Sköpunarkrafturinn beislaður - #MoMA

MoMa.jpg
Auglýsing

Inn á mið­svæði Man­hattan í New York, á 53. stræti, er sköp­un­ar­kraft­ur­inn beisl­aður í einu áhrifa­mesta lista­safni sam­tím­ans, Nýlista­safn­inu í New York, MoMA (Mu­seum of Modern Art). Á und­an­förnum fimm árum hafa orðið miklar breyt­ingar á safn­inu sem hafa skilað sér í því að fjölgun gesta á ári hefur verið mik­il. Árið 2009 heim­sóttu rúm­lega tvær millj­ónir manna safnið árlega en nú er fjöld­inn kom­inn upp í 3,1 millj­ón, og eru með­limir (mem­bers) um 120 þús­und. Til sam­an­burðar heim­sækja Ísland rúm­lega millj­ónir erlendir ferða­menn á hverju ári. Safnið er rekið fyrir aðgangs­eyri, fram­lög úr styrkt­ar­sjóðum og opin­berum sjóð­um.

Safnið hefur fest sig enn betur í sessi sem eitt af kenni­leitum borg­ar­innar sem aldrei sefur og er á sama tíma afar mik­il­vægur hlekkur í ferða­þjón­ustu borg­ar­inn­ar. Óhætt er að segja að hún sé stór­iðja á Man­hattan en um 50 millj­ónir ferða­manna heim­sækja svæðið árlega, bæði erlendis frá og einnig frá öðrum stöðum í Banda­ríkj­un­um.

Með sköp­un­ina að vopni

Saga safns­ins er stór­merki­leg, en um leið lýsandi fyrir þá þungu menn­ing­ar­strauma sem liggja um New York borg og eru hluti af sjálfs­mynd hennar og krafti. Abby Aldrich Roc­ker­fell­er, eig­in­kona John D. Roc­ker­feller Jr., fékk hug­mynd­ina að safn­inu á því herr­ans ári 1929, þegar Kreppan mikla skall á af miklum þunga yfir íbúa New York borg­ar. Hún kom safn­inu upp ásamt vinum sín­um, Lillie P. Blis og Mary Quinn Sulli­v­an. Það opn­aði 7. nóv­em­ber 1929, í brá­birgða­hús­næði á 57. stræti, níu dögum eftir hrunið á verð­bréfa­mörk­uðum sem var und­an­fari hrika­legrar nið­ur­sveiflu í efna­hags­bú­skap heims­ins. Hinn 29. októ­ber er kall­aður Svarti þriðju­dag­ur­inn en þá hrundi hluta­bréfa­mark­að­ur­inn um 23 pró­sent, eftir mik­inn upp­gangs­tíma. Dag­ana á eftir fór svo botn­inn næstum alveg úr hon­um. Við tók tíma­bil atvinnu­leysis og von­leysis og það á versta tíma; þegar vet­ur­inn var að skella á.

Listin blómstr­aði

Fyrstu árin voru safn­inu svo­lítið erf­ið. Ekki vegna þess að það kæmu ekki gest­ir, síður en svo. Það var fullt nær alla daga. En það þótti fram­sækið og sá stóri hópur sem stund­aði lista­söfnin í borg­inni og gall­erýin á götu­horn­unum var ekki fylli­lega sáttur við það sem boðið var upp á. „Tald­ist þetta allt saman vera list?“ spurðu gestir for­viða. En það voru líka und­an­tekn­ingar og reynd­ust teikn­ingar hol­lenska snill­ings­ins Vincent Van Gogh, sem safnið fékk að láni til sýnis skömmu eftir að það opn­aði, mik­ill happa­fengur fyrir safn í mót­un. Van Gogh hafði orð á sér fyrir dulúð, dýpt og frum­leika, eitt­hvað sem Abby hafði lagt upp með að fanga í safn­inu. Þannig varð safnið ekki aðeins vett­vangur heimsklassa lista­manna heldur um leið vett­vangur heim­speki­legra sam­ræðna um list­ina, til­gang hennar og stefnu.

Mót­ast af krepp­unni

Einn fyrsti starfs­maður safns­ins, fyrir utan stofn­endur þess, var Suichi Suna­mi, jap­ansk ætt­aður ljós­mynd­ari sem

Ein af frægum myndum Sunami af dansaranum Mörthu Graham, en þær opnuðu leiðina fyrir hann inn á hið nýstofnaða MoMA safn, árið 1930. Mynd: vefur MoMA. Ein af frægum myndum Sunami af dans­ar­anum Mörthu Gra­ham, en þær opn­uðu leið­ina fyrir hann inn á hið nýstofn­aða MoMA safn, árið 1930. Mynd: vefur MoM­A.

hafði getið sér gott orð fyrir myndir af dans­ar­anum Mörthu Gra­ham. Þetta átti eftir að reyn­ast afdrifa­rík ráðn­ing því Sunami varð fljótt hluti af safn­inu, ef svo má að orðið kom­ast. Myndir hans þóttu snilld­ar­legar og hann hafði ein­stakt auga fyrir upp­setn­inga sýn­inga. En umfram allt var dugn­aður hans og ástríða fyrir upp­bygg­ingu safns­ins það sem skipti mestu máli. Þó hann hefði ekki starfs­titil sem list­rænn stjórn­andi, þá var hann mik­il­vægur hluti af hinum skap­andi anda. Hann starf­aði sem opin­ber ljós­mynd­ari safns­ins frá árunum 1930 til 1968, í tæp­lega fjöru­tíu ár, og mark­aði djúp spor í sögu þess. MoMA er á vissan hátt afrakstur Krepp­unnar miklu og þeirra ráð­staf­ana sem gripið var til með for­dæma­lausum aðgerðum hins opin­bera, bæði New York borgar og rík­is­sjóðs Banda­ríkj­anna. Vegna bágs efna­hags­á­stands ákváðu borg­ar­yf­ir­völd að fara út í viða­mikil upp­bygg­ing­ar­verk­efni á innviðum og stór­efl­ingu lista­starfs sömu­leið­is. Mark­miðið var ekki aðeins að skapa atvinnu, með bygg­ingu brúa, við­halds­verk­efna og lestar­teina, svo eitt­hvað sé nefnt, heldur ekki síður að efla „and­ann“. Atvinnu­leysi mæld­ist 24,9 pró­sent árið 1932 og staðan var einna alvar­leg­ust í New York þar sem fjöl­margir voru án heim­il­is, atvinnu og von­ar.

Kraftar að verki - Lista­menn í lyk­il­hlut­verki

Í þessum aðstæðum varð til kraftur - sum part alveg óvart - sem MoMA greip á lofti, og raunar allt lista­líf New York borgar sömu­leið­is. Tvær áætl­anir á vegum hins opin­bera voru miklir áhrifa­valdar í því að leysa úr læð­ingi hug­mynda­flug lista­manna og almenn­ings. Hin svo­nefnda CCC-­á­ætlun (Ci­vi­lian Conservation Corps) og einnig áætl­unin sem var hvað umdeild­ust á hinu póli­tíska sviði; WPA-­á­ætl­unin (Works Progress Administration). Hin síð­ar­nefnda var risa­vaxið fram­lag úr opin­berum sjóðum til upp­bygg­ingar á lands­vísu. Sam­tals var 8,5 millj­örðum Banda­ríkja­dala eytt í upp­bygg­ingu sam­göngu­mann­virkja, hús­næðis og ann­arra inn­viða­verk­efna á átta ára tíma­bili, frá 1935 til 1943. Í New York borg voru hluti upp­hæð­ar­innar í að búa til föt fyrir almenn­ing, enda fór nístandi kuld­inn yfir vetr­ar­tím­ann illa með heim­il­is­lausar fjöl­skyld­ur. Og hluti upp­hæð­ar­innar í CCC-­á­ætl­un­inni fór í að fegra opin svæði borg­ar­inn­ar, ekki síst stóra og smáa almenn­ings­garða. Þeir sem list­ræna hæfi­leika höfðu, á sviði hönn­unar meðal ann­ars, gengdu lyk­il­hlut­verki í þess­ari vinnu.  Og eins og alltaf þar sem list­rænir kraftar eru að verki, þá gegna sam­ræður og sam­komur lyk­il­hlut­verki í að móta sýn á verk­efnin og svara spurn­ingum sem vakna. Þar voru lista­söfnin eins og suðu­pottur hug­mynda, ekki síst MoMA. Sá fersk­leiki sem safnið hefur ávallt lagt upp með að fanga á sér ekki síst rætur í þessum erf­iðu tímum í sögu New York. Listin var bjarg­vættur borg­ar­inn­ar, hafa sumir sagt, því án hennar hefði von­leysið rist dýpra og við­spyrnan úr hörm­ungum Krepp­unnar miklu orðið kraft­laus.

For­tíð, nútíð og fram­tíð

MoMA hefur lengi verið vett­vangur umdeildra sýn­inga, og er nær­tækt að nefna sýn­ingu um stór­brot­inn feril Bjarkar Guð­munds­dóttur í vor. Sitt sýn­ist hverjum þegar kemur að list­inni, svo mikið er víst. Metn­aður safns­ins, sem hefur verið við 53. stræti frá árinu 1939, stendur til þess að ögra formum og ríkj­andi hefð­um, hverjar sem þær eru, og varpa fram spurn­ingum um lífið og til­ver­una. Þar eru for­tíð, nútíð og fram­tíð und­ir. Safnið hefur ávallt verið „opið í báða enda“; fjallar um það sem telst til hámenn­ingar en á sama tíma hafa tón­list­ar­menn og kvik­mynda­mynd­gerð­ar­menn ekki síður tek­ist á við krafta safns­ins og lagt sitt að mörk­um. Eins og alltaf þegar safna­starf er ann­ars vegar þá deilir fólk um hvort það sé á réttri leið og hvort verkin sem til sýnis eru á hverjum tíma eigi heima á safn­inu. Þetta á svo sann­ar­lega við um MoMA.

En dramat­ískur bagrunnur sögu þess - þar sem hörm­ungar mann­lífs­ins hjálp­uðu til við að móta fyrir hvað það stendur - ætti að segja manni það, að það verður seint líf­laust. Það þarf eitt­hvað mikið til að slökkva list­rænan líf­sneista þess, eins og lif­andi umræða á sam­fé­lags­miðlum undir hashtag-inu #MoMA ber með sér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None