Mynd: Bára Huld Beck

Nokkrar tillögur um breytt fiskveiðistjórnunarkerfi komnar fram

Þrír stjórnarandstöðuflokkar hafa kynnt frumvörp um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða á fyrstu dögum nýs þings. Öll snúa þau að því að endurskilgreina hvað teljist tengdir aðilar og hafa þann tilgang að sporna við því að veiðiheimildir safnist á fáar hendur. Ríkisstjórnin ætlar að skipa nefnd til að „kortleggja áskoranir og tækifæri í sjávarútvegi og tengdum greinum og meta þjóðhagslegan ávinning fiskveiðistjórnunarkerfisins.“

Á síð­asta kjör­­tíma­bili lagði þing­­flokkur Við­reisnar auk þing­­manna Pírata og Sam­­fylk­ingar fram frum­varp um breyt­ingar á lögum um stjórn fisk­veiða sem fól í sér að sjá­v­­­ar­út­­­vegs­­fyr­ir­tæki sem hefðu meira en eitt pró­­sent af heild­­ar­afla á sínum höndum þyrftu að skrást á hluta­bréfa­­mark­að. Ef fyr­ir­tæki réðu yfir 8-12 pró­­sentum heild­­ar­afla­hlut­­deildar gætu ein­stakir hlut­hafar og aðilar honum tengdir ekki farið með meira en tíu pró­­sent hluta­fjár eða atkvæð­is­rétt­­ar.

Þing­flokkur Við­reisnar hefur nú lagt frum­varpið fram aft­ur, í þetta sinn einn síns liðs. Til­gang­ur­inn er sagður þrí­þætt­ur. Í fyrsta lagi er því ætlað að auka gagn­sæi fjár­hags­upp­lýs­inga með kröfum um skrán­ingu á skipu­legum hluta­bréfa­mark­aði. Í öðru lagi felur það í sér kröfu um dreifða eign­ar­að­ild stærri útgerð­ar­fyr­ir­tækja. Í þriðja lagi afmarkar það með skýr­ari hætti en gild­andi lög það hámark í heild­ar­afla­hlut­deild sem ein­stakir aðilar eða tengdir aðilar geta ráðið yfir.

Við­reisn hefur líka lagt á ný fram frum­varp um tíma­bind­ingu veiði­heim­ilda til 20 ára. Ef það yrði að lögum myndi heild­ar­afla­hlut­deild í öllum teg­undum fyrn­ast um fimm pró­sent á ári og sama hlut­deild í kjöl­farið seld á upp­boðs­mark­aði til 20 ára í senn. 

Þing­flokkur Flokks fólks­ins hefur líka lagt aftur fram frum­varp sem áður hefur komið fram en hlaut ekki braut­ar­gengi um breyt­ingu á lögum um stjórn fisk­veiða. Til­gangur þess er að tryggja „virka sam­keppni og sporna við því að veiði­heim­ildir safn­ist á fáar hend­ur.“ 

Ef frum­varpið yrði að lögum myndi skil­grein­ing á tengdum aðilum breyt­ast þannig að aðilar mættu eiga, beint eða óbeint, 20 pró­sent af hlutafé eða stofnfé í öðru fyr­ir­tæki sem heldur á kvóta. Það þak er í dag 50 pró­sent. Auk þess yrðu eft­ir­lits­heim­ildir Fiski­stofu efldar umtals­vert svo stofn­unin geti rann­sakað með „við­hlít­andi hætti hvort tengsl séu á milli aðila“.

Vilja miða við lög um pen­inga­þvætti

Þing­flokkur Sam­fylk­ing­ar­innar er ekki eft­ir­bátur kollega sinna í stjórn­ar­and­stöð­unni og leggur fram sitt eigið frum­varp um breyt­ingu á lögum um stjórn fisk­veiða. Líkt og í hinum til­fell­unum er um end­ur­fram­lagn­ingu að ræða. 

Frum­varpið miðar að því að hrinda í fram­kvæmd til­lögum verk­efna­stjórnar um bætt eft­ir­lit með fisk­veiði­auð­lind­inni sem verk­efna­stjórnin skil­aði til sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra 30. des­em­ber 2019, en Oddný Harð­ar­dótt­ir, þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sat í þeirri verk­efna­stjórn. 

Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sat í verkefnastjórninni.
Mynd: Bára Huld Beck

Efni frum­varps­ins er meðal ann­ars það að lagðar eru til breyt­ingar á skil­grein­ingu hug­taks­ins „tengdir aðil­ar“ í lögum um stjórn fisk­veiða. Í frum­varpi Sam­fylk­ing­ar­innar er í fyrsta lagi lagt til að miðað verði við að aðilar telj­ist tengdir fari annar aðil­inn með að minnsta kosti 25 pró­sent hluta­fjár, stofn­fjár eða atkvæð­is­réttar í hin­um, til sam­ræmis við lög um aðgerðir gegn pen­inga­þvætti og fjár­mögnun hryðju­verka. Í öðru lagi er lagt til að til tengdra aðila telj­ist lög­að­ilar sem stjórnað er af sömu ein­stak­lingum og hjón, sam­búð­ar­fólk, börn þeirra og fóst­ur­börn auk lög­að­ila í þeirra eigu. Í þriðja lagi er lögð til ítar­legri skil­grein­ing á því hvað felist í raun­veru­legum yfir­ráðum en kveðið er á um í gild­andi lögum um stjórn fisk­veiða. Að lokum er kveðið á um máls­með­ferð Fiski­stofu þegar sam­an­lögð afla­heim­ild ein­stakra aðila og tengdra aðila er yfir sex pró­sent af heild­ar­verð­mæti allra teg­unda sem sæta tak­mörk­unum á leyfi­legum heild­ar­afla.

Rík­is­stjórnin ætlar að skipa nefnd

Þegar áður­nefnd loka­skýrsla verk­efna­stjórnar um bætt eft­ir­lit með fisk­veiði­auð­lind­inni var brit kom í ljós að hún gerði engar til­­­­lögur að breyt­ingum á kvóta­­­­þaki eða kröfu um hlut­­­­­fall meiri­hluta­­­­­eignar í tengdum aðil­­um. 

Krist­ján Þór Júl­í­us­son, þáver­andi ráð­herra mála­flokks­ins, hafði þá þegar lagt fram tvenn drög að frum­vörpum um breyt­ingu á ýmsum lögum á sviði fisk­veiði­stjórn­un­ar. Annað fjall­aði um skil­­grein­ingu tengdra aðila í sjá­v­­­ar­út­­­vegi í sam­ráðs­­gátt stjórn­­­valda, sem byggði á vinnu verk­efna­­stjórn­­­ar­inn­­ar. Í þeim drögum kom fram að þeir sem laga­breyt­ingin myndi hafa áhrif á myndu hafa fram á fisk­veið­i­­árið 2025/2026 til að koma sér undir lög­­­­bundið kvóta­­­­þak, eða sex ár. Kvóta­þakið myndi hins vegar áfram vera óbreytt, hveri og ein ein­ing mætti halda á allt að 12 pró­sent af úthlut­uðum kvóta.

Annað frum­varp­ið, það sem snýr ekki að frek­ari skil­grein­ingu á tengdum aðilum var svo lagt fram í apríl síð­ast­liðn­um, lít­il­lega breytt, en var ekki afgreitt fyrir þing­lok. Í grein­ar­gerð þess sagði að meg­in­til­gangur þess væri að koma á heild­stæðu við­ur­laga­kerfi vegna brota á lögum á sviði fisk­veiði­stjórn­ar, að heim­ildir Fiski­stofu til að sinna raf­rænu eft­ir­liti yrðu styrktar og að hug­takið raun­veru­leg yfir­ráð við fram­kvæmd reglna um hámarks­afla­hlut­deild yrði afmarkað bet­ur.

Kristján Þór Júlíusson var sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra á síðasta kjörtímabili.
Mynd: Bára Huld Beck

Í þing­mála­skrá nýrrar rík­is­stjórn­ar, sem var birt í síð­ustu viku kemur fram að nýr ráð­herra mála­flokks­ins, Svan­dís Svav­ars­dótt­ir, ætli að leggja það fram að nýju í jan­úar 2022. 

Í stjórn­ar­sátt­mála rík­is­stjórn­ar­innar er greint frá því að skipuð verður nefnd til að kort­leggja áskor­anir og tæki­færi í sjáv­ar­út­vegi og tengdum greinum og meta þjóð­hags­legan ávinn­ing fisk­veiði­stjórn­un­ar­kerf­is­ins. Þar seg­ir: „Nefnd­inni verði falið að bera saman stöð­una hér og erlendis og leggja fram til­lögur til að hámarka mögu­leika Íslend­inga til frek­ari árang­urs og sam­fé­lags­legrar sáttar um umgjörð grein­ar­inn­ar. Nefndin falli einnig um hvernig hægt er að auka gagn­sæi í rekstri fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi og þá sér­stak­lega meðal stærstu fyr­ir­tækja lands­ins. Þá meti nefndin árangur af atvinnu- og byggða­kvóta og strand­veiðum til að styðja við atvinnu­líf í lands­byggð­un­um.“

Stór­aukin sam­þjöppun milli ára

Þegar Fiski­­stofa tók saman kvóta­­stöðu allra útgerða í fyrra­haust var nið­­ur­­staðan sú að engin ein útgerð héldi á meiri kvóta en lög heim­ila, en sam­­kvæmt því má engin ein tengd blokk hald á meira en tólf pró­­sent af heild­­ar­verð­­mæti úthlut­aðra afla­heim­ilda hverju sinni. Brim, sjá­v­­­ar­út­­­vegs­­fyr­ir­tæki sem er skráð á mark­að, var efst á list­­anum yfir þær útgerðir sem héldu á mestu með 10,45 pró­­sent af úthlut­uðum kvóta. 

Tíu stærstu útgerð­­irnar héldu sam­an­lagt á 53,1 pró­­sent af kvót­an­­um. Það var svipuð staða og hafði verið árin á und­­an. 

Fiski­­stofa, sem hefur eft­ir­lit með því að yfir­­ráð ein­stakra aðila yfir afla­hlut­­deildum fari ekki umfram lög­­bundin mörk, birti nýja sam­an­­tekt á sam­­þjöppun afla­hlut­­deildar í byrjun síð­asta mán­að­ar. Þar birt­ist ný staða. Nú er ein útgerð, Brim, komin yfir lög­­bundið kvóta­­þak og tíu stærstu útgerð­­irnar halda nú á 67,45 pró­­sent á öllum úthlut­uðum kvóta. 

Fjórar blokkir eru með yfir­ráð yfir 60 pró­sent af öllum kvóta sem úthlutað hefur verið á Íslandi. Sú stærsta, sem hverf­ist um Sam­herja, heldur á yfir 22 pró­sent af öllum kvóta. 

Meira í arð en opin­ber gjöld

Hagur sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja lands­ins, sam­tala arð­greiðslna og auk­ins eigin fjár þeirra, hefur vænkast um meira en 500 millj­arða króna frá banka­hruni. Geir­inn greiddi sér meira út í arð, alls 21,5 millj­arða króna, í fyrra en hann greiddi í öll opin­ber gjöld, alls 17,4 millj­arða króna. Inni í þeirri tölu eru veið­i­­­gjöld (4,8 millj­­arðar króna), tekju­skattur (7,3 millj­­arðar króna) og áætlað trygg­inga­gjald (5,3 millj­­arðar króna). 

Þetta er í eina skiptið á síð­­­ustu fimm árum sem sjá­v­­­ar­út­­­veg­­ur­inn hefur greitt minna í opin­ber gjöld en hann tók út í arð­greiðsl­­ur. Raunar hefur geir­inn ein­ungis einu sinni greitt jafn lítið í bein opin­ber gjöld innan árs á því tíma­bili og hann gerði í fyrra, en það var árið 2017 þegar heild­­ar­greiðslur hans í opin­ber gjöld voru 15,8 millj­­arðar króna. 

Heild­­ararð­greiðslur út úr sjá­v­­­ar­út­­­vegi frá byrjun árs 2016 og út síð­­asta ár nema 70,5 millj­­örðum króna. Á sama tíma hefur geir­inn greitt 35,9 millj­­arða króna í veið­i­­­gjöld, eða rétt rúm­­lega 50 pró­­sent af þeirri upp­­hæð sem eig­endur sjá­v­­­ar­út­­­vegs­­fyr­ir­tækja hafa fengið í arð. 

Kann­anir sýna að almenn­ingur vill breyt­ingar

Í aðdrag­anda síð­­­ustu kosn­­inga voru gerðar ýmsar kann­­anir á skoðun almenn­ings á stjórn fisk­veiða hér­­­lend­­is. Í könnun sem MMR vann fyrir Öldu - félag um sjálf­­­bærni og lýð­ræði kom meðal ann­­ars fram 66 pró­­­sent lands­­­manna, tveir af hverjum þrem­­­ur, voru óánægðir með núver­andi útfærslu á kvóta­­­kerfi í sjá­v­­­­ar­út­­­­­vegi. Þar af sögð­ust 38 pró­­­sent vera mjög óánægð með hana. 

Í sömu könnun kom fram að 64 pró­­­sent lands­­­manna, næstum tveir af hverjum þrem­­­ur, telja að núver­andi útfærsla á kvóta­­­kerf­inu ógni lýð­ræð­inu.

Loks var birt nið­­­ur­­­staða könn­unar sem Gallup gerði fyrir þrýst­i­hóp­inn Þjóð­­­ar­­­eign. Í henni var fólk spurt hvort það styddi að mark­aðs­­­gjald væri greitt fyrir afnot af fiski­miðum þjóð­­­ar­inn­­­ar. Nið­­­ur­­­staðan var sú að 77 pró­­­sent aðspurðra var fylgj­andi því og ein­ungis 7,1 pró­­­sent var and­vígt slíkri kerf­is­breyt­ingu. Afger­andi meiri­hluti kjós­­­enda allra flokka var fylgj­andi breyt­ing­unni þótt stuðn­­­ing­­­ur­inn væri minni hjá kjós­­­endum Fram­­­sókn­­­ar­­­flokks, Sjálf­­­stæð­is­­­flokks og Mið­­­flokks en þeim sem ætla að kjósa aðra flokka.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar