Mynd: Íslandsbanki

„Horft til fullyrðinga frá fjárfestunum sjálfum um að þeir teldust hæfir fjárfestar“

Fjármála- og efnahagsráðuneytið og Bankasýslan upplýstu ekki nægilega vel hvað fólst í settum skilyrðum um „hæfa fjárfesta“ við söluna í Íslandsbanka. Upplýsingar um hvort fjárfestar væru hæfir byggðu í einhverjum tilfellum á upplýsingum frá þeim sjálfum, en enginn miðlægur gagnagrunnur er til um slíka fjárfesta á Íslandi. Mat söluráðgjafa á hæfi fjárfesta sætir eftirliti Fjármálaeftirlitsins.

Fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið og Banka­sýslan upp­lýstu ekki nægi­lega vel hvað fólst í settum skil­yrðum um „hæfa fjár­festa“ við söl­una í Íslands­banka. Upp­lýs­ingar um hvort fjár­festar væru hæfir byggðu í ein­hverjum til­fellum á upp­lýs­ingum frá þeim sjálf­um, en eng­inn mið­lægur gagna­grunnur er til um slíka fjár­festa á Íslandi. Mat sölu­ráð­gjafa á hæfi fjár­festa sætir eft­ir­liti Fjár­mála­eft­ir­lits­ins.

Rík­is­end­ur­skoðun telur að upp­lýsa hefði þurft með afdrátt­ar­lausum hætti í minn­is­blaði Banka­sýsl­unnar frá 20. jan­úar 2022, grein­ar­gerð Bjarna Bene­dikts­sonar ,fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, vegna fram­halds á sölu á hlutum rík­is­ins í Íslands­banka, og í kynn­ingum fyrir þeim þing­nefndum Alþingis sem veittu grein­ar­gerð­inni umsögn, hvað fólst í settum skil­yrðum um hæfa fjár­festa. Það er hver vænt­an­legur kaup­enda­hópur á 22,5 pró­sent hlut íslenska rík­is­ins í Íslands­banka yrði. Það var ekki gert. 

Þess í stað var not­ast við óljósu hug­tökin „hæfir fjár­fest­ar“ eða „hæfir fag­fjár­fest­ar“, en bæði fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið og Banka­sýsla rík­is­ins voru sam­mála um að bjóða slíkum einka­fjár­festum aðkomu að söl­unni þrátt fyrir að slíkt sé óvenju­legt. Við mat á þeim var meðal ann­ars horft til full­yrð­inga frá fjár­fest­unum sjálfum um að þeir teld­ust hæfir fjár­fest­ar. Þessi hluti sölu­ferl­is­ins sætir eft­ir­liti Fjár­mála­eft­ir­lits Seðla­banka Íslands.

Að mati Rík­is­end­ur­skoð­un­ar  varð með því til hætta á að með­limir þing­nefnd­anna tveggja sem fjöll­uðu um mál­ið, og aðrir sem vildu kynna sér áform um sölu­ferlið, stæðu í þeirri trú að þar væri ein­göngu um að ræða fjár­festa sem hafa að aðal­starfi að fjár­festa í fjár­mála­gern­ing­um. „Rík­is­end­ur­skoðun vekur í því sam­bandi athygli á að á fundi með sér­fræð­ingi á sviði verð­bréfa­miðl­unar kom fram að þegar áform Banka­sýsl­unnar um sölu til „hæfra fjár­festa“ voru fyrst kynnt í jan­úar 2022 hafi hann sjálfur talið að þar væri ein­göngu um að ræða stofn­ana­fjár­festa. Af opin­berri umræðu og umfjöllun fyrir fjár­laga­nefnd Alþingis að sölu lok­inni má einnig ráða að ólíkur skiln­ingur hafi ríkt um kaup­enda­hóp­inn.“

Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu Rík­is­end­ur­skoð­unar um söl­una á hlut rík­is­ins í Íslands­banka sem verður birt opin­ber­lega síðar í dag.

Þrír starfs­menn með enga reynslu af sölu­fyr­ir­komu­lag­inu

Þar segir enn fremur að inn­lendir umsjón­ar­að­il­ar, sölu­ráð­gjafar og sölu­að­ilar Banka­sýsl­unnar höfðu litla ef nokkra reynslu af sölu­ferli með til­boðs­að­ferð, þar sem eign­ar­hlutur er seldur í lok­uðu útboði til val­inna við­skipta­vina, líkt og valið var að gera með 22,5 pró­sent hlut í Íslands­banka í mars. Slíkt fyr­ir­komu­lag tíðkast víða erlendis á fjár­mála­mörk­uðum en hefur aldrei áður verið við­haft við sölu á rík­is­eign á Íslandi. Rík­is­end­ur­skoðun telur að Banka­sýsla rík­is­ins hafi van­rækt að tryggja að vinna umsjón­ar­að­ila, sölu­ráð­gjafa og sölu­að­ila við sölu­ferlið væri sam­stillt og skil­virk.

Rík­is­end­ur­skoðun telur líka að fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið og stofn­unin hefðu þurft að und­ir­búa betur skipu­lagða upp­lýs­inga­gjöf til þing­nefnda og almenn­ings frá því að til­laga Banka­sýsl­unnar um sölu­með­ferð­ina var lögð fyrir ráð­herra. „Skipu­lögð upp­lýs­inga­gjöf var sér­stak­lega nauð­syn­leg í ljósi þess að til­boðs­fyr­ir­komu­lagi hafði aldrei áður verið beitt sem sölu­að­ferð á eign­ar­hlut rík­is­ins í fjár­mála­fyr­ir­tæki. Fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyti mátti vera ljóst að hjá Banka­sýslu rík­is­ins störf­uðu ein­ungis þrír starfs­menn með enga reynslu af sölu rík­is­eigna með til­boðs­fyr­ir­komu­lagi og tak­markað svig­rúm til almennrar upp­lýs­inga­gjaf­ar. Slíkt hefði getað dregið úr þeim óróa sem skap­að­ist daga og vikur eftir að söl­unni lauk.“

Þeim sem boðið var að vera með

Á fjöl­mörgum stöðum í skýrsl­unni er vísað í þætti í sölu­ferl­inu sem lúta eft­ir­liti Fjár­mála­eft­ir­lits Seðla­banka Íslands, sem er einnig með banka­söl­una til rann­sókn­ar. Þegar það er gert er það iðu­lega í kjöl­far fram­settrar gagn­rýni Rík­is­end­ur­skoð­unar á verk­lagi eða ákvörð­un­um. 

Þetta er til að mynda afar sýni­legt í kafla sem fjallar um val á þeim 207 fjár­festum sem fengu að kaupa hlut í Íslands­banka, en 85 pró­sent þeirra voru á end­anum inn­lend­ir. Hóps sem skil­greindur var sem „hæfir fjár­fest­ar“. 

Leiðin sem var valin til að selja hlut­inn kall­ast, líkt og áður sagði, til­­­boðs­að­ferð. Hún er fram­­kvæmd á nokkrum klukku­­tímum og ákveðið var að ein­blína á það sem kallað var „hæfir fjár­­­fest­­ar“. Síðar var vísað í að þar sé um að ræða þá sem skil­­grein­­ast sem fagjár­festar sam­­kvæmt lög­­­um. Til þess þarf að upp­­­fylla tvö af þremur skil­yrð­um: að hafa átt ákveðið mörg við­­skipti á árs­fjórð­ungi, að fjár­­­­­­­mála­­­­gern­ingar þeirra og inn­­­i­­­­stæður væru sam­an­lagt virði 500 þús­und evra (um 70 milljón króna) eða meira eða að fjár­­­­­­­festir hafi gegnt eða gegni, í að minnsta eitt ár, stöðu í fjár­­­­­­­mála­­­­geir­­­­anum sem krefst þekk­ingar á fyr­ir­hug­uðum við­­­­skiptum eða þjón­ust­u.

Rök­­semd­­ar­­færslan fyrir því að fara þessa leið var meðal ann­­ars sú að það myndi spara kostn­að og laða að erlenda fjár­festa. Ekki þyrfti að ráð­­ast í útboðs­lýs­ingu til að upp­­­fylla upp­­lýs­inga­skil­yrði fyrir almenna fjár­­­festa, venju­­legt fólk. Bara þeir sem hefðu óskil­­greindan betri skiln­ingi á því sem þeir væru að kaupa, var boðið að vera með. 

Margir fengu ekki boð

Tvær grímur runnu á marga þegar kom í ljós að margir þess­­ara aðila voru ekki það sem kalla mætti stofn­ana­fjár­­­festar sem hefðu burði til að styðja við bank­ann til lengri tíma né voru að kaupa í því magni að nauð­­syn­­legt væri að velja þá til þátt­­töku í lok­uðu útboði umfram almenna fjár­­­festa. Tor­­tryggni vakn­aði strax og til­­kynn­ingar um kaup stjórn­­enda og stjórn­­­ar­­manna Íslands­­­banka, eða aðila sem tengd­ust þeim, voru birtar í Kaup­höll til að mæta til­­kynn­ing­­ar­­skyldu um inn­herj­a­við­skipti. Þar voru ein­stak­l­ingar að kaupa fyrir nokkrar millj­­ónir króna. Þrýst­ingur var settur á að fá frek­­ari upp­­lýs­ingar um hverjir hafi fengið að kaupa og við hvert skref sem var stigið í að opin­bera það vökn­uðu fleiri spurn­ing­­ar. 

Þeir sem keyptu fyrir minna en 30 millj­­ónir króna voru 59 tals­ins. Þeir sem keyptu fyrir minna en 50 millj­­ónir voru 79. Alls 167 aðilar keyptu fyrir 300 millj­­ónir króna eða minna. Sá sem keypti fyrir lægstu upp­hæð­ina, starfs­maður Íslands­banka, keypti fyrir 1,1 milljón króna. Sam­­kvæmt upp­­lýs­ingum sem Kjarn­inn hefur aflað er ljóst að sumir þeirra sem sölu­ráð­gjaf­­arnir flokk­uðu sem fag­fjár­­­festa eru ekki skil­­greindir sem slíkir í öðrum fjár­­­mála­­fyr­ir­tækj­­um. Í því birt­ist það vanda­­mál að fyr­ir­tæki í verð­bréfa­miðlun eru með það hlut­verk sam­­kvæmt lögum að meta sjálf hvort við­­skipta­vinir þeirra upp­­­fylli skil­yrði þess að telj­­ast slík­­­ur. 

Þá liggur fyrir að margir, bæði inn­­­lendir og erlend­ir, fag­fjár­­­festar fengu ekki boð um að vera með þrátt fyrir að sumir þeirra hafi leitað beint eftir því. Hefur Kjarn­inn til að mynda undir höndum tölvu­­póst­­­sam­­skipti milli aðila og Banka­­sýsl­unnar þar sem leitað var eftir því að stór alþjóð­­legur fjár­­­fest­ing­­ar­­sjóður fengi að taka þátt í útboð­inu 22. mars. Engin svör bár­ust. Umræddur aðili sem sendi póst­­inn er ekki á meðal þeirra sölu­ráð­gjafa sem valdir voru til að sjá um útboð­ið. 

Horft til full­yrð­inga frá fjár­fest­unum sjálfum

Í skýrslu Rík­is­end­ur­skoð­unar kemur fram að mið­lægur gagna­grunnur um hæfa fjár­festa er ekki til hér á landi. Umsjón­ar­að­il­ar, sölu­ráð­gjafar og sölu­að­ilar Banka­sýsl­unnar gátu því ekki flett upp öðrum til­boðs­gjöfum en við­skipta­vinum sínum til að sann­reyna full­yrð­ingar þeirra um að þeir væru hæfir fjár­fest­ar. Flokkun fjár­festa í sölu­ferl­inu var því fram­kvæmd hjá hverju fjár­mála­fyr­ir­tæki fyrir sig. 

Sam­kvæmt Íslands­banka, einum af þremur umsjón­ar­að­ilum Banka­sýsl­unnar í sölu­ferl­inu, höfðu fjár­festar sem voru ekki í við­skiptum við bank­ann fram að sölu­deg­inum mögu­leika á að sækja um og eftir atvikum fá flokkun hjá honum sem hæfir fjár­festar á meðan á söl­unni stóð. „Að auki var horft til full­yrð­inga frá fjár­fest­unum sjálfum um að þeir teld­ust hæfir fjár­festar en bank­inn þurfti að meta upp­lýs­ingar þess efnis sjálf­stætt. Rík­is­end­ur­skoðun kann­aði ekki hvernig þessu var háttað hjá öðrum umsjón­ar­að­il­um, sölu­ráð­gjöfum eða sölu­að­ilum við mat þeirra á hæfum fjár­fest­um. Þessi hluti sölu­ferl­is­ins sætir eft­ir­liti Fjár­mála­eft­ir­lits Seðla­banka Íslands.“

Innri reglur Íslands­banka komu ekki í veg fyrir hags­muna­á­rekstra

Þá segir í skýrsl­unni að sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá meðal ann­ars fjár­mála­ráð­gjafa Banka­sýsl­unnar sé óvenju­legt að einka­fjár­festum sem sam­þykktir hafa verið sem fag­fjár­festar sé boðin þátt­taka í sölu með til­boðs­fyr­ir­komu­lagi. „Fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyti og Banka­sýslan voru hins vegar sam­mála um að gera ráð fyrir þátt­töku einka­fjár­festa sem upp­fylltu skil­yrði sem hæfir fjár­festar í sölu­ferl­in­u.“ 

Banka­sýslan hefur í svörum sínum til Rík­is­end­ur­skoð­unar vísað til þess að fjár­mála­fyr­ir­tækjum beri lögum sam­kvæmt að setja sér innri reglur um ráð­staf­anir gegn hags­muna­á­rekstr­um. „Stofn­unin mat það svo að reglu­verk fjár­mála­mark­að­ar­ins væri með þeim hætti að slíkar innri reglur umsjón­ar­að­ila, sölu­ráð­gjafa og sölu­að­ila kæmu í veg fyrir hags­muna­á­rekstra í söl­unni. Ljóst er að innri reglur Íslands­banka komu ekki í veg fyrir slíkt.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar