Mynd: Bára Huld Beck

Meirihlutinn næði þrettán borgarfulltrúum en Sjálfstæðisflokkur stefnir í verstu útreið sína frá upphafi

Píratar nánast tvöfalda fylgi sitt og Framsókn tekur til sín nær allt það fylgi sem Sjálfstæðisflokkurinn tapar frá síðustu borgarstjórnarkosningum. Staða Samfylkingarinnar og Pírata við myndun ýmis konar meirihluta virðist sterk. Þetta er niðurstaða nýjustu kosningaspár Kjarnans.

Meiri­hlut­inn í Reykja­vík ríg­heldur sam­kvæmt nýj­ustu kosn­inga­spá Kjarn­ans og Dr. Bald­urs Héð­ins­son­ar. Sam­an­lagt fá flokk­arnir fjórir sem hann mynda: Sam­fylk­ing, Pírat­ar, Við­reisn og Vinstri græn 52,4 pró­sent fylgi og 13 borg­ar­full­trúa, eða einum fleiri en þeir eru nú með. Flokk­arnir fjórir bæta sam­an­lagt við sig sex pró­sentu­stigum frá síð­ustu kosn­ing­um. Lík­urnar á því að meiri­hlut­inn haldi mæl­ast nú 70 pró­sent, sem er það mesta sem mælst hefur í kosn­inga­spánni fyrir þessar kosn­ing­ar.

Sam­hliða kosn­inga­spánni er nú keyrð sæta­spá. Hún er fram­­kvæmd þannig að keyrðar eru 100 þús­und sýnd­­ar­­kosn­­ingar miðað við fylgi flokka í kosn­­inga­­spánni. Í hverri þeirra er úthlutað 23 borg­­ar­­full­­trúum og þar sem sýnd­­ar­­kosn­­ing­­arnar eru allar með inn­­­byggða óvissu þá getur fylgið í hverri ein­stakri sýnd­­ar­­kosn­­ingu stundum hærra og stundum lægra, þótt með­­al­­tal kosn­­ing­anna allra sé það sama og kom fram í kosn­­inga­­spánni. Hægt er að sjá sæta­spánna hér að neð­an:

Borgarstjórn Reykjavíkur
23 borgarfulltrúar kjörnir
FlokkarFramboðslistar
  • >99%
    Einar Þorsteinsson
  • 98%
    Árelía Eydís Guð­munds­dótt­ir
  • 86%
    Magnea Gná Jóhanns­dótt­ir
  • 51%
    Aðal­steinn Haukur Sverr­is­son
  • 17%
    Þorvaldur Daníelsson
  • 82%
    Þór­dís Lóa Þór­halls­dótt­ir
  • 39%
    Pawel Bartoszek
  • >99%
    Hildur Björnsdóttir
  • >99%
    Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir
  • >99%
    Kjartan Magnússon
  • 92%
    Marta Guðjónsdóttir
  • 70%
    Björn Gíslason
  • 35%
    Friðjón R. Friðjónsson
  • 69%
    Kolbrún Baldursdóttir
  • 18%
    Helga Þórðardóttir
  • 87%
    Sanna Magdalena Mörtudóttir
  • 47%
    Trausti Breiðfjörð Magnússon
  • 11%
    Andrea Jóhanna Helgadóttir
  • 36%
    Ómar Már Jónsson
  • >99%
    Dóra Björt Guðjónsdóttir
  • 97%
    Alexandra Briem
  • 83%
    Magnús Norðdahl
  • 47%
    Kristinn Jón Ólafsson
  • >99%
    Dagur B. Eggertsson
  • >99%
    Heiða Björg Hilmisdóttir
  • >99%
    Skúli Þór Helgason
  • 99%
    Sabine Leskopf
  • 92%
    Hjálmar Sveinsson
  • 68%
    Guðný Maja Riba
  • 33%
    Sara Björg Sigurðardóttir
  • 67%
    Líf Magneudóttir
  • 22%
    Stefán Pálsson

Sá flokkur innan meiri­hlut­ans sem bætir mestu við sig frá kosn­ing­unum 2018 eru Pírat­ar. Þeir nán­ast tvö­falda fylgi sitt, fara úr 7,7 í 14,9 pró­sent og myndu fá fjóra borg­ar­full­trúa að óbreyttu. Sam­fylk­ingin er stærsti flokk­ur­inn í borg­inni sam­kvæmt kosn­inga­spánni en 23,1 pró­sent kjós­enda segj­ast ætla að kjósa flokk­inn. Fylgi hans hefur verið afar stöðugt síð­ast­lið­inn mánuð og það myndi skila honum sex borg­ar­full­trú­um, eða einum færri en flokk­ur­inn fékk í síð­ustu kosn­ing­um. 

Við­reisn er á mjög svip­uðum slóðum í fylgi og árið 2018 og mælist með 7,7 pró­sent stuðn­ing. Það myndi skila báðum borg­ar­full­trúum flokks­ins aftur í borg­ar­stjórn. Vinstri græn mæl­ast með meira fylgi en þau fengu síð­ast upp úr kjör­köss­unum en það er samt sem áður ein­ungis 6,7 pró­sent. Fylgið hefur ekki mælst yfir sjö pró­sent síðan um miðjan mars. Það lítur því út fyrir að Líf Magneu­dóttir verði áfram ein í borg­ar­stjórn­ar­flokki flokks­ins. 

Fylgið fær­ist frá Sjálf­stæð­is­flokki til Fram­sóknar

Sá flokkur sem tapar mestu frá síð­ustu kosn­ingum er Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn. Hann mælist nú með 21 pró­sent fylgi sem er 9,8 pró­sentu­stigum minna en flokk­ur­inn fékk 2018.

Niðurstöður kosningaspárinnar 3. maí 2022
Kosningaspáin er unnin í aðdraganda borgarstjórnarkosninga 2022.

Fylgi Sjálf­stæð­is­flokks­ins hefur ekki mælst lægra en það gerir nú í kosn­inga­spánni í aðdrag­anda þess­ara kosn­inga en það mæld­ist 25 pró­sent um miðjan síð­asta mán­uð. Sam­kvæmt sæta­spá Kjarn­ans mun flokk­ur­inn fá fimm borg­ar­full­trúa, sem er þremur færri en hann fékk í síð­ustu kosn­ing­um. Yrði þetta nið­ur­staða kosn­inga væri um að ræða lang­verstu nið­ur­stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins í borg­ar­stjórn­ar­kosn­ingum frá upp­hafi.

Það fylgi sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn tapar virð­ist nær allt hafa færst yfir á Fram­sókn­ar­flokk Ein­ars Þor­steins­son­ar. Hann bætir við sig mestu fylgi allra flokka frá kosn­ing­unum 2018, þegar Fram­sókn fékk ein­ungis 3,2 pró­sent atkvæða, þrátt fyrir að hafa ekki einu sinni kynnt stefnu­skrá nú þegar ell­efu dagar eru til kosn­inga.  Fylgi Fram­sóknar mælist nú 12,3 pró­sent og allt stefnir í að það skili flokknum þeim þremur borg­ar­full­trúum sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn tap­ar. 

Sós­í­alista­flokk­ur­inn siglir nokkuð lygnan sjó og litlar breyt­ingar hafa verið á fylgi hans í síð­ustu spám, en það mælist nú 6,7 pró­sent. Það er nán­ast sama fylgi og hann fékk 2018 þegar 6,4 pró­sent kjós­enda kaus flokk Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. 

Flokkur fólks­ins virð­ist líka ætla að sigla sínu borg­ar­full­trúa­sæti í höfn en flokk­ur­inn mælist með 5,4 pró­sent fylgi í nýj­ustu spánn­i.  

Mið­flokk­ur­inn mælist nú með meira en tveggja pró­senta fylgi í kosn­inga­spánni síðan um miðjan mars en er enn óra­fjar­lægð frá því að ná manni inn. Því virð­ist allt stefna í að flokk­ur­inn tapi sínu eina borg­ar­stjórn­ar­sæt­i. 

Önnur fram­boð mæl­ast ekki með fylg­i. 

Margir meiri­hlutar í spil­unum

Ef fram fer sem horfir þá ættu Sam­fylk­ingin og Pírat­ar, sem eru með keim­líkar stefnu­skrár, að vera í lyk­il­að­stöðu við myndun meiri­hluta í höf­uð­borg­inni. Flokk­arnir tveir mæl­ast nú með 38 pró­sent sam­an­lagt fylgi og gætu náð að mynda þriggja flokka meiri­hluta með Fram­sókn, sem hefði 13 borg­ar­full­trúa og meiri­hluta atkvæða á bak­við sig, höfði það til þeirra. 

Þróun fylgis framboða í kosningaspánni
Kosningaspáin er unnin í aðdraganda borgarstjórnarkosninga 2022.
B C D F M P S V Aðrir

Þeir gætu líka ákveðið að halda sig við það fjög­urra flokka sam­starf sem er nú í borg­inni, en 70 pró­sent líkur eru á því að hægt verði að mynda þá stjórn aft­ur. Ef ákveðið yrði að skipta Vinstri grænum út fyrir Sós­í­alista­flokk Íslands fara lík­urnar niður í 64 pró­sent og ef Við­reisn yrði skipt út fyrir Fram­sókn fara lík­urnar upp í 92 pró­sent. 

Erfitt er að sjá hvaða leið Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn á í meiri­hluta. Píratar hafa þegar úti­lokað sam­starf við flokk­inn og nokkuð aug­ljóst er að Sam­fylk­ingin mun ekki vinna með hon­um. Senni­leg­asta leiðin fyrir þennan gamla turn í höf­uð­borg­inni að völdum er í gegnum fjög­urra flokka stjórn með Fram­sókn, Við­reisn og Flokki fólks­ins. Lík­urnar á því að hægt verði að mynda þann meiri­hluta eru, eins og sakir standa, þó ein­ungis 28 pró­sent. Lík­urnar á því að Sjálf­stæð­is­flokkur og Fram­sókn geti myndað tveggja flokka meiri­hluta mæl­ast eitt pró­sent.

Lík­­­urnar eru fengnar með því að fram­­kvæma 100 þús­und sýnd­­ar­­kosn­­ing­­ar. Í hverri sýnd­­ar­­kosn­­ingu er vegið með­­al­­tal þeirra skoð­ana­kann­ana sem kosn­­inga­­spáin nær yfir hverju sinni lík­­­leg­asta nið­­ur­­staðan en sýnd­­ar­n­ið­­ur­­staðan getur verið hærri eða lægri en þetta með­­al­­tal og hversu mikið byggir á sög­u­­legu frá­­viki skoð­ana­kann­ana frá úrslitum kosn­­inga.

Kann­­anir í nýj­­ustu kosn­­inga­­spá fyrir borg­­ar­­stjórn­­­ar­­kosn­­ingar 14. maí:

  • Þjóð­­ar­púls Gallup 14. mars. – 10. apríl (20,5 pró­­sent)
  • Skoð­ana­könnun Pró­sents 13. - 26. apríl (40,3 pró­sent)
  • Skoð­ana­könnun Mask­ínu 8. apríl – 2. maí (39,2 pró­­sent)

Hvað er kosn­­­­inga­­­­spá­in?

Fyrir hverjar kosn­­­ingar um allan heim birta fjöl­miðlar gríð­­­ar­­­legt magn af upp­­­lýs­ing­­­um. Þessar upp­­­lýs­ingar eru oftar en ekki töl­fræð­i­­­leg­­­ar, byggðar á skoð­ana­könn­unum þar sem fólk hefur verið spurt hvernig það upp­­­lifir stjórn­­­­­málin og hvað það getur ímyndað sér að kjósa. Stjórn­­­­­mála­fræð­ingar og fjöl­miðlar kepp­­­ast svo við að túlka nið­­­ur­­­stöð­­­urnar og veita almenn­ingi enn meiri upp­­­lýs­ingar um stöð­una í heimi stjórn­­­­­mál­anna.

Allar þessar kann­­­anir og allar mög­u­­­legar túlk­­­anir á nið­­­ur­­­stöðum þeirra kunna að vera rugl­andi fyrir hinn almenna neyt­anda. Einn kannar skoð­­­anir fólks yfir ákveðið tíma­bil og annar kannar sömu skoð­­­anir á öðrum tíma og með öðrum aðferð­­­um. Hvor könn­unin er nákvæm­­­ari? Hverri skal treysta bet­­­ur? Svarið er oftar en ekki óljóst því vand­inn er að hinn almenni kjós­­­andi hefur ekki for­­­sendur til að meta áreið­an­­­leika hverrar könn­un­­­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar