moon123123.JPG

Dulkóðað drif með tölvupóstum Samherja frá Íslandi til Namibíu

Í tölvupóstsamskiptum sem lögð hafa verið fram af hálfu ákæruvaldsins í Namibíu kemur fram að Aðalsteinn Helgason viðraði möguleikann á mútugreiðslum til namibískra áhrifamanna við bæði Jóhannes Stefánsson og Ingvar Júlíusson í desember árið 2011.

Rík­is­sak­sókn­ari Namibíu sendi frá sér nýja grein­ar­gerð undir lok síð­asta mán­að­ar, þar sem hún gerði athuga­semdir við ýmis­legt sem sett var fram í eiðs­vörnum yfir­lýs­ingum starfs­manna Sam­herja og ann­arra í upp­hafi sum­ars, vegna dóms­máls­ins sem þar er nú rekið vegna við­skipta­hátta dótt­ur­fé­laga Sam­herja í land­inu.

Sumar athuga­semda sak­sókn­ar­ans, Mörthu Imalwa, við málsvörn Sam­herj­a­manna byggja á upp­lýs­ingum úr tölvu­póstum sem safnað var af vef­þjónum Sam­herja vegna rann­sóknar máls­ins hér á landi.

Þessa tölvu­pósta sótti emb­ætti hér­aðs­sak­sókn­ara og lét namibískum lög­reglu­yf­ir­völdum í té á dulkóð­uðu USB-drifi eftir að namibísk yfir­völd sendu íslenskum rann­sak­endum beiðni um gagn­kvæma sam­vinnu við rann­sókn­ina.

Lesa má hluta þess­ara tölvu­pósta í annarri yfir­lýs­ingu frá rann­sókn­ar­lög­reglu­mann­inum Abra­ham Niko­lous Ihalua hjá namibísku spill­ing­ar­lög­regl­unni, sem birt var á vef namibískra dóm­stóla skömmu fyrir mán­aða­mót.

Aðal­steinn viðr­aði mútu­greiðslur við Jóhannes og Ingvar

Í tölvu­póst­un­um, sem voru sam­kvæmt því sem Kjarn­inn kemst næst ekki hluti af þeim gögnum sem birt voru á Wiki­leaks og færð í hendur yfir­valda hér­lendis og ytra fyrir til­stuðlan upp­ljóstr­ar­ans Jóhann­esar Stef­áns­son­ar, kemur eitt og annað fram.

Aðal­steinn Helga­son, sem er fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri Kötlu Seafood á Kanarí­eyjum og var lyk­il­maður hjá Sam­herja á fyrstu árum inn­reiðar fyr­ir­tæk­is­ins í namibískan sjáv­ar­út­veg, sagði meðal ann­ars við þá Jóhannes og Ingvar Júl­í­us­son, fjár­mála­stjóra Sam­herja á Kýpur og í Afr­íku, þann 16. des­em­ber árið 2011, að á ein­hverjum tíma­punkti gæti það farið að skipta máli „að múta einum af leið­togum þess­ara manna.“

Auglýsing

Degi síð­ar, 17. des­em­ber 2011, sagði Jóhannes svo í tölvu­pósti til Aðal­steins og Ingv­ars að til stæði að skrifa undir sam­komu­lag við Tam­son Hatuikulipi, tengda­son Bern­hards Esau sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra, um vænt­an­lega sam­vinnu þeirra.

„Hann mun fara með þetta til ráð­herr­ans, sem mun fá þetta á morg­un. Und­ir­liggj­andi hug­myndin er sú að hann verði full­viss­aður um að fá eitt­hvað ef hann færir okkur eitt­hvað,“ sagði Jóhannes í tölvu­póst­in­um.

Rétt er að taka fram að þýð­ingar á þessum orða­skiptum eru blaða­manns, en tölvu­póst­arnir sem emb­ætti hér­aðs­sak­sókn­ara sendi til Namibíu og birt­ast nú í dóm­skjölum þar í landi voru þýddir af íslensku yfir á ensku af lög­giltum skjala­þýð­anda.

Tölvupóstur Jóhannesar til Aðalsteins og Ingvars í desember árið 2011, þar sem því er lýst að til standi að fullvissa namibíska áhrifamenn um að þeir muni fá eitthvað fyrir að færa Samherja eitthvað.

Af þessum upp­lýs­ingum segir namibíski rík­is­sak­sókn­ar­inn að draga megi þá ályktun að Aðal­steinn Helga­son hafi ráð­lagt Jóhann­esi Stef­áns­syni að múta namibískum emb­ætt­is­mönn­um, eins og sak­sókn­ar­inn raunar sagði einnig í fyrri grein­ar­gerð sinni vegna máls­ins.

Þá byggði ályktun sak­sókn­ar­ans á vitn­is­burði Jóhann­esar Stef­áns­son­ar, sem hefur haldið því fram að Aðal­steinn hafi fyr­ir­skipað honum að greiða mútur til þess að tryggja félagi Sam­herja kvóta í Namib­íu. Þessu hefur Aðal­steinn, sem er far­inn á eft­ir­laun fyrir all­nokkru síð­an,hafnað sem lygum.

Telur ljóst að Jóhannes hafi ekki verið einn að verki

Imalwa rík­is­sak­sókn­ari segir í yfir­lýs­ingu sinni að það sé ljóst af því sem fram hafi komið að Jóhannes Stef­áns­son hafi ekki verið eini ein­stak­ling­ur­inn innan Sam­herja sem hafi vitað af „raun­veru­legu eðli“ þeirra samn­inga sem voru gerðir til þess að tryggja dótt­ur­fé­lagi Sam­herja veiði­heim­ild­ir. Það sýni greiðslur til félags­ins Tunda­vala í Dúbía, sem Ingvar sjálfur kom að því að fram­kvæma og héldu áfram eftir að Jóhannes var hættur að starfa fyrir Sam­herja í Namib­íu.

Sam­herji hefur sagt í yfir­lýs­ingum sín­um, og vísað til óbirtrar inn­an­húss­rann­sóknar á starf­sem­inni í Namibíu sem fyr­ir­tækið fól norsku lög­manns­stof­unni Wik­borg Rein að fram­kvæma, að ekki fáist séð að aðrir núver­andi eða fyrr­ver­andi starfs­menn Sam­herja en Jóhannes Stef­áns­son hafi bakað sér sak­næma ábyrgð með störfum sínum í Namib­íu.

Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Samherja.
Skjáskot/RÚV

Namibíski sak­sókn­ar­inn er á annarri skoðun og segir stjórn­endur sex namibískra dótt­ur­fé­laga Sam­herja sem sæta ákæru, ekki geta firrt sig ábyrgð.

Einnig kemur fram í yfir­lýs­ingu hennar að hún hafi ekki gefið upp von um að fá einn eða fleiri stjórn­endur félaga Sam­herja til Namib­íu, en eins og fram hefur komið er eng­inn fram­sals­samn­ingur í gildi á milli Íslands og Namibíu og íslenskir rík­is­borg­arar því ekki fram­seldir til Namib­íu.

„Ís­land mun ein­ungis hafa vald til þess að neita fram­sali ef sá eða þeir sem óskað verður eftir til fram­sals verða á Ísland­i,“ segir í yfir­lýs­ingu sak­sókn­ar­ans, sem nefnir einnig að menn­irnir séu skráðir með fjölda heim­il­is­fanga í þeim gögnum sem séu til staðar í rann­sókn­inni og því sé erfitt að kom­ast nákvæm­lega að því hvar þeir haf­ist við.

Auglýsing

Í yfir­lýs­ingu sak­sókn­ar­ans segir einnig að Namibía hafi ekki enn farið „form­lega“ fram á fram­sal. Þó hefur komið fram í máli vara­rík­is­sak­sókn­ar­ans Helga Magn­úsar Gunn­ars­sonar að fram­sals­beiðni frá namibískum yfir­völdum hafi verið hafnað fyrr á þessu ári.

Imalwa virð­ist þannig halda því opnu að reyna að fá Íslend­ing­ana, einn eða fleiri, fram­selda vegna máls­ins, þó ekki verði það frá Íslandi.

Neitar því að velta Sam­herj­a­sam­stæð­unnar hafi nokkra þýð­ingu

Í eið­svar­inni yfir­lýs­ingu Ingv­ars Júl­í­us­son­ar, sem var 108 blað­síðna löng og lögð fram til dóm­stóls­ins í Namibíu 1. júní, sagði að umsvif dótt­ur­fé­laga Sam­herja í Namibíu hefði ein­ungis numið 0,6 pró­sentum af heild­ar­veltu Sam­herj­a­sam­stæð­unnar á heims­vísu.

Í yfir­lýs­ingu Ingv­ars voru færð rök fyrir því að „það hefði ekki verið áhætt­unnar virði“ fyrir nokk­urt fyr­ir­tæki að „flækj­ast í spillt athæfi“ fyrir svo lítið hlut­fall af heild­ar­veltu sam­stæð­unn­ar.

Imalwa svarar þessu í yfir­lýs­ingu sinni og seg­ist hafna því að heild­ar­velta Sam­herj­a­sam­stæð­unnar á heims­vísu skipti nokkru máli hvað varðar það spillta athæfi sem lýst hafi verið í fyrri grein­ar­gerð hennar um mála­vexti, eins og þeir horfa við ákæru­vald­inu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnArnar Þór Ingólfsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar