Kafbáturinn reyndist 100 ára gamall og rússneskur

kafbatur_svithjod.jpg
Auglýsing

Kaf­bát­ur­inn sem sjáv­ar­könn­un­ar­hóp­ur­inn Ocean Explor­ers fundu á hafs­botni í skerja­garð­inum utan við Stokk­hólm í gær er af meira en 100 ára gam­alli rúss­neskri gerð og fórst að öllum lík­indum á fyrri­hluta 20. ald­ar­inn­ar.

Frá þessu er meðal ann­ars greint á vef Expressen en leiddar hafa veirð líkur að því að bát­ur­inn hafi farist með 18 manns um borð 10. maí 1916 eftir árekstur við sænskan gufu­bát. Per And­ers­son, fyrr­ver­andi yfir­maður í sjó­her Svía, greindi myndir af flak­inu fyrir Expressen í gær­kvöldi og bar kennsl á kýril­ískt letur á skrokki báts­ins, auk þess sem hann taldi hönn­un­ina vera meira en 100 ára gamla.

Kafbátur af sömu gerð og sá sem fannst í skerjagarðinum í gær. Kaf­bátur af sömu gerð og sá sem fannst í skerja­garð­inum í gær.

Auglýsing

Þess vegna er ómögu­legt að þetta sé kaf­bát­ur­inn sem Svíar leit­uðu log­andi ljósi að síð­asta haust. Þá höfðu meira en 100 vitni látið vita af furðu­legum hlut í skerja­garð­inum utan við Stokk­hólm sem sjó­her­inn bar síðan kennsl á sem kaf­bát, að öllum lík­indum rúss­nesk­an. Leitin skil­aði ekki árangri og var hætt rúmri viku eftir að bát­ur­inn sást.

Rússar báru af sér allar sakir og sögðu bát­inn hugs­an­lega belgísk­an. Vís­bend­ing­arnar bentu hins vegar allar að rússsum enda hafði borist dul­koðað neyð­ar­kall yfir neyð­ar­rás Rússa auk þess sem að rúss­neskt olíu­skip sil­gdi í hringi fyrir utan skerja­garð­inn á meðan rann­sóknin stóð. Annað rúss­neskt skip búið kaf­báta­kví var í nágren­inu og hafði slökkt á stað­setn­ing­ar­tækjum sín­um.

Eftir að sænskir fjöl­miðlar höfuð sagt fréttir af flaki kaf­báts­ins í gær­kvöldi sagði rúss­neska frétta­stofan Sputnik, sem er að öllu leyti í eigu rúss­neska rík­is­ins, frá því að Rússar hefðu engum kaf­bát tapað á þessu svæði.



Kaf­bát­ur­inn hvarf undir skipið

Kaf­bát­ur­inn sem fannst á hafs­botni nú er tal­inn vera af Som-­gerð kaf­báta sem smíð­aðir voru árið 1904 til 1907 í Vla­di­vostok og þjón­uðu allir á Eystra­salti. Ástæður þess að talið er að kaf­bát­ur­inn þessi hafa verið listaðar víða á vefn­um, til dæmis á Reddit. Þar er bent á að kaf­bát­ur­inn líti út fyrir að vera í góðu ásig­komu­lagi, þó hann sé gam­all, en sjór­inn í Eystra­salti er súr­efn­is­lít­ill á meira en 40 metra dýpi og því ekki skrýtið að sjáv­ar­líf­verur hafi ekki gert bát­inn að heim­ili sínu. Á skrokki báts­ins má einnig sjá bók­staf­inn „ъ“ sem ekki er lengur not­aður í rúss­nesku eftir mál­breyt­ingar í rúss­nesku árið 1918. Nútíma kaf­bátar væru jafn­framt svartir og bæru engar áletr­anir á skrokki sín­um.

Skip­stjóri gufu­skips­ins sem lenti í árekstri við kaf­bát­inn árið 1916 lýsti því þannig að hann hafi séð sjón­pípu kaf­báts­ins upp úr sjáv­ar­yf­ir­borð­inu í um 150 metra fjar­lægð og sigla í sömu átt. Skyndi­lega hafi kaf­bát­ur­inn svo breytt um stefnu og stefnt í átt að gufu­skip­inu. Sjón­pípan hafi svo horfið undir gufu­skipið og aldrei sést aft­ur.

Not­endur Reddit hafa kom­ist að því að Peter Lind­berg, annar for­svars­manna Ocean Explor­ers sem fundu rúss­neska kaf­bát­inn, hafi spurst fyrir um slysið 1916 á vefnum uboat.­net og fengið þessa lýs­ingu af atburð­in­um, auk grófar stað­setn­ingar hans.

Ocean Explor­ers hefur áður nýtt sér fjöl­miðla til að vekja athygli á fundum sínum og á Reddit og þess vegna lík­legt að þeir hafi notað atvikið í fyrra til að fá umfjöllun um kaf­báta­fund­inn.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBirgir Þór Harðarson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None