Helsta vopn Kremlar í utanríkismálum að hruni komið

gazprom_gas.jpg
Auglýsing

Þegar Rússar hafa viljað sýna mátt sinn og megin gagn­vart nágrönnum sínum vestar í Evr­ópu hafa stjórn­völd í Kreml skrúfað fyrir gasleiðsl­ur. Gazprom, stærsti flutn­ings­að­ili gass í heim­in­um, er að meiri­hluta í eigu rúss­neskra stjórn­valda sem hafa ekki hikað við að beita gas­ris­anum í utan­rík­is­mál­um.

Gazprom sér Evr­ópu fyrir um fjórð­ungi alls gass sem notað er í álf­unni. Gas­inu er pumpað um gasleiðslur sem liggja þvert yfir álf­una frá helstu gasekrum í Aust­ur-­Evr­ópu, meðal ann­ars Úkra­ínu þar sem helm­ingur rúss­nesks gass rennur í gegn.

En það kann að vera að þetta utan­rík­is­mála­tól Rússa sé að þrotum komið og hafi ekki svo ­mikil áhrif leng­ur. Gazprom er nefni­lega aðeins skugg­inn af sjálfu sér eftir gríð­ar­legt fall á virð­i þess á hluta­bréfa­mörk­uð­um. Árið 2008 náði mark­aðsvirði fyr­ir­tæk­is­ins hæstu hæðum og var metið á 367,27 millj­arða doll­ara (um 49 þús­und millj­arða íslenskra króna). For­stjóri fyr­ir­tæks­ins, Alex­ander Med­vedev, spáði þá að virði fyr­ir­tæk­is­ins yrði orðið tæp­lega þús­und millj­arðarðar árið 2010.

Auglýsing

Med­vedev reynd­ist síður en svo sann­spár því virði Gazprom hefur síðan hrunið ævin­týra­lega og mark­aðsvirði fyr­ir­tæk­is­ins er nú metið á 51,12 millj­arða doll­ara (tæp­lega 7 þús­und millj­arðar íslenskra króna). Sam­kvæmt Bloomberg-frétta­stof­unni hefur ekk­ert fyr­ir­tæki á lista 5.000 stærstu hrunið jafn mikið eins og Gazprom.

Það sem meira er að Gazprom virð­ist hvergi nærri því að ná botn­inum og óvissan hefur vakið spurn­ingar um hvort fyr­ir­tækið geti hrein­lega lifað af. Ráð­herra hag­þró­unar í Rúss­landi hefur spáð því að árleg gas­fram­leiðsla í Rúss­landi í ár muni minnka í 414 millj­arða rúmmetra, langt undir mark­mið Gazprom um 485 millj­arða rúmmetra. Það er minnsta gas­fram­leiðsla í 26 ára sögu Gazprom. Útflutn­ings­tekjur af gas­inu hafa einnig hrunið ævin­týra­lega. Á fyrstu fimm mán­uðum árs­ins 2015 hafa útflutn­ings­tekjur Gazprom minnkað um 35,8 pró­sent miðað fyrra ár.

RUSSIA ECONOMY GAZPROM Vla­dimir Pút­in, for­seti Rúss­lands, hefur óhikað notað Gazprom sem tól í utan­rík­is­mál­um. Nýlega tók Gazprom á sig gríð­ar­legar skuld­bind­ingar svo Rússar geti selt gas og olíu til Kína og land­anna við Kyrra­haf­ið.

 

Hvað skeði eig­in­lega?



Það er því ekki nema von að fólk spyrji sig hvað hafi gerst fyrir helsta birgða­sala Evr­ópu - og Kína - á hinu verð­mæta gasi. Stjórn­völd í Kreml segja „hlýja vet­ur“ vera ástæðu þess að olíu­verð hefur hríð­lækkað og þar með tekjur rík­is­ol­íu­fyr­ir­tæk­is­ins, en á meðan eru orkurisar á borð við Exxon­Mobil og Petr­oChina enn á ljúfri sigl­ingu. Um þetta er fjallað ítar­lega á Eurasi­anet.

Mark­aðs­hlut­deild Rússa á gasmark­aði í Evr­ópu hefur minnkað með „hlýrri vetrum“, en á sama tíma hafa Norð­menn stækkað við­skipta­hóp sinn gríð­ar­lega. Í fyrsta sinn skák­uðu þeir Rússum í magni birgða á síð­asta fjórð­ungi árs­ins 2014 og þeim fyrsta árið 2015 um meira en 50 pró­sent.

Sér­fræð­ingar á sviði mark­aðsvið­skipta telja þessa erf­ið­leika hins vegar ráð­ast af afskiptum rúss­neskra stjórn­valda. „Þetta er vanda­mál allra fyr­ir­tækja í eigu rúss­neska rík­is­ins,“ sagði Oleg Popov, ein­ga­um­sýslu­maður hjá Alli­anz í Moskvu, við Bloomberg í fyrra. „Gazprom er virkur tafl­maður í utan­rík­is­póli­tík Kremlar og félags­legum mál­um. Gazprom tekur ein­fald­lega á sig kostn­að­inn í stað stjórn­valda og þannig er þungu hlassi lift af rík­is­sjóð­i.“

Gazprom hefur til dæmis fjár­fest í stórum rúss­neskum fjöl­miðlum sem verða svo að mál­gagni stjórn­valda, sann­fært nágranna­ríki um að vera hlið­holl Rússum með góðu eða illu og styrkt ævin­týra­lega dýra ólymp­íu­leika í Sochi.

Fyr­ir­mæli Kremlar um að Gazprom beiti sér hafa reynst fyr­ir­tæk­inu fjár­hags­lega erf­ið. Stuðn­ingur Rússa við aðskiln­að­ar­sveitir í aust­ur­hluta Úkra­ínu hafa gert það að verkum að útflutn­ingur Gazprom til Úkra­ínu hefur fallið úr 36,4 rúm­kíló­metrum árið 2014 í 3,7 rúm­kíló­metra á fyrri helm­ingi árs­ins 2015. 1. júlí urðu við­skiptin svo eng­in. Orku­stífla Rússa gegn Úkra­ínu hafa engu skilað nema tapi fyrir Gazprom. Um leið hefur það þvingað Evr­ópu­lönd til að dreifa álagi gasinn­flutn­ings frá Rúss­um.

Stjórn­völd í Rúss­landi vilja halda áfram að minnka flutn­ing gass í gegnum Úkra­ínu og flytja það frekar um Tyrk­land eða um leiðslur í Eistra­salti. Ráð­ast þyrfti í nokkra upp­bygg­ingu til þess að gera þetta mögu­legt og sér­fræð­ingar telja það óskyn­sam­legt; það hafi meira með póli­tík að gera en hag­ræði. Það yrði mun dýr­ara að flytja gasið um Eistra­saltið en í gegnum Úkra­ínu.

GREECE RUSSIA ENERGY GAZPROM Alexei Mill­er, fram­kvæmda­stjóri Gazprom, hefur meðal ann­ars fundað með Alexis Tsipras, for­sæt­is­ráð­herra Grikk­lands, um fyr­ir­hug­aða gas­flutn­inga um Tyrk­land og Grikk­land.

 

Þá hefur eft­ir­spurn eftir olíu og gasi frá Mið-Aust­ur­löndum minnkað eftir að Banda­ríkin urðu sjálf­bær með orku. Bik­steins­gas­fram­leiðsla Banda­ríkja­manna hefur gert það að verkum að nú er hægt að fram­leiða gas og olíu með ódýr­ari hætti. Rússar hafa hins vegar setið eftir hvað þetta varð­ar. For­stjóri Gazprom hefur meira að segja sagt að þetta sé aðeins gæða­vara sem ekki sé eins mikil eft­ir­spurn eft­ir. Evr­ópa hefur hins vegar í auknum mæli keypt ódýr­ari orku frá Mið-Aust­ur­löndum og minnkað inn­flutn­ing á dýrri orku frá Rúss­landi.

Dýr samn­ingur við Kína



Árs­gam­alt sam­komu­lag Rússa við Kín­verja um gas og olíu kann að hafa enn meiri kvaðir í för með sér fyrir Gazprom. Fyr­ir­tækið er sam­kvæmt sam­komu­lag­inu skuld­bundið til að ann­ast upp­bygg­ingu allra inn­viða olíu- og gassölu til Kína og telja sér­fræð­ingar fyr­ir­tæk­is­ins að kostn­að­ur­inn við það gæti orðið meiri en 100 millj­arðar banda­ríkja­dala.

Gazprom hefur vegna þessa þurft að taka þó nokkra áhættu í fjár­mögnun verk­efn­is­ins því umsamdar greiðslur frá Kín­verjum bár­ust aldrei og tækni­leg úrlausn­ar­efni kunna að auka verð­mið­ann enn frek­ar. Lægra olíu­verð hefur það einnig í för með sér að virði samn­ings­ins fyrir Gazprom er ekki lengur 400 millj­aðar doll­ara heldur mun minna. Fatið af olíu kost­aði um það bil 100 doll­ara þegar sam­komu­lagið var gert í fyrra en kostar nú aðeins um 50 doll­ara.

Verðið sem Gazprom fær nú fyrir hvern rúm­kíló­metra af gasi er um 200 doll­ar­ar. Grein­ing­ar­fyr­ir­tækið Merryll Lynch segir Gazprom þurfa að rukka Kín­verja um 340-380 doll­ara til þess að hagn­ast á við­skipt­un­um. Sam­komu­lagið við Kína gæti því auð­veld­lega orðið að eitri í æðar rúss­neska olíu­ris­ans.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBirgir Þór Harðarson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None