Samsett mynd, úr skýringarmyndum í skýrslu Eflu fyrir Betri samgöngur ohf. greiningökutækis1231231.jpeg
Samsett mynd, úr skýringarmyndum í skýrslu Eflu fyrir Betri samgöngur ohf.

Veggjaldaáætlanir í vinnslu – horft til gjaldtöku í Fossvogsdal og Elliðaárvogi

Engar ákvarðanir hafa enn verið teknar um álagningu flýti- og umferðargjalda á höfuðborgarsvæðinu, en slík gjöld eiga þó að standa undir stórum hluta fjármögnunar Samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins næsta rúma áratuginn. Það er þó eitt og annað í pípunum, samkvæmt minnisblaði sem opinbera hlutafélagið Betri samgöngur sendi á fjármálaráðuneytið og sveitarfélög höfuðborgarsvæðisins í haust.

Hug­mynda­vinna vegna svo­kall­aðra flýti- og umferð­ar­gjalda á höf­uð­borg­ar­svæð­inu stendur nú yfir á vett­vangi opin­berra aðila, en engar ákvarð­anir í þeim efnum hafa þó verið tekn­ar. Betri sam­göngur ohf. hefur lagt fram þá til­lögu til hlut­hafa sinna, rík­is­ins og sveit­ar­fé­lag­anna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, að unnið verði að útfærsl­unni með það að mark­miði að inn­heimta gjald­anna geti haf­ist 1. jan­úar 2023.

Sú til­laga var reyndar sett fram í sept­em­ber síð­ast­liðn­um, en þá sendi stjórn Betri sam­gangna, sem leidd er af Árna M. Mathiesen fyrr­ver­andi ráð­herra, frá sér minn­is­blað með hug­myndum sínum um mögu­lega inn­heimtu flýti- og umferð­ar­gjalda. Opin­bera hluta­fé­lagið hafði þá þegar látið verk­fræði­stof­una Eflu vinna útfærslu á því hvernig fýsi­legt væri að rukka fyrir akstur með sjálf­virkum tolla­hliðum á ákveðnum svæðum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og áætla kostnað við upp­setn­ingu gjald­töku­lausna á þeim sömu svæð­um.

Fram­kvæmda­stjóri Betri sam­gangna, Davíð Þor­láks­son, sagði frá því á fundi Vega­gerð­ar­innar um sam­göngusátt­mál­ann fyrir rúmri viku að hann von­að­ist til þess að hægt yrði að kynna til­lögur að útfærslu umferð­ar­gjalda fljót­lega, en fyrir liggur að sam­kvæmt áætl­unum á að fjár­magna helm­ing­inn af þeim stór­tæku sam­göngu­fram­kvæmdum sem framundan eru á höf­uð­borg­ar­svæð­inu með svoköll­uðum flýti- og umferð­ar­gjöld­um, eða þá með öðrum fjár­mögn­un­ar­leiðum rík­is­ins, sem enn hafa ekki verið útfærð­ar.

Alls er um að ræða 60 millj­arða króna, sem fjár­magna skal með þessum hætti.

Lítið verið talað um útfærsl­una

Um útfærslu þess­ara hugs­an­legu gjalda hefur lítið verið talað opin­ber­lega frá því að sam­göngusátt­máli höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins var und­ir­rit­aður árið 2019. Kjarn­inn vildi kanna hvar þessi vinna væri stödd og óskaði eftir því við fjár­mála­ráðu­neytið að fá afhent öll fyr­ir­liggj­andi gögn sem væru í fórum þess og sneru að útfærslu flýti- og umferð­ar­gjalda. Tvö skjöl bár­ust blaða­manni í upp­hafi þess­arar viku.

Ann­ars vegar er um að ræða áður­nefnt minn­is­blað með til­lögum stjórnar Betri sam­gangna um gjald­tök­una, sem sent var til ráðu­neyt­is­ins og Sam­taka sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í lok sept­em­ber í fyrra og hins vegar skýrslu frá verk­fræði­stof­unni Eflu um mögu­lega útfærslu toll­hliða á því gjald­töku­svæði sem Betri sam­göngur sjá helst fyrir sér að taka til skoð­un­ar.

Sam­kvæmt minn­is­blað­inu er helsta til­lagan sem Betri sam­göngur horfa til sú að taka gjald af öku­mönnum sem aka inn á eða út af mið­svæði Reykja­vík­ur­borg­ar, sem afmarkast af Foss­vogs­dal og Elliða­ár­ósum – en sam­kvæmt því sem segir í minn­is­blaði Betri sam­gagna voru um 280.000 bíl­ferðir farnar í gegnum hið mögu­lega gjald­töku­svæði á hverjum degi árið 2018.

Áætl­aður kostn­aður við að setja upp sjálf­virkan gjald­töku­búnað á alls 22 akreinar á þessu svæði er í skýrsl­unni frá Eflu áætl­aður um 360 millj­ónir króna, en þá er miðað við reynslu­tölur frá Ósló í Nor­egi þar sem sam­bæri­legt fyr­ir­komu­lag gjald­töku er fyrir hendi. Kostn­aður við hug­búnað vegna bak­vinnslu og reikn­inga­gerð er svo sagður geta legið á milli 200 og 400 millj­óna króna, en tekið er fram að það væri kostn­aður sem óháður væri stærð og stað­setn­ingu kerfis og gæti þess vegna nýst fyrir bak­vinnslu og rukk­anir á fleiri stöðum á land­inu.

Það er svo tíundað að rekstr­ar­kostn­aður sjálfs gjald­töku­kerf­is­ins geti verið nokkur pró­sent af inn­heimtum tekj­um, jafn­vel upp í 8,5 pró­sent eins og það er í Ósló.

Und­ir­strikað að engar ákvarð­anir liggi fyrir

Fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið lagði áherslu á það í svari sínu við gagna­beiðni Kjarn­ans að í vinnu við heild­ar­end­ur­skoðun á tekju­stofnum rík­is­ins vegna öku­tækja og elds­neytis sem nú fer fram hjá ráðu­neyt­inu hafi verið horft til „ein­hvers konar gjald­töku af umferð,“ en að þeirri vinnu sé ekki lok­ið.

„Mun nið­ur­staða þeirrar vinnu verða höfð til hlið­sjónar við útfærslu á inn­heimtu flýti- og umferð­ar­gjalda vegna sam­göngusátt­mál­ans á höf­uð­borg­ar­svæð­in­u,“ ­segir í svari ráðu­neyt­is­ins, sem seg­ist enn fremur ekki hafa tekið afstöðu til þeirra hug­mynda um mögu­lega inn­heimtu gjalda af umferð á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem Betri sam­göngur hafa sett fram.

Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
Bára Huld Beck

Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra hefur tjáð sig nokkuð um þessa vinnu að und­an­förnu, meðal ann­ars í sam­tölum við Kjarn­ann síðla á síð­asta ári. Þar nefndi hann sjálf­virkni­lausnir og tolla­hlið á meðal val­kosta þegar kæmi að gjald­töku af umferð.

„Þar koma margir kostir til greina, eins og við sjáum bara í öðrum lönd­­um. Það er hægt að lesa af mæl­um, það er hægt að vera með toll­hlið, það er hægt að nota sjálf­­virkn­i­­lausnir og fleira. Þetta er eitt­hvað sem við ætlum að taka til skoð­unar og hrinda í fram­­kvæmd,“ sagði Bjarni við Kjarn­ann.

Grófir útreikn­ingar um mögu­leg gjöld

Í minn­is­blaði Betri sam­gangna, sem ber tit­il­inn „Flýti- og umferð­ar­gjöld – til­laga um næstu skref“ er rifjað upp að sam­kvæmt fram­kvæmda- og fjár­streym­is­á­ætlun sem fylgdi Sam­göngusátt­mála höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins, sem und­ir­rit­aður var í sept­em­ber 2019, skuli „flýti- og umferð­ar­gjöld eða önnur fjár­mögnun rík­is­ins“ skila 5 millj­arða króna tekjum á ári í tólf ár frá og með árinu 2022.

Mögulegar árstekjur af veggjöldum á höfuðborgarsvæðinu m.v. mismunandi há gjöld samkvæmt grófum útreikningum Betri samgangna.

Þar er dregin upp gróf mynd af því hversu há veggjöldin þyrftu að vera á anna­tímum og utan þeirra til þess að nægt fé myndi nást í kass­ann árlega. Ef allar ferðir myndu kosta 50 krónur og sama gjaldið rukkað allan sól­ar­hring­inn myndi það skila 5,1 millj­arði í árlegar tekj­ur, ef gengið væri út frá því að dag­legar ferðir um í gegnum tolla­hliðin væru 250 þús­und tals­ins.

Anna­tíma­gjöld morgna og kvölds

Í minn­is­blaði Betri sam­gangna er dregið fram að hægt sé að setja að minnsta kosti þrenns konar hvata inn í gjald­skrána, til þess að ná fram jákvæðum áhrifum á umferð­ar­málin á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Í fyrsta lagi væri um að ræða hvata til að nýta aðra ferða­máta en einka­bíl­inn „og draga þannig úr umferð­artöfum og umhverf­is­á­hrifum sam­gangna í heild“, í öðru lagi hvata fyrir fólk til þess að aka utan anna­tíma virka daga og draga þannig úr umferð­artöfum og umhverf­is­á­hrifum bíla­um­ferðar og í þriðja lagi hvata til „vist­vænnar end­ur­nýj­unar bíla­flot­ans“ og umhverf­is­á­hrifum bíla­um­ferð­ar.

Betri sam­göngur nefna til sög­unnar í minn­is­blaði sínu dæmi um veggjalda­kerfi í fjórum borgum á Norð­ur­lönd­um, Ósló og Bergen í Nor­egi og Stokk­hólmi og Gauta­borg í Sví­þjóð, en þar eru veggjöld hærri á anna­tímum en utan þeirra til þess að draga úr umferð­ar­þyngsl­um.

Sam­kvæmt sam­an­tekt Betri sam­gangna fer þetta gjald hæst upp í 675 íslenskar krónur í Stokk­hólmi, fyrir hverja ferð inn í mið­borg­ina á anna­tímum yfir umferð­ar­þyngstu mán­uði árs­ins. Í Gauta­borg er gjaldið að hámarki 330 íslenskar krónur á hverja ferð á anna­tím­um, en þar er akstur gjald­frjáls eftir 18:30 á kvöldin til 6 á morgn­ana og sömu­leiðis um helg­ar.

Gjald fyrir bens­ínknú­inn fólks­bíl í Ósló er svo almennt um 330 krónur á hverja ferð, en um 420 krónur á anna­tím­um. Þeir sem fara um á raf­magns- og vetn­is­bílum eru rukk­aðir um lægri gjöld.

Í til­lögum Betri sam­gangna frá því í haust er hvergi talað um að anna­tíma­verðið verði hærra en 200 krónur á ferð á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, en það er hæsta upp­hæðin sem sett er fram í töfl­unni sem sjá má hér að ofan.

Nánar á að vinna með sviðs­myndir um anna­tíma­gjöldin og með­al­gjald á öku­tæki, en þó segir í minn­is­blað­inu að á þessu stigi sé miðað við að „anna­tíma­gjald­skrá verði í gildi kl. 7-9 og aftur kl. 16-18 virka daga“.

Svara þurfi fleiri spurn­ingum til að ná sátt um gjald­tök­una

Í minn­is­blaði Betri sam­gangna segir að af fyr­ir­liggj­andi gögnum megi ráð að flýti- og umferð­ar­gjöld geti verið „góður kostur til að ná settum mark­miðum Sam­göngusátt­mál­ans“ og að það ættu ekki að vera tækni­legar hindr­anir við inn­leið­ingu þeirra á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Betri sam­göngur vísa til skýrslu frá OECD um sam­fé­lags­leg áhrif veggjalda sem séu breyti­leg eftir tíma dags og stað­setn­ingu og þess að slík gjöld séu umdeild, þar sem ein­hverjir not­endur gatna­kerf­is­ins tapi á þeim á meðan aðrir njóti af þeim góðs. Reynslan sýni hins vegar að þar sem flýti- og umferð­ar­gjöld hafi verið inn­leidd sé „sam­fé­lagið fljótt að sam­þykkja hinn nýja veru­leika“ og að gjöldin njóti stuðn­ings á áhrifa­svæði sínu. Flestir nái að aðlaga ferða­venjur sínar eða ferða­tíma­gjöld­unum en séu ekki „verð­lagðir út af göt­unn­i“ eins og það er orðað í minn­is­blað­inu.

Í nið­ur­lagi minn­is­blaðs­ins segir hins vegar að svara þurfi fjöl­mörgum fleiri spurn­ingum um gjald­tök­una til að sátt verði um hana. Til dæmis hvort það væri æski­legt og sann­gjarnt að taka gjald af umferð víðar en ein­ungis við akstur inn og út af mið­svæði Reykja­vík­ur­borg­ar, þar sem sú gjald­taka hefði ein­ungis „bein áhrif á um fjórð­ung bíl­ferða á höf­uð­borg­ar­svæð­in­u“.

Þrátt fyrir að í minnisblaði Betri samgangna sé helst horft til þess að skoða gjaldtöku á þeim ás sem þverar Fossvogsdalinn og Elliðaár, eru einnig teiknaðir upp fleiri umferðarásar þar sem gjaldtaka gæti verið möguleg. Tollahlið á Seltjarnarnes virðist ekki óhugsandi framtíðarmúsík, samkvæmt þessu.
Úr minnisblaði Betri samgangna

Svo þurfi einnig að greina greiðslu­vilja veg­far­enda og meta hver upp­hæð gjalda á anna­tímum og utan þeirra þurfi að vera til að bæta umferð­ar­flæði, minnka tafir og meng­un.

„Þá er mik­il­vægt að ræða hvort inn­heimta eigi hærri gjöld og nýta hluta þeirra í rekstur almenn­ings­sam­gangna til að auka tíðni og þjón­ustu þeirra og bæta val­kosti veg­far­enda um leið og gjöldin verða inn­leidd,“ segir í minn­is­blað­inu.

Sem áður segir er ekki búið að taka neinar ákvarð­anir um inn­leið­ingu þess­ara gjalda, en til þess að þau geti orðið að veru­leika þarf að leggja fram og sam­þykkja þing­mál sem heim­ilar gjald­töku sem þessa á Alþingi. Slíkt mál er ekki á þing­mála­lista rík­is­stjórn­ar­innar á yfir­stand­andi þingi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnArnar Þór Ingólfsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar