Kafbáturinn sem sjávarkönnunarhópurinn Ocean Explorers fundu á hafsbotni í skerjagarðinum utan við Stokkhólm í gær er af meira en 100 ára gamalli rússneskri gerð og fórst að öllum líkindum á fyrrihluta 20. aldarinnar.
Frá þessu er meðal annars greint á vef Expressen en leiddar hafa veirð líkur að því að báturinn hafi farist með 18 manns um borð 10. maí 1916 eftir árekstur við sænskan gufubát. Per Andersson, fyrrverandi yfirmaður í sjóher Svía, greindi myndir af flakinu fyrir Expressen í gærkvöldi og bar kennsl á kýrilískt letur á skrokki bátsins, auk þess sem hann taldi hönnunina vera meira en 100 ára gamla.
Kafbátur af sömu gerð og sá sem fannst í skerjagarðinum í gær.
Þess vegna er ómögulegt að þetta sé kafbáturinn sem Svíar leituðu logandi ljósi að síðasta haust. Þá höfðu meira en 100 vitni látið vita af furðulegum hlut í skerjagarðinum utan við Stokkhólm sem sjóherinn bar síðan kennsl á sem kafbát, að öllum líkindum rússneskan. Leitin skilaði ekki árangri og var hætt rúmri viku eftir að báturinn sást.
Rússar báru af sér allar sakir og sögðu bátinn hugsanlega belgískan. Vísbendingarnar bentu hins vegar allar að rússsum enda hafði borist dulkoðað neyðarkall yfir neyðarrás Rússa auk þess sem að rússneskt olíuskip silgdi í hringi fyrir utan skerjagarðinn á meðan rannsóknin stóð. Annað rússneskt skip búið kafbátakví var í nágreninu og hafði slökkt á staðsetningartækjum sínum.
Eftir að sænskir fjölmiðlar höfuð sagt fréttir af flaki kafbátsins í gærkvöldi sagði rússneska fréttastofan Sputnik, sem er að öllu leyti í eigu rússneska ríkisins, frá því að Rússar hefðu engum kafbát tapað á þessu svæði.
#Kremlin denies #Russia has lost a small submarine near Sweden, says it's probably something the Pro-Russian locals of Aland have built
— Sputnik (@Sputnik_Intl) July 27, 2015
Kafbáturinn hvarf undir skipið
Kafbáturinn sem fannst á hafsbotni nú er talinn vera af Som-gerð kafbáta sem smíðaðir voru árið 1904 til 1907 í Vladivostok og þjónuðu allir á Eystrasalti. Ástæður þess að talið er að kafbáturinn þessi hafa verið listaðar víða á vefnum, til dæmis á Reddit. Þar er bent á að kafbáturinn líti út fyrir að vera í góðu ásigkomulagi, þó hann sé gamall, en sjórinn í Eystrasalti er súrefnislítill á meira en 40 metra dýpi og því ekki skrýtið að sjávarlífverur hafi ekki gert bátinn að heimili sínu. Á skrokki bátsins má einnig sjá bókstafinn „ъ“ sem ekki er lengur notaður í rússnesku eftir málbreytingar í rússnesku árið 1918. Nútíma kafbátar væru jafnframt svartir og bæru engar áletranir á skrokki sínum.
Verkar vara ubåten Сом/Catfish från 1905.Observera texten i fören. cc @Expressen @Aftonbladet pic.twitter.com/xk1Rx2IIwk — Peter Krantz (@peterkz_swe) July 27, 2015
Skipstjóri gufuskipsins sem lenti í árekstri við kafbátinn árið 1916 lýsti því þannig að hann hafi séð sjónpípu kafbátsins upp úr sjávaryfirborðinu í um 150 metra fjarlægð og sigla í sömu átt. Skyndilega hafi kafbáturinn svo breytt um stefnu og stefnt í átt að gufuskipinu. Sjónpípan hafi svo horfið undir gufuskipið og aldrei sést aftur.
Notendur Reddit hafa komist að því að Peter Lindberg, annar forsvarsmanna Ocean Explorers sem fundu rússneska kafbátinn, hafi spurst fyrir um slysið 1916 á vefnum uboat.net og fengið þessa lýsingu af atburðinum, auk grófar staðsetningar hans.
Ocean Explorers hefur áður nýtt sér fjölmiðla til að vekja athygli á fundum sínum og á Reddit og þess vegna líklegt að þeir hafi notað atvikið í fyrra til að fá umfjöllun um kafbátafundinn.