Mynd: Miðflokkurinn Birgir Þórarinsson
Mynd: Miðflokkurinn

Sannkristinn ræðukóngur sem beitti sér gegn þungunarrofi, afglæpavæðingu og orkupakkanum

Birgir Þórarinsson hefur sagt skilið við Miðflokkinn og gengið til liðs við Sjálfstæðisflokkinn, flokk sem sem hann sagði síðast í vor að hefði brugðist í mörgum málum. Á þingmannsferli sínum hefur Birgir vakið athygli fyrir íhaldsmennsku og kristileg gildi ásamt því að vera allra þingmanna duglegastur við að halda ræður, sérstaklega þegar málþóf hefur staðið yfir.

Þann 9. októ­ber 2017 var send út frétta­til­kynn­ing þess efnis að hinn nýstofn­aði Mið­flokk­ur, sem tók í fyrsta sinn þátt í alþing­is­kosn­ingum 19 dögum síð­ar, hefði fundið odd­vita til að leiða flokk­inn í Suð­ur­kjör­dæmi. 

Odd­vit­inn, Birgir Þór­ar­ins­son, var sér­fræð­ingur í alþjóða­sam­skiptum og guð­fræð­ing­ur. 

Birgir var, líkt og flestir sem fylgdu Sig­mundi Davíð Gunn­laugs­syni yfir í Mið­flokk­inn í aðdrag­anda hinna skyndi­legu kosn­inga árið 2017, fyrr­ver­andi liðs­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins. Og hann var einn þeirra sem náði kjöri í miklum kosn­inga­sigri Mið­flokks­ins fyrir fjórum árum síð­an, þegar flokk­ur­inn fékk bestu hlut­falls­legu nið­ur­stöðu sem nýr flokkur hefur fengið í sínum fyrstu kosn­ingum hér­lend­is. 

Birgir var aftur í fram­boði fyrir Mið­flokk­inn í kosn­ing­unum í síð­asta mán­uði, og var einn tveggja fram­bjóð­enda flokks­ins sem voru kjör­dæma­kjörnir á þing, ásamt for­mann­inum Sig­mundi Dav­íð. Sá árangur leiddi til þess að Mið­flokk­ur­inn fékk einnig einn jöfn­un­ar­þing­mann sem nú er Berg­þór Óla­son en var fyrst Karl Gauti Hjalta­son. 

Innan við tveimur vikum eftir að kosn­ing­arnar voru afstaðn­ar, áður en þing­menn höfðu fengið kjör­bréf sín afhent og áður en stjórn­ar­sátt­máli nýrrar rík­is­stjórnar hefur verið rit­að­ur, ákvað Birgir að hætta í Mið­flokknum og færa sig yfir til Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sem tók honum opnum örm­um. Sú ákvörðun hefur verið afar umdeild og Birgir legið undir ámæli fyrir að hafa blekkt kjós­end­ur, sér­stak­lega þar sem hann vís­aði í næstum þriggja ára gam­alt mál, Klaust­ur­málið svo­kall­aða, sem rök­stuðn­ing fyrir ákvörðun sinn­i. 

Áhuga­maður um aukna notkun þjóð­fán­ans

En hver er Birgir og hvað stendur hann fyr­ir? Hann er með meist­­ara­­próf í alþjóða­­sam­­skiptum og utan­­­rík­­is­­þjón­­ustu (MIS) frá Amer­ican Uni­versity, Was­hington D.C. í Banda­­ríkj­un­um, með áherslu á hags­muna­­gæslu ríkja á alþjóða­vett­vangi. Einnig hefur hann BA próf í guð­fræði frá Háskóla Íslands og próf í Opin­berri stjórn­­­sýslu og stjórnun frá EHÍ.

Áður en Birgir fór í fram­boð fyrir Mið­flokk­inn hafði hann starfað við yfir­­­stjórn UNRWA, flótta­­manna­hjálp Sam­ein­uðu þjóð­anna fyrir Palest­ín­u­­menn, í Mið-Aust­­ur­lönd­um, sinnt verk­efnum á vegum utan­­­rík­­is­ráðu­­neyt­is­ins, verið vara­­þing­­maður fyrir Fram­­sókn­­ar­­flokk­inn í Suð­­ur­­kjör­­dæmi 2009-2013 og setið í sveit­­ar­­stjórn sveit­­ar­­fé­lags­ins Voga. Auk þess hafði Birgir rekið ferða­­þjón­­ustu um ára­bil.  

Þingflokkur Miðflokksins á síðasta kjörtímabili, þegar allt virtist leika í lyndi á yfirborðinu. Samkvæmt Birgi kraumaði þó óánægja í hans garð vegna ummæla tengdum Klausturmálinu undir sléttu yfirborðinu.
Mynd: Miðflokkurinn

Á síð­asta kjör­tíma­bili var hann fyrsti flutn­ings­maður nokk­urra frum­varpa sem urðu ekki að lög­um. Það fyrsta, sem síðar var lagt fram tví­vegis til við­bót­ar, fjall­aði um notkun íslenska þjóð­fán­ans á bygg­ingum og var stutt af öllum þing­flokki Mið­flokks­ins. Í frum­varp­inu var lagt til að flaggað yrði alla daga árs­ins frá klukkan átta að morgni til klukkan 21 að kvöldi á bygg­ingum hinna þriggja arma rík­is­valds­ins auk bygg­inga emb­ættis for­seta Íslands, það er við for­seta­setrið á Bessa­stöðum og skrif­stofu for­seta á Sól­eyj­ar­götu. Auk þess var lagt til að fán­inn yrði lýstur upp í skamm­deg­inu.

Málið náði aldrei í gegnum þing­ið.

Klaust­ur­málið and­stætt kristi­legum gildum

Rúmu ári eftir að Birgir var kjör­inn á þing kom hið svo­kall­aða Klaust­ur­mál upp. Það sner­ist um fram­ferði sex þing­manna, fjög­urra úr Mið­flokki og tveggja úr Flokki fólks­ins, á barnum Klaustri þann 20. nóv­em­ber 2018. Þar ræddi hluti hóps­ins, þeir Gunnar Bragi Sveins­son og Berg­þór Óla­son, meðal ann­ars með kyn­ferð­is­legum og niðr­andi hætti um þing­konur og einn ráð­herra. Tal fólks­ins var tekið upp af öðrum gesti á staðnum og komið til fjöl­miðla. 

Birgir ræddi málið í Silfr­inu sunnu­dag­inn 9. des­em­ber, nokkrum dögum eftir að fyrstu fréttir um málið birt­ust. Þar sagði hann meðal ann­ars að fram­ferði sex­menn­ing­anna væri and­stætt kristi­legum gild­um. Þeir þing­­menn hans sem tóku þátt í sam­­sæt­inu á Klaustri þyrftu að gera það upp við sig hvort þeir segi af sér eða ekki eftir sam­­tal við sína nán­­ustu og gras­­rót flokks­ins. 

Birgir gerði þó grein­­ar­mun á þeim sem sögðu þá hluti sem fjöl­miðlar höfðu greint ítar­­lega frá og þeim sem þögðu, og gripu ekki inn í. Í síð­ar­nefnda hóp­inn féll meðal ann­ars for­mað­ur­inn Sig­mundur Dav­íð. 

Með hnút í mag­anum fyrir þing­flokks­fundi

Þegar Birgir rök­studdi vista­skipti sín úr Mið­flokknum yfir í Sjálf­stæð­is­flokk­inn í grein sem birt­ist í Morg­un­blað­inu á laug­ar­dag sagði hann að traust milli hans og for­ystu flokks­ins væri brostið og að sú staða ætti rætur að rekja allt aftur til Klaust­ur­máls­ins. „Eins og kunn­ugt er gagn­rýndi ég málið opin­ber­­lega og við­brögð þeirra sem í hlut áttu. Ég gat þess jafn­­framt að ég óskaði engum þess að vera þol­andi eða ger­andi í máli sem skók þjóð­ina dögum saman og enn er minnst á í fjöl­mið­l­­um. Að baki standa fjöl­­skyldur sem hafa átt erfitt vegna máls­ins. Ég gagn­rýndi sam­­flokks­­menn mína sem í hlut áttu vegna þess að heil­indi við eigin sam­visku og sú ábyrgð að breyta rétt í þjón­­ustu við kjós­­endur er fyrsta skylda þing­­manna. Eftir gagn­rýni mína á Klaust­­ur­­málið naut ég aldrei fulls trausts innan hóps­ins og um tíma var bein­línis litið svo á að ég væri vanda­­mál­ið.“

Lýs­ingar Birgis á afleið­ingum þess, sem hann opin­ber­aði í við­tali á Rás 2 í morg­un, bera með sér að hann hafi upp­lifað ein­elti úr höndum ann­arra þing­manna Mið­flokks­ins eftir að hafa gagn­rýnt þá fyrir klám­fengið og niðr­andi tal um aðra þing­menn í því máli, að hann hafi verið sér­stak­lega verið tek­inn fyrir á þing­flokks­fundum og fyrir vikið hafi hann verið með hnút í mag­anum fyrir þá. „Ég var vanda­mál­ið, ekki þeir.“

Ræðu­kóngur þrjú ár í röð

Það var þó ekki sýni­legt að Birgir væri utan­gátta í Mið­flokknum þrátt fyrir gagn­rýni hans á sam­flokks­menn sína. Eftir skamm­vinna dýfu í skoð­ana­könn­unum framan af árinu 2019 náði flokk­ur­inn um tíma vopnum sínum á ný með skipu­lögðu mál­þófi í tveimur mál­um, fyrst til að hindra frum­varp sem heim­il­aði eig­endur eft­ir­stand­andi aflandskrónu­eig­endum að fara með þær úr landi, og síðan í hinu svo­kall­aða orku­pakka­máli. 

Í síð­ar­nefnda mál­inu voru raunar öll met sleg­in. Mál­þóf Mið­flokks­manna gegn þriðja orku­pakk­anum end­aði með því að verða lengsta umræða íslenskrar þing­sögu, en hún stóð yfir í um 150 klukku­stund­ir. Hún skil­aði ekki beinum árangri, þar sem málið var sam­þykkt í þing­inu. Óbeinu áhrifin voru þó aug­ljós. Orku­pakka­málið tröll­reið allt í einu sam­fé­lag­inu, mót­mæli voru hald­in, þrýsti­hópar stofn­aðir og und­ir­skriftum safn­að. Sam­hliða rauk Mið­flokk­ur­inn aftur upp í fylgi. Þeir ráð­herrar sem báru ábyrgð á fram­gangi máls­ins, Guð­laugur Þór Þórð­ar­son og Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, koma báðir úr Sjálf­stæð­is­flokkn­um.

Miðflokkurinn setti Íslandsmet í málþófi í umræðum um orkupakkamálið. Hér sést þingflokkurinn á næturfundi í maí 2019 á meðan að sú aðgerð stóð sem hæst.
Mynd: Facebook-síða Miðflokksins.

Birgir Þór­ar­ins­son, nýr flokks­fé­lagið þeirra, var lyk­il­maður í þess­ari veg­ferð, sem í raun hélt þing­inu í gísl­ingu vikum saman og kom í veg fyrir afgreiðslu fjölda ann­arra mála sem komust ekki á dag­skrá vegna mál­þófs­ins. 

Birgir er reyndar ekki óvanur því að eyða löngum stundum í ræðupúlti Alþing­is. Hann var ræðu­kóngur Alþingis síð­ast­liðin þrjú ár. Öll þau ár tal­aði hann í heild í meira en sól­ar­hring á hverju þingi. Á síð­asta þingi lið­ins kjör­tíma­bils flutti Birgir alls 324 ræð­ur. 

Vildi telja konur af því að rjúfa með­göngu með styrk

Birgir vakti líka tölu­verða athygli fyrir skoð­anir sínar á þung­un­ar­rofi á síð­asta kjör­tíma­bili. Strax haustið 2018 var hann fyrsti flutn­ings­maður frum­varps tíu þing­manna um fæð­ing­ar­styrk til kvenna sem gefa börn til ætt­­­leið­ing­ar við fæð­ingu. Yrði það að lög­­um áttu mæð­urnar að fá fæð­ing­­ar­­styrk í sex mán­uði upp á 135.525 krónur á mán­uði. Sam­kvæmt grein­ar­gerð var til­gangur frum­varps­ins „að styðja konur sem taka ákvörðun um að gefa barn sitt til ætt­leið­ingar við fæð­ingu“ en letja þær frá því að rjúfa með­göngu. Frum­varpið var ekki afgreitt sem lög.

Birgir lét einnig til sín taka í umræðum um frum­varp Svan­dísar Svav­ars­dóttur heil­brigð­is­ráð­herra um þung­un­ar­rof sem var á end­anum afgreitt sem lög 13. maí 2019. Sam­kvæmt frum­varp­inu varð þung­un­ar­rof heim­ilt fram á 22. viku með­göngu, óháð því hvaða ástæður lægju þar að baki. Áður var það ein­ungis heim­ilt til loka 16. viku en eftir það við vissar til­greindar aðstæð­ur. 

Í ræðu sem Birgir flutti 2. maí 2019 gerði hann sér­staka athuga­semd við notkun á hug­tak­inu þung­un­ar­rof, og vildi halda sig við hug­takið fóst­ur­eyð­ing. „Það verður að segj­ast eins og er að með þessu nýja hug­taki er fók­us­inn tekin frá fóstr­inu og færður alfarið yfir á móð­ur­ina. Má spyrja sig hvort verið sé að gera lítið úr líf­inu sem kviknað hefur í móð­ur­kviði. Hér er á ferð­inni hug­tak sem gefur til­efni til að ætla að verið sé að milda það sem raun­veru­lega er að ger­ast. Verið er að binda endi á líf, það er óum­deilt.“

Þegar frum­varpið var sam­þykkt var Birgir einn þeirra 18 þing­manna sem greiddi atkvæði gegn því. Í ræðu sinni um atkvæða­greiðsl­una sagði hann meðal ann­ars: „Það á ekki að vera hlut­verk stjórn­valda að rýmka svo mikið heim­ildir til fóst­ur­eyð­inga. Málið er umdeilt og við­kvæmt. Það á að vera hlut­verk stjórn­valda að tryggja bestu fáan­legu mæðra­vernd og efna­hags­legar og félags­legar aðstæður sem hvetja konur til að standa með líf­inu sem guð gaf og hefur heitið okkur að blessa. Ég er á móti þessu frum­varpi.“

Birgir gagn­rýndi Sjálf­stæð­is­flokk­inn sér­stak­lega fyrir sína aðkomu að mál­inu í ræðum sín­um. 

Taldi skipu­lega afkristnun vera öfug­þróun

Kristin gildi hafa verið Birgi hug­leikin og áber­andi í mál­flutn­ingi hans frá því að hann sett­ist á þing. Í nýárs­ræðu sem hann flutti í Sel­tjarn­ar­nes­kirkju á fyrsta degi árs­ins 2020 sagði Birgir meðal ann­ars það vera áhyggju­efni að hans dómi „að hér á landi hefur gætt ákveð­innar til­hneig­ingar til skipu­legrar afkristn­unar síð­ustu árin. Árið 2008 var hætt að kenna krist­in­fræði sem sér­stakt fag í skólum lands­ins. Fyr­ir­mælin komu frá þáver­andi mennta­mála­ráð­herra. Árið 2011 bann­aði Reykja­vík­ur­borg Gíd­eon­fé­lag­inu að dreifa Nýja testa­ment­inu í skólum borg­ar­inn­ar, sem það hafði gert allar götur síðan 1954. Þess­ari öfug­þróun hefur verið stjórnað af háværum minni­hluta. Hér þarf að snúa við blað­in­u.“

Síðar í sömu ræðu sagði hann: „Kristin trú hefur verið mót­andi afl í íslensku þjóð­lífi.

Saga og menn­ing þjóð­ar­innar verður ekki á nokkurn hátt skilin án þekk­ingar á krist­inni trú, sið­gæði og sögu krist­innar kirkju.“

Vildi auka veg krist­in­fræði í grunn­skólum

Um ári síðar var Birgir svo fyrsti flutn­ings­maður frum­varps um að auka veg krist­in­fræð­i­­kennslu í grunn­­skólum lands­ins sem mælt var fyrir í febr­úar á þessu ári en sofn­aði síðar í nefnd. Í grein­­­ar­­­gerð­ sem fylgdi frum­varp­inu sagð­ist að eðli­­­legt hlyti að telj­­­ast að fjallað væri ítar­­­leg­­­ast um þau trú­­­ar­brögð sem ríkj­andi séu í sam­­­fé­lag­inu. „Þekk­ing á kristni og Bibl­í­unni er for­­­senda skiln­ings á vest­rænni menn­ingu og sam­­­fé­lagi. Þekk­ing á eigin trú er for­­­senda til skiln­ings á trú ann­­­arra og leið til umburð­­­ar­­­lynd­­­is. Skól­­­anum er ætlað að miðla grund­vall­­­ar­­­gildum þjóð­­­fé­lags­ins, sem hér á landi eru byggð á kristnum rót­­­um. Fræðsla í kristnum fræð­um, sið­fræði og trú­­­ar­bragða­fræði miðlar nem­endum þekk­ingu á eigin rót­u­m.“

Ef frum­varpið hefði orðið að lögum yrði kennslan eins og var fyrir gild­is­­­töku grunn­­­skóla­laga frá árinu 2008, sem felldu hana nið­­­ur. Þing­­­menn­irnir sem stóðu að frum­varp­inu vildu að heiti náms­­­grein­­­ar­innar trú­­­ar­bragða­fræði yrði breytt í krist­in­fræði og trú­­­ar­bragða­fræði og töldu að nám á því sviði væri mik­il­vægt til skiln­ings, umburð­­­ar­­­lyndis og víð­­­sýni. „Nem­endur verða að vera búnir undir að lifa í fjöl­breyttu lýð­ræð­is­­­legu sam­­­fé­lagi og takast á við marg­vís­­­leg úrlausn­­­ar­efni sem þeirra bíða í breyttum heim­i,“ sagði í grein­­­ar­­­gerð sem fylgir frum­varp­in­u.

Á meðal þeirra raka sem þing­­­menn­irnir not­uðu til að rök­­­styðja þörf­ina fyrir aukna áherslu á krist­in­fræð­i­­­kennslu í skólum var að hér á landi fari inn­­­flytj­endum sem komi frá ólíkum menn­ing­­­ar­heimum fjölg­andi. Það auki að mati þing­­­mann­anna kröfur um umburð­­­ar­­­lyndi og gagn­­­kvæma virð­ingu. „Með vax­andi fjölgun íslenskra rík­­­is­­­borg­­­ara sem eru af erlendu bergi brotnir eykst nauð­­­syn þess að brjóta niður múra á milli menn­ing­­­ar­heilda og trú­­­ar­hópa og auka þar með umburð­­­ar­­­lyndi. Slíkt er best gert með sér­­­stakri fræðslu um ríkj­andi trú lands­ins, kristni, og almennri fræðslu um trú­­­ar­brögð heims­ins og þar með menn­ingu og siði þjóða og þjóð­­­ar­brota. Til að slík fræðsla verði að gagni og nái að stuðla að alhliða þroska nem­enda og virkri þátt­­­töku þeirra í lýð­ræð­is­­­þjóð­­­fé­lagi þarf hún að ná til allra.”

Taldi mik­il­vægt að flótta­menn sem hingað komi séu kristnir

Í ræð­unni sem Birgir flutti í Sel­tjarn­ar­nes­kirkju í byrjun árs 2020, og minnst var hér á und­an, fjall­aði hann einnig um flótta­menn. Þar sagði hann mjög lít­inn hluta þeirra flótta­manna sem hingað koma vera krist­innar trúar þrátt fyrir „þá stað­reynd að kristnir er sá trú­ar­hópur í heim­inum sem mest verður fyrir barð­inu á ofsókn­um. [...] Sam­kvæmt tölum Sam­ein­uðu þjóð­anna falla hund­ruð krist­inna í hverjum mán­uði af völdum ofsókna. Talið er að 245 millj­ónir krist­inna manna sæti alvar­legum ofsóknum vegna trúar sinn­ar, en ríf­lega fjögur þús­und létu lífið á síð­asta ári af þeim sök­um. 80 pró­sent allra trú­ar­of­sókna í heim­inum bein­ast gegn kristnu fólki.“

Birgir taldi að Íslend­ingar ættu að vera í far­ar­broddi þegar kæmi að því að gagn­rýna ofsóknir gegn kristnu fólki í heim­in­um. „Þegar kemur að mót­töku kvótaflótta­manna hingað til lands tel ég veiga­mikil rök fyrir því að þeir séu kristn­ir. Auk þess eiga kristnir flótta­menn auð­veld­ara með að aðlag­ast íslensku sam­fé­lagi, siðum okkar og venj­u­m.“

Hann gagn­rýndi einnig Áslaugu Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur, dóms­mála­ráð­herra og nú sam­flokks­konu hans, fyrir að hafa lýst yfir áhuga á aðskiln­aði ríkis og kirkju. Birgir taldi enga þörf fyrir þá umræðu.

Vildi að biskup yrði áfram emb­ætt­is­maður

Í sumar lagði Birgir svo fram breyt­ing­­ar­til­lögu við frum­varp til laga um þjóð­­kirkj­una þar sem hann vildi bæta við ákvæði um að biskup Íslands verði áfram emb­ætt­is­­mað­­ur, en ekki starfs­­mað­­ur, líkt og frum­varpið gerði ráð fyr­­ir.

Í breyt­ing­­ar­til­lögu Birgis var lagt til að eft­ir­far­andi setn­ingu yrði bætt við 10. grein frum­varps­ins: „Biskup Íslands gegnir æðsta emb­ætti þjóð­­kirkj­unnar og fer með yfir­­­stjórn hennar eftir því sem kirkju­­þing mælir nánar fyrir um.“

Í grein­­ar­­gerð sem fylgdi breyt­ing­­ar­til­lög­unni sagði Birgir að emb­ætti bisk­­ups væri elsta emb­ætti Íslands sem haldi hefur frá upp­­hafi. „Saga og hefðir eru dýr­­mætar eignir sér­­hvers sam­­fé­lags, rétt eins og menn­ing þess. Hug­takið emb­ætti í kirkj­unni hefur sér­­staka merk­ingu sem bygg­ist á guð­fræði henn­­ar. Almennt séð er hug­takið í kirkju­­legu sam­hengi fyrst og fremst tengt þjón­ustu, ábyrgð, umsjón og for­ystu, rétt eins og ann­­ars staðar þar sem það kemur fyrir og er að því leyti ótengt kirkj­unni. Starf er aftur á móti fyrst og fremst fram­­kvæmd verk­efna sem aðrir fela starfs­­fólki að sinna.“

Erna Bjarnadóttir, sem sat í öðru sæti á lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi í nýliðnum kosningum, ætlar ekki að fylgja Birgi yfir í Sjálfstæðisflokkinn. Hann segir Ernu hafa upphaflega ætlað að gera það en svo snúist hugur.
Mynd: Miðflokkurinn

Birgir sagði að það megi álykta að ákveðin grund­vall­­ar­breyt­ing myndi verða á hlut­verki bisk­­ups kirkj­unnar með því að fella niður hug­takið emb­ætti bisk­­ups og breyta því í starf bisk­­ups eins og frum­varpið gerði ráð fyr­­ir. „Ætla má að ábyrgð bisk­­ups til and­­legrar for­ystu í kirkj­unni og umsjón­­ar­­skylda bisk­­ups gagn­vart kenn­ingu og siðum hennar hafi þá ekki lengur þann styrk sem bisk­­ups­emb­ættið hefur haft í kirkj­unni allt frá frum­kirkj­unni og í sam­hengi Íslands í meira en þús­und ár.“

Ekki var tekið til­lit til breyt­ing­ar­til­lögu Birgis en frum­varpið varð að lögum 13. júní síð­ast­lið­inn. 

Hrós­aði Duterte fyrir árang­ur­inn

Birgir var líka dug­legur fyr­ir­spyrj­andi sem þing­maður og spurði meðal ann­ars mikið út í mál­efni fjár­mála­kerf­is­ins. Þar má nefna fyr­ir­spurnir sem snúa að losun á eign­ar­haldi íslenskra rík­is­ins á Arion banka, um vog­un­ar­sjóði sem áttu eign­ar­hluti í íslenska fjár­mála­kerf­inu og nýjar höf­uð­stöðvar Lands­bank­ans.

En einn eft­ir­minni­leg­asta ræða Birgis á kjör­tíma­bil­inu var flutt í apríl 2019. Þar fagn­aði Birgir þeim árangri sem rík­is­stjórn Rodrigo Duterte á Fil­ipps­eyjum hafði náð í stríði sínu gegn fíkni­efnum og glæpa­hringj­um. „Ár­ang­ur­inn af aðgerðum stjórn­valda er mik­ill og í flestum borgum lands­ins hefur glæpa­tíðni minnkað á bil­inu 40 til 70 pró­sent,“ sagði Birgir í ræð­unni. til­efnið var að Guð­laugur Þór Þórð­ar­son utan­rík­is­ráð­herra hafði gagn­rýnt stjórn­völd á Fil­ipps­eyjum fyrir mann­rétt­inda­brot á vett­vangi Mann­réttinda­ráðs Sam­ein­uðu þjóð­anna, en þús­undir höfðu þá verið drepnir í her­ferð Duterte gegn glæpa­hringjum á tæpum þremur árum. 

Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, er afar umdeildur maður, sérstaklega fyrir stríð hans gegn fíkniefnum í landinu.
Mynd: EPA

Birgir sagði málið snú­ast um stríð gegn eit­ur­lyfjum þar í landi og að stjórn Duterte hefði verið sökuð um dráp á borg­urum án dóms og laga. „Ekki er þó allt sem sýn­ist í þessum og mikið af fals­fréttum hefur verið dreift sem eru fjár­magn­aðar af eit­ur­lyfja­hringjum á Fil­ipps­eyjum og settar fram í þeim til­gangi að sverta stjórn­völd.“

Nokkrum vikum síðar fund­uðu á þriðja tug stuðn­ings­manna Duterte hér­lendis með Birgi á skrif­stofum nefnd­ar­sviðs Alþingis um áhyggjur sínar af ályktun Íslands í Mann­réttinda­ráði Sam­ein­uðu þjóð­anna.  

Sagði Sjálf­stæð­is­flokk­inn hafa brugð­ist

Í þessum anda var Birgir einnig á móti frum­varpi um afglæpa­væð­ingu neyslu­skammta fíkni­efna. Í ræðu sem hann flutti fyrr á þessu ári sagði hann frum­varpið slæmt og að það sendi „slæm skila­boð út í sam­fé­lagið með því að lög­leiða neyslu­skammta af fíkni­efn­um, neyslu­skammta sem ólög­legt er að flytja inn í landið og ólög­legt er að selja. Með þessu frum­varpi er verið að skapa meira vanda­mál en við lag­fær­um.“

Auglýsing Miðflokksins, með Birgi í aðalhlutverki, frá því í maí síðastliðnum.

Í ræð­unni, sem flutt var í apríl 2021, sagði Birgir enn fremur um Sjálf­stæð­is­flokk­inn að hann hafi eitt sinn verið íhalds­flokkur sem stóð vörð um lög og reglu í land­inu. „Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hefur brugð­ist í þessu máli eins og svo mörgum öðrum, herra for­seti, rétt eins og hann brást í fóst­ur­eyð­inga­mál­inu, flokkur sem eitt sinn barð­ist gegn fóst­ur­eyð­ing­um,“ sagði Birgir Þór­ar­ins­son.

Núna, tæpum sex mán­uðum síð­ar, er hann geng­inn í þann flokk sem honum fannst bregð­ast svo illa.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar