Ólafur Ólafsson vildi fá á fjórða tug milljóna vegna lögmannskostnaðar og miska

Ólafur Ólafsson taldi sig hafa orðið fyrir orðsporsmissi og tilfinningalegu tjóni vegna vinnu rannsóknarnefndar um einkavæðingu Búnaðarbankans og vildi bætur fyrir. Hann fór einnig fram á að íslenska ríkið greiddi umtalsverðan lögmannskostnað hans.

Ólafur Ólafsson þegar hann kom fyrir stjórnsýslu- og eftirlitsnefnd vegna málsins.
Ólafur Ólafsson þegar hann kom fyrir stjórnsýslu- og eftirlitsnefnd vegna málsins.
Auglýsing

Í júní síð­ast­liðnum vís­aði Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu kæru Ólafs Ólafs­sonar gegn íslenska rík­inu frá. Dóm­ur­inn hafn­aði með afger­andi hætti að Rann­sókn­ar­nefnd Alþingis um þátt­töku þýska einka­bank­ans Hauck & Auf­häuser í einka­væð­ingu Bún­að­ar­bank­ans 2003 hefði brotið gegn rétti Ólafs til rétt­látar máls­með­ferð­ar. 

Ólafur sendi kæru til Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu nokkrum mán­uðum eftir að nið­ur­staðan var birt í skýrslu, eða í júlí 2017. Ólafur vildi meina að hann hefði ekki notið rétt­inda sem honum væru tryggð í Mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu þar sem „um­gjörð og máls­með­ferð RNA hafi í raun falið í sér saka­mál á hendur honum og jafn­gilt refs­ingu án þess að hann hafi notið nokk­urra þeirra rétt­inda sem fólk sem borið er sökum á að njóta og er grund­völlur rétt­ar­rík­is­ins“.

Í mál­inu fór Ólaf­ur, sem hlaut fjög­urra og hálfs árs fang­els­is­dóm í Al Than­i-­mál­inu svo­kall­aða snemma árs 2015, fram á að íslenska ríkið myndi greiða honum bætur vegna miska og greiðslu máls­kostn­aðar sem hann hafði lagt í vegna þess. Kjarn­inn óskaði eftir því við rík­is­lög­mann að fá sund­ur­liðun á fjár­kröfum Ólafs. Í kjöl­farið sendi lög­maður Ólafs Kjarn­anum gögn­in. 

Þau sýna að heild­ar­upp­hæðin sem Ólafur fór fram á að íslenska ríkið myndi greiða er um 32 millj­ónir króna án virð­is­auka­skatts. Að honum með­töldum fer upp­hæðin upp í um 40 millj­ónir króna.

Vildi bætur fyrir mikla nei­kvæða fjöl­miðla­at­hygli

Í kröfu­gerð sem danskur lög­maður Ólafs, Tyge Tri­er, sendi inn til Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins 12. októ­ber í fyrra kemur fram að skjól­stæð­ingur hans hafi kraf­ist 20 þús­und evra vegna ófjár­hags­legs tjóns. Þar var um að ræða kröfu um miska­bætur vegna álags og gremju sem rann­sókn rann­sókn­ar­nefnd­ar­innar og mikil nei­kvæð fjöl­miðla­at­hygli hefði skapað Ólafi. 

Auglýsing
Í skjal­inu segir að Ólafur hafi verið jað­ar­settur vegna máls­ins og að hann hafi misst alla trú á íslenskt rétt­ar­kerfi. „Birt­ing á skýrslu rann­sókn­ar­nefnd­ar­innar hafði mikil áhrif á heiður og orð­spor Hr. Ólafs­sonar og braut með grófum hætti gegn rétti Hr. Ólafs­sonar til einka­lífs.“ Þá er því haldið fram að málið hafi valdið Ólafi og fjöl­skyldu hans til­finn­inga­legum og sál­fræði­legum sárs­auka og þján­ingu. Miðað við gengi evru gagn­vart íslenskri krónu í októ­ber 2020 þá er upp­hæðin sem Ólafur fór fram á rúm­lega 3,2 millj­ónir króna. 

Vildi ekki gefa skýrslu

Þá fór Ólafur fram á að ríkið myndi greiða sér 45.460 evrur vegna máls­kostn­aðar sem féll til vegna ýmissa þátta sem snéru að vinnu rann­sókn­ar­nefnd­ar­inn­ar. Þar er meðal ann­ars til­tal­inn kostn­aður vegna vitn­is­burðar Ólafs í hér­aðs­dómi þegar vinna rann­sókn­ar­nefnd­ar­innar stóð yfir, áfrýj­un­ar­ferlis fyrir Hæsta­rétti og vegna komu hans fyrir stjórn­sýslu- og eft­ir­lits­nefnd­ar. Þessi upp­hæð er án virð­is­auka­skatts, en ofan á lög­manns­þjón­ustu leggst 24 pró­sent virð­is­auka­skatt­ur. Sam­kvæmt reikn­ingum sem fylgdu með þeim gögnum sem Kjarn­inn fékk send þá er heild­ar­kostn­aður vegna lög­manns Ólafs í þessum hluta máls­ins um 7,4 millj­ónir króna auk virð­is­auka­skatts, en tíma­kaup lög­manns­ins var 26 til 27 þús­und krónur auk virð­is­auka­skatts á þessum tíma. 

Til að útskýra þennan hluta máls­ins betur þá neit­aði Ólaf­ur, og þrír aðrir lyk­il­menn í kaupum S-hóps­ins á Bún­að­ar­bank­an­um, að mæta í boð­aða skýrslu­töku á vegum rann­sókn­ar­nefnd­ar­inn­ar. Rann­sókn­ar­nefndin krafð­ist þess í kjöl­farið fyrir dóm­stólum að þeim yrði gert skylt að mæta og þá báru Ólafur og einn annar mann­anna brigður á að þeim væri skylt að svara spurn­ingum nefnd­ar­inn­ar. Mála­til­bún­aði þeirra var end­an­lega hafnað í jan­úar 2017 í Hæsta­rétti og skýrslur voru teknar af mönn­unum fjórum í lok jan­úar og byrjun febr­úar það ár. 

Dýr rekstur fyrir Mann­rétt­inda­dóm­stólnum

Í máli sínu fyrir Mann­rétt­inda­dóm­stólnum fór Ólafur fram á að fá 130.992 evrur vegna kostn­að­ar, lög­manns­kostn­aðar og ann­ars sem féll til, vegna máls­ins sem þar var rek­ið. Þar af vildi hann að íslenska ríkið greiddi 68.267 evrur auk virð­is­auka­skatts vegna íslenska lög­mannateymis hans og 62.725 evrur auk virð­is­auka­skatts vegna erlendra lög­manna, meðal ann­ars Dan­ans Tyge Tri­er, en hann gerði fjár­kröf­urnar fyrir hönd Ólafs í októ­ber í fyrra sam­kvæmt skjölum sem Kjarn­inn fékk afhent hjá íslenskum lög­manni Ólafs, Gísla Guðna Hall hjá Mörk­inni lög­manns­stofu. Virð­is­auka­skattur í Dan­mörku er 25 pró­sent. 

Hauck & Aufhäuser bankinn í Þýskalandi.

Lög­manns­stofan Logos vann í mál­inu fyrir Ólaf hér­lendis og sam­kvæmt vinnu­skýrslu sem Kjarn­inn fékk afhenta kost­aði hver evra 161,72 íslenskar krónur þegar skýrslan var gerð í októ­ber í fyrra. Ólafur gerði kröfu um að íslenska ríkið greiddi um 21,2 millj­ónir króna auk um 5,2 millj­óna króna í virð­is­auka­skatt vegna þessa lög­manns­kostn­að­ar. 

Sam­tals gerði Ólafur því kröfu um að íslenska ríkið greiddi sér 31,8 millj­ónir króna í bætur og máls­kostnað fyrir utan virð­is­auka­skatt af vinnu lög­manna hans. Að honum með­töldum fór upp­hæðin í um 40 millj­ónir króna.

Þar sem mál­inu var vísað frá situr Ólafur uppi með lög­manns­kostnað sinn sjálfur og fær engar bæt­ur. Þegar nið­ur­staða Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins lá fyrir sendi Ólafur frá sér yfir­lýs­ingu þar sem hann sagð­ist meta það hvort hann myndi kjósa að höfða mál á hendur rík­inu fyrir íslenskum dóm­stólum vegna fram­göngu Rann­sókn­ar­nefndar Alþing­is.

Salan tor­tryggð frá byrjun

Málið á rætur sínar að rekja til áranna 2002 og 2003, þegar einka­væð­ing Bún­að­ar­bank­ans stóð yfir. Ólafur var á meðal þeirra sem leiddu hinn svo­kall­aða S-hóp sem keypti kjöl­festu­hlut íslenska rík­is­ins í Bún­að­ar­bank­anum árið 2003. Á meðal ann­arra sem áttu að hafa myndað þann hóp var þýskur banki, Hauck & Auf­häuser, en aðkoma hans gerði það að verkum að mark­miði íslenskra stjórn­valda um að erlend fjár­mála­stofnun kæmi að kaup­unum var opin­ber­lega mætt. Aðkoma þýska bank­ans var alla tíð tor­tryggð víða og talið að hún hefði verið til mála­mynda. Til að slá á þær gagn­rýn­is­raddir var Rík­is­end­ur­skoðun fengin til að vinna tvær skýrsl­ur. 

Auglýsing
Sú fyrri var birt árið 2003 og fjall­aði um einka­væð­ingu rík­is­eigna.  Þar komst stofn­unin að þeirri nið­ur­stöðu að „ís­lensk stjórn­völd hafi í meg­in­at­riðum náð helstu mark­miðum sínum með einka­væð­ingu rík­is­fyr­ir­tækja á árunum 1998-2003.“ Engar athuga­semdir voru gerðar við það hvernig staðið var að sölu á hlut rík­is­ins í Bún­að­ar­bank­anum til S-hóps­ins í skýrsl­unni.

Í mars 2006 vann Rík­is­end­ur­skoðun síðan átta blað­síðna sam­an­tekt í kjöl­far fundar Vil­hjálms Bjarna­son­ar, síðar þing­manns Sjálf­stæð­is­flokks­ins, þar sem hann lagði fram nýjar upp­lýs­ingar um söl­una á Bún­að­ar­bank­anum til S-hóps­ins. 

Nið­ur­staða Rík­is­end­ur­skoð­unar var sú að ekk­ert sem lagt hafi verið fram í mál­inu hafi stutt víð­tækar álykt­anir Vil­hjálms um að þýski bank­inn hefði ekki verið raun­veru­legur eig­andi í Bún­að­ar­bank­an­um. „Þvert á móti þykja liggja óyggj­andi upp­lýs­ingar og gögn um hið gagn­stæða,“ segir í skýrslu henn­ar.

Rann­sókn­ar­nefnd skipuð mörgum árum síðar

Síðan leið og beið og í maí 2016 greindi þáver­andi umboðs­maður Alþing­is, Tryggvi Gunn­ars­son, frá þeirri skoðun sinni að Alþingi ætti að skipa rann­sókn­ar­nefnd til að kalla fram nýjar upp­lýs­ingar um aðkomu Hauck & Auf­häuser að kaupum S-hóps­ins á Bún­að­ar­bank­an­um, ef áhugi væri fyrir því að kom­ast til botns í mál­inu. Hann sagð­ist þá hafa undir höndum nýjar upp­lýs­ingar og ábend­ingar um raun­veru­lega þátt­töku Hauck & Auf­häuser, þýsks einka­banka, í kaup­unum á Bún­að­ar­bank­an­um. Tryggvi var einn þeirra þriggja sem mynd­aði rann­sókn­ar­nefnd Alþingis um orsök og afleið­ingar banka­hruns­ins sem skil­aði af sér viða­mik­illi skýrslu í apríl 2010. 

Alþingi ákvað að skipa nefnd og í lok mars 2017, rúmum fjórtán árum eftir að hlut­ur­inn í Bún­að­ar­bank­anum var seld­ur, kynntu þeir Kjartan Bjarni Björg­vins­son, sem sat í nefnd­inni, og Finnur Þór Vil­hjálms­son, starfs­maður henn­ar, nið­ur­stöður sín­ar.

Þær voru afdrátt­ar­laus­ar. 

Stjórn­völd, fjöl­miðlar og almenn­ingur blekkt

Ítar­leg gögn sýndu með óyggj­andi hætti að Hauck & Auf­häuser, Kaup­­þing hf. á Íslandi, Kaupt­hing Bank Lux­em­bo­urg og hópur manna sem vann fyrir og í þágu Ólafs Ólafs­­sonar not­uðu leyn­i­­lega samn­inga til að fela raun­veru­­legt eign­­ar­hald þess hlutar sem Hauck & Auf­häuser átti í Bún­­að­­ar­­bank­­anum í orði kveðnu. „Í raun var eig­andi hlut­­ar­ins aflands­­fé­lagið Well­ing & Partners, skráð á Tortóla á Bresku Jóm­frú­a­eyj­­um. Með fjölda leyn­i­­legra samn­inga og milli­­­færslum á fjár­­mun­um, m.a. frá Kaup­­þingi hf. inn á banka­­reikn­ing Well­ing & Partners hjá Hauck & Auf­häuser var þýska bank­­anum tryggt skað­­leysi af við­­skipt­unum með hluti í Bún­­að­­ar­­bank­an­­um.“

Kjartan Bjarni Björgvinsson og Finnur Þór Vilhjálmsson kynna skýrslu sína í mars 2017. Mynd: Birgir Þór Harðarson

Auk þess sýndi skýrslan að síð­­­ari við­­skipti á grund­velli ofan­­greindra leyn­i­­samn­inga hefði gert það að verk­um, að Well­ing & Partners fékk í sinn hlut rúm­­lega 100 millj­­ónir Banda­­ríkja­dala sem voru lagðar inn á reikn­ing félags­­ins hjá Hauck & Auf­häuser. Snemma árs 2006, eða um þremur árum eftir við­­skiptin með eign­­ar­hlut rík­­is­ins í Bún­­að­­ar­­bank­an­um, voru 57,5 millj­­ónir Banda­­ríkja­dala greiddar af banka­­reikn­ingi Well­ing & Partners til aflands­­fé­lags­ins Mar­ine Choice Limited sem stofnað var af lög­­fræð­i­­stof­unni Mossack Fon­seca í Panama en skráð á Tortóla. Raun­veru­­legur eig­andi Mar­ine Choice Limited var Ólafur Ólafs­­son.

Um svipað leyti voru 46,5 millj­­ónir Banda­­ríkja­dala greiddar af banka­­reikn­ingi Well­ing & Partners til aflands­­fé­lags­ins Dek­hill Advis­ors Limited sem einnig var skráð á Tortóla. Íslensk skatta­yf­ir­völd telja að eig­endur þess félags hafi verið bræð­urnir Ágúst og Lýður Guð­munds­syn­ir, aðal­eig­endur Bakka­varar og stærstu eig­endur Kaup­þings fyrir hrun.

Sam­kvæmt til­kynn­ingu sem nefndin sendi frá sér í aðdrag­anda þess að skýrslan var birt árið 2017 sýndu gögn máls­ins „hvernig íslensk stjórn­­völd voru blekkt og hvernig rangri mynd af við­­skipt­unum var haldið að fjöl­miðlum og almenn­ingi. Á hinn bóg­inn bendir ekk­ert til ann­­ars en að öðrum aðilum innan fjár­­­festa­hóps­ins sem keypti hlut rík­­is­ins í Bún­­að­­ar­­bank­an­um, S-hóps­ins svo­­kall­aða, hafi verið ókunn­ugt um leyn­i­­samn­ing­ana og að þeir hafi staðið í þeirri trú að Hauck & Auf­häuser væri raun­veru­­legur eig­andi þess hlutar sem hann var skráður fyr­­ir.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar