Mynd: Bára Huld Beck

Rannsókn á Skeljungsmálinu og Procar-málinu lokið og þau komin til saksóknara

Umfangsmikil rannsókn á meintum stórfelldum efnahagsbrotum sem talið er að hafi verið framin þegar olíu­fé­lagið Skelj­ungur og tengd félög voru keypt og seld á árunum 2008 til 2013, er lokið. Sömu sögu er að segja af máli bílaleigu sem skrúfaði niður í kílómetramælum bíla og seldi þá síðan. Saksóknari fer nú yfir málsgögn og tekur ákvörðun um hvort ákært verði.

Rann­sókn á tveimur efna­hags­brota­málum sem hafa verið í rann­sókn hjá emb­ætti hér­aðs­sak­sókn­ara í lengri tíma er lok­ið, sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans. Annað málið er kennt við Skelj­ung og hitt við bíla­leig­una Proc­ar. 

Öllum rann­sókn­ar­gögnum hefur nú verið skilað inn til sak­sókn­ara sem mun fara yfir þau og taka ákvörðun um hvort gefin verði út ákæra í mál­unum eða þau felld nið­ur. Ekki er búist við að nið­ur­staða liggi fyrir um hvor leiðin verði far­inn fyrr en snemma á næsta ári. 

Fimm fengu rétt­ar­stöðu sak­born­ings

Fimmt­u­dag­inn 31. maí 2018 réðst emb­ætti hér­­aðs­sak­­sókn­­ara í umfangs­­miklar aðgerðir vegna máls sem hafði verið til skoð­unar þar frá miðju árið 2016. Málið sner­ist um meint umboðs­svik, meint skila­svik, mög­u­­leg mút­u­brot og mög­u­­legt brot á lögum um pen­inga­þvætti þegar olíu­­­fé­lagið Skelj­ungur og tengd félög voru keypt og seld á árunum 2008 til 2013. Við brot­unum getur legið allt að sex ára fang­els­is­vist. 

Fimm ein­stak­l­ingar fengu stöðu sak­­born­ings við rann­­sókn máls­ins. Tvö þeirra, Svan­hildur Nanna Vig­­fús­dóttir og Guð­­mundur Þórð­­ar­­son, voru hand­­tek­in í kringum aðgerð­irn­­ar. 

Hin þrjú; Einar Örn Ólafs­­son, Halla Sig­rún Hjart­­ar­dóttir og Kári Guð­jóns­­son, sem unnu saman í fyr­ir­tækja­ráð­­gjöf Glitnis fyrir um ára­tug, voru boðuð til skýrslu­­töku á sama tíma. Fólkið er grunað um að hafa mis­­notað aðstöðu sína til að koma eignum út úr banka á und­ir­verði, að hafa nýtt sam­eig­in­­legar eignir Skelj­ungs og bank­ans til að greiða fyrir kaup í félag­inu, að hafa vilj­andi rýrt eignir Íslands­­­banka og að hafa gert með sér sam­komu­lag þar sem Svan­hildur Nanna og Guð­­mundur afhentu hinum þremur sem seldu þeim Skelj­ung yfir 800 millj­­ónir króna hverju fyrir sig fyrir þeirra aðkomu að mál­inu.

Á sama tíma og hand­tök­­urnar áttu sér stað fóru fram hús­­leitir víða um höf­uð­­borg­­ar­­svæðið í tengslum við rann­­sókn máls­ins. Engar eignir voru þó kyrr­­settar á því  stigi máls­ins, en fólkið hefur allt efn­­ast mjög hratt á síð­­­ustu árum og eru flest afar fyr­ir­ferða­mikil í íslensku við­skipta­lífi í dag. Einar Örn er til að mynda stjórn­ar­for­maður og einn stærsti hlut­hafi flug­fé­lags­ins Play og stór hlut­hafi í fjár­fest­inga­fé­lag­inu Stoð­um, sem á meðal ann­ars stóra hluti í Sím­an­um, Play, Arion banka og Kviku banka. Svan­hildur Nanna er meðal ann­ars stór hlut­hafi í Kviku banka og situr í stjórn vel­gjörð­ar­fé­lags­ins 1881, bak­hjarli nýrra við­skipta­verð­launa Inn­herja á Vísi sem veitt voru í gær.  Guð­mundur Örn, sem er fyrr­ver­andi eig­in­maður Svan­hildar Nönnu, situr í stjórn Kviku banka.

Hægt er að lesa allt um Skelj­ungs­málið hér að neð­an:

Skrúf­uðu til baka kíló­metra­mæla í bílum

Frétta­skýr­inga­þátt­ur­inn Kveikur opin­ber­aði Procar-­málið í febr­úar 2019. Í þætt­inum var sagt frá því að starfs­­menn Procar hefðu tekið sig til og skrúfað til baka kíló­­metra­­mæla í bílum og selt þá svo almenn­ingi á bíla­­sölum lands­ins. Þetta hafði átt sér stað um ára­langt skeið og fórn­ar­lömbin voru fjöl­mörg.

Í yfir­lýs­ingu sem send var út fyrir hönd stjórnar Procar eftir þátt­inn kom fram að fyr­ir­tækið hefði á árunum 2013 til 2015 selt um 650 not­aðar bif­reið­ar. „Fram hefur komið að átt hafði verið við kíló­metra­mæla í hluta þess­ara bíla, eða í um 100-120 af þeim bílum sem fyr­ir­tækið seldi á tíma­bil­inu, en end­an­legur listi um fjöld­ann liggur ekki enn fyr­ir. Þetta var gert með því að akst­urs­mælar bíl­anna voru „færðir nið­ur“ og þannig gefið til kynna að þeir væru minna eknir en raun var á. Í flestum til­fellum nam nið­ur­færslan 15-30 þús­und kíló­metr­um. Til­gang­ur­inn var að gera bíla fyr­ir­tæk­is­ins auð­selj­an­legri en á þessum árum kom mik­ill fjöldi bíla á mark­að­inn frá bíla­leigum og hörð sam­keppni var um sölu á not­uðum bílum til almenn­ings. Þessum inn­gripum í akst­urs­skrán­ingu bíl­anna var hætt árið 2015. Sá sem bar ábyrgð á þess­ari fram­kvæmd hefur hætt störfum og kemur ekki lengur nálægt rekstri fyr­irtækis­ins.“

Málið hefur verið í rann­sókn frá þeim tíma og sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans er henni nú lok­ið. Gögn máls­ins eru nú til yfir­ferðar hjá sak­sókn­ara hjá emb­ætti hér­aðs­sak­sókn­ara sem tekur ákvörðun um hvort ákæra verður gefin á hendur fyr­ir­svars­mönnum fyr­ir­tæk­is­ins eða málið fellt nið­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar