Mynd: Pexels

Meðallaun forstjóra í Kauphöll Íslands voru 4,8 milljónir á mánuði

Sá forstjóri í Kauphöll Íslands sem hafði hæstu mánaðarlaunin fékk 13,5 milljónir króna greiddar á mánuði. Það eru rúmlega tvöföld mánaðarlaun þess sem kemur á næst á eftir. Fleiri karlar sem heita Árni stýra skráðum félögum á Íslandi en konur.

Með­al­laun for­stjóra þeirra 19 félaga sem skráð eru á Aðal­mark­aði Kaup­hallar Íslands í fyrra voru rétt um 4,8 millj­ónir króna. Það eru aðeins hærri með­al­laun en voru í Kaup­höll­inni árið 2019 og alls hækk­uðu tíu for­stjórar í launum í fyrra en níu lækk­uðu. Í flestum til­fellum var um litlar breyt­ingar að ræða.

Til sam­an­burðar má nefna að mið­gildi heild­ar­launa hér­lendis árið 2019 var 655 þús­und krónur á mán­uði. Það þýðir að helm­ingur vinnu­mark­að­ar­ins var með mán­að­ar­laun undir þeirri tölu á því ári. For­stjór­arnir í Kaup­höll­inni eru með rúm­lega sjöföld mið­gild­is­laun að með­al­tali á mán­uði.

Árni Oddur sker sig úr

Mestu skiptir að laun Árna Odds Þórð­ar­son­ar, for­stjóra Mar­el, fóru úr um tólf millj­ónum króna í 13,5 millj­ónir króna á mán­uði. Vert er að taka fram að laun Árna Odds eru í evrum og evran styrkt­ist umtals­vert gagn­vart krónu á árinu. Þegar þau eru skoðuð í evrum lækk­uðu laun­in, sem eru bæði föst laun og árang­urstengdir bónus­ar, um 1,7 pró­sent. Til við­bótar við þessi laun þá vann Árni Oddur sér inn umtals­verða kaup­rétti sem metnir voru á 334 þús­und evr­ur, um 52,1 millj­ónir króna, á síð­asta ári og fékk umtals­verða upp­hæð í mót­fram­lag í líf­eyr­is­sjóð. 

Auglýsing

Árni Oddur er með rúm­lega tvö­föld mán­að­ar­laun þeirra sem koma næst á eftir honum á list­anum en þess ber að geta að Marel er langstærsta félagið sem skráð er í Kaup­höll Íslands, auk þess sem bréf félags­ins eru einnig skráð á markað í Amster­dam. Heild­ar­virði allra skráðra hluta­bréfa á íslenska mark­aðn­um, bæði Aðal­mark­aði og First North, var 1.563 millj­arðar króna í lok síð­asta árs. Af þeirri upp­hæð var virði Marel um 608 millj­arðar króna um síð­ustu ára­mót, eða 39 pró­sent af heild­ar­virði Kaup­hall­ar­inn­ar.

Mark­aðsvirði Marel hækk­aði alls um 28,3 pró­sent á síð­asta ári og um 65,9 pró­sent árið 2019. Mark­aðsvirðið á síð­asta ári einu saman jókst um 288 millj­arða króna.

Kona á leið­inni í Kaup­höll­ina

Eitt félag, Heima­vell­ir, var afskráð úr Kaup­höll Íslands í fyrra, og ekk­ert nýtt bætt­ist við á Aðal­mark­að. Félögin á honum voru því 19 í árs­lok. Búið er að til­kynna um skrán­ingu tveggja nýrra félaga á markað það sem af er þessu ári, Íslands­banka og Síld­ar­vinnsl­unn­ar. Búist er við því að skrán­ing þeirra beggja verði að veru­leika seint í vor eða snemma í sum­ar. 

Verði skrán­ing Íslands­banka að veru­leika mun það ger­ast að kona, Birna Ein­ars­dótt­ir, stýrir skráðu félagi á Íslandi í fyrsta sinn í tæp fimm ár. Síð­asta konan til að vera for­stjóri hjá skráðu félagi var Sig­rún Ragna Ólafs­dótt­ir, sem var sagt upp störfum hjá VÍS í ágúst 2016. 

Það hafa samt sem áður verið vend­ingar á þeim tíma. Á árinu 2019 skiptu til að mynda átta af 20 félögum um for­stjóra, en réðu öll karl í stað karls. Minna var um for­stjóra­skipti í fyrra, en þó hætti Finnur Árna­son hjá Högum og Finnur Odds­son tók við af hon­um. Við það losn­aði for­stjóra­staðan hjá Origo og Jón Björns­son var ráð­inn í hana. 

Eins og stendur eru þó tveir karlar sem heita Árni for­stjórar skráðra félaga á Íslandi en engar kon­ur. Á tíma­bili voru líka tveir menn sem heita Finnur for­stjórar í skráðum félög­um. 

Auglýsing

Til að setja þá stöðu í sam­hengi þá hétu 1.587 manns Árni að for­nafni á Íslandi í byrjun árs 2019. Á sama tíma báru 283 Finnur sem fyrsta eig­in­nafn. Í lok síð­asta árs bjuggu 179.680 konur á Íslandi.

Svipað með­al­tal og síð­ustu ár

Með­al­tal launa for­stjóra í Kaup­höll­inni lækk­uðu lít­il­lega milli áranna 2018 og 2019. Þau voru 4,8 millj­ónir króna árið 2018 en 4,7 millj­ónir króna ári síð­ar, sam­kvæmt sam­an­tekt Kjarn­ans á upp­lýs­ingum um launa­greiðslur úr árs­reikn­ingum allra skráðra félaga. Í fyrra hækk­uðu þau svo lít­il­lega aft­ur, en að mestu, líkt og áður sagði, vegna hækk­ana á launum for­stjóra Marel sem útskýr­ast af veik­ingu krón­unn­ar.

Vert er að taka fram að inni í laun­unum eru í næstum öllum til­fellum ekki mót­fram­lag í líf­eyr­is­sjóð en það var í mörgum til­fellum í kringum tíu millj­ónir króna á ári hjá Kaup­hall­ar­for­stjórum á síð­asta ári. 

Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel, er í sérflokki þegar kemur að launakjörum.
Mynd: Skjáskot

Í öðru sæti á launa­list­anum eru for­stjórar smá­sölurisanna sem skráð eru á mark­að, Egg­ert Þór Krist­ó­fers­son hjá Festi og Finnur Árna­son hjá Hög­um. ert er að taka fram að launa­kjör Finns eru fyrir rekstr­ar­árið 2019/2020, en Hagar eru með ann­ars konar upp­gjörsár en önnur félög. Það hefst 1. mars, ekki 1. febr­ú­ar. Þeir lækk­uðu þó báðir í laun­um, Egg­ert í 5,6 millj­ónir króna á mán­uði og Finnur í 5,8 millj­ónir króna á mán­uði, en báðir höfðu haft 6,1 milljón krónur á mán­uði að með­al­tali árið 2019.

Banka­stjórar á svip­uðu róli

Laun Bene­dikts Gísla­son­ar, for­stjóra Arion banka, hækk­uðu úr 4,7 í 4,8 millj­ónir króna að jafn­aði á mán­uði. Auk þess er við lýði kaupauka­kerfi innan Arion banka sem mun gera honum kleift að fá allt að 25 pró­sent af árs­launum sínum í bónus og kaup­rétt­ar­kerfi þar sem banka­stjór­anum býðst að kaupa bréf í bank­anum á verði sem er vel undir núver­andi mark­aðsvirði hans. 

Gildi líf­eyr­is­sjóð­ur, stærsti ein­staki eig­andi Arion banka, hefur gert athuga­semd við launa­kjör æðstu stjórn­enda bank­ans og og mun leggja fram bókum þess efnis á aðal­fundi bank­ans sem fram fer í dag. Þar segir meðal ann­ars að laun stjórn­enda bank­ans virð­ist að mati sjóðs­ins „þegar til­­lit er tekið til mög­u­­leika á árang­­urstengdum greiðsl­um, kaup­réttum og áskrift­­ar­rétt­ind­um, hærri en það sem gengur og ger­ist hjá öðrum íslenskum bönkum og skráðum fyr­ir­tækjum sem starfa á íslenskum mark­að­i.“

Mik­il­vægt er að mati Gildis að ef félög ákveði að not­­ast við árang­­urstengd launa­­kerfi sé gætt heild­­ar­­sam­heng­­is. Til dæmis að föst laun séu þá lægri sam­an­­borið við félög þar sem slík kerfi eru ekki til stað­­ar. „Þá er mik­il­vægt að slíkt kerfi hvetji ekki til óeðli­­legar áhætt­u­­töku,“ segir í bók­un­inni.

Hinn banka­stjór­inn á meðal kaup­hall­ar­for­stjóra, Mar­inó Örn Tryggva­son hjá Kviku, var með 4,3 millj­ónir króna í mán­að­ar­laun að með­al­tali í fyrra og lækk­aði lít­il­lega á milli ára. 

Níu lækk­uðu milli ára

Alls lækk­uðu laun níu for­stjóra á síð­asta ári. Mest lækk­uðu laun for­stjóra Origo, úr 5,1 í 4,1 milljón króna, en Jón Björns­son tók við því starfi af Finni Odds­syni seint í ágúst 2020 þegar sá síð­ar­nefndi færði sig í for­stjóra­stól­inn hjá Hög­um. Finnur hóf störf hjá Högum í lok júní. Í árs­reikn­ingi Origo kemur fram að hann hafi fengið alls 67,1 milljón krónur í upp­gjörs­greiðslu í fyrra. 

Auglýsing

Laun Boga Nils Boga­son­ar, for­stjóra Icelandair Group, lækk­uðu líka um 600 þús­und krónur á mán­uði, úr 4,6 í fjórar millj­ónir króna. Icelandair tap­aði enda 51 millj­arði króna í fyrra og þurfti að sækja sér mikið nýtt hlutafé til að takast á við rekstr­ar­erf­ið­leika sem skap­ast höfðu vegna kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins. Þá var Icelandair það ein­staka fyr­ir­tæki sem fékk mesta aðstoð frá hinu opin­bera í gegnum þau úrræði sem stjórn­völd buðu fyr­ir­tækjum upp á vegna far­ald­urs­ins. 

Með­al­laun Heið­ars Guð­jóns­son­ar, for­stjóra Sýn­ar, lækka líka umtals­vert á milli ára en Sýn tap­aði 405 millj­ónum krónum í fyrra.  Þá lækk­uðu laun Guð­mundar Krist­jáns­son­ar, for­stjóra Brims, niður í um 3,2 millj­ónir króna á mán­uði. Hann fór í leyfi sem for­stjóri félags­ins hluta úr síð­asta ári. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar