar og áhuga­fólk um íslenska hest­inn, sem birtu opið bréf um málið í íslenskum fjöl­miðlum í upp­hafi árs, segja magn blóðs sem tekið er af fyl­fullum merum viku­lega hér á landi við blóð­mera­bú­skap vera rúm­lega tvö­falt magn miðað við við­ur­kennda, alþjóð­lega staðla um hámark þess blóð­magns sem má taka á eins til tveggja mán­aða fresti.

Þau Barla Barand­un, dýra­læknir með sér­hæf­ingu í hesta­lækn­ing­um, og Prof. Dr. med. vet. Ewald Isen­bügel, stofn­fé­lagi, fyrsti for­maður og heið­urs­fé­lagi FEIF og pró­fessor emeritus við dýra­lækna­deild háskól­ans í Zürich, fóru í grein sinni hörðum orðum um blóð­mera­hald á Íslandi. Sam­kvæmt útreikn­ingum þeirra á með­al­blóð­magni blóð­mera hér á landi má gera ráð fyrir um 24,5 lítr­um. Ef tekið er dæmi um mjög þunga hryssu í góðu standi og með óvenju­hátt blóð­hlut­fall er blóð­magn hennar í mesta lagi 32 lítr­ar, skrif­uðu þau. „Þetta þýðir að hryss­urnar þurfa að end­ur­nýja allt blóð­magn sitt og gott betur (8 – 15 lítrum meira) innan tveggja mán­aða tíma­bils.“

Auglýsing

Inga Sæland, for­maður Flokks fólks­ins, lagði fram frum­varp á Alþingi í fyrra­vetur um að blóð­mera­hald yrði bann­að. Hún hlaut nokkuð bágt fyrir á þeim tíma sem birt­ist til dæmis í harðri gagn­rýni í umsögnum við frum­varp­ið, m.a. frá dýra­læknum og öðrum sem að blóð­mera­haldi koma.

Í kjöl­far afhjúp­unar þýsku dýra­vernd­ar­sam­tök­unn­ar, sem sýndi hrotta­lega með­ferð á hryssum, var nokkuð annar tónn kom­inn í strokk­inn. Frum­varpið var lagt fram að nýju í des­em­ber og umsagn­irnar voru þá fleiri og í mörgum þeirra var tekið undir að banna ætti þessa iðju. Aðrir umsagn­ar­að­ilar lýstu hins vegar stuðn­ingi við áfram­hald­andi blóð­töku úr fyl­fullum merum, gagn­rýndu til­lög­una harð­lega og sögðu hana byggja á „tómum róg­burði“ og „fölsuðu áróð­ursefni“ erlendra „öfga­sam­taka“.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.
Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar