Mynd: Pexels

Meðallaun forstjóra í Kauphöll Íslands voru 4,8 milljónir á mánuði

Sá forstjóri í Kauphöll Íslands sem hafði hæstu mánaðarlaunin fékk 13,5 milljónir króna greiddar á mánuði. Það eru rúmlega tvöföld mánaðarlaun þess sem kemur á næst á eftir. Fleiri karlar sem heita Árni stýra skráðum félögum á Íslandi en konur.

Með­al­laun for­stjóra þeirra 19 félaga sem skráð eru á Aðal­mark­aði Kaup­hallar Íslands í fyrra voru rétt um 4,8 millj­ónir króna. Það eru aðeins hærri með­al­laun en voru í Kaup­höll­inni árið 2019 og alls hækk­uðu tíu for­stjórar í launum í fyrra en níu lækk­uðu. Í flestum til­fellum var um litlar breyt­ingar að ræða.

Til sam­an­burðar má nefna að mið­gildi heild­ar­launa hér­lendis árið 2019 var 655 þús­und krónur á mán­uði. Það þýðir að helm­ingur vinnu­mark­að­ar­ins var með mán­að­ar­laun undir þeirri tölu á því ári. For­stjór­arnir í Kaup­höll­inni eru með rúm­lega sjöföld mið­gild­is­laun að með­al­tali á mán­uði.

Árni Oddur sker sig úr

Mestu skiptir að laun Árna Odds Þórð­ar­son­ar, for­stjóra Mar­el, fóru úr um tólf millj­ónum króna í 13,5 millj­ónir króna á mán­uði. Vert er að taka fram að laun Árna Odds eru í evrum og evran styrkt­ist umtals­vert gagn­vart krónu á árinu. Þegar þau eru skoðuð í evrum lækk­uðu laun­in, sem eru bæði föst laun og árang­urstengdir bónus­ar, um 1,7 pró­sent. Til við­bótar við þessi laun þá vann Árni Oddur sér inn umtals­verða kaup­rétti sem metnir voru á 334 þús­und evr­ur, um 52,1 millj­ónir króna, á síð­asta ári og fékk umtals­verða upp­hæð í mót­fram­lag í líf­eyr­is­sjóð. 

Auglýsing

Árni Oddur er með rúm­lega tvö­föld mán­að­ar­laun þeirra sem koma næst á eftir honum á list­anum en þess ber að geta að Marel er langstærsta félagið sem skráð er í Kaup­höll Íslands, auk þess sem bréf félags­ins eru einnig skráð á markað í Amster­dam. Heild­ar­virði allra skráðra hluta­bréfa á íslenska mark­aðn­um, bæði Aðal­mark­aði og First North, var 1.563 millj­arðar króna í lok síð­asta árs. Af þeirri upp­hæð var virði Marel um 608 millj­arðar króna um síð­ustu ára­mót, eða 39 pró­sent af heild­ar­virði Kaup­hall­ar­inn­ar.

Mark­aðsvirði Marel hækk­aði alls um 28,3 pró­sent á síð­asta ári og um 65,9 pró­sent árið 2019. Mark­aðsvirðið á síð­asta ári einu saman jókst um 288 millj­arða króna.

Kona á leið­inni í Kaup­höll­ina

Eitt félag, Heima­vell­ir, var afskráð úr Kaup­höll Íslands í fyrra, og ekk­ert nýtt bætt­ist við á Aðal­mark­að. Félögin á honum voru því 19 í árs­lok. Búið er að til­kynna um skrán­ingu tveggja nýrra félaga á markað það sem af er þessu ári, Íslands­banka og Síld­ar­vinnsl­unn­ar. Búist er við því að skrán­ing þeirra beggja verði að veru­leika seint í vor eða snemma í sum­ar. 

Verði skrán­ing Íslands­banka að veru­leika mun það ger­ast að kona, Birna Ein­ars­dótt­ir, stýrir skráðu félagi á Íslandi í fyrsta sinn í tæp fimm ár. Síð­asta konan til að vera for­stjóri hjá skráðu félagi var Sig­rún Ragna Ólafs­dótt­ir, sem var sagt upp störfum hjá VÍS í ágúst 2016. 

Það hafa samt sem áður verið vend­ingar á þeim tíma. Á árinu 2019 skiptu til að mynda átta af 20 félögum um for­stjóra, en réðu öll karl í stað karls. Minna var um for­stjóra­skipti í fyrra, en þó hætti Finnur Árna­son hjá Högum og Finnur Odds­son tók við af hon­um. Við það losn­aði for­stjóra­staðan hjá Origo og Jón Björns­son var ráð­inn í hana. 

Eins og stendur eru þó tveir karlar sem heita Árni for­stjórar skráðra félaga á Íslandi en engar kon­ur. Á tíma­bili voru líka tveir menn sem heita Finnur for­stjórar í skráðum félög­um. 

Auglýsing

Til að setja þá stöðu í sam­hengi þá hétu 1.587 manns Árni að for­nafni á Íslandi í byrjun árs 2019. Á sama tíma báru 283 Finnur sem fyrsta eig­in­nafn. Í lok síð­asta árs bjuggu 179.680 konur á Íslandi.

Svipað með­al­tal og síð­ustu ár

Með­al­tal launa for­stjóra í Kaup­höll­inni lækk­uðu lít­il­lega milli áranna 2018 og 2019. Þau voru 4,8 millj­ónir króna árið 2018 en 4,7 millj­ónir króna ári síð­ar, sam­kvæmt sam­an­tekt Kjarn­ans á upp­lýs­ingum um launa­greiðslur úr árs­reikn­ingum allra skráðra félaga. Í fyrra hækk­uðu þau svo lít­il­lega aft­ur, en að mestu, líkt og áður sagði, vegna hækk­ana á launum for­stjóra Marel sem útskýr­ast af veik­ingu krón­unn­ar.

Vert er að taka fram að inni í laun­unum eru í næstum öllum til­fellum ekki mót­fram­lag í líf­eyr­is­sjóð en það var í mörgum til­fellum í kringum tíu millj­ónir króna á ári hjá Kaup­hall­ar­for­stjórum á síð­asta ári. 

Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel, er í sérflokki þegar kemur að launakjörum.
Mynd: Skjáskot

Í öðru sæti á launa­list­anum eru for­stjórar smá­sölurisanna sem skráð eru á mark­að, Egg­ert Þór Krist­ó­fers­son hjá Festi og Finnur Árna­son hjá Hög­um. ert er að taka fram að launa­kjör Finns eru fyrir rekstr­ar­árið 2019/2020, en Hagar eru með ann­ars konar upp­gjörsár en önnur félög. Það hefst 1. mars, ekki 1. febr­ú­ar. Þeir lækk­uðu þó báðir í laun­um, Egg­ert í 5,6 millj­ónir króna á mán­uði og Finnur í 5,8 millj­ónir króna á mán­uði, en báðir höfðu haft 6,1 milljón krónur á mán­uði að með­al­tali árið 2019.

Banka­stjórar á svip­uðu róli

Laun Bene­dikts Gísla­son­ar, for­stjóra Arion banka, hækk­uðu úr 4,7 í 4,8 millj­ónir króna að jafn­aði á mán­uði. Auk þess er við lýði kaupauka­kerfi innan Arion banka sem mun gera honum kleift að fá allt að 25 pró­sent af árs­launum sínum í bónus og kaup­rétt­ar­kerfi þar sem banka­stjór­anum býðst að kaupa bréf í bank­anum á verði sem er vel undir núver­andi mark­aðsvirði hans. 

Gildi líf­eyr­is­sjóð­ur, stærsti ein­staki eig­andi Arion banka, hefur gert athuga­semd við launa­kjör æðstu stjórn­enda bank­ans og og mun leggja fram bókum þess efnis á aðal­fundi bank­ans sem fram fer í dag. Þar segir meðal ann­ars að laun stjórn­enda bank­ans virð­ist að mati sjóðs­ins „þegar til­­lit er tekið til mög­u­­leika á árang­­urstengdum greiðsl­um, kaup­réttum og áskrift­­ar­rétt­ind­um, hærri en það sem gengur og ger­ist hjá öðrum íslenskum bönkum og skráðum fyr­ir­tækjum sem starfa á íslenskum mark­að­i.“

Mik­il­vægt er að mati Gildis að ef félög ákveði að not­­ast við árang­­urstengd launa­­kerfi sé gætt heild­­ar­­sam­heng­­is. Til dæmis að föst laun séu þá lægri sam­an­­borið við félög þar sem slík kerfi eru ekki til stað­­ar. „Þá er mik­il­vægt að slíkt kerfi hvetji ekki til óeðli­­legar áhætt­u­­töku,“ segir í bók­un­inni.

Hinn banka­stjór­inn á meðal kaup­hall­ar­for­stjóra, Mar­inó Örn Tryggva­son hjá Kviku, var með 4,3 millj­ónir króna í mán­að­ar­laun að með­al­tali í fyrra og lækk­aði lít­il­lega á milli ára. 

Níu lækk­uðu milli ára

Alls lækk­uðu laun níu for­stjóra á síð­asta ári. Mest lækk­uðu laun for­stjóra Origo, úr 5,1 í 4,1 milljón króna, en Jón Björns­son tók við því starfi af Finni Odds­syni seint í ágúst 2020 þegar sá síð­ar­nefndi færði sig í for­stjóra­stól­inn hjá Hög­um. Finnur hóf störf hjá Högum í lok júní. Í árs­reikn­ingi Origo kemur fram að hann hafi fengið alls 67,1 milljón krónur í upp­gjörs­greiðslu í fyrra. 

Auglýsing

Laun Boga Nils Boga­son­ar, for­stjóra Icelandair Group, lækk­uðu líka um 600 þús­und krónur á mán­uði, úr 4,6 í fjórar millj­ónir króna. Icelandair tap­aði enda 51 millj­arði króna í fyrra og þurfti að sækja sér mikið nýtt hlutafé til að takast á við rekstr­ar­erf­ið­leika sem skap­ast höfðu vegna kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins. Þá var Icelandair það ein­staka fyr­ir­tæki sem fékk mesta aðstoð frá hinu opin­bera í gegnum þau úrræði sem stjórn­völd buðu fyr­ir­tækjum upp á vegna far­ald­urs­ins. 

Með­al­laun Heið­ars Guð­jóns­son­ar, for­stjóra Sýn­ar, lækka líka umtals­vert á milli ára en Sýn tap­aði 405 millj­ónum krónum í fyrra.  Þá lækk­uðu laun Guð­mundar Krist­jáns­son­ar, for­stjóra Brims, niður í um 3,2 millj­ónir króna á mán­uði. Hann fór í leyfi sem for­stjóri félags­ins hluta úr síð­asta ári. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar